Morgunblaðið - 20.12.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.12.1986, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1986 • • •• Orn og Orlygur 20 ára: Bókaútgáfa sem byijaði með metsölubók Bókaútgáfan Öm og Örlygur á tvítugsafmæli á þessu ári, en um svipað leyti um árið kom út fyrsta jólabókin á vegum forlagsins, Landið þitt, eftir Þorstein Jósefs- son. Það var djarflega af stað farið, því að fyrir 20 árum þótti verk eins og Landið þitt var (og er) afar veg- legt og þetta var einhver dýrasta útgáfa sem ráðist hafði verið í, ef ekki sú dýrasta. Bókinni var það vel tekið, að Emi og Örlygi óx ás- megin og í dag er forlagið eitt hið sterkasta í landinu. „Ég hafði að vísu gefið út Ferða- handbókina, en rétt er það, að Landið þitt var fyrsta jólabókin og satt best að segja var sannarlega rennt blint í sjóinn. Hún var fima- dýr og þegar að því kom að verð- leggja hana leist mér hreint ekki á blikuna, því hún varð að vera mun dýrari en nokkur önnur bók. Bókina varð að leggja fyrir dóm lands- manna. Þetta gekk svo vonum framar, Landið þitt varð samstund- is metsölubók. Eg man ekki lengur hvað hún seldist í stóm upplagi, en stórt var það og þessi bók er iöngu ófáanleg. Sem dæmi um vinsældir hennar þá var mér sagt frá bónda einum norður í landi sem fékk 18 eintök í jólagjöf. Einnig get ég nefnt, að í einu dagblaðanna vom nokkrir þekktir menn beðnir að nefna þá bók sem þeir helst vildu eignast, eða gefa öðmm. Birgir heitinn Kjaran valdi Landið þitt og var hann þó sjálfur í bókaútgáfu þá og þar af leiðandi beinn sam- keppnisaðili. Mér fannst það afar stórmannlegt af honum og þótti vænt um það,“ sagði Örlygur Hálf- dánarson í samtali við Morgun- blaðið nýlega. Seinna kom út annað bindið, Steindór Steindórsson frá Hlöðum fjallaði um hálendið, en síðar vom rit þessi endurskoðuð, bætt við þau og unnin upp í fimm binda ritsafn, sem er með glæsilegri sem gefín hafa verið út hér á landi. Útgáf- unni lauk í fyrra með útgáfu lykil- bókar fyrir fyrri bindin fjögur. í tilefni af þessu var Örlygur inntur eftir því hvort Landið þitt hafí Páll Líndal REYKJAVIK Sögustaóur viö Sund 'skiiJsmpitiir C tícQV/S i8-’o Kötturinn sem fer sínar eigin leiðir GallafatavBralunin VILLIKÚTTURINN jj^^%hólavör5ustíg 12 (gengið inn frá Bergstaðastrafti) Sími 23222 Stórvirkin á afmælisárinu: Reykjavíkurbókin og tslandsmyndir Mayers. markað útgáfustefnu forlagsins: Örlygur: „Já, það má segja það, það kemur raunar fram á plakati sem ég lét prenta í tilefni afmælisins: Landið — Þjóðin — Tungan — Sag- an. Þótt það kenni margra grasa í okkar bókapakka um hver jól, þá em þessir málaflokkar uppistaðan. Og þeir em þess eðlis að þeir heimta að vel sé gert við þá. Vandað til verks eins og framast er unnt. Sam- anber Ferðabók Eggerts og Bjama. Hún hefði aldrei getað orðið annað í okkar meðfömm, efnið er þess eðlis. Örlygur Háldánarson. Þetta er þó dýr útgáfa, hversu dýr? Örlygur: „Það er ekki hægt að nefna neinar tölur, en rétt að það komi fram, að vinnan við þessi verk er miklu meiri heldur en ein- ungis að setja texta og prenta bókina. Ef við tökum Ensk-íslensku orðabókina sem dæmi, þá var fyrir- tækið með tugi manna í launaðri vinnu í fímm ár áður en bókin var fullbúin og farin að skila arði. Það var reyndar erfíðasta tímbil sem fyrirtækið hefur gengið í gegn um. Aðrar eins hremmingar vildi ég ekki að heltust yfír það aftur og satt best að segja, þá efast ég stór- lega um að ég myndi hafa farið út í þá útgáfu ef ég hefði vitað fyrir- fram hversu nærri fyrirtækinu hún myndi ganga. Áætlanir stóðust ekki og kostnaður jókst og jókst. En við stóðum af okkur þann stórsjó." Hvað er Örlygi efst í huga þegar hann lítur yfír 20 ára farinn veg? Hann svarar: „Auðvitað getur margt leitað á hugann, því margt hefur gerst á 20 ámm. Ævintýrið með orðabókina er eitt af minni- stæðustu málunum, en ekki fyrir gleði sakir, nema þá þegar hún var loksins búin. Ég gæti nefnt ýmis- legt, t.d. persónuleg kynni við Þorstein Jósefsson er hann vann með mér að útgáfu Landið þitt. Þorsteinn var orðinn sjúklingur og má segja að hann hafi unnið hand- rit sitt í kapphlaupi við dauðann. Ég minnist þess hversu mjög það gladdi hann hvað bókin fékk góðar viðtökur. Svo var allt í kring um þá bók eitt ævintýri og virkilega uppbyggjandi að hún skyldi um- svifalaust verða að metsölubók." Öm og Örlygur verða með tvær bækur í jólabókaflóðinu nú sem em beinlínis í tilefni 20 ára afmælisins. Fyrst er að nefna Reykjavíkurbók- ina eftir Pál Líndal í samvinnu við Einar Amalds og Örlyg Hálfdánar- son. Er það fyrsta verkið af fjórum sem munu fjalla um Reykjavík, en að þeim loknum höldum við af stað hringveginn og tökum önnur kaup- tún og kaupstaði fyrir í veglegu ritsafni. Við emm þegar langt komnir með næsta bindi Reykjavfk- urbókarinnar. Það er margt fróð- legt að skoða og lesa í nýútkomna bindinu, gamlar myndir frá Reykjavík og saga ailra húsa sem sögfu eiga. — Þá sendum við frá okkur mesta stórvirkið á þessu ári, „ís- landsmyndir Mayers 1836“. Þar hefur ekkert verið til sparað, fengn- ir hafa verið til liðs Ámi Bjömsson þjóðháttafræðingur, Fríða Ólafs- dóttir, sem hefur sérkunnáttu í klæðaburði fólks á umræddum tíma, safnverðir og listamaður til að lita ofan í svart/hvítu myndimar samkvæmt ráði lektorsins. Síðan hafa myndimar verið unnar með sérstakri tækni af Kristni Sigurðs- syni. Hann hefur annaðhvort þekkt eða fundið upp aðferð til þess að fá sérstaklega gljúpan pappír til þess að soga vatnið úr vatnslitum listamannsins Guðrúnar Rafnsdótt- ur. Til að kóróna allt fór Ásgeir S. Bjömsson lektor í fótspor May- ers til þess að kanna trúverðugleika myndanna. Það hefur stundum ver- ið sagt um myndir Mayers að þær séu ónákvæmar og lítið á þeim að græða. Hið sanna er hið gagn- stæða, sú varð niðurstaða Ásgeirs. Þetta er gott dæmi um alla þá vinnu sem lögð er í ýmsar af bókum þessa forlags. Annað dæmi er bókin okk- ar um léttu vínin. Hún var fímm ár í vinnslu, einkum vegna þess að það þurfti svo mikið af nýyrðum. Plöntuhandbókin var einnig fímm ár í vinnslu, enda ekkert til sparað. Við rýnum ekki svo mjög í kostnað- inn, aðalmálið er að bókin sé hnökralaus og glæsileg. — Annað sem ég vildi að fram kæmi var í sambandi við Reykjavík- urbókina. Segja má að nú séu síðustu forvöð að gera borginni skil á þennan hátt. Höfundurinn Páll Líndal man borgina nefnilega í allt annarri mynd heldur en unga fólkið og þó ég sé sjálfur yngri maður en Páll man ég einnig eftir allt annarri Reykjavík heldur en þeirri sem við byggjum í dag. Breyt- ingamar hafa verið svo gífurlegar. En hefði einhveijum dottið í hug að skrifa um Reykjavík? Nú eru uppi menn sem þekkja bæði gömlu og nýju Reykjavík og geta nálgast viðfangseftiið þar af leiðandi með mun persónulegri reynslu og þekk- ingu. Svona í lokin Örlygur, hvað er framundan? „Ég er nú búinn að svara því óbeint hér að framan, stefna fyrir- tækisins markaðist fyrir 20 árum og er í megindráttum óbreytt, Öm og Örlygur halda sínu striki."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.