Morgunblaðið - 20.12.1986, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 20.12.1986, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1986 20% hækkun = 100 kr. á mánuði Athugasemd frá Markúsi Erni Antonssyni, útvarpsstjóra Morgunblaðinu hefur borizt eftirfarandi athugasemd frá Markúsi Erni Antonssyni, út- varpsstjóra: Morgunblaðið fjallar um fjármál Ríkisútvarpsins í ritstjómargrein sinni 19. desember. í meginatriðum snýst greinin um tekjuöflunarleiðir stofnunarinnar, öðmm þræði end- urspeglar hún viðhorf ritstjómar Morgunblaðsins til markmiða í út- varps- og sjónvarpsrekstri sem em liður í menningarmálum þjóðarinn- ar. „Væri ekki nær fyrir ríkisútvarp- ið að huga að því, hvort það geti ekki náð sama árangri og Bylgjan með jafn lágum tilkostnaði?", spyr leiðarahöfundur. Lítill vafi leikur á því, að önnur útvarpsstöð gæti þrifíst með glæsi- brag í samkeppni við Bylgjuna með einni sendistöð fyrir höfuðborgar- svæðið og sams konar dagskrá og Bylgjan flytur hlustendum sínum, ef þær tvær stöðvar skipti með sér auglýsingatekjum, sem hljóðvarps- deild Ríkisútvarpsins fær nú í sinn hlut. En það er ekki til neins að ræða málið á þessum nótum. Fjármál Ríkisútvarpsins em ekki einkamál þeirra íbúa Reykjavíkur og nær- liggjandi svæða, sem geta stillt á Bylgjuna. Fjármál Ríkisútvarpsins snerta hag mikilsverðrar menning- arstofnunar allra landsmanna, sem á að gegna margvíslegum skyldum með fjölbreytilegu efni bæði í út- varpi og sjónvarpi þar sem allir geti fundið eitthvað við sitt hæfí. Blaðamaður Morgunblaðsins nefndi það í samtali við mig í fyrra- dag, að auglýsingaverð á Rás 1 hefði nýlega verið lækkað um 12%. Eg játti því, enda vora upplýsingar blaðamanns réttar, svo langt sem þær náðu. Því var ekki leynt af minni hálfu að þessi lækkun, sem blaðamaðurinn nefndi að fyrra bragði, væri til komin vegna sam- keppni við Bylgjuna og samdráttar í auglýsingum á Rás 1 eftir að Bylgjan tók til starfa. Þar eð höfundur ritstjómargrein- ar Morgunblaðsins dregur mjög eindregnar og rangar ályktanir af ummælum mínum um þessa lækk- un, hlýt ég að skýra aðdraganda og stöðu málsins nánar. Ríkisútvarpinu hefur verið gert að sækja í síauknum mæli á mið auglýsingamarkaðarins undanfarin ár. Afnotagjöld hafa lækkað miðað við aðra verðlagsþróun, t.d. í sam- anburði við áskriftarverð Morgun- blaðsins, en stjómvöld hafa aftur á móti hvatt til hækkunar á auglýs- ingagjaldskrá. A sl. sumri var ákveðið sérstakt 25% álag á auglýs- ingaverð sem gilda skyldi í nóvem- ber og desember. Verðskrá fyrir auglýsingar á Rás 1 er í sex gjald- flokkum. Nú í byrjun desember var verð á tveimur flokkunum lækkað aftur um 12% vegna þess að starfs- menn auglýsingadeildar töldu, að of geyst hefði verið farið í hækkan- ir í nóvemberbyrjun. Verðið eftir þessa 12% lækkun er 210 kr. og 190 kr. á orðið í þessum tveim flokkum. Þetta er verð fyrir auglýs- ingar sem lesnar em í tengslum við aðalfréttatíma Rásar 1 í hádegi og á kvöldin, en þeir hafa mesta hlust- un af öllu útvarpsefni í landinu. Auglýsingaverð á Bylgjunni er kr. 180 á orðið og því er út í hött að halda því fram að um undirboð sé að ræða sem stefnt sé gegn Bylgjunni og greiðendur afnota- gjalda Ríkisútvarpsins verði látnir súpa seyðið af eins og látið er liggja að í ritstjómargrein Morgunblaðs- ins. Ríkisútvarpið er stofnun sem þarf að lúta lögmálum markaðarins um öflun auglýsingatekna sinna og þær nema um 55% af heildartekjum þess. Það er fráleitt að tengja nýlega afnotagjaldabeiðni Ríkisútvarpsins þessum auglýsingamálum Rásar 1 einum og sér. Sitt sýnist hveijum um afnotagjöldin. Forystumenn hinna nýju útvarps- og sjónvarps- stöðva vilja að Ríkisútvarpið fari út af auglýsingamarkaðnum og verði rekið á afnotagjöldum einum. Hvað ættu þau að hækka þá? Eða ganga menn út frá því að Ríkisút- varpðið ætti að bera allt að 55% tekjusviptingu án þess að annað kæmi á móti? Astæður afnotagjaldahækkunar nú em margar. Eins og ég vék að áður hafa afnotagjöldin dregist aft- ur úr í verðþróuninni og eins hefur starfsemi Ríkisútvarpsins farið vax- andi. Til dæmis vil ég nefna stór- aukið framboð á innlendu efni í sjónvarpinu. Samkvæmt nýlegri könnun á dagskrám Sjónvarpsins og Stöðvar 2 er innlent efni 47% af dagskrá sjónvarpsins og stöðvar 2 er innlent efni 47% af dagskrá sjónvarpsins en 13% á Stöð 2. Inn- lend dagskrá í sjónvarpinu hefur verið á bilinu 32—36% undanfarin ár. Þama hefur orðið stökkbreyt- ing, sem ber að fagna sérstaklega. En þessi stóreflda innlenda dagskrá í sjónvarpinu kallar vissulega á aukin útgjöld. Afnotagjald Ríkisútvarpsins er nú 508 kr. á mánuði fyrir allar dagskrár í hljóðvarpi og sjónvarpi. Þar af fær Rás 1 í sinn hlut aðeins kr. 126 á mánuði, og Rás 2 ekki neitt. Hitt rennur til sjónvarpsins. Áskriftarverð hjá Stöð 2 er 950 kr. á mánuði. Eg skýt því hér að án þess að ég telji það einhlítan saman- burð. Mönnum kann að vaxa í augum 20% hækkun þegar slík tala er sett fram án samhengis við gjaldstuðla sem byggt er á. Þessi 20% hækkun á afnotagjaldi Ríkisútvarpsins leiðir til 100 kr. hækkunar á mánuði i útgjöldum heimilanna. Opinberar stofnanir þurfa vissulega að gæta aðhalds í gjaldtöku fyrir þjónustu sína. Ef Ríkisútvarpið á að geta gegnt hlutverki sínu og skipað þann sess, sem því ber í menningarlífínu, verða forráða- menn þess að heyja stöðuga baráttu til að viðhalda telq'ustofnum þess. Afnotagjöldin hafa verið látin drabbast niður samkvæmt ákvörð- unum samningsaðila á vinnumark- aði úti í bæ án minnsta tillits til þarfa stofnunarinnar. Ríkisútvarpið vill verðleggja þjónustu sína af sanngimi og án þess að ofbjóða notendum. Miðað við alla þá þjón- ustu sem veitt er, hefur almenning- ur sannfærst um réttlátlega gjaldtöku, eins og skoðanakannanir hafa leitt í ljós. * M Kjarasamningar ASI og VSI: Nær 80 félög hafa samþykkt NÆR 80 verkalýðsfélög hafa samþykkt kjarasamninga ASI og VSÍ, sem undirritaðir voru fyrir réttum hálfum mánuði síðan, en frestur til þess að skila inn til- kynningu til Vinnuveitendasam- bandsins um afstöðu til samninganna rann út i gær. Þetta eru flest þeirra félaga sem aðild áttu að samningunum. Fimm félög hafa fellt samning- ana og nokkur hafa fengið frest fram yfir helgi til þess að taka afstöðu. Þessi félög hafa samþykkt samn- ingana: Félag hárgreiðslu- og hárskerasveina, Félag íslenskra kjötiðnaðarmanna, Félag starfs- fólks í veitingahúsum, Verkalýðs- félagið Hvöt, Hvammstanga, Verkalýðsfélag Skeggjastaða- hrepps, Bakkafírði, Ökuþór, Sel- fossi, Iðja, félag verksmiðjufólks, Rvík, Iðja, félag verksmiðjufólks, Akureyri, Verkalýðsfélagið Rangæ- ingur, Hellu (deild), Verslunar- mannafélag Reykjavíkur, . Verslunarmannafélag Hafnarfjarð- ar, Verslunarmannafélag Suður- nesja, Keflavík, Verslunarmannafé- lag Akraness, Verslunarmannafé- lag Borgamess, Verslunarmanna- félag V-Húnvetninga, Hvammstanga, Félag verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri, Verslun- armannafélag Austurlands, Versl- unarmannafélag A-Skaftfellinga, Höfn, Homaf., Verslunarmannafé- lag Rangárvallasýslu, Hvolsvelli, Verslunarmannafélag Ámessýslu, Selfossi, Félag bifreiðasmiða, Félag bifvélavirkja, Félag bílamálara, Fé- lag blikksmiða, Félag jámiðnaðar- manna, Nót, sveinafélag netagerð- armanna, Iðnsveinafélag Suðumesja, Keflavík (deild), Sveinafélag málmiðnaðarmanna, Akranesi, Iðnsveinafélag Mýra- sýslu, Borgamesi (deild), Iðnsveina- félag Stykkishólms (deild), Iðnsveinafélag Húnavatnssýslu (deild), Iðnsveinafélag Skagafjarð- ar, Sauðárkróki (deild), Félag málmiðnaðarmanna, N-Múl. Seyð- isfírði, Iðnsveinafélag Fljótsdals- héraðs, Egilsstöðum (deild), Sveinafélag jámiðnaðarmanna, Vestmannaeyjum, Sveinafél. mál- miðnaðarmanna í Rangárv.sýslu, Hvolsv., Félag íslenskra rafvirkja, Sveinafélag rafeindavirkja, Rafíðn- aðarmannafélag Suðumesja, Keflavík, Félag rafíðnaðarmanna, Suðurlandi, Verkakvennafélagið Framsókn, Verkakvennafélagið Framtíðin, Hafnarfirði, Verka- mannafélagið Hlíf, Hafnarfírði, Verkakvennafélag Keflavíkur og Njarðvíkur, Keflavík, Verkalýðs- og sjóm.fél. Keflavíkur og nágr., Keflavík, Verkalýðsfélag Grindavíkur, Verkalýðs- og sjó- mannafél. Miðneshr., Sandgerði, Verkalýðs- og sjómannafél. Gerða- hrepps, Garði, Verkalýðsfélag Akraness, Verkalýðsfélag Borgar- ness, Verkalýðsfélagið Jökull, Ólafsvík, Verkalýðsfélagið Stjarn- an, Grundarfírði, Verkalýðsfélag Stykkishólms, Verkalýðsfélagið Valur, Búðardal, Verkalýðsfélag Hrútfírðinga, Borðeyri, Verkalýðs- félag Austur-Húnvetninga, Blöndu- ósi, Verkalýðs- og sjómannafélag Skagastrandar, Verkakvennafélag- ið Aldan, Sauðárkróki, Verka- mannafélagið Fram, Sauðárkróki, Verkalýðsfélagið Ársæll, Hofsósi, Verkalýðsfélagið Eining, Akureyri, Verkalýðsfélag Raufarhafnar, Verkalýðsfélag Þórshafnar, Verka- lýðsfélag Borgaifyarðar, Borgar- fírði eystra, Verkalýðsfélag Fljótsdalshéraðs, Verkamannafé- lagið Fram, Seyðisfírði, Verka- mannafélagið Árvakur, Eskifírði, Verkalýðs- og sjómannafélag Fá- skrúðsfjarðar, Verkalýðsfélag Reyðarfjarðarhr. Reyðarfírði, Verkalýðs- og sjómannafélag Stöðvarfjarðar, Verkalýðsfélag Breiðdælinga, Breiðdalsvík, Verka- lýðs- og sjómannafélag Djúpavogs, Verkalýðsfélagið Samherjar, V- Skaft., Verkalýðsfélagið Víkingur, Vík í Mýrdal, Verkalýðsfélag Vest- mannaeyja, Bílstjórafélag Rangæ- inga, Hvolsvelli, Verkalýðsfélagið Báran, Eyrarbakka, Verkalýðsfé- lagið Þór, Selfossi, Verkalýðs- og sjómannafél. Boðinn, Þorlákshöfn. Jóhanna Harðardóttir annar eigandi verslunarinnar. Ný verslun á Öðinsgötu OPNUÐ hefur verið ný gjafa- Verslunin er með kreditkorta-við- vöruverslun að Óðinsgötu 12. skipti. Þar em seldir messingskartgrip- Eigendur verslunarinnar em Jón ir, fatnaður og ýmis önnur vara. LeóssonogJóhannaHarðardóttir. Jólasöngvar í Neskirkju EINS OG jafnan síðasta sunnudag fyrir jól, er guðsþjónusta dagsins i Neskirkju með óhefðbundnu sniði. Að þessu sinni flytur fjöldi bama tónlist. Skólahljómsveit Kópavogs leikur jólalög, böm úr Tónlistarskól- anum á Seltjamamesi leika á hljóð- færi og smáfólkið úr yngsta skóla borgarinnar, Grandaskóla syngur. Sigurður Pálsson cand. theol. flytur hugleiðingu. Að auki er almennur söngur og orgelleikur. Athöfnin hefst kl. 14.00. Guðmundur Óskar Ólafsson. Grmdavik: Ósmekklegt tómstundagaman Grindavík. ÓSMEKKLEGT tómstundagam- an hefur skotið upp kollinum hér í Grindavík i formi útvarps- og símagabbs. Þegar nýi brúðhjónaþátturinn byijaði hjá Bylgjunni síðastliðinn föstudag vom þar þijár tilkynning- art um brúðkaup unglinga á aldrin- um 14-15 ára. í gær var svo ein slík af sama toga. Nú í vikunni var svo auglýst búslóð til sölu í DV hjá óviðkomandi fólki, sem síðan fékk ekki frið fyrir símanum og einnig lýst eftir unglingspilti í útvarpinu með þeim afleiðingum, að ættingjar vísð vegar að af landinu hringdu heim til hans til að grennslast fyrir um hvarfíð. Pilturinn átti sér einsk- is ills von þegar hann svaraði sjálfur í símann. Þá hefur borið talsvert á því að hringt er í verslanir á höfuð- borgarsvæðinu og beðið að senda tilteknar vömr í póstkröfu til fólks sém síðan kannast ekkert við send- inguna. Hér er um ósmekklegt gaman að ræða sem veldur fólki leiðindum og ónæði að ástæðulausu og ættu þeir sem hér eiga hlut að máli að láta af þessari iðju sinni hið fyrsta. Kr.Ben. Kirkjukór- inn söng líka ÞAU LEIÐU mistök urðu í frétt af aðventutónleikum í Grindavík- urkirkju að það láðist að geta þess að kirkjukórinn hefði sung- ið við athöfnina. Kórinn er hér með beðinn velvirð- ingar á þessum mistökum. Nýtt leiktæki STÖÐUGT fleygir tækninni fram í gerð leiktækja. Nýlega kom nýtt . leiktæki, heilt mótorhjól, í leiktækjasalinn Fredda í Tryggvagötu. Þegar setið er á mótorhjóli þessu er skermur fyrir framan sem virkar eins og viðkomandi væri úti á götu. Þegar komið er í beygjur verður sá sem situr á mótorhjólinu að halla sér og beygir þá hjólið eins og verið væri að keyra á götu úti. Engin takmörk virðast vera þegar tölvutæknin er annars vegar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.