Morgunblaðið - 20.12.1986, Side 60

Morgunblaðið - 20.12.1986, Side 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1986 TómsTunDnHúsiÐ hp Laugavegi 164, sími 21901 FALLEG DUKKA er frábær gjöf. Leikfélagi og vinur, sem hún á eftir aö eiga lengi. Þýsku dúkkurnar frá Zapf eru vönduð leikföng, sem ekki láta á sjá við misjafna meðhöndlun ungra eigenda. Brids Arnór Ragnarsson Bridssambandið flytur um áramótin Frá og með næstu áramótum breytist heimiiisfang Bridssam- bandsins. Nýtt heimilisfang verður Sigtún 9, pósthólf 272-121 Reykjavík. Væntanlega mun síma- númerið einnig breytast frá og með 1. febrúar nk., þó enn sé það ekki ljóst. Skrifstofan verður væntan- lega út janúar á Laugavegi 28, en örugglega frá og með 1. febrúar í Sigtúni 9. Spilastarfsemi í Sigtúni 9 hefst miðvikudaginn 7. janúar, en þá hefst Reykjavíkurmótið í sveita- keppni (sjá augl. í bridsþáttunum). Þeir aðilar sem fengið hafa inni j húsnæðinu frá áramótum eru: Á mánudagskvöldum Bridsfélag Kvenna, á miðvikudagskvöldum Bridsfélag Reykjavíkur og á fimmtudagskvöldum Bridsfélag Breiðfirðinga í Reykjavík. Óráðstaf- að er þá þriðjudagskvöldum og föstudagskvöldum. Nú standa yfir breytingar á hús- næðinu, en fóíki er velkomið að líta við og kynna sér aðstöðuna. Brids- sambandið óskar landsmönnum gleðilegra jóla og nýs árs. GÓÐAR BÆKUR eiga erindi við alla HAFSKIP gjörningar og gæsluvarðhald eftir Helga Magnússon. Höfundur vareinn sexmenning- anna sem lentu í gæsluvaröhaldi út af Hafskipsmálinu sl. vor. Hann segir frá vistinni þar, tilfinn- ingum sínum meðan á því stóð, fjallar ítarlega um málatilbúnað og málsmeðferö og greinir frá því sem geröist raunverulega og hver var ástæðan fyrir gjaldþroti félagsins. ÓTRÚLEGT EN SATT eftirTim Healy. Bókin fjallar um ýmsa furðuvið- buröi sem komist hafa á síður blaða og tímaríta og má segja að það, sem bókin fjallar um, sé ótrú- lega hörmulegt, ótrúlega hjálegt og aflt þar á milli. Bókin er prýdd fjölda mynda af ýmsu því sem við sögu kemur. ÚRVALSRÉTTIR ritstjóri Gullveig Sæmundsdóttir. Fjölbreytt úrval mataruppskrifta. Höfundar eru alls fimmtán — álft áhugafólk um matargerðarlist. Uppskriftir af hátíöamat, smárétt- um til nota í samkvæmum, brauð- og kökuuppskríftir og blöndun drykkja. Bókin eröll litprentuð. NÝKONA eftir Janine Boissard. Skáldsaga sem fjallar um konu sem skyndilega stendurframmi fyrir miklum breytingum á högum sínum er eiginmaðurinn yfirgefur hana. Hún verður að endurmeta líf sitt og viðhorf til vinnu, vina og samfélagsins. Einkartrúverðug og áhrifamikil saga. LEIÐBEININGAR UM GOTT KYNLÍF eftirdr. Ruth Westheimer. Sjónvarps- og útvarpsþættir sem og bækur dr. Ruth Westheimer njóta gifurlegra vinsælda. Hún svararfjölmörgum spurningum og leggur út frá þeim. M.a. flallar hún um fullnægingu í kynlífi, kynsjúk- dóma, kyngetu, getnaðarvarnir o.fl. _____ HVÍTA HÓTELIÐ eftir D. M. Thomas. Mögnuð og sérstæð skáldsaga sem vakiö hefur mikla athygli og höfundur hefur hlotið mikla viður- kenningu fyrir. Ástríðuþrungin saga um sefasjúka söngkonu sem leitar læ'kninga hjá Sigmund Freud. Bakgrunnurerfirring heimsstyrjaldanna. Frjálstframtak Ármúla 18 Síml 82300 HÚSRÁÐAHANDBÓKIN eftir Mary Ellen’s. Bók sem gott er að hafa við hönd- ina. í henni er að finna ráð við ýmsum vandamálum daglegs lifs bæði á vinnustöðum og á heimil- um. í mörgum tilvikum er hægt að spara umtalsverða fjármuni og fyrirhöfn ef gripið er til réttra að- geröa. VISNAÐUI eftlr Stephen King. Spennusögur Stephens King eru sérstæðar og magnaðri en aðrar slíkarsögur. Sagan fjallarum mið- aldra lögfræðing og viðskipti hans við sígaunahóp. Spenna sögunnar magnast stig af stigi og nær hám- arki í mjög óvæntum endalokum. um. Evrópumótið í tvimenning 1987 Helgina 27.-29. marz á næsta ári fer fram í París Evrópumótið í tvímenningskeppni. Bridssamband íslands hefur ákveðið að gefa spil- urum kost á þátttöku á þessu móti. Frestur tii að sækja um rennur út sunnudaginn 21. janúar 1987, en fyrir 1. febrúar verður að koma nöfnum spilara til Evrópusam- bandsins. Bridssamband íslands hefur ákveðið að greiða þátttökugjald keppenda, en allan annan kostnað verða keppendur sjálfir að standa undir. ísland á rétt á að senda allt að 7 pör. Sæki fleiri um, áskilur Bridssambandið sér allan rétt til að velja úr umsóknum. 17 stórmeistarar Lokið er tölvuvinnslu meistara- stiga, fyrir skránna sem út kemur í janúar 1987. Á skrá eru samtals 2.820 manns, sem skiptast þannig: Stórmeistarar (yfir 500 stig) eru 17, með spaðanál (yfir 150) eru 58, með hjartanál (yfir 50) eru 136, með tígulnál (yfir 15) eru 302, með laufnál (yfír 2) eru 898 og án nálar eru 1.409. Aukning frá síðustu skrá eru 437 spilarar eða tæplega 20 prósent, þeirra er fengið hafa stig í keppnum innan Bridssambandsins. Mannflestu félögin í dag skv. skránni eru: Akureyringar með 172, BR með 142, Breiðfírðingar með 122, Breiðhyltingar með 107, Kópa- vogur með 106, Sugðumes með 103, Akranes með 98, Sauðárkrók- ur með 94, Skagfirðingar með 91 og TBK-Reykjavík með 90 og Bridsfélag kvenna með 88. Alls eru 48 félög skráð hjá Brids- sambandinu. Stigahæstu menn yfir landið eru þessir: Þórarinn Sig- þórsson 1.031, Jón Baldursson 974, Sigurður Sverrisson 904, Guðlaug- ur R. Jóhannsson 842, Ásmundur Pálsson 840, Öm Amþórsson 834, Valur Sigurðsson 809, Símon Símonarson 742, Jón Ásbjömsson 686, Karl Sigurhjartarson 644, Guðmundur P. Amarson 628, Guð- mundur Hermannsson 609, Hörður Amþórsson 606, Guðmundur Pét- ursson 557, Hjalti Elíasson 528, Stefán Guðjohnsen 523, Sævar Þorbjömsson 511. Næstu stór- meistaraefni virðast vera Aðal- steinn Jörgensen (449) og Björn Eysteinsson (441), báðir úr Hafhar- firði, en þeir 17 fyrsttöldu em allir félagar í Bridsfélagi Reykjavíkur. Af 100 efstu spilurum á Bridsfélag- ið 50, en alls dreifast þeir á 16 félög. Ofangreind skráning stiga hófst 1. marz 1976. Þetta er því ellefta árið sem hafíð er í nv. formi meist- arastiga. Skránni verður dreift til allra bridsspilara í byijun janúar. Bridsfélag Suðurnesja Síðasta keppni vetrarins var tveggja kvölda tvímenningur og mættu aðeins 12 pör til keppni. Amór Ragnarsson og Sigurhans Sigurhansson hlutu hæstu skor fyrra kvöldið og dugði það þeim til sigurs. Þeir félagar hlutu 270 stig. Einar Jónsson og Jóhannes Ellerts- son urðu í 2. sæti með 263 stig, Gísli ísleifsson og Sigríður Ingi- bergsdóttir urðu þriðju með 249 stig, Haraldur Brynjólfsson, Gunn- ar Siguijónsson og Grethe íversen urðu §órðu með 242 stig og feðgan- ir Karl Einarsson og Karl Karlsson fimmtu með 229 stig. Félagið óskar spilurum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Bridsdeild Barð- strendingfafélagsins Mánudaginn 15. desember var spiluð eins kvölds jólatvímennings- keppni. Þessi pör vom efst: Eggert og Karí 139 MagnúsogGuðlaugur 137 Kristján og Stefán 130 Ragnar og Sigurbjöm 129 AntonogJean 128 Jóhannes og Sigurður 126 Vilhelm og Kristín 125 Hermann og Guðlaugur 116 Gleðileg jól.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.