Morgunblaðið - 20.12.1986, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 20.12.1986, Blaðsíða 70
70 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1986 Tilvaldar jólagjafir Fatastandarnir vinsælu, 3 viðarlitir. Kr. 2.500.- Mikið úrval af speglum á mjög hagstæðu verði. Símabekkir. Verð kr. 7.500.- Einnig stakir rokokkó- stólar. Verð aðeins kr. 7.500,- VALHÚSGÖGN ARMULA 8. SÍMI 82275. Fróöleikur og skemmtun fyrirháa semlága ! Enn um skógrækt í Laugardal eftír Friðgeir S. Stef- ánsson í Morgunblaðinu 27. nóvember sL er grein eftir Einar Gunnarsson skógræktarfræðing sem nefnist „Nytjaskógur í Laugardal". í henni eru nokkrar missagnir sem ég tel rétt að leiðrétta. í grein Einars kemur fram að hann ruglar saman bótum vegna niðurskurðar á sauðfé í Laugardals- hreppi haustin 1982 og 1983 og aftur bótum vegna frestunar fjár- kaupa haustið 1985. Þegar ákveðinn var niðurskurður á sauðfé hér í sveit haustið 1982 vegna riðuveiki var samið um skert- ar bætur gegn vilyrði um aukna mjólkurframleiðslu hjá viðkomandi bændum. Þetta loforð efndi Jón Helgason landbúnaðarráðherra þann 12. júní sl. með auknum full- virðisrétti okkur til handa. Öðru máli gegnir með bætur vegna frestunar fjárkaupa haustið 1985. Ákveðið var á fundinum þann 18. september 1985 að eðlilegar bætur yrðu greiddar vegna frestun- ar fjárkaupa um eitt ár ef það mætti verða til þess að liðka til fyrir umræðu um skógræktina. Þessa samþykkt studdi skógrækt- arstjóri mjög ákveðið. Ráðuneytisstjóri, Sveinbjörn Dagfínnsson, lagði til að skipuð yrði nefnd til að ákveða bótaupp- hæð og lagði þunga áherslu á að Friðgeir S. Stefánsson „Þrátt fyrir margítrek- aðar óskir fulltrúa heimamanna tók það landbúnaðarráðuneytið röska tíu mánuði að kalla nefndina saman.“ báðir aðiiar, þ.e. bændur og land- búnaðarráðuneyti, yrðu að sætta sig við úrskurð nefndarinnar. Nefndin yrði skipuð þrem mönnum. Einum frá landbúnaðarráðuneyti, einum frá framleiðsluráði land- búnaðarins og einum frá bændum. Þetta var samþykkt. Þrem dögum síðar, þann 21. september, mætti fulltrúi heima- manna í landbúnaðarráðuneytinu til að ræða um bætumar eins og um hafði verið talað. Ekki vildi ráðuneytisstjóri ræða þetta að svo stöddu en taldi rétt að nefndin yrði kvödd til að ákveða þetta. Þann 5. nóvember 1985 leggur fulltrúi heimamanna fram bóta- kröfu og ítrekar að nefndin verði kölluð til að fjalla um hana. Þrátt fyrir margítrekaðar óskir fulltrúa heimamanna tók það landbúnaðar- ráðuneytið röska tíu mánuði að kalla nefndina saman. Hélt hún fund þann 23. júlí 1986. Meirihluti nefndarinnar samþykkti að krafa heimamanna væri réttmæt og skrif- aði undir ályktun þar að lútandi. Þar með töldum við heimamenn að málið væri úr sögunni, en því var ekki að heilsa. Á fundi sem haldinn var á Laugarvatni 28. ágúst sl. kom fram að ráðuneytið ætlar ekki að lúta þessu nefndaráliti, og er ekki að orðlengja það að í dag, 12. des- ember 1986, hafa okkur engar bætur verið greiddar vegna frestun- ar §árkaupa haustið 1985. Vona ég að þetta skýri þá missögn sem kemur fram í grein Einars Gunnars- sonar. Þá segir Einar í grein sinni: „Ljóst er að forsendur fyrir upphaf- legum skógræktaráformum eru brostnar, þar sem samstaða allra bænda er ekki lengur fyrir hendi, og að skógræktaráætlunin getur ekki náð til mikilvægs lands í skóg- ræktarsvæði miðju.“ Vegna þess sem hann segir um samstöðu allra bænda vil ég benda Einari á að á einum fundanna sem hann sat kom fram sú spuming hvort allir þyrftu að vera með í áætluninni. Eg man að ég svaraði því á þá leið að þetta hlyti að verða valkostur hvers og eins. Ekki gerði Einar athugasemd við þetta svar mitt enda vafasamt að neita því að hver og einn hafí sjálfsákvörðunar- rétt fyrir sig og sína jörð. Varðandi síðara atriðið að ekki náist í mikilvægt land sem auk þess kljúfí svæðið í sundur í miðju vísa ég á bug. Þegar Einar Gunnarsson vann að áætlanagerð fyrir svæðið haust- ið 1985, gekk hann um landið, skoðaði það og samþykkti. Þá þeg- ar lá fyrir að í 1. áfanga var áætlað að taka u.þ.b. 80 ha skóglendis til skógræktar í landi Laugardalshóla. Annað skóglendi, sem hefði hvort eð var klofíð svæðið í tvennt, var þá u.þ.b. 343 ha. Hvort landið sem klýfur svæðið í tvennt er 343 ha eða 423 ha sé ég ekki að skipti máli. Einar Gunnarsson talar um Ferðasjónvarp Ferðaútvarp Ferðadiskó Rafhlöður eða 220 V í eldhúsið, skrifstofuna, herbergið, sumarbústaðinn, bflinn. ÍSBROT Útvarp + segulband + sjonvarp wrnm |ii #11 Bíldshöfða 18, sími 672240. Aðeins **• 16.980,- stgr. Laugavegi 118 v/Hlemm, s. 29311 — 621133.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.