Morgunblaðið - 20.12.1986, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 20.12.1986, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1986 69 Afmæliskveðja: Ingibjörg Gísladóttir Amma konu minnar, langamma bama minna og vinur minn, Ingi- björg Gísladóttir, er 95 ára í dag, 20. desember. Hún er ung í anda og útliti og oft gleymist okkur hvað árin eru orðin mörg. Ingibjörg er nefnilega þeim gæðum prýdd að kunna að njóta lífsins og lætur ekkert gott tækifæri úr greipum sér renna til að njóta félagsskapar við fólk. Hún sækir leikhús, ópemr, spilar félagsvist og dansar sér til heilsubótar. Einkennandi fyrir Ingi- björgu er reisn, snyrtimennska og smekkvísi í hvítvetna. Hún er jafnan vel klædd hvunndags sem aðra daga enda telur hún að það fari aldrei úr tísku að vera vel klædd. En aðal hennar er þó ríkuleg kímnigáfa og æðmleysi, sem hefur fleytt henni yfir erfíða hjalla. Hún er verðugur fulltúi þeirrar kynslóð- ar íslenskra kvenna, sem með seiglu og æðmleysi byggði upp líf sitt og afkomenda á gmnni takmarkaðra jarðneskra eigna en þeim mun meiri fjársjóði mannkosta. Á hennar tíma óx íslenskt þjóðlíf frá fátækt til velsældar, framfara og menningar. Hún trúir á land sitt og ieitar allra leiða til að bæta eigið mannlíf sem og annarra. Ég man vel sumarið sem hún heimsótti okkur í Svíþjóð. Þetta sumar var samfelldur leikur og sífellt sólskin þó að auðvitað hafi stundum rignt. Það var ótrúlega gaman að fara með henni í bæinn í fslenskum þjóðbúningi og vakti hún hvarvetna athygli. Hún gekk á sinn rólega yfirvegaða hátt og skoð- aði margt og afköstin vom ótrúleg. Þar tók ég eftir því, að það var gmnnt á brosi sem alltaf byijaði með glampa í augum. Henni er margt til lista lagt. Hún er mikil hannyrðakona og hún er ljóðelsk og hefur verið félagi í Ljóði og sögu í mörg ár. Hún hugsar vel um garðinn sinn, hún er trúuð kona og vill veg kirkjunnar sem mestan og hefur stutt við hana dyggilega. Mér er sífellt undmnarefni hve fróðleikur hennar er traustur og hve glöggsýn hún er. Á efri ámm furðar mig mest á ótrúlega ömggu minni hennar og hve Iangt og víða minni hennar nær og hvel vel hún fylgdist með straumum og stefnum í þjóðfélaginu. Þar er ekki dottað á vöku. Hún býr ein í húsi sínu en allt heimilishald hennar er með miklum glæsibrag, þangað em ávallt allir velkomnir. Nú er þessi sterkgreinda og trausta gerðarkona 95 ára. Ef margir lifa slíka ævidaga þurfum við hin litlu að kvíða ellinni. Megir þú lifa sem lengst. Jón Bjarni Þorsteinsson - *. ími TlMABÆR GUÐMUNDUR JONSSON BÓNDK ER BÚSTÓLPl SAGT FRÁ NOKKRUM GÖÐBÆNDUM IKfrffMI ið rivi:1.-'"i——.. rall Porsteinsson 1 1 ungu Pétur Jónsson í Reynihlíd Sérhver ný bók í þessum flokki er fagnaðarefni fyrir bændur og aðra áhugamenn um landbúnað, auk þess að vera ómetanleg heimild fyrir hvem þann sem lætur sig menningu og at- vinnusögu íslands skipta. boltana þá eigum |ji\ arena Og við þá Blakboltar, fótboltar, handboltar, körfuboltar. töskur SPORTVÖRIMRSLUN JNGOLFS ÓSKARSSONAR Klapparstíg 40. Á HORNIRLAPPARSTIGS 0G GREWSGÖTU S:117S3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.