Morgunblaðið - 20.12.1986, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.12.1986, Blaðsíða 12
12_____________MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1986_ Fyrsta Reykjavíkurættin Békmenntir Sigurjón Björnsson Fyrsta Reyfajavikurættin Knudsensætt. Niðjatal Lauritz Michaels Knudsens kaupmanns i Reykjavík og konu hans, Mar- grethe Andreu Hölter. íslenskt Ættfræðisafn. Ritstjóri Þor- steinn Jónsson. Niðjatal IV 1. og 2. b. Marta Valgerður Jónsdóttir, Þorsteinn Jónsson og Þóra Ása Guðjohnsen tóku saman. Sögu- steinn — bókaforlag. Reykjavík 1986. 632 bls. Á baksiðukápu ségir að „Knud- sensættin sé fyrsta Reykjavíkur- ættin sem gefín er út á prent". Það er rétt því að Reykjavíkurætt er hún að því leyti að til ættarinnar var stofnað í Reykjavík í byijun 19. aldar og framanaf átti hún þar marga fulltrúa. Ættforeldramir Lauritz Michael Knudsen (f. 1779, d. 1829) og k.h. Margrethe Andrea Hölter (f. 1781, d. 1849) voru hins vegar bæði danskra ætta. Þau gift- ust í Reykjavík árið 1809 og var L.M. Knudsen umsvifamikill kaup- maður í Reykjavík til dauðadags. Böm þeirra vom 11 talsins, 5 synir og 6 dætur, og komust þau öll tii aldurs utan ein dóttir. Auk þess átti L.M. Knudsen dóttur með ann- arri konu. Sú dóttir fæddist raunar á brúðkaupsdegi hans. í hinu veglega niðjatali sem hér birtist í tveimur fallegum bókum em taldir 3.853 afkomendur þeirra Knudsenshjóna. Sú tala er þó alls ekki hinn rétti niðjaflöldi eins og skýrt kemur fram — og er einnig skýrt tekið fram — í ritinu. Allmarg- ir Knudsenar settust að erlendis, sumir löngu fyrir síðustu aldamót og vantar upplýsingar um marga þeirra. Þá er ekkert vitað um utan- hjónabandsdóttur L.M. Knudsens annað en það að hún fluttist héðan af landi brott um 11 ára aldur. Vera má að hún hafi komist upp og að ættbogi sé frá henni kominn. Það er þannig ekki ólíklegt að bæta mætti einu þúsundi Knudsena við Marta Valgerður Jónsdóttir þá 3853 sem hér em taldir svo að öllu sé til skila haldið. Nú er sjöundi ættliður Knudsens- ættar farinn að verða alUjölmennur, þó að hann sé raunar ekki nema að litlum hluta fram genginn. Átt- undi ættliðurinn er rétt að byija að skjóta upp kollinum. Nokkuð er erfítt að segja um hvert af bömum Knudsenshjóna á flesta afkomend- ur. Það ræðst af því hvemig talið er. Allmikið er um giftingar inn- byrðis í ættinni og þar sem einstakl- ingar em einungis taldir einu sinni eins og venja er í niðjatölum, fer fjöldinn að sjálfsögðu eftir því hvar viðkomandi er skráður. Samkvæmt skráningunni hér á Guðrún Sigríður Knudsen flesta afkomendur (1013). Hún var kona Péturs Guðjohnsens organleikara í Reykjavík og því ættmóðir Guðjohnsenanna. En nú var sonur þeirra Guðrúnar og Pét- urs, Þórður Sveinbjömsson Guð- johnsen, kvæntur fyrst Halldóra Margréti sem var dóttir annarrar Knudsenssystur, Kirstine Cathrine Knudsen, konu Þórðar háyfirdóm- ara Sveinbjömssonar og síðar var hann svo kvæntur Maríu Kirsten, en foreldrar hennar vom Theodór Sveinbjömsson sonur Kirsten Cat- hrine og Þórðar og Selmu Ritte, sem Þorsteinn Jónsson var bróðurdóttir Kirsten Cathrine, þ.e. dóttir Knud Peter Knudsen. Þetta er sem sagt dæmi um hjú- skapartengsl þriggja Knudsens- systkinanna, en vitaskuld er talsvert fleira um inngiftingar eins og jafnan er í stómm niðjatölum hér á landi. Á sfðustu öld og fyrr var altítt að ættir fyrirmanna tengdust. Hér má sjá þess glöggan vottinn. Hér em ættir Möllera, Thomsena, Guðjohnsena, Sveinbjömsson, Guð- mundsena og efalaust fleiri alla- vega fléttaðar saman. í fyrstu ættliðum er mikið fjölmenni kaup- manna og verslunarstjóra víðs vegar um land. Knudsenar fínnast í kaupmannastétt á sfðustu öld í Reykjavík, á Vatneyri, Þingeyri, Hólanesi, Blönduósi, Húsavík, Keflavík og að sjálfsögðu einnig í Kaupmannahöfn. í sumum ætt- leggjum hefur verslunarmennskan haldist lengi við. Knudsensættin upphófst hér á landi sem „heldri“ manna ætt og hún tengdist fljótt „heldri" mönnum („Landakotsrósimar", Knudsens- systur, þóttu gott gjaforð). Nú em liðnar næstum tvær aldir og sjö ættliðir gengnir fram og vissulega hefur ættin dreifst og blandast mik- Þóra Ása Guðjohnsen. ið á þessum tíma. Ekki þarf þó lengi að fletta þessu niðjatali til að verða þess var að hér er sérstaklega margt kunnra, áhrifamikilla og vel menntaðra borgara. Ég hygg varla ofmælt að þessarí ætt fylgi góð kynfesta, auk þess sem hún hefur a.m.k. framan af búið við allgóðar aðstæður. Samantekt þessa niðjatals er verk þriggja manna. Marta Val- gerður Jónsdóttir gerði drög niðja- talsins fyrir alllöngu. Þorsteinn Jónsson tók við þeim drögum úr hendi erfíngja Mörtu til að vinna úr þeim. Þorsteinn var skammt kominn áleiðis með þá vinnu er hann varð þess áskynja að Þóra Ása Guðjohnsen var að taka saman niðjatal Guðjohnsenanna og tóku þau nú upp samvinnu um að ljúka verkinu. Árangurinn er þessar tvær glæsi- legu bækur. í upphafi verksins er stuttur þáttur um ættforeldrana og síðan er sagt frá og birtar myndir af hinum fræga ættargrip, háls- meninu, sem enn gengur í kvenlegg í ættinni og nú er borið af sjöundu konunni. Þá er mjög gagnlegt og glöggt yfirlit yfír fyrstu þrjá liði ættarinnar og tafla yfír niðjafjölda eftir ættliðum. þessu næst hefst sjálft niðjatalið sem losar 500 bls. Að því búnu er yfirlitskafli, Frænd- garður og framættir í 122 greinum. Em það næstum einvörðungu íslenskar framættir. Ritinu lýkur með vandaðri og rækilegri nafna- skrá. Niðjatalið sjálft virðist vera vand- virknislega unnið. Smávægilegur samanburður við önnur nýleg niðja- töl færði mér heim sanninn um að ýmsar villur sem þar var að fínna em ekki í þessu niðjatali. Þó fer varla hjá því að einhver missmíði sé á svo löngu niðjatali sem þessu. Ég rakst að vísu ekki nema á fátt eitt og þó að það segi lítið, skal það engu að síður tíundað. Á bls. 238 neðst í vinstra dálki stendur Ós- valdshlíð, en á að vera Ósiandshlíð. Á bls. 346 efst í vinstra dálki vant- ar einn einstakling. Þá hafa ættliða- merkingar raskast frá bls. 349 til 352 og ósamræmi er á milli þess sem stendur á bls. 258 og 427. Ritið er í fremur stóm broti og em tveir dálkar á síðu. Nöfn niðja og maka þeirra em sett með feitu letri og skera sig þvi vel úr textan- um. Oll er uppsetning ágætlega smekkleg og þægileg fyrir lesand- ann. Mikill fjöldi er af myndum bæði af niðjum, svo og af stöðum sem varða ættina. Myndimar em alltaf þar sem fjallað er um viðkom- andi. Að sjálfsögðu em myndimar afar mismunandi að gæðum, enda teknar á löngum tíma og við mis- munandi aðstæður. Böm og bamaböm Knudsenshjóna sem komust til aldurs og giftust fá sér- stakan upphafskafla í ritinu. Þetta skiptir því vel niður og gerir það mun aðgengilegra en ella hefði orð- ið. Eins og áður segir er þetta niðja- tal hið fjórða í röðinni í Ættfræði- safiii Sögusteins. Það er hið langstærsta, enda hið eina sem er í tveimur bókum. Að sjálfsögðu fylgir það sömu reglu um alla upp- setningu og útlit og hin niðjatölin og hef ég greint áður frá því í umsögn um eldri ritin og hirði ekki að endurtaka það. Með þessu verki eykst gildi þessa vandaða ritflokks enn og býst ég við að þeir sem áhugasamir em um ættfræiði láti ekki lengi bíða að setja það við hlið hinna. Hinni stóm Knudsensætt má sérstaklega óska til hamingju með svo veglega jóla- gjöf sem þetta rit er.' Vættir og kyntákn Myndlist Bragi Ásgeirsson Komin er út bók er hefur að geyma fímmtíu teikningar eftir Alfreð Flóka frá tímabilinu 1963—86. Þetta er önnur bókin sem kemur út með samsafni teikninga listamannsins, en sú fyrri hefur útgáfuárið 1963 og spannar tímabilið 1957—63. Alfreð Flóka er óþarfí að kynna því að slík er sérstaða hans í íslenzkri myndlist og þá ekki einungis fyrir ástríðuþrung- ið innihald mynda hans, heldur einnig fyrir sérstæð tæknibrögð. Hann er einn af þeim fáu, sem hefur markað list sinni farveg í teikningunni, og þá aðallega pennateikningunni, þótt einneig- in grípi hann til annarra aðferða í bland. Þetta áskapaða meinlæti í notkun tæknimiðilsins hefur og einnig fylgt listamanninum í vali myndefria, sem eru á mörk- um draumóra, djöflatrúar og losta. Hér notar hann nokkur ævafom tákn er gengið hafa sem rauður þráður í gegnum listina frá upphafí vega og mjög marg- ir listamenn hafa leitað til, að meira eða minna leyti, en næsta fáir hafa helgað sig með öllu. Engan veginn verður með nokkru móti sagt, að Flóki sé einhæfur listamaður, því að tæknibrögð hans sýna ágæta hæfíleika til annarra listmiðla, en hann hefur einfaldlega engan áhuga á útvíkkun tæknisviðsins. Finnst hann vera á réttri hillu og vill hér rækta sinn garð sem best. Flóki notast einnig við frekar takmarkað svið myndtákna því að hér er flóran hreint út sagt lygilega íjölþætt, — en vafalítið er þar einnig ásetningur að baki. Aðalstef mynda hans er kon- an, draumar hennar og gimdir annars vegar, en sakleysi í losta- fullum heimi hinsvegar — á móti þessu stefnir hann óræðum vættum og táknum í dulúðugan og ófreskan leik. Listamaðurinn nostrar með penna sinn út í það óendaniega og á stundum svo mjög, að hin beinu áhrif myndtáknanna missa að nokkm kraft sinn. Tæknin verður þá að takmarki í sjálfu sér í stað þess að lyfta upp sterkri og áhrifaríkri burðar- grind myndheildarinnar svo sem þeir Aubrey Beardsley og Odilon Redon vom svo miklir meistarar í, svo einhverjir andlega skyldir listamenn séu nefndir. En mynd- ir Flóka geta verið býsna hrifmiklar og sterkar þegar best lætur og hann gengur hreinna til verks en áðumefndir lista- menn og lætur skoðandanum ekki eftir að lýna í verkin því að svo auðskildur er boðskapur þeirra þrátt fyrir margrætt yifír- bragð. En hins vegar er í þeim heilmikill skáldskapur og lífsheimspeki, sem er í senn í ætt við djöflatrú miðalda, dul- rænan skáldskap nítjándu aldar, súrrealisma tuttugustu aldarinn- ar og fiygðarfull gljákvendi samtímans. Allt birtist þetta sem alls- heijarstef þegar maður flettir í bókinni „Furðuveröld Alfreðs Flóka", og með næsta litlum breytingum, en maður er þó öllu sáttari við tæknina í ýmsum nýrri mynda listamannsins. Ekki er ég með öllu sáttur við val mynda f bókina því að ég tel að bókin hefði styrkst til muna ef nokkrar andlitsmyndir hefðu fengið að fljóta með og svo tel ég mig hafa séð mun betri mynd- ir frá ýmsum tímaskeiðum en bókina prýða. En sjálf bókin er vel úr garði gerð og prentun virðist góð þótt slíku sé ekki hægt að slá með föstu nema með samanburði við frummyndimar. Formáli Aðalsteins Ingólfs- sonar er skýr og skilmerkilegur og hæfír bókinni vel, hefur hann í annan tíma ekki gert betur á þessum vettvangi að mínu mati. Dregið sman í hnotskum er bókin listamanninum og útgef- endunum til sóma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.