Morgunblaðið - 20.12.1986, Blaðsíða 10
iö
MÖRGÚNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1986
Hvað ertu tónlist?
Bókmenntlr
Þórarinn Guðnason
Arni Kristjánsson:
HVAÐ ERTU TÓNLIST?
Almenna bókafélagið
Reykjavík 1986
Bók Árna Kristjánssonar píanó-
leikara er að sögn hans sjálfs
„samtíningur um tónlist og tónlist-
armenn“ og verður ekki annað sagt
en að óþarfa hæversku gæti í því
orðavali. Bókin hefur þó greinilega
orðið til á löngum tíma og mestan
part af ýmsum tilefnum — útvarps-
erindi, fyrirlestrar, ávörp og ræður
við hátíðleg tækifæri, ferðaminn-
ingar, stuttar ritgerðir úr leikskrám
eða konsertprógrömmum. En á
lesandann orkar hún engan veginn
sem samtíningur. Höfundurinn er
ævinlega við sama heygarðshomið
og þráðurinn slitnar aldrei.
Ami er mörgum kostum búinn
og einn er sá að íslenskt mál leikur
honum listilega á tungu, ritsmíðar
hans eru fræðandi og skemmtilegar
og framsetningin ber því ótvírætt
vitni að í tónlistarmanninum slær
skáldaæð. Sannast því á sjálfum
honum það sem hann segir í upp-
hafskaflanum: „Allar listgreinar
em skyldar og sprottnar af sömu
rót í myrkviðum mannssálarinnar.
Listhvötin, tjáningarhvötin leitar
upp og fram í ljós meðvitundarinn-
ar. Einn tjáir sig í tónur.i, annar í
orðum, hinn þriðji í myndum, en
alls staðar slær strengjunum sam-
an: í tónlistarmanninum býr málari
eða ljóðasmiður, í skáldinu tónlist-
armaður, í myndlistarmanninum
byggingarmeistari og skáld
o.s.frv." í þessum fyrsta kafla ræð-
ir höfundurinn m.a. um Matthías
Jochumsson og kvæði hans „Söng-
töfra" og segir að það sé einasta
ljóðið sem skáldið helgaði tónlistinni
(hann er sérfræðingur í Matthíasi).
Nafn bókarinnar er hending úr því
kvæði:
Hvað ertu tónlist?
Töfraleiðsla -
eigi lofgjörð
Ijóð eða gleði?
Pyllra er þitt orð
en funatunga
æðsta óðs
allra skálda. -
Ámi getur sér þess til að eitt-
hvert tónverk sem Matthías heyrði
á ferðalagi í Danmörku hafí orðið
kveikja að þessu háfleyga og glæsi-
lega kvæði. Það er skondin tilgáta
og á vissulega heima við hliðina á
sögunni um Einar Benediktsson og
heimsókn hans í Queen’s Hall í
London. Tvö islensk ljóðskáld hrif-
ust svo á tónleikum í útlöndum
Orðsnjall og ákveðinn
Békmenntir
Erlendur Jónsson
Halldór Laxness: AF MENNÍNG-
ARÁSTANDI. Vaka-Helgafell.
Reykjavík, 1986.
»Forleggjari minn tjáði mér að
með góðra manna aðstoð hefði hann
safnað saman þessu efni úr gömlum
blöðum og tímaritum, sem ekki
fyndust leingur nema á söfíium,«
segir Halldór Laxness í upphafsorð-
um. Auk þess sem Ólafur Ragnars-
son safnaði saman efninu tók hann
saman skýringar sem fylgja ritgerð-
unum. En ritgerðimar í bók þessari
skrifaði Halldór Laxness komungur
maður. Bæði efnislega og tímatals-
lega er bókin þannig undanfari
Alþýðubókarinnar þó þetta sé ekki
fyrr en nú látið á þrykk út ganga,
tæpum sextíu árum á eftir Al-
þýðubókinni.
Merkilegust er þessi bók fyrir þá
sök að hún sýnir svo vel þroskafer-
il Nóbelsskáldsins; skýrir einnig
hvers vegna Laxness varð svo um-
deildur höfundur sem raun varð á
frá miðri kreppu og allt fram í kalda
stríð.
Halldór Laxness naut þess að
hann var orðinn heimsborgari rúm-
lega tvítugur. Fáir höfðu þá komist
út fyrir landsteinana. Sá, sem hafði
brugðið sér þó ekki væri nema til
Hafnar, var »sigldur« og forframað-
ur. Hann taldist öðrum dómbærari
og gat talað eins og sá sem valdið
hafði. En hér var maður sem hafði
viðrað sig í menningarlegu and-
rúmslofti heimsborganna, talandi á
ensku og frönsku með meira. Slíkur
gat predikað af krafti og sannfær-
ingu. Og það gerði Laxness.
Þar að auki er greinilegt að í
ritgerðum þessum er að gerjast sú
róttæka vinstri stefna sem Laxness
átti síðar eftir að boða löndum
sínum með meiri árangri en nokkur
maður annar fyrr og síðar. Margir
vildu feta í spor slíks andans manns
og gera skoðanir hans að sínum.
Var að furða!
Hitt fer ekki á milli mála að
ungi maðurinn er stríðinn og við-
búinn andsvörum. Þjóðfélagið er
nú svo gerbreytt frá því sem það
var á þessum tíma, þriðja tugnum,
að margt skeytið skilst ekki nema
hugað sé að forsendum. Tökum
dæmi af landbúnaðarskrifum
skáldsins. Laxness mælti með sam-
yrkjubúskap, enda töldu þá vinstri
menn að hann væri það sem koma
skyldi. Og sveitarómantíkin
íslenska, sem að hinu leytinu tilbað
einstaklingshyggjuna, fékk þessa
sneið:
»Sveitabúskapurinn verðskuldar
í rauninni ekki að kallast atvinnu-
vegur; hann er að mestum hluta
enn þann dag í dag ekki annað en
afkáralegt kuðl sem allir vinnu-
kraftar flýa og böm snúa við bakinu
með viðbjóði og hryllíngi, óðar en
þau komast á legg.«
Hörð kunna orð þessi að þykja.
En minnum á að þegar þau eru rit-
uð höfðu sveitimar enn ofurvald í
hugum íslendinga. Sveitalífíð var
heilagt talið. Og margir álitu það
hið eina rétta; þéttbýli væri óskapn-
aður og félagslegt öfugstreymi sem
koma yrði í veg fyrir að þróaðist
enn frekar en orðið var. Flestir
Alþingismenn töldust, beint eða
óbeint, forsvarsmenn bændastétt-
arinnar. Og þó svo að bændasynir
og bændadætur hyrfu í stríðum
straumum til Reykjavíkur og ann-
arra bæja dirfðust fáir að mæla
slíku bót, opinskátt! Ofangreind
ummæli Laxness hlutu því að telj-
ast meira en lítið ögrandi.
Kauðshátturinn í Islendingum fór
líka fyrir bijóstið á skáidinu sem
nú hafði hámenningu Evrópu til
viðmiðunar, glæsilega hið ytra sem
hið innra. Þar urðu snillingar heims-
frægir. Og ekki aðeins frægir
heldur einnig ríkir. Hér var naum-
ast hægt að hugsa sér að nokkur
maður gæti lifað af list sinni, hversu
fær sem hann var. Skáldinu hrýs
hugur við ómenningunni í þessu
kalda landi: »Það er miklu betra
að lifa einsog skepnur í Mexíkó
heldur en hér, ef vér höfum ekki
annað á stefnuskránni en lifa einsog
skepnur.«
Ámeríkudvalar Laxness sér
nokkum stað í þessari bók. En hún
hafði veruleg áhrif á skoðanir hans
og skáldskap. Þar kynntist hann
ádeiluhöfundinum og sósíalistanum
Upton Sinclair. En Sinclair var þá
löngu frægur fyrir skáldsögur sínar
þar sem hann lýsti kjömm verka-
fólks — í bland við þjóðfélagsádeilu.
Vestur-íslendingar vom íhaldssam-
ir, flestir, og lenti Laxness upp á
kant við þá. Spaugileg varð sú saga
fremur en minnisverð.
Áfengi er líka á dagskrá í ádrep-
um þessum. En áfengismálin vom
hér í kynlegri biðstöðu á þriðja tug
aldarinnar: áfengisbann að hálfu
leyti í gildi en smygl og bmgg um
allar jarðir. Drykkjuskapur vakti
Arni Kristjánsson
skömmu eftir síðustu aldamót að
það varð þeim innblástur til meiri-
háttar yrkinga. í útlöndum, já —
því að þá áttum við enga sinfóníu-
hljómsveit og hvorki innlendir né
erlendir virtúósar vom þá tíðir gest-
ir á palli hér í fásinninu.
Sumir kaflamir Q'alla um risa
hljómlistarsögunnar og aðrir um
tónameistara sem gjaman em sett-
ir skör lægra í frægðarstiganum.
En allir eiga þeir hug og hjarta
höfundarins, hver á sína vísu. Og
gaman er að sjá hvemig tök hans
á efninu mótast oft af manninum
sem er á dagskrá. Óhemjuskapur
og stórhugur Wagners ólgar í frá-
sögninni en kaflinn um ævi Schub-
erts og list hans angar af samúð
með umkomuleysi og bágum kjör-
Halldór Laxness
jafnan óhug með skáldinu. En um
bannið hafði hann þetta að segja:
»Allir, nema þeir sem af flokks-
ástæðum hafa kosið að beija
höfðinu við steininn, koma sér sam-
an um að aðflutníngsbannið frá
1915 hafi verið firra ein og ekki
orsakað annað en fargan.«
Og skáldskapurinn — ekki er al-
deilis framhjá honum gengið.
Laxness rann til riíja þau kröppu
lq'ör sem margt skáldið varð að búa
við á landi hér; og nefndi þá meðal
slíkra Stefán frá Hvítadal. Á öðmm
stað minnist Laxness Eiríks frá
Brúnum sem hann átti eftir, löngu
síðar, að kjósa sér að söguhetju:
»Eini íslenski rithöfundurinn sem
mér þykir nokkurs verður frá stðari
tímum er Eiríkur Ólafsson frá Brún-
um. Ég skipa honum hæst af því
að hann hefíir haft á mig göfugust
áhrif hérlendra rithöfunda.*
Þannig talaði þessi ungi rithöf-
undur sem leit stórt á hlutskipti
sitt og hikaði ekki við að gerast
dómgjam og storkandi. Hann gat
líka gripið til sterkra orða um það
sem honum þótti jákvætt eða lofs-
vert. Hrifnæmi hans var f senn
agað og ungæðislegt. Og slíkt var
vald hans á máli og stíl að ekki
hefur þurft mikla getspeki til að
renna gmn í að þar færi höfundur
sem ætti eftir að láta að sér kveða,
og það svo um munaði.
um. Hann er einhver elskulegasti
og um leið átakanlegasti hluti bók-
arinnar.
Annað dæmi um hógværðina í
þessum skrifum er nafnið á næst-
fyrsta kafla: „Lítil samantekt um
íslenska tónlist" sem er að megin-
hluta fyrirlestur fluttur í Svíþjóð
fyrir rúmum tveim áratugum og
vissulega mikill fróðleiksbmnnur,
ekki einungis fyrir útlendinga held-
ur engu síður — og enn áhugaverð-
ari, gæti ég trúað — fyrir okkur
sjálf. Hér er rakinn með greinagóð-
um og að vísu samþjöppuðum hætti
einn sá þáttur þjóðarsögunnar sem
lætur lítið á sér kræla í flestum
kennslubókum í íslandssögu, þáttur
söngs og tónlistar. Sú saga getur,
eins og kunnugt er, ekki talist §öl-
skrúðug en býsna margt má þó til
tína ef vel er að gáð og víða leitað
fanga eins og höfundur bókarinnar
Békmenntir
Erlendur Jónsson
KRISTJÁN ALBERTSSON.
Margs er að minnast. Skráð hef-
ur Jakob F. Ásgeirsson. 215 bls.
Alm. bókafélagið. Reykjavík,
1986.
Kristján Albertsson segir vel frá.
Hann hefur líka frá mörgu að
segja. En áhugamál hans em mest
á bókmenntasviðinu. Því höfðar frá-
sögn hans til bókmenntafólks, fyrst
og fremst. Næst koma stjómmálin.
Raunar hafa þau verið svo nátengd
bókmenntunum frá því snemma á
þessari öld að hvomgt verður frá
öðm skilið. Vegna tengsla við
áhrifamestu §ölskyldu landsins
hlaut Kristján að standa nærri
stjómmálabaráttunni. Hann var
líka um tíma pólitískur ritstjóri.
Lagt var að honum að bjóða sig
fram til þings. En Kristján hætti
ritstjóminni strax og færi gafst.
Og seta á Alþingi freistaði hans
ekki.
Vegna áhuga á bókmenntum
kynntist Kristján Albertsson
snemma mörgum skáldum. Em þau
kynni rakin hér. Kristjáni er sérlega
lagið að lýsa mönnum. Grínisti er
hann alls ekki. En getur þó verið
notalega launkíminn.
Ungur missti Kristján Albertsson
föður sinn. En hann komst til náms
og dvaldist síðan langdvölum er-
lendis við nám og kynni. Til þess
naut hann stuðnings sinnar áhrifa-
miklu fjölskyldu. Sem rithöfundur
hlaut hann hins vegar að gjalda
stöðu sinnar í þjóðfélaginu. Rithöf-
undur á hægri væng stjómmálanna
hefur sjaldan verið öfundsverður á
landi hér. Þau mál em þó lítt rakin
í þessum þáttum.
Skemmtilegastir þykja mér þeir
þættimir þar sem Kristján segir frá
skáldum sem hann kynntist þegar
hann var ungur. Óborganlegur er
Békmenntlr
Súsanna Svavarsdóttir
Sigrún Guðmundsdóttir. Föt á
börn 0—6 ára. Útgefandi Mál og
menning.
Fatasaumur á það til að vefjast
alihressilega fyrir mörgum okkar.
Þótt maður kaupi snið eða taki það
upp úr blaði em alltaf einhver at-
riði sem vefjast fyrir okkur, t.d.
hvemig á að sauma flíkina þegar
búið er að sníða hana. Barnaföt em
dýr miðað við hvað bömin em fljót
að vaxa upp úr þeim. Þegar maður
ætlar svo að spara peninga og
sauma á krílin stendur maður
frammi fyrir því að geta bara snið-
ið flíkumar, en vita ekkert hvemig
á að tjasla þeim saman.
I bókinni „Föt á böm 0—6 ára“
er farið nákvæmlega í saumana á
þessum mikla galdri. Mjög ná-
gerir svikalaust; allar götur frá Jóni
Ogmundarsyni Hólabiskupi og
sönglist hans á sænskri gmndu til
okkar daga þegar landinn er farinn
að vinna sér til frægðar og frama
með tónlist í fjarlægum löndum.
Hvað sagði ekki líka fræðimaðurinn
Ólafur Davíðsson fyrir einni öld eða
svo (bls. 26 í bókinni): „Ef söng-
þekkingu fleygir eins mikið fram
framvegis og henni hefur fleygt
fram síðustu 40 árin (eftir að grall-
arasöngnum lauk!), þá rekur að
því, að fslendingar geta skipað
sæti það á söngmannabekk annarra
þjóða, sem hljóð þeirra heimila
þeim.“ Spámannlega mælt.
Engum þeim sem ann góðri tón-
list og góðum texta mun leiðast við
lestur þessarar bókar. Og oft verður
seilst til hennar í skápnum síðar
meir til jmdis og upprifjunar.
t.d. þátturinn af Einari Benedikts-
syni. Kristján metur mikils skáld-
skap hans. En Einar skipti sér af
mörgu öðru, bæði stjómmálum og
stóriðjumálum svo nokkuð sé nefnt.
Mun hann á tímabili hafa verið jafn-
kunnur fyrir þau umsvif og skáld-
skapinn. En skáldskapur og
framkvæmdir eru sitt hvað. Og
betur hefur andríki skáldsins notið
sín í ljóðlistinni en á veraldlega
sviðinu. Einar tók snemma að tapa
minni. En persónutöfrum sínum
hélt hann. Hann hefur orðið
skemmtilega kalkaður ef manni
leyfist að komast svo ankannalega
að orði. Og stórhuga var hann þótt
aldurinn færðist yfír, samanber
hugmyndir hans um Herdísarvík
þegar hann hafði ákveðið að setjast
þar að:
»Einar fór mörgum orðum um
hve Herdísarvík væri stórkostleg
kostajörð, fram af henni lægju
heimsins mestu fískimið, í hrauninu
fyrir ofan bæinn þar sem sjaldan
festi snjó mætti láta þúsundir
hænsna ganga sjálfala vetur sem
sumar og hafa þar stærsta
hænsnabú í heimi en undir sjálfri
jörðinni væri gnægð dýrustu
málma.«
Kristján Albertsson fór að heil-
ræði því sem Voltaire gaf ungum
mönnum »að skemmta sér vel með-
an þeir væru ungir og vinna því
meir þegar þeir færu að eldast.«
Kristján varð þeirrar gæfu aðnjót-
andi að ná í endann á Evrópumenn-
ingunni eins og hún gerðist
blómlegust og húmanískust. Stór-
borgir Evrópu iðuðu af Qöri og
listalífí. Og »alls staðar voru stór
og tjölmenn kaffíhús þar sem léku
oft ágætar hljómsveitir.*
í Kaupmannahöfn kynntist
Kristján Albertsson Jóhanni Sigur-
jónssyni og Guðmundi Kamban.
Kunningsskapurinn við Jóhann stóð
stutt því Jóhann varð skammlffur.
En vinátta Kristjáns og Kambans
kvæmar leiðbeiningar um hluti eins
og hálslíningar, vasa, ermar, lykk-
ingar og skyrtuklaufar eru í
bókinni. Hún er bókstaflega skrifuð
fyrir þá sem vita hvorki haus né
sporð á saumaskap. Það hefur und-
irrituð sannprófað, þegar henni
tókst að lemja saman samfesting
úr bókinni.
Fyrir utan nákvæmar leiðbein-
ingar um hvemig á að sníða og
sauma flíkur eru um 70 snið í bók-
inni. Þetta eru grunnsnið, einföld
og þægileg, samt furðu skemmtileg.
Þau eru í nokkrum stærðum og
fyrir þjálfaðar saumakonur alveg
tilvalin til nánari útfærslu. Bókin
hefur líka að geyma flóknar flíkur
eins og úlpur, jakka, kjóla og blúss-
ur með allskonar blúndum, pífum
og útflúri. Þetta er því einkar kær-
komin bók okkur sem viljum reyna
að ná útgjöldum heimilisins niður.
Frá heimi
bókmenntanna
Einföld og- þægileg- snið