Morgunblaðið - 20.12.1986, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 20.12.1986, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1986 ^9 1 tAHí Jólaundirbúningurinn HEIMILISHORN Bergliót Ingólfsdóttir Þjóðtrúin og jólin Eins og að líkum lætur, nú á tækni- og tölvuöld, hafa margir gamlir siðir, í tengslum við jóla- hald, verið aflagðir. En sumt er lífseigara en annað og má þar nefna, að sá forni siður að hafa logandi ljós f híbýlum manna á jólanótt er enn við lýði eins og sjáanlegt er allt í kringum okkur. Það er engin tilviljun að margs- konar þjóðtrú hefur ríkt hér í skammdeginu og þar með á jólum. Talið var að ýmsar kynjaverur væru þá á ferli, sumar illar og viðsjárverðar en aðrar góðar ef vel var farið að þeim. í bókinni í jólaskapi, eftir þá Áma Bjömsson og Hring Jóhann- esson, og áður hefur verið vitnað í hér í Heimilishomi, segir svo í kaflanum um álfa og huldufólk. „Talið var að huldufólkið byggi í hólum og klettum. En það þurfti stundum að skipta um húsnæði og gerði það helst um jólaleytið. Ýmist var það talið eiga í þessum búferlaflutningum á jólanótt, ný- ársnótt eða þrettándanótt." Ennfremur segir svo: „Álfamir em hreinlátt fólk og vandir að virðingu sinni. Þeir gátu átt það til að hvíla sig á ferðalaginu hjá einhveijum bæ, sem varð á leið þeirra. Því var betra að hafa allt sópað og prýtt ef þeir skyldu líta inn. Var þá bærinn allur hreinsað- ur horna á milli og ljós sett í hvem krók og kima svo að hvergi bæri skugga á. Síðan gekk húsfreyja út og í kringum bæinn og hafði þetta yfir: Komi þeir sem koma vilja, veri þeir sem vera vilja, fari þeir sem fara vilja, mér og mínum að meinalausu. Þar er þá komin ástæðan fyrir þeim sið að hafa logandi ljós alla jólanóttina og jafnvel nýársnótt og þrettánda nótt líka. Ávaxtakökur Það hefur færst í vöxt hér á landi að bakaðar em ávaxtakökur fyrir jól að erlendri fyrirmynd. Víða er þetta eldgamall siður, kökumar bakaðar löngu fyrir jól og vættar með víni og við fram að jólum. En það em einnig til ágætar ávaxtakökur, sem em góðar nýbakaðar bæði með víni í og án þess. Ávaxtakökur em nokkuð matmiklar og oft all sæt- ar, það er því ágætt ráð að skera þunnar sneiðar og ekki sakar að setja þeyttan rjóma á hveija sneið. Hátíða- ávaxtakaka 250 g smjörlíki, 250 g sykur, 4 egg, 2 tsk. vanillusykur, 300 g hveiti, 1 tsk. lyftiduft, 1 V2dl ananasbitar, 50 g valhnetukjamar, 50 g kokkteilber, 50 g súkkat. Smjörlíki og sykur hrært vel, eggjarauðum bætt út í og síðan þurrefnunum. Ananas, súkkat og hnetur brytjað og kokkteilberin skorin í tvennt, sett saman við deigið og að síðustu er stífþeyttum hvítunum bætt varlega saman við. Deigið sett í vel smurt form og bakað í ca. eina klst. við 175°C. Sælgætiskaka 2 plötur suðusúkkulaði, 4 msk. sterkt kaffí, 250 g palmín, 2 egg, 4 msk. sykur, ca. 10 tekexkökur. Súkkulaðið brætt í heitu kaff- inu, palmín skorið í bita og sett út í smám saman og látið bráðna. Eggin þeytt með sykri og súkkul- aðiblandan sett varlega saman við. Kex og súkkulaði sett saman í lög, súkkulaði efst og neðst. Súkkulaðið sett á botn formsins, kexkökur lagðar ofan á og svo koll af kolli. Stundum er brytjað marsipan, hnetur eða annað sæl- gæti og sett í bitum á milli laga. Þannig verður kakan helst til sæt. Kakan geymd á köldum stað á meðan hún stífnar. Til að ná kökunni úr forminu getur verið nauðsynlegt að dýfa því augnablik í heitt vatn. Ef kakan er borin fram heil er hægt að setja hnetur eða annað til skrauts ofan á. Það þarf góðan hníf til að skera kök- una í sneiðar. Ávaxtakaka með rommi 300 g smjörlíki, 300 g sykur, 5 egg, 3—4 msk. romm, 300 g hveiti, 125 g rauð og græn kokkteilber, 50 g brytjað súkkat, 75 g brytjaðir valhnetukjamar, 125 g rúsínur. Smjörlíki og sykur þeytt vel saman, eggin þeytt örlítið áður en þeim er bætt saman við ásamt romminu. Ávöxtum og hnetum aðeins velt upp úr hveiti og hrist, síðan sett saman við deigið. Að síðustu er hveitinu bætt saman við með sleif. Deigið sett í smurt form, eitt stórt eða tvö minni, og bakað í eina klst. og fimmtán mín. við ° C. Kakan aðeins látin kólna áður en henni er hvolft á rist. Ef ekki er óskað eftir að setja vín í kökuna er hægt að setja ávaxtasafa í staðinn, t.d. appelsínusafa. Jólasveinn úr marsipani í jólasveininn er notað tilbúið marsipan og flórsykur til helminga, magnið fer að sjálfsögðu eftir því hve stór hann á að vera. Marsipan og flórsykur hnoðað saman og síðan skipt í tvennt. Annar hlutinn er lit- aður með rauðum ávaxtalit og er notaður í húfu, munn og nef. Hinn hlutinn er látinn halda upprunaleg- um lit og er flattur út í ca Vz sm þykkt. Margir leggja plast yfír marsipanið og fletja út þannig, og Kókoskúlur 90 g sykur, 80 g haframjöl, 60 g kókosmjöl, 2 msk. kakó, 2 tsk. vanillusykur, 2 msk. bráðið smjör, 1 egg, ca. 60 g kókosmjöl til að velta kúlunum upp úr. Öllu blandað saman sem í kúl- umar á að fara, og geymt á köldum stað þar til það fer að stífna. Búnar til litlar kúlur sem velt er upp úr kókosmjöli. Geymt í boxi á köldum stað. Þessar kúlur eru auðveldar við- fangs og því hentugar fyrir bömin ef þau vilja búa eitthvað til sjálf með örlítilli hjálp fullorðinna. hafa það jafnvel líka undir á borð- inu. Út úr ljósa marsipaninu er skorið andlit, hár, skegg, augu og auga- brúnir. Hlutimir eru festir saman með örlftilli eggjahvítu, sem smurð er á fletina og aðeins þrýst á. Augasteinamir eru súkkulaði- dropar eða litlar kúlur. Jólasveinn- inn þarf að geyma á köldum stað á meðan marsipanið stífnar. Þetta getur orðið hinn álitlegasti jóla- sveinn og marsipan bragðast vel eins og allir vita. Akranes — Borgarfjörður Við viljum þakka öllum listamönnum og öðrum gestum kærlega fyr- ir góða samkomu á jólafundinum þann 18. desemþer sl. Stjórn fulltrúaráðsins Akranesi. Jólaknall Hið ériega jólaknall félaga ungra sjélfstæðismanna é Suðvestur- horninu verður haldið í neðri deild Valhallar laugardaginn 20. desember nk. og hefst kl. 21.30. Fjölbreytt skemmtiatriði og léttar veitingar verða á boðstólum. Heið- ursgestur kvöldsins verður Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðis- flokksins og mætir hann ásamt nokkrum valinkunnum þingmönnum. HeimdallurF.U.S., TýrF.U.S., Huginn F.U.S., Stefnir F.U.S., Baldur F.U.S. smáauglýsingar — smáauglýsingar Dyrasímaþjónusta Gestur rafvirkjam. — S. 19637. Raflagnir — Viðgerðir S.: 687199 og 75299 Sunnudagur 21. des. kl. 11. Vetrarsðlstöðugöngur Úttvistar. 1. Skfðaganga á fornar útilegu- mannaslóðir við Engidal og Mar- ardal hjá Hengli. Ferð fyrir allt skiðagönguáhugafólk. 2. Gönguferð um SeHjall, Lækjar- botna og víðar. Verð 450 kr., frítt f. börn m. fullorðnum. Brottför frá BSf, bensínsölu. Sunnudagsferð 28. dea. kl. 13. Arbær — Elllðaárdalur. Kveðjið afmælisárið með gönguferð inn- an borgarmarkanna. Stutt og létt ganga. Verð 200 kr. Úthrlstarfélagar athuglð: Arsrfti 1986 hefur seinkaö af óviðráð- anlegum orsökum, en það veröur sent skuldlausum félögum um leið og það kemur út. Útivist, ferðafélag. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍRffAR 11798 og 19533. Dagsferðir Ferðafélagsins 1. Sunnudagur 21. des. Id. 10.30 - Esja - Kerhólakambur (851 m) á vetrasólstöðum. Vetr- arsólstöðuferð Ferðafélagsins á Esju er sú ferð sem sívaxandi hópur fólks vill ekki missa af. Verð kr. 300. Munið eftir hlýjum klæönaði, húfu, vettlingum, trefii og þægilegum skóm. Fararstjórar: Jóhannes I. Jóns- son og Jón Viðar Sigurðsson. Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin. Farmiðar viö bíl. 2. Sunnudaginn 28. des. kl. 13.00 verður gengið á Húsfeil (288 m), en það er noröur af Helgafelli austan Hafnarfjarðar. Gönguferð við allra hæfi. Verð kr. 350. Farðmiöar við bil. Brott- för frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin. Ferðafélag fslands. Krossinn Aúóbrckku — KópavoRÍ Almenn unglingasamkoma I kvöld laugardagskvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. @ ______BV Hjá okkur fæst iandsins mesta úrval af fjar- stýröum bílum í öllum verðflokkum. Sendum gegn póstkröfu um land allt — Góð aðkeyrsla — Næg bílastæði. < § vi t I TÓmSTUDDfiHÚSIÐ HP Laugavegi 164, sími 21901
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.