Morgunblaðið - 20.12.1986, Síða 11

Morgunblaðið - 20.12.1986, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1986 11 Víkingslækjarætt Békmenntlr Sigurjón Björnsson Pétur Zophoníasson. Víkingslækjarætt III. Skuggsjá, Bókabúð Olivers Steins sf. 1986. Ný útgáfa, 505 bls. Víkingslækjarætt er geysimikið ættfræðirit, nánar tiltekið niðjatal, sem Pétur Zophoníasson, ættfræð- ingur (d. 1946), samdi á árunum 1931—1936. Rit þetta hefur aldrei komið allt út fyrr en nú. Á árunum 1939—1943 komu út fjögur hefti, síðan varð hlé til ársins 1972 og kom þá fimmta heftið út. Síðan ekki söguna meir fyrr en nú að ný útgáfa er hafin. I. bindið af nýrri útgáfu kom út árið 1983, II. b. 1985 og III. bindið birtist nú. Með þessum þremur bindum er tæmt það efni sem var í heftunum fimm, en eftir er efni í a.m.k. tvö bindi til viðbótar og hefur það ekki verið prentað áður. Fyrstu tvö bindi nýju útgáfunnar var ljósritun fyrri útgáfunnar, en með allmiklum leiðréttingum engu að síður. Þetta þriðja bindi, sem tekur yfir efni fjórða og fimmta heftis er hins vegar endurskoðuð útgáfa og hefur textinn verið settur Pétur Zophoníasson á ný. Lauslegur samanburður á útgáf- unum tveimur sýnir að víða hefur verið leiðrétt t.a.m. dagsetningar og ártöl, bætt hefur verið inn dags. og ártölum þar sem vantaði. Þá hefur niðjum verið bætt við hafi þá vantað og sitthvað fleira hefur verið lagfært og leiðrétt sem of langt yrði upp að telja. Niðjatalið er hins vegar látið halda sér í allri frumgerð sinni, og ekki er rakið lengur en til ársins 1943 í lengsta lagi, eins og var í fyrri útgáfu. Enda þótt mér virðist að öll alúð hafí verið lögð við endurskoðun fyrri útgáfunnar rakst ég samt á fáeinar villur sem farið hafa fram hjá við þessa skoðun. Ættforeldrar Víkingslækjarætt- ar voru þau hjónin Guðríður Eyjólfs- dóttir (f. 1688) og Bjami hreppstjóri síðast bóndi á Víkingslæk á Rang- árvöllum Halldórsson (f. 1679). Þau hjón áttu 17 böm en frá 11 þeirra em ættir raktar (a—1). í þessu bindi er g-liður ættarinnar (niðjar Jóns yngra Bjamasonar) rakinn til ársins 1940-1943. Niðjatalið sjálft er um helmingur bókar eða 254 bls. Hinn helmingur- inn, bls. 257—505, er eingöngu myndir af niðjum og skylduliði og hefur myndeftii aukist mjög vem- lega frá fyrri útgáfu. Theódór Ámason, ættfræðingur, hefur annast endurskoðun á niðja- tali þessa bindis, en um söfnun mynda hafa séð Páll Lýðsson, Sig- urður Sigurðarson og Finnbogi Guðmundsson. Sá síðastnefndi ann- aðist jafnframt lestur prófarka. Það er vissulega mikill og góður fengur í þessari mnjmdarlegu út- gáfu á stórvirki Péturs heitins Zophoníassonar. Sérstaklega bíður maður þó eftir framhaldi verksins (IV. og V. bindi), þar sem það er sá hluti þess sem ekki hefur áður komið á prenti, auk þess sem fyrir- heit er gefið um að einn liður ættarinnar (h-liðurinn) verði rakinn allt til ársins 1980. Kristján Albertsson varaði til æviloka hins síðar nefnda í stríðslok. Mynd sú, sem Kristján dregur upp af Kamban, er skýr og minnisstæð. Kamban hefur verið mikið efni í rithöfund. Hins vegar hefur hann stundum ofmetið mögu- leika sína, t.d. er hann hugðist gerast rithöfundur í Ameríku. Kon- unglega leikhúsið í Kaupmanna- höfn — þó mikils háttar væri — reyndist ekki vera sá lykill að heimsfrægð sem suma dreymdi ef til vill um. Saga Kambans varð því saga um skjóta sigra, en einnig saga um afdrifaríka ósigra. Meðal stjómmálamanna, sem Kristján segir frá, er frændi hans og vinur, Ólafur Thors. Telur Krist- ján að þar hafí hvort tveggja, hæfileikar og útlit, stuðlað að þvf að Ólafur varð sá dáði flokksforingi sem raun varð á. Meðan Kristján var pólitískur ritstjóri varð hann fyrir hatrömmum ádeilum af hendi Jónasar Jónssonar frá Hriflu. Hvað sem öllum stjómmálaágreiningi líður gengur okkur illa að skilja nú undirrót hinna illvígu deilna sjálf- stæðismanna og framsóknarmanna sem svo mjög settu svip á pólitíkina á árunum milli styijaldanna. En Jónas var slyngur áróðursmaður og hafði yfir blaði að ráða. Og áhrif blaðs voru þá engu minni en sjón- varpsins nú. Þáttur skrásetjara þessarar bók- ar, Jakobs F. Ásgeirssonar, sýnist vera í góðu lagi. Vinnuaðferð sú, sem hann kaus sér og gerir grein fyrir í formála, hefur reynst vel og mættu aðrir hafa hana að forskrift. Ekki veit ég hvers hinn almenni lesandi kann að njóta við lestur þessara endurminninga. En fyrir þann, sem einatt er að grúska í bókmenntum, er þetta afar forvitni- leg bók svo ekki sé meira sagt. Af hverju er HEIMSMYND alltaf f fréttunum? Af hverju er HEIMSMYND tímaritið, sem tal- að er um? Af hverju er HEIMSMYND tímarit þeirra, sem fylgjast með? Desember 1966 kr. JÆJA JON BALDVIN HVERNIG RÍKISSTJÖR GUÐRUN GISLADOTTIR LEIKKONA í MJÖG OPINSKÁU VIÐTALI UNGVERJAR PÓLVERJAR VIETNAMAR SEM NÚ ERU ÍSLENDINGAR TISKAN EINS OG HÚN GERIST BEST # ö SOLVEIG PETURSDOTTIR NY STJARNA SJALFSTÆÐISFLOKKS VasaaJmanak kaþólskra VASAALMANAK Félags kaþ- ólskra leikmanna 1987 er komið út. Þetta er í þriðja sinn sem Félag kaþólskra leikmanna gef- ur út slíkt almanak. í almanakinu er dagatal ársins og merktir inn á dagana helstu hátíðisdagar kirkjunnar og messu- dagar kunnustu dýrlinga hennar. Þá er einnig frásögn af handriti Margrétar sögu og notkun þess við fæðingarhjálp, eftir Ásdísi Egils- dóttur. í almanakinu 1985 var grein um Jón Arason í vitund íslendinga eftir Gunnar F. Guðmundsson og 1986 um Þorlák biskup Þórhallsson eftir Sveinbjöm Rafnsson. AF ÞVÍ AÐ HEIMSMYND er eitt vandaðasta og glæsilegasta tímarit, sem út hefur komið.____________________________ í HEIMSMYND eru viðtöl án hliðstæðu!____________________ Greinar um allt bað, sem er efst á baugi; stjórnmál, tísku, list- ir, alþjóðamál, fólk og fleira._________________________ HEIMSMYND er vettvangur þeirra, sem vilja tjá sig af alvöru. HEIMSMYND á erindi til allra þeirra, sem vilja fylgjast með! Áskriftasími: 622020 Tímaritiö HEIMSMYND Ófeigur hf., Aöalstræti 4,101 Reykjavik.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.