Morgunblaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 91

Morgunblaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 91
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1986 91 AStaa. » SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI Geta fjölmiðlamenn fjall- að um fjölmiðlamenn? Borgari skrifar: Það hefði mörgum brugðið í brún þegar Hafskipsmálið stóð sem hæst ef einungis stjómendur og starfs- menn fyrirtækisins hefðu verið spurðir álits á eigin stjórn. Það hefðu ekki allir verið ánægðir með að fá svörin einungis þaðan. Ég leyfi mér að efast um að fjölmiðla- menn hefðu verið ánægðir með þá málsmeðferð að stjómendur full- yrtu að reksturinn væri í eðlilegu ásigkomulagi miðað við aðstæður. Þeir hefðu kannski leitað til annara um málið og önnur viðhorf hefðu vafalítið komið í ljós. Hafskip var reyndar tekið til gjaldþrotaskipta eftir þvílíka umfjöllun, þrátt fyrir fögur ummæli stjómenda. En á dögunum bar svo við að í Kastljósi þótti rétt að spyija einung- is fjölmiðlamenn um stöðu fjölmiðla í dag. Einn þessara fjölmiðlamanna sagði að það væru bara reiðir menn sem gagnrýndu fjölmiðla. Hann taldi sig afgreiða málið með því. Það hefði þótt ómerkilegt af Ragn- ari Kjartanssyni á sínum tíma, fyrir nú utan það hvað það er skiljanlegt af fólki að vera reitt út í fjölmiðla í dag. En að í Kastljósi sem Gunn- ar Kvaran stjómaði 28. nóvember s.l. skuli fjallað um gagnrýni á fjöl- miðla á þann hátt að spyrja fjöl- miðlamennina eina álits er sennilega ómerkilegasta málsmeð- ferð sem sést hefur í Ríkissjón- varpinu um margra ára skeið. Það hefði verið afsakanlegt ef HP hefði verið að verki, en Ríkissjónvarpið? Það verður að segjast eins og er að langoftast er Ríkissjónvarpið með vandaðasta fréttaflutninginn og því kemur þetta á óvart. Er umfjöllun um fjölmiðla ekki möguleg af fjölmiðlum vegna ein- hverskonar samtryggingarklíku sem heldur um spottana svo að öll heilbrigð umræða er stöðvuð áður en hún fer af stað? Hvað fínnst sannleikselskandi rannsóknarblaða- mönnum um þetta? Þola þeir gagnrýni á eigin stórasannleik, eða er hann yfír gagnrýni hafinn vegna þess eins að pyngja fjölmiðlamanna yrði léttari ef almenningur missti traust sitt á þeim? Fjölmiðlamenn hafa aðstöðu til að búa tii almenn- ingsálit, eða eins og einn þeirra sem talaði í Kastljósi minnti réttilega á að þessi sami almenningur er dóm- stóll fjölmiðla. Þægilegt eða hvað? Nei, Ríkissjónvarpið skuldar áhorfendum annan og betri þátt um fjölmiðla þó ekki væri nema til þess að hinn þátturinn gleymdist um alla eilífð. Hefur ríkisstjórnin engan blaðafulltrúa? Reykvíkingur skrifar: Velvakandi, Hér á árum áður, það er nú orð- ið langt síðan, þá mátti reiða sig á, að fréttnæmir atburðir sem gerð- ust á vegum eða fyrir tilverknað ríkisstjómarinnar, hver sem hún var, væri það blaðafulltrúi hennar sem fyrstur kynnti málið, a.m.k. í flestum tilfellum. Nú er ekki slíkur háttur hafður á og er verið að ræða við ráðherra okkar á hveijum degi um hvaðeina sem upp kemur, jafnvel á þingi, að ekki sé nú talað um það sem skeð- ur á ríkisstjómarfundum. Ég er ekki kunnugur þvf, hvort einhver gegnir starfi blaðafulltrúa ríkisstjómarinnar eins og er, en það má svo sem vel vera. Lítið fer þá fýrir starfí hans opinberlega, ef hann er til staðar. Á þessum tímum, þegar flest berst út með ljóshraða, hvort sem það á nú að fréttast eða ekki, og hér á ég við ýmis mál, sem ríkis- stjóm fjallar um, þá er það einhvem veginn mun viðkunnanlegra og sið- menntaðra, að blaðafulltrúi haldi fund með blaðamönnum en ráð- herrar séu sífellt í sviðsljósinu að útskýra - oft ómerkileg eða minni háttar atriði, sem þó kunna að eiga heima í fjölmiðlum. Þegar leiðtogafundurinn var haldinn, var það t.d. mjög áber- andi, að enginn blaðafulltrúi virtist vera til hjá hinu opinbera. Og varð að „leigja" einn slíkan ef svo má segja. Og þótt það hafí tekist vonum framar, en ekki meira en svo, og ráðherrar og þá aðallega forsætis- ráðherra hafí svo að segja stjómað Ieiðtogafundinum sjálfur þá hefði verið mun viðkunnanlegra og verið meiri heimsbragur á , ef blaðafull- trúi sem hefði titilinn „blaðafulltrúi ríkisstjómarinnar“ hefði komið fram við ýmis tækifæri og getað verið eins konar fyrirliði. En þetta á ekkert sérstaklega Þessir hringdu . . . 1. desember verði almennur frídagur Vilhjálmur Alfreðsson hafði samband: Mig langar til að bera fram þá ósk að hið háa Alþingi taki til hend- inni og lýsi því yfír að 1. desember við um leiðtogafundinn, heldur al- mennt um samskipti ríkisstjómar og fjölmiðla t.d. Nú væri fróðlegt að fá um þetta frekari upplýsingar frá réttum aðil- um fljótlega, en ekki láta svona fyrirspum eins og vind um eyru þjóta, eins og títt er um fyrirspum- ir sem beint er til aðila hins opinbera. En er blaðafulltrúi til staðar og hvert er þá hans starf? Ef ekki verður hann ráðinn í bráð? verði aftur almennur frídagur. Þetta myndi leiða til þess að þjóð- emiskennd íslendinga styrktist jafnt sem að létta yfír þessum dimmu skammdegisdögum. Að lok- um vil ég óska íslensku þjóðinni innilega til hamingju með Pullveld- isdaginn. Getur einhver veitt upplýs- ingar um Simon Norling? Alf Hedström, Sviþjóð, hafði samband: Getur einhver veitt upplýsingar um Simon Norling er fæddist 15. febrúar 1879 í Svíþjóð? Það getur verið að hann hafí kallað sig Sim- onsen og kannski notað fomafnið Albert. Líklegt er að hann hafí unnið á íslandi við orkuver eða eitt- hvað álíka. Ef til eru einhveijir afkomendur hans eða aðrir sem kannast við hann em þeir vinsam- legast beðnir um að hafa samband við okkur. Heimilisfangið er: Alf Hedström, Wemergatan 9, 82093 Hede, Svíþjóð. Síminn er 0684/ 10244. Blekkingar og skrum í aug- lýsingum Amma hafði samband: Fyrir nokkm auglýsti Iðunn í DV nýjustu bamabók Guðrúnar Helgadóttur „Saman í hring" sem verðlaunabók. Ekki er mér kunnugt um að þessi bók hafí fengið ein eða nein verðlaun eða hvað? Hinsvegar hefur bamabókin „Emil og Skundi" eftir Guðmund Ólafsson hlotið íslensku bamabóka- verðlaunin 1986. Blekkingar eða skmm í auglýsingum er hvimleitt fyrirbæri og á ekki að eiga sér stað. ■ ííiu 741111 u ' 1 i«mn 1 j ( vf i HEILRÆÐI SW Er reykskynjarinn í lagi? Bilaður reykskynjari er „falskt" öryggi. Prófaðu því reykskynjar- ann þinn reglulega. Sjáðu til þess að rafhlöður séu ávallt í lagi. Við skulum vona að þú þurfir aldrei að vakna við hljóðið í reyk- skynjaranum vegna eldsvoða á heimilinu, en mundu að hann á að vekja þig á hættustundu. Vertu eldklár - Njóttu undirbúnings jólanna með slysalausum dög- . IJillJ l iJ'ltlíy MÆLDU VEGGINN •SSS&* J (v. Oslo Maghony kr. 39.980. Bergen í kótó kr. 44.190.- rm m m n E'l i i i * J ‘ ‘ Ul’ 'i _____ í'i 11 “ (I Korfu í kótó kr. 49.740.- System II raðskápar í hvítu, svörtu, beiki, kótó og maghony. Bonn hvítt og beiki. Uppstilling kr. 29.490.- b Tunö raðskápar og massíf fura. VtSA eurocabo BESTU GREIÐSLUKJÖR í BÆNUM húsgagnsthöllin BÍLDSHÖFÐA 20-112 REYKJAVÍK - 91 -681199 og 681410
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.