Morgunblaðið - 20.12.1986, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 20.12.1986, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1986 Til viðbótar um virðisaukaskatt eftir Geir H. Haarde Frumvarp ríkisstjómarinnar um virðisaukaskatt, er komi í stað sölu- skatts, hefur nú verið til umfjöllun- ar á opinberum vettvangi um nokkurra vikna skeið. Hafa ýmsir orðið til að gagnrýna það. í sjálfu sér þarf ekki að undra að meiri háttar breytingar í flóknum og vandasömum málum valdi andstöðu og kalli á margháttaðar útskýring- ar. Samt hafa líklega fá mál í seinni tíð verið betur kynnt samtökum atvinnulífs og vinnumarkaðar. Staðgreiðsla — virðis- aukaskattur 1988 í tengslum við gerð kjarasamn- inga fyrr í mánuðinum gaf ríkis- stjómin aðilum vinnumarkaðarins fyrirheit um að stefna að framlagn- ingu fmmvarps um staðgreiðslu skatta og ýmsar fleiri umbætur á sviði beinna skatta, sem taki gildi 1. janúar 1988. Ljóst er að slík breyting þarf gríðarlegan undirbún- ing innan skattkerfísins jafnt sem utan. Það er álitamál, hvort heppi- legt sé að gera mjög róttækar breytingar samtímis á bæði beinum sköttum og óbeinum og hvort hægt sé að ætlast til að skattkerfið og skattborgararnir ráði við hvort tveggja í einu. í því efni verður raunsæið að sjálfsögðu að ráða ferð. Virðisaukaskattsmálið má ekki tefja að staðgreiðsla skatta og umbætur henni tengdar nái fram að ganga. Jákvæð gagurýni og neikvæð Sú gagnrýni sem fram hefur komið að undanförnu á fyrirhugaða breytingu úr söluskatti í virðisauka- skatt virðist mér vera aðallega af þrennum toga spunnin. í fyrsta lagi er um að ræða ótta við að skattar, ríkisumsvif og millifærslukerfi hins opinbera aukist. Þessi gagnrýni sem einkum hefur komið frá ýmsu góðu og gegnu sjálfstæðisfólki, er mál- efnalegs eðlis og að mínum dómi jákvæð, þótt ég telji mig hafa sýnt fram á að við ótal tækifæri, á fund- um og í fjölmiðlum, að þessi ótti sé ástæðulaus. I öðru lagi er um að ræða gagn- rýni er byggir á hreinni sérhags- munagæslu, m.ö.o. umkvartanir aðila, sem telja eigin hag verr borg- ið í hinu nýja kerfi en í hinu gamla. Yfirlýsingu sem m.a. hefur verið send þingmönnum í nafni Verzlun- arráðs Islands verður að flokka undir þetta. Tvö atriði af þremur, sem gagnrýnd eru í yfirlýsingunni, lúta að fyrirkomulagi innheimtu í virðisaukaskattsfrumvarpinu. Ráð- ið telur að þessum atriðum mætti koma fyrir þannig að betur henti félögum þess og öðrum innheimtu- aðilum. Þótt tekið hafi verið tillit til margra athugasemda og ábend- inga frá Verzlunarráði við undir- búning þessa máls var ekki unnt að verða við þessu. Abyrgðarlaus Alþýðuflokkur I þriðja lagi nefni ég síðan gagn- rýni sprottna af pólitískri tækifær- ismennsku. Málflutningur talsmanna Alþýðuflokks og Al- þýðubandalags er gott dæmi um þetta, en báðir þessir flokkar hafa fundið málinu allt til foráttu, þótt þeir hafi áður lagt því lið. Málflutn- ingur þeirra er gott dæmi um hentistefnu þessara flokka. Þeir hafa eflaust talið sig finna andstöðu við breytingu úr söluskatti yfir í virðisaukaskatt og standast þá ekki freistinguna að vera líka á móti. Það er lítil reisn yfir stjórnmálafor- ingjum sem þannig haga sér. Alþýðuflokkurinn er þó sýnu ábyrgðarlausari í þessu efni, því hann hefur í farteskinu aðeins nokkurra vikna gamla stefnu fiokksþingsins í Hveragerði, en þar segir orðrétt: „Viðurkennt er af öll- um að verulega vanti á að söluskatt- ur skili sér, bæði vegna þess að undanþágur eru margar og algengt er að söluskatti sé hreinlega sleppt í viðskiptum manna í milli. Flokks- þingið ályktar því, að taka beri upp virðisaukaskatt. Tryggt verði að skatturinn verði ekki til þess að hækka framfærslukostnað heimil- anna.“ Skýrari getur þessi boðskapur ekki verið. I virðisaukaskattsfrum- varpi ríkisstjómarinnar eru kynntar ráðstafanir til þess að tryggja að skatturinn verði ekki til þess að hækka framfærslukostnað heimil- anna. Samt standast forystumenn Alþýðuflokksins ekki freistinguna °g leggjast gegn málinu með yfir- klóri. Efsti maður á lista þeirra í Reykjavík, sem var á árinu 1981 einn aðalhöfundur skýrslu til stjóm- valda um virðisaukaskatt þar sem þetta skattkerfi er mjög vegsamað, á greinilega mikið verk óunnið inn- an flokksins. Af staða Alþýðu- bandalagsins Alþýðubandalagið hefur einnig lgast gegn skattbreytingunni, en forystumenn þess eiga einnig erfitt uppdráttar í sinni andstöðu. I stjómarsáttmála ríkisstjómar Gunnars Thoroddsens frá því í febr- úar 1980 segir m.a. svo: „Athugað verði að breyta söluskatti í skatt með virðisaukasniði innan tveggja ára.“ Mér er tjáð að þessu hafí framsóknarmenn og þeir sjálfstæð- ismenn, sem aðild áttu að stjórninni, komið inn í sáttmálann, en alþýðu- bandalagsmenn ekki verið ýkja hrifnir og þá beitt sér fyrir því að orðalagið er jafnloðið og raun ber vitni. Engu að síður fól Ragnar Am- alds, fjármálaráðherra Alþýðu- bandalagsins, árið 1982 sérstakri nefnd sérfræðinga að semja frum- varp um virðisaukaskatt sem kæmi í stað söluskatts. Frumvarpið sem Albert Guðmundsson, þá fjármála- ráðherra, lagði fram á Alþingi 1983 og aftur 1984 er afrakstur af starfi þessarar nefndar og það er endur- skoðuð og endurbætt útgáfa þess frumvarps sem nú liggur fyrir þing- inu. Það er hreinn bamaskapur ef Alþýðubandalagið heldur að það geti hlaupið burt frá þeirri stað- reynd að fjármálaráðherra þess ýtti samningu frumvarpsins úr vör á sínum tíma. Sjálfsagt myndu samt einhverjir telja það málinu frekar til framdráttar nú, að Alþýðubanda- lagið hefur lagst gegn því. Rangar fullyrðingar Opinberar umræður hér á landi um yfirgripsmikil mál eiga það til að einkennast af fullyrðingum án raka. Allir þekkja dæmi um slíkt úr „þjóðmálaumræðunni" og stund- um fer það svo, að þeir sem mest fullyrða eða taka upp í sig, 'af mis- mikilli þekkingu, verða ofan á í Geir H. Haarde „Opinberar umræður hér á landi um yfir- gripsmikil mál eiga það til að einkennast af full- yrðingum án raka. Allir þekkja dæmi um slíkt úr „þjóðmálaumræð- unni“ og stundum fer það svo, að þeir sem mest fullyrða eða taka upp í sig, af mismikilli þekkingu, verða ofan á í stríðinu um athygli almennings og fjöl- miðla.“ stríðinu um athygli almennings og fjölmiðla. I skrifum um virðisaukaskattinn að undanförnu hefur gætt þessarar alkunnu tilhneigingar. Það er til dæmis fullyrt án frekari skýringa að virðisaukaskattur sé „dæmigerð- ur krataskattur", þótt auðvelt sé að fá upplýsingar um að ríkisstjóm- ir hægri flokka víða í Vestur- Evrópu hafa beitt sér fyrir upptöku hans. Það er fullyrt að skriffinnska muni margfaldast í hinu nýja kerfi vegna rúmlega tvöfalt fleiri inn- heimtuaðila, þótt sýnt hafi verið fram á að fjöldi skattskýrslna eykst ekki að neinu marki, þar sem upp- gjörstímabil verða helmingi færri en nú er. Að auki verða skattskýrsl- umar mun einfaldari en nú. Reynsla Dana og Norðmanna Það er fullyrt að fyrir norska þinginu liggi frumvarp um að hverfa frá virðisaukaskatti og taka að nýju upp söluskatt, þótt ekkert frumvarp um það efni liggi þar fyr- ir né hafi gert. Það sem nýjast hefur gerst í Noregi í þessu máli er að dreift var á þinginu 1984—85 skýrlu um virðisaukaskattskerfið frá Rolf Presthus, sem þá var fjár- málaráðherra og nú er formaður Hægri flokksins. í skýrslunni er lýst ánægju með 15 ára reynslu af virðisaukaskatti í Noregi oe- hið sama kemur fram í áliti fjárhags- nefndar norska þingsins um skýrsl- una. Osammála þessu áliti og í miklum minnihluta í nefndinni eru fulltrúar litlu öfgaflokkanna til hægri og vinstri í norskum stjóm- málum. Einnig hefur verið fullyrt í um- ræðum um þessi mál, að reynsla Dana í þessu efni sé þungbær og að danskir kaupsýslumenn ljúki upp einum munni um hversu slæmt kerfið sé. Ég get ekki fullyrt hvað einstakir kaupsýslumenn kunna að hafa sagt, en í kynnisferð sem skipulögð var í haust fyrir fulltrúa samtaka atvinnulífs og vinnumark- aðar til Danmerkur kom þveröfug afstaða fram hjá samtökum kaup- sýslumanna. Eins og raunar öllum öðrum aðilum, sem rætt var við í þeirri ferð, hvort heldur var um að ræða samtök launþega, atvinnurek- enda eða stjómvöld. Það verður svo auðvitað hver að gera það upp við sjálfan sig, hvort meira mark er takandi á upplýsingum þessara að- ila en því sem einstakir kaupmenn kunni að hafa sagt yfir búðarborðið hjá sér. Málefnaleg umræða Þannig mætti halda áfram að tína til fullyrðingar sem ekki er stoð fyrir, en menn hafa látið frá sér fara í hita baráttunnar gegn virðisaukaskatti á síðum blaðanna. Ég get vel skilið að margir séu á báðum áttum varðandi þessa breyt- ingu. Ég var það eitt sinn sjálfur, en ég hef skipt um skoðun eftir að hafa kynnt mér þessi mál betur og kynnst í íjármálaráðuneytinu því ófremdarástandi sem hér ríkir varð- andi söluskattinn. í þessu máli sem öðrum verða menn að kynna sér málavöxtu af sanngirni og taka afstöðu á grund- velli efnisatriða málsins. Fullyrðing- ar á borð við þær, sem ég hef hér hrakið, greiða ekki fyrir málefna- legum umræðum. Það gera tilraunir stjómarandstöðuflokkanna til að drepa málinu á dreif ekki heldur. Höfundur er aðstoðarmaður fjár- málaráðherra. Fréttabréf úr Árneshreppi: Færð ótrygg, en furðanlega oft er f logið á Strandir Auðfúsugestur í skammdeginu, Arnarflugsvél á Gjögurflugvelli. Amesi. VEÐRÁTTAN hefur verið hér stirð að undanförnu, sem annars staðar á Vestfjarðarkjálkanum, gengið á með éljum og foki og færð því ótrygg. Amarflug hefur þó ekki látið deig- an síga, og er mesta furða, hvað þeim tekst að fljúga hingað í mis- jöfnu veðri. Heyrst hafði að innan- landsflug þeirra myndi leggjast af í nóvember og þóttu það hin mestu ótíðindi. Eitthvað hefur rætst úr fyr- ir þeim Amarflugsmönnum því enn er flogið, sem betur fer, þökk sé þeim fyrir góða og lipra þjónustu. Nú á haustdögum var slátrað um 3.800 fjár í nýju sláturhúsi Kaup- félags Strandamanna, Norðurfírði. Meðalfallþungi dilka var 16,17 kg. Auk þess voru um 800 líflömb seld héðan úr sveitinni, en líflambasala hefur ávallt verið nokkur undanfarin haust. Að þessu sinni fóru lömbin flest suður á Barðaströnd, auk Skagaijarðar og Svarfaðardals nyrðra. Að undanfömu hafa „bréfin" verið að berast til bænda frá Framleiðslu- ráði. Fá flestir bændur þetta 3-12% skerðingu á bústofni sínum, eftir við- miðunarári. Nú er meðalbúið í Ámeshreppi um 200-220 ærgildi, svo af litlu sýnist að taka, auk þess sem ekki er hér hlaupið yfir í aðrar búgreinar. Þótt einhver lagfæring fáist, er þessi þró- un ærið áhyggjuefni fámennri byggð. Saltfískverkun var með mesta móti, eða 30 tonn af fullverkuðum fiski hjá kaupfélaginu. Auk þess salt- aði Lýður Hallbertsson frá Skaga- strönd talsvert í Djúpuvík. Fólksfækkun varð í sveitinni í haust. Guðmundur Jónsson, bóndi í Stóru-Ávík flutti búferlum suður á Akranes ásamt fjölskyldu sinni, alls 7 manns. Er mikil eftirsjá að því ágæta fólki. En ekki tjóar um slíkt að fást, og skal því fjölskyldunni óskað alls velfamaðar á nýjum vett- vangi. Nokkrar framkvæmdir hafa verið í sveitinni að undanfömu og skal þeirra helstu getið: Á haustdögum fluttist fjölskyldan að Kjörvogi í nýreist íbúðarhús. Stendur það við þjóðveginn ofan við gamla bæjarhólinn. Þá hefur bama- skólinn að Finnbogastöðum fengið góða andlitslyftingu, þar sem skólinn var klæddur að utan og á hann lagt nýtt þak. Einnig hefur íbúð skólastjóra verið talsvert lagfærð og er unnið að stækkun hennar. Ámeskirkju var talsvert löguð, húsið rétt af og grunnur endurhlað- inn. Þá var gólf endumýjað og einangrað og ný fótstykki og þver- bönd lögð. Morgunblaðið/Einar J. Áður hefur nýs sláturhúss verið getið. Sveitarstjóm hefur í samvinnu við Orkubú Vestfjarðar, stofnað til útiljósa á hveiju lögbýli í sveitinni. Bera þau góða birtu og er þetta menningarframtak hið lofsverðasta. Nú er komið fram á aðventu og innan skamms hringja klukkur til hátíðar gleði og friðar. Við Ámes- hreppsbúar sendum vinum og kunningjum okkar bestu óskir um gleðilega jólahátíð. Einar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.