Morgunblaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1986 55 Fréttabréf úr Jónshúsi: Fjölbreytilegt félags- starf hjá íslendingnm Jónshúsi, Kaupmannahöfn. 1. DES. hátídahöld Námsmanna- félagsins voru hin veglegustu í ár. Þau voru höfð siðasta laugar- dag í nóvember eins og oft vill verða, enda 1. desember vinnu- og skóladagur flestra. Hófst skemmtunin með hátíða- ræðu Tryggva Gíslasonar skóla- meistara, sem hér býr nú ásamt fjölskyldu sinni og starfar sem skrifstofustjóri við Norrænu ráð- herranefndina. Þá flutti íslenzki kirkjukórinn, sem stjórn FÍNK hafði gefið nafnið Maríukórinn í tilefni dagsins, nokkur íslenzk lög undir stjórn Maríu Ágústsdóttur. Gunnar Gunnarsson flautuleikari lék við undirleik Þórunnar Guðmundsdótt- ur fjölbreytt lagaval. FÍNK bauð öllum viðstöddum kaffi og pönnu- kökur í hléi, en síðan las Gestur Guðmundsson lektor ljóð og Eyjólf- ur Kristjánsson söng nokkur lög. Bamagæzla var á skrifstofu félag- anna, meðan skemmtiatriði fóru fram, og á eftir snæddi stór hluti samkomugesta góðan kvöldverð Bergljótar Skúladóttur, gefstgjafa í félagsheimilinu. Um kvöldið var dansleikur í Teater- salen við Bispetorv og lék þar hljómsveitin Bítlavinafélagið af miklum krafti. Bezta íslendinga- ballið lengi, sögðu margir, en Bítlavinafélagið lék einnig fyrir dansi á vegum íslendingafélagsins í Árósum kvöldið áður. Hljómsveit- ina skipa Eyjólfur Kristjánsson, Rafn Jónsson, Jón Ólafsson, Stefán Hjörleifsson og Haraldur Þorsteins- son. Fyrsta sunnudag í jólaföstu var íslenzk guðsþjónusta í Skt. Páls- kirkju, þar sem sr. Bjami Sigurðs- son dósent frá Mosfelli predikaði. Sr. Bjami og Aðalbjörg Guðmunds- dóttir kona hans hafa dvalið hér í Höfn ásamt dótturdóttur sinni und- anfama tvo mánuði og hefur hann stundað fræði- og rannsóknarstörf. Á annað hundrað manns komu til messunnar og flestir kirkjugestir komu einnig til samverunnar í fé- lagsheimilinu á eftir og var þar almennur söngur og notaleg að- ventustemmning. Margir skoðuðu þá safn Jóns Sigurðssonar en það hafa tæplega 1300 manns heimsótt í ár. Síðar um daginn skemmti Bjartmar Guðlaugsson, sem hér var á ferð, bömum á ýmsum aldri með söng sínum. Bjartmar hefur nýlega gefið út hljómplötu og von mun á nýrri bamaplötu frá hans hendi. Jens Ormslev opnaði ljósmynda- sýningu í félagsheimilinu 22. nóv. sl. og em viðfangsefni hans sótt víða að, en Jens er hér búsettur. Tók sýning hans við af sýningu Hjálmars Þorsteinssonar, sem áður Rey ðarfj örður: Síldarsölt- un lokið Lítið um loðnu Reyðarfirði. TOGARINN Snæfugl SU 20 kom af veiðum sl. miðvikudag með 64 tonn af þorski. Skipið lenti i leiðindaveðri í túrnum, en fór aftur á veiðar sl. laugardag. Sfldarsöltun er lokið og saltað var í 23.100 tunnur. Hæsta söltun- arstöðin var Verktakar með 7.000 tunnur. Síðan kom Bergsplan með 6.100 tunnur, Austursfld 5.500 tunnur og GSR með 4.500 tunnur. Þá hefur lítið af loðnu borist til Reyðarfjarðar upp á siðkastið. Eng- in loðna barst að landi í nóvember, en þann 9. desember sl. komu fjög- ur skip að landi með 1.900 tonn. Verið er að ljúka bræðslu á því í dag og lítil von er um meiri loðnu fyrir áramót. Gréta var getið hér í blaðinu. Hjálmar heldur nú málverkasýningu í veit- ingastaðnum Kaptajn Morgan á Dragör, þar sem hann er búsettur. Myndarleg sýningarskrá með lit- myndum af málverkunum hefur verið gefín út, en sýningin sómir sér prýðilega á staðnum. Dagblöð á Amager og Dragör hrósa sýning- unni og segja frá Hjálmari og fyrri sýningu hans. Segir Amager Post- en, að Hjálmar sé orðinn þekkt andlit í Dragör og mjög vinsæll þar. í nóvember var ijölsótt íslenzk guðsþjónusta haldin í Vibykirkju í Árósum. Nýkjörin stjórn íslend- ingafélagsins þar undirbjó og auglýsti hana mjög vel og stóð fyr- ir kaffísamsæti á eftir í safnaðar- heimili kirkjunnar og var það allt til fyrirmyndar. í íslendingafélag- inu í Árósum eru um 300 manns Kirkjukórinn á æfingu undir stjórn Maríu Ágústsdóttur. og er nýkjörinn formaður Ragnar Bjartmarz. — Nú eru margar ferðir framundan hjá sendiráðsprestinum vegna guðsþjónustuhalds. Aðventu- messa var í Osló sunnudaginn 7. desember og í Gautaborg sunnu- daginn 14. des. Þá eru jólaguðs- þjónustur í Kaupmannahöfn á jóladag (kl. 12.00 á hádegi), í Malmö á annan jóladag og í Odense á þriðja í jólum.- Safíiaðamefnd og kirkjukór íslenzka safnaðarins gengust fyrir aðventukvöldi í félagsheimilinu í Jónshúsi föstudaginn 12. des. Þar var kórsöngur, hugvekja, Lúsíu- hátíð og leikið á flautu, celló og píanó. Þau Gunnar Gunnarsson og Fanny Tryggvadóttir á flautu, Gunnhildur Halla Guðmundsdóttir á celló og María Ágústsdóttir á píanó sáu um tónlistina. Ekki má gleyma að segja frá þeim skemmtikröftum íslenzkum, sm frægastir eru hér í landi, en það er hljómsveitin Mezzoforte, sem er ákaflega vinsæl með Dönum. Þeir héldu tónleika í nóvember fyrir fullu Morgunblaðið/G.LÁsg. húsi á Sögu og var fagnað geysi- lega. Sagði í íslenzka útvarpinu hér, sem sendir út í einn og hálfan tíma á laugardagskvöldum, að ís- lendingar hafí fyllzt þjóðarstolti á tónleikunum við frábæran flutning þeirra félaganna og hefði verið greinilegt, að Danimir kunnu flest lög þeirra. Mezzoforte fór héðan til Noregs og þaðan aftur til Þýzka- lands, þar sem þeir áttu að koma fram í sjónvarpsþætti með öðmm þekktum tónlistarmönnum. G.L.Ásg. JOLA BÆKURNAR ÞER AÐ KOSTNAÐARLAUSU Síðastliðinn vetur buðum við, fyrstir íslenskra bókaverslana, heimsendingarþjónustu á jólabókunum, þremur eða fleiri. Þessa þjónustu kunnu margir að meta svo við ákváðum að endurnýja boðið. Um þessar mundir birtast margvíslegir bókalistar í dagblöðunum. Haldir þú þeim til haga getur þú pantað eftir GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA Við bendum einnig á að sunnudaginn 7. desember birtum við sérstakan lista yfir fjölda bóka sem við mœlum með til jólagjafa. 13.-18. desember verður tekið við pöntunum ísíma 13199. Við keyrum bœkurnar út að kvöldi 18., 19. og 20. desember. Umbúðirnar utan um jólagjafirnar gefurðu auðvitað pantað um leið og bœkurnar. SÍMI HEIMSENDINGARÞJÓNUSTUNNAR : 13199 EYMUNDSSON AUSTURSTRÆTI 18 cg NÝJA BÆ, EIÐISTORGI HRMCTStL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.