Morgunblaðið - 20.12.1986, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.12.1986, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1986 5 Sjúkraflug Landhelgisgæslunnar: Læknarnir fá störf sín launuð Fróðleikur og skemmtun fyrirháa semlága! FJÁRVEITINGANEFND hefur samþykkt að greiða skuli kostn- að við sólarhringsvaktir lækna vegna sjúkraflugs Landhelgis- gæslunnar. Fyrir tæpu ári síðan ákváðu nokkrir læknar á Borgarspítalanum að gera tilraun til samstarfs við áhafnir Gæslunnar þar sem þeim fannst brýn nauðsyn á því að alltaf væri læknir til taks ef á þyrfti að halda. Allt starf læknanna til þessa hefur verið unnið í sjálfboðavinnu. Þeir Óskar Einarsson og Guð- mundur Bjömsson hafa verið í þessum hópi lækna frá upphafí. Auk þeirra eru nú í hópnum þeir Jón Baldursson og Axel Sigurðs- son, en fleiri hafa komið við sögu undanfama mánuði. „Við vissum að það reyndist oft erfítt og taf- samt fyrir þá Gæslumenn að ná í lækni fyrir sjúkraflug og ákváð- um því að hver læknir í okkar hópi skyldi vera á vakt allan sólar- hringinn, 2-3 daga í einu. Þetta starf hefur allt verið unn- ið í frítíma frá spítalastörfum," sögðu Óskar og Guðmundur. „Ár- angurinn af þessu fyrirkomulagi er sá að mun skemmri tími líður nú frá því að útkall kemur og þar til þyrlan fer í loftið og sjúklingum reiðir því betur af en áður. Við höfum líka tekið þátt í þjálfun áhafna Gæslunnar og það hefur sýnt sig að sameiginleg þjálfun og vinna hópsins leiðir til betri árangurs, því þá þekkjast menn og geta treyst hver öðmm. Eftir fyrstu sex mánuðina sáum við að þörfin var enn meiri en við reikn- uðum með og við teljum fullsann- að að þessi starfsemi verður að vera áfram. Við ákváðum hins vegar að hætta þessu 15. desem- ber sl., enda höfðum við lengi reynt að fá starfíð greitt, en án árangurs. Landssamband hjálpar- sveita skáta tók þá af skarið og ætlar að greiða kostnaðinn fyrst um sinn. Það skal tekið fram að Guðjón A. Kristjánsson hjá Far- manna- og fískimannasamband- inu og Ámi Johnsen þingmaður hafa frá upphafí stutt okkur dyggilega og Ragnhildur Helga- dóttir heilbrigðisráðherra hefur verið mjög fylgjandi þessu starfí. Sama má segja um landlækni." Oskar og Guðmundur sögðu að starfsmenn Landhelgisgæslunnar hefðu sýnt mikinn áhuga á sam- starfí við læknana. „Það gleymist oft að þyrlan er ekki aðeins notuð í ferðir út í vita og annað smá- vægilegt, heldur er hún mikið öryggistæki fyrir landsmenn alla. Flestir þeir sem þyrlan sækir er fólk í blóma lífsins, 30-50 ára. Því miður skortir töluvert á að búnaður þyrlunnar til sjúkraflugs sé fullnægjandi. Það vantar til dæmis rafstuðtæki og hjartaraf- sjá, sem við höfum hingað til þurft að fá lánaða. Slíkt er ekki æski- legt, því við verðum að fylgjast reglulega með þeim tækjum sem við höfum svo við getum treyst á þau. Við erum hins vegar fullir bjartsýni núna eftir að stjómvöld hafa viðurkennt starfsemina. Næst er að skipuleggja starfíð í framtíðinni, en líklegt er að lækn- amir sem að þessu starfa verði eftir sem áður læknar á Borg- arspítalanum, enda er þar mest reynsla í bráðamóttöku. Þó er alls ekki loku fyrir það skotið að lækn- ar á öðrum sjúkrahúsum taki þátt í þessu, en grundvallarskilyrði er að þeir hafí brennandi áhuga á starfínu. Það þarf að leggja mikið á sig til að þetta gangi upp og áhuginn skiptir þar öllu máli,“ sögðu þeir Óskar og Guðmundur. Flugmenn og læknar. Talið frá vinstri: Ben- óný Ásgrímson, Sigurður St. Ketils- son, Guðmundur Björnssn, læknir, Óskar Einarsson, læknir, Bogi Agnars- son og Páll Halldórs- son. Morgunblaðið/Ámi Sæberg STORMARKAÐUR I BREIÐHOLTl fóL&K AUP' LANGBESTA VERÐlD 2L*~**!SL* kr. 569,- Pr* kt.a95,-pt-k6' kt.378,-pt-k6' kI. 375,- pt' k«' kt.275,-ptH' 5Vl"“ ».* evÍAilSVÍ HamborgarrcyW svm Londonlatnb HangUsri.m^ ^ HangUtamp^'®1 Saaðahang*!®1 Clementinur Matoc Ran* epUUSA besW. Robin appelsmut, P HJÁ 65,-pt-kg' 65,-pt.kg' 65,-ptkg- ódýrasta K0NFE*.T®1 *0. *«» Opið í dag til kl. 22.00. ORKIN/SlA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.