Morgunblaðið - 20.12.1986, Blaðsíða 79
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1986
79
Berghnd Bjarna-
dóttir - Kveðjuorð
Kveðja frá íslendinga-
félaginu í Stokkhólmi
Berglind Bjamadóttir er öll —
eftir langa sjúkdómslegu. Sú fregn
barst í liðinni viku til okkar, íslend-
inga í Stokkhólmi. en með okkur
hafði Berglind búið í tæpan áratug.
Hingað kom hún til söngnáms, hér
starfaði hún og lifði — þar til hún
kaus að fara til íslands ( haust sem
leið. Hún vissi þá, að hverju ste&idi
og vildi eiga á Islandi síðasta bil
ævinnar.
Það væri óeðlilegt annað en
spyija sig í hljóði: Af hveiju? —
þótt svars sé vitaskuld ekki að
vænta. Hingað til Stokkhólms kom
Berglind tíl söngnáms sem var að
lokum komið, þegar veikindin náðu
tökum á henni og bundu um síðir
enda á þá ævi, sem hún hafði búið
sig undir.
Hingað komin gerðist Berglind
virkur og ötull félagsmaður í íslend-
ingafélaginu. Hún æfði kór félags-
ins og hann kom margoft fram
undir hennar stjóm við ýmis tæki-
færi, jafnt innan félagsins sem
utan. Hún gmndvallaði starf kórs-
ins á metnaði, samfara dugnaði og
virðingu fyrir félögum sínum í kóm-
um — og án efa hafa margir sem
í kómum sungu undir hennar stjóm
um lengri eða skemmri tíma notið
í ríkum mæli kunnáttu Bergiindar
og næmi — það mátti einu gilda
hvort um var að ræða sænskan
keðjusöng, suðurafrískan vinnu-
söng eða íslenskt þjóðlag — Berg-
lind smitaði af sér þeirri gleði sem
gerði kórfélögum auðvelt að leggja
á sig og drekka í sig söngva og ljóð,
sem áttu fátt sameiginlegt annað
en að heita músík. Það er mikils-
vert að hafa mátt njóta þessa
eiginleika Berglindar.
Berglind kom líka sjálf fram á
skemmtunum íslendingafélagsins,
og víst er, að mörgum skemmti-
nefndarmanni félagsins hafí þótt
gott að leita til hennar. Hún tók
kvabbinu vel og ljúflega, kom fús-
lega hvenær sem til hennar var
leitað, undirbjó sig af kostgæfni og
söng — og fátt mátu samkomugest-
ur betur en þegar Berglind kom
fram.
Það er hveiju félagi missir að
slfkum félagsmanni og fyrirmynd —
en sárari er þó missir ættingja og
ástvina. íslendingafélagið í Stokk-
hólmi vill, með þessum fátæklegu
oiðum, koma á framfæri samúðar-
kveðjum til ættingja Berglindar,
foreldra hennar og systkina og til
eftirlifandi eiginmanns hennar,
Rúnars Matthíassonar — hjá þeim
er hugur okkar.
íslendingafélagið
í Stokkhólmi
SÉIKO
NÚ ER-POSÉRA
RAKVÉUNAMEÐSER • •
i baðið
í BÍLINN
i FLUGIÐ
i bátiimn
i TJ ALDIO
tilvalin jólagjöf FYR'R
PANNSEM þúvilt
GLEÐJA.
Verö kf*
2.860
ífsöúúsTwmi, „ .
ilbert Guöjónsson, Lauga g óskaf, Laugavegi • Trygg
rundur Hannah, ^„ah K* avík • Karl Guömundsson. Selfoss, •
fúliusson, Akranesi.
EFTIR HEIMSPEKKTA HÖFUNDA
VffiSJMÆR
V\GGAlWs
MÁRVKGGK
CLARK
Bókaútgáfa
Hólmgarði 34, Reykjavík sími 91-31599
JACKIE COLLINS
er þegar búin að tryggja sér fastan sess með vin-
sælustu og virtustu skáldsagnahöfundum á
enska tungu. Frásögn hennar er hispurslaus og
beinskeytt, orðaval rammt og án alls tepruskapar.
Uppbygging sögunnar einkennist af jöfnum stíg-
anda frá upphafi til enda og spennan nær
hámarki nálægt sögulokum.
MARY HIGGINS CLARK
rekur af frábærri snilli ógnvekjandi sögu af
læknisfræðilegu samsæri, sem verður að fara
leynt, hvað sem það kostar, jafnvel morð. Verkið
rís með vaxandi þrótti og mikilfengi allt til loka,
þegar Katie sjálf, sem aftur er komin á sjúkrahús-
ið til venjulegrar skoðunar, kemst að því, að hún
sjálf er bæði bráðin og veiðimaðurinn.
VIÐSJÁL ER VAGGA LÍFSINS er mesta spennu-
sagan sem Mary Higgins Ckark hefur sent frá sér
til þessa.
GÓÐAR BÆKUR Á GÓÐU VERÐI