Morgunblaðið - 20.12.1986, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 20.12.1986, Blaðsíða 68
68 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1986 Norrænt friðarframlag eftirNiels Ove Gottli- eb GETA Norðurlöndin sameiginlega átt frumkvæðið að raunhæfri frið- arstefnu og þar með lagt sitt af mörkum til að minnast alþjóðlega friðarársins. Sameinuðu þjóðimar ákváðu að árið 1986 væri alþjóðlegt friðarár, og á fundi Norðurlanda- ráðs í mars sl. kom fram vaxandi áhugi á afstöðu Norðurlandanna til umheimsins. Nú er þessu friðarári að ljúka, og hlýtur það að gefa tilefni til að íhuga hvort áhuginn á alþjóðlegum samskiptum geti þróast yfir í veru- legt framlag Norðurlandanna sameiginlega til friðarmála. Þörf er fyrir raunhæfar aðgerðir, en ekki auðvelt að finna leiðir sem hæfa ólíkum skoðunum landanna á samskiptum við umheiminn. Má þar nefna sem dæmi hugmyndina um kjamorkulaust svæði. Hvað getum við gert til að efla frið og öryggi án þess að lenda í andstöðu við einn eða fleiri skoð- anahópa? Eðlilegast væri að byggja á einhveijum þeim hugsjónum sem Norðurlöndin vilja vera tákn fyrir í augum umheimsins. Þar má taka sem dæmi lýðræðishugsjónina, og þá háþróun fræðslu-, félags- og stjómmála sem einkennir norrænu þjóðimar og á að miklu leyti rætur að relq'a til norrænnar alþýðu- menntunar og norrænna lýðhá- skóla. Framlag byggt á þessari reynslu gæti stefnt að því að gefa æskufólki annarra landa tækifæri til að öðlast gagnkvæman skilning og traust. Framlagið ætti að höfða til ungl- inga frá þeim svæðum heims þar sem tortryggm eða annað verra ríkir nú. Með leiðsögn, umræðum og samskiptum fengju unglingamir aukinn skilning á þörfum, leiðum, tækifæmm og tækjum sem leitt gætu til alþjóða samvinnu — hugs- anlega jafnhliða tæknilegri og félagslegri fræðslu. Með tilliti til þróunar norrænnar menningar gæti norrænt framlag undir stjóm hæfra manna á sviði tungu-, fræðslu- og menningarmála sýnt fram á að auðveldara er að leysa pólitísk ágreiningsmál með gagnkvæmum skilningi og samn- ingum en með tortryggni og fjandskap. Norðurlöndin hafa á mörgum sviðum getað unnið saman að verk- efnum í þróunarlöndunum, og sú samvinna byggist nú á margskonar samhæfíngu og samráði. Er hér aðallega um að ræða aðstoð við tæknilegar og efnahagslegar um- bætur. Það gæti verið áhugavert að íhuga hvort unnt væri að auka þessa samvinnu þannig að hún næði til samnorræns verkefnis er miðaði að því að móta ný viðhorf hjá nýjum kynslóðum. Framlag til friðarmála byggt á alþýðuftæðsluverkefni er að vísu ekki umfangsmikið og skammtíma- áhrif takmörkuð, en til lengri tíma litið má gera sér vonir um veruleg- an árangur. Þar yrði safnað saman ungu fólki sem í framtíðinni gæti haft áhrif á skoðanamyndun í þeim heimshlutum þar sem nú ríkir ágreiningur. Þessir unglingar fengju sameiginlega kennslu og tækifæri til að umgangast hver annan. Þeim yrði sýnt fram á hvað unnt er að gera til að efla gagn- kvæmt traust og skilning á alþjóða- vettvangi. Vonir standa til að við heimkomuna geti þessir unglingar haft áhrif á jafnaldra sína og stuðl- að að breyttum viðhorfum þeirra. Þetta er langtímaverkefni og varla fært öðrum en fulltrúum Norðurlandanna að koma því í framkvæmd vegna stöðu Norður- landanna á alþjóðavettvangi og með tilliti til hefða þeirra í háskóla- og alþýðumenntun, sem viðurkenndar eru erlendis. Danski rauði krossinn hefur gef- ið út þijár árbækur um átakasvæði í heiminum. Þar eru talin upp rúm- lega 40 landsvæði í Afríku, Asíu, Evrópu, Rómönsku Ameríku og Miðausturlöndum þar sem illdeilur ráða ríkjum. Sum þessara svæða snerta Norðurlandabúa meira en önnur. Sennilega telja Norður- landabúar sig tengdasta átökunum í Miðausturlöndum. Fjarlægðin er iftil, margir hafa ferðazt þangað, rætur menningar okkar eru ná- tengdar þessum heimshluta. Veru- leg röskun á jafnvæginu í þessum hemaðarlega mikilvæga heimshluta getur verið ógnun við öryggi Vest- ur-Evrópu, og þarmeð einnig öryggi Norðurlandanna. Meðal þess sem Norðurlöndin gætu lagt af mörkum til friðarmála væri háskólanámskeið í stjóm- málum og félagsmálum fyrir áhugasama unglinga, aðallega frá ísrael, Jórdaníu, Líbanon, Sýrlandi °g Egyptalandi — en hugsanlega einnig frá öðram löndum í þessum heimshluta þar sem átök geisa — í þeim tilgangi að auka gagnkvæm samskipti, upplýsa unglingana um alþjóðlega samvinnu, og um félags- lega þróun á Norðurlöndunum og sameiginleg viðhorf og framlög ] sann Waldorfsalat er víða orðinn ómiss- andi hluti af hátíðamatnum, enda bragðast það einstaklega vel með fuglakjöti t.d. kalkún, rjúpum eða gœs, fyrir utan hreindýra-, svína- og lambasteikina. rœmur, helmingið vínberin og fjar: lœgið steinana, skerið eplin í litla ten- inga og saxið valhnetukjamana. Blandið þessu nú saman við sýrða rjómann í þeirri röð sem það er talið upp. * < Við mcelum með þessari uppskrift úr tilraunaeldhúsinu okkar. Waldorfsalat. 2 dósir sýrður rjómi - ’/-í tsk salt - 70 g sellerí - 300 g grœn vínber - 2 grœn epli — 50 g valhnetukjamar. Bragðbœtið sýrða rjómann með saltinu. Skerið selleríið í litlar þunnar Fyrir utan jólabragðið hefur sýrði rjóminn aðra kosti, því að í hverri matskeið eru aðeins 28 hitaeiningar! Lítið atvinnuleyndarmál í lokin. Setjið sýrðan rjóma í súpuna (ekki í tærar súpur) og sósuna, rétt áður en pið berið þcer á borð. Það er málið. Gleðilega hátíð. Niels Ove Gottlieb þeirra til eflingar og viðhalds frið- ar. Leita ber eftir framtakssömum unglingum og hafa í huga hvort framtíðarstörf þeirra eigi eftir að hafa áhrif á almenningsálitið, eins og til dæmis störf kennara, blaða- manna eða æskulýðsleiðtoga o.fl. Efling friðarhugsjóna og alþjóða samkomulags getur einnig orðið með nýtingu þeirra mörgu norrænu stofnana sem vinna að friðarmálum og lausn deilumála. Um 30 stofnan- ir era þegar fyrir hendi sem starfa á þessum vettvangi. Bjóða mætti nemendum frá átakasvæðunum styrki til dvalar, rannsókna og náms við þessar stofhanir. Einnig þyrfti að ná til fræðimanna sem hafa áhuga og hæfni til að nýta sér þekk- ingu á aðgerðum og viðhorfum Norðurlandanna varðandi Iausnir deilumála. Margar þær aðgerðir, sem gripið hefur verið til á friðarárinu, miðuðu að því að draga úr spennunni milli austurs og vesturs. Rithöfundurinn Mary Dau lýsir í bók sinni „Hansen og Ivanov" þeim leiðum sem færar era til að draga úr spennunni. Þar kemur margt til greina, svo sem afvopnunarviðræður stórveldanna, gagnkvæm viðskipti austurs og vesturs og almenn samskipti á sviði íþrótta, ferðalaga og samvinnu vinabæja. Samvinna Norðurlandanna getur einnig stuðlað að minnkandi spennu milli austurs og vesturs með því að nýta þá reynslu sem fengin er af samvinnu og þróun félagsmála landanna. Má í því sambandi benda á að liður í samstarfi Norðurland- anna að menningarmálum er stuðningur við samskipti æskulýðs- samtaka landanna. Þessa reynslu mætti nýta í friðartilgangi með því að stuðla að samskiptum unglinga frá Austur- og Vestur-Evrópu. Á Álandseyjum er verið að und- irbúa friðarmiðstöð þar sem fyrir- hugað er að skrá og skýra frá því sem gert hefur verið til þessa til að stuðla að friði, afvopnun og ör- yggi í heiminum með tilliti til e.vjanna sjálfra, og jaftiframt gefa kennurum, stjómmálaleiðtogum og öðram tækifæri til að kynna sér framgang friðarmála í öðram heimshlutum. Enn einn liður í framlagi Norður- landa til friðarmála gæti verið að safna saman, í samvinnu við norræn æskulýðssamtök, unglingum frá Austur- og Vestur-Evrópu. í fyrstu mætti bjóða unglingum frá löndun- um er liggja að Eystrasalti þátttöku í norrænu námskeiði, sem eðlilegast væri að efna til á vopnalausu sjálf- stjómarsvæði á borð við Álandseyj- ar. Þær aðgerðir sem hér hefur ver- ið minnzt á byggðust ekki eingöngu á því sérstæða áliti sem Norðurlönd- in njóta í umheiminum, heldur einnig þeim einstöku leiðum sem norrænu samstarfi era færar í hin- um ýmsu samstarfsstofnunum sínum. Á sama hátt og eðlilegt er að leita samstarfs við landsstjómina á Álandseyjum og Norrænu stofn- unina í Mariehamn þegar efnt er til æskulýðsnámskeiðs fyrir ungl- inga frá Eystrasaltslöndunum, ber að leita samstarfs við norrænu ut- anríkisnefndina og norrænar stofn- anir við úthlutun styrkja varðandi nám og kynningu á alþjóða deilu- málum og friðarumleitunum. Við skipulagningu á námsefni fyrir unglinga frá átakasvæðum verður einnig unnt að nýta þá reynslu sem fengist hefur í hinum ýmsu samstarfsfélögum Norður- landanna, svo sem norrænu Asíu- stofnuninni, norrænu ráðgjafa- nefndinni í málum er varða aðstoð við önnur ríki, norræna lýðháskól- anum og samstarfsnefnd Norður- landanna í alþjóða stjómmálum, sem meðal annars fjallar um átaka- og friðarmál. Það væri ef til vill áhrifaríkast að nýta þá háskóla sem fyrir eru á Norðurlöndum — frekar en skóla nær átakasvæðunum — fyrir námskeiðahaldið, þrátt fyrir ferðakostnað því þar fengju nem- endumir sjálfír tækifæri til að kynna sér uppbyggingu norræns samfélags og samstarfs. Norrænt framlag til eflingar frið- arins mun auk mikilla undirbún- ingsstarfa krefjast fjárframlaga, sem eðlilegast væri að yrði staðið undir með stofnun norræns friðar- þróunarsjóðs í líkingu við menning- arsjóð Norðuriandanna, ef þær aðgerðir sem hér er minnzt á eiga að komast í framkvæmd. Til að leggja áherzlu á vilja Norð- urlandanna til að stuðla að fram- gangi ráðstafana til að auka gagnkvæmt traust þjóða í milli væri við hæfi að norrænir þingmenn stæðu að stöfnun þessa sjóðs — og það væri vel til fallið framlag Norð- urlandanna til að minnast friðarárs- ins. Höfundur er aðstoðarfram- kvæmdastjóri dönsku sendinefnd- arinnar í Norðuriandaráði. Söngbók frá Svart á hvítu BÓKAFORLAGIÐ Svart á hvítu hefur sent frá sér söngbók í sam- antekt Gylfa Garðarssonar. í fréttatilkynningu frá útgefanda segin „Bókin, sem ber nafnið „Sígild sönglög", er sett upp að fyrirmynd erlendra bóka, s.s. söng- bóka „The Beatles", þ.e. með textum, nótum, hljómanöfnum og gítargripum. í bókinni era um 100 virtsæl sönglög tuttugu ára og eldri sem gjaman era sungin á manna- mótum hérlendis; þar era ættjarðar- lög, bamagælur, ferða- og drykkjusöngvar sem og jóla- og áramótasöngvar. Lögin era bæði erlend og íslensk en textar nær ein- göngu íslenskir og hefur verið reynt — t.d. með samanburði við vandað- ar útgáfur ljóða og sönglaga — að leiðrétta ýmsar villur sem oft hafa slæðst inn í þá.“ f SIGILD SÖNGIjÖG jtð Bókin er prentuð í Prentstofu G. Benediktssonar og bundin í Kassagerð Reykjavíkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.