Morgunblaðið - 20.12.1986, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.12.1986, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1986 Um Hitaveitu Akureyrar eftir Tómas Inga Olrich Málefni Hitaveitu Akureyrar hef- ur mikið borið á góma á undanföm- um vikum. Er það að vonum, því bæði er að fyrirtækið er skuldum hlaðið engu síður en ríkissjóður og stormasamt hefur verið um stjóm þess. Ekki verður hér rætt um deil- ur fyrrverandi hitaveitustjóra og bæjarstjómar Akureyrar. Full ástæða er þó til að harma, að þess- ir aðilar hafí ekki borið gæfu til að vinna saman að því að tryggja rekstur Hitaveitu Akureyrar. Það mál er svo vaxið að enginn, sem ber fyrir brjósti hag þeirra 14.000 manna sem á Akureyri búa, getur látið sér fátt um fínnast. Að klæða af sér kuldann Hagur íbúa Akureyrar er að sjálf- sögðu afar misjafn. Sjálfsagt er mörgum svo farið að hann gæti greitt 10-15% hærra verð fyrir heita vatnið sitt án þess að það ylli um- talsverðum vandræðum. Þar á móti kemur að ijölmargar Qölskyldur á Akureyri hafa það litlar tekjur að vatnsverðið er þegar orðið vemleg- ur hluti af útgjöldum. Hár upphitunarkostnaður á Ak- ureyri hefur þegar leitt til þess að margir spara hitann meir en góðu hófí gegnir. Á þetta að sjálfsögðu einkum við um þá bæjarbúa sem minnstar hafa tekjumar, lágiauna- fólk og ellilífeyrisþega. Ekki er ólíklegt að hús liggi undir skemmd- um af þessum sökum, eins og gerðist í Danmörku á orkuspamað- artímunum þar í landi. Hjá seljendum fást þær upplýs- ingar að mikil sala sé á einangrun- arefnum til Akureyrar, þótt þar sé lítið byggt. Ennfremur er nokkuð keypt af viðarofnum. Það er því ljóst að hver reynir, sem hann getur, að glíma við háan hitakostnað. Ekki þarf þó mikla skarpskyggni til að sjá, að það era ekki ellilífeyris- þegamir sem fjárfesta í einangran eða ofíium. Bæði er að þeir, sem lítið eiga, flárfesta ekki, en hitt er þó ekki minna atriði að margir elli- og örorkulífeyrisþegar era leigjend- ur. Það er ekki ólíklegt að þessi hófsami hópur bregðist við háu vatnsverði með þvf að Iækka hitann og klæða af sér kuldann eftir föng- um. Á vandamálum ellilífeyrisþega ber jafnan lítið því þeir era nægju- samir og hafa ekki tileinkað sér starfsaðferðir þrýstihópa. Aflögfufært bæjarfélag Ekki má gleyma því að þróun efnahagsmála síðastliðin 7 ár hefur ekki verið hagstæð atvinnulífínu á Akureyri, og á það einkum við um Iðunn gefur út tóm- stundabækur IÐUNN hefur sent frá sér tvær fyrstu bækumar í nýjum flokki fyrir böm og unglinga, Tóm- stundabækur Iðunnar. Nefnast þær Leikir og grin og Þrautir og galdrar. Sigurður Bjamason þýddi bækuraar úr dönsku. í kynningu Iðunnar segir: „í þá fyrmefndu hefur verið safnað sam- an Qölda leikja, bæði gamalla og nýrra og kemur bók af þessu tagi sér vel við hin ýmsu tækifæri þar sem krakkar era saman komnir til að skemmta sér. En í þeirri síðamefndu er eins og nafnið bendir til að finna safn þrauta og galdra. Hér er hægt að skyggnast inn í leyndardóma hins fullkomna töframanns og tileinka sér hin ótrúlegustu brögð og brell- ur. Sem dæmi má nefna ýmsar þrautir með spil, eldspýtur og vasa- klúta.“ iðnaðinn. Akureyri hefur ekki notið þess að vera á uppleið á sama tíma og þjóðarbúið hefur verið á niður- leið, eins og gerst hefur á höfuð- borgarsvæðinu. Akureyringar hafa því deilt rýmandi kjöram síðastlið- inna ára með þjóðinni. Hár hús- hitunarkostnaður vegur þyngra, þegar launin era lág. Engu að síður hefur Akureyri verið talin vera af- lögufær. Á sama tíma og Akureyringar hafa komið sér upp hitaveitu með ærnum og þvi miður ófyrirséðum kostnaði, hafa þeir með ýmsum hætti tekið þátt í að greiða niður hitunarkostnað fyrir þann hluta landsmanna, sem hitar hús sín með rafmagni og olíu. Á áranum 1975-1985 hafa bæjarbúar þannig greitt 231 milljón króna í verðjöfn- unargjald. Að frádregnu lítilfjör- legu kostnaðargjaldi og hlut Siglfírðinga, sem þeir halda eftir sjálfír, rann verðjöfnunargjaldið til Rafmagnsveitna ríkisins (80%) og til Orkubús Vest§arða (20%). Ríkissjóður greiðir einnig niður sérstaklega rafhitunarkostnað. Frá árinu 1982 hafa þessar greiðslur numið 772 milljónum (á föstu verð- lagi 1985). Erfítt er að meta hve mikinn hlut Akureyringar hafa þar átt að máli. Samkvæmt einföldu hlutfalli íbúafjölda gæti framlag þeirra numið 44 milljónum. Athygl- isvert er, að til þessara niður- greiðslna var efnt til að rafhitunar- kostnaður sambærilegs húsnæðis yrði ekki hærri en hjá nýjum hita- veitum, svo sem Hitaveitu Akur- eyrar. Nú er rafhitunarkostnaður þeirra sem njóta þessara niður- greiðslna lægri en hitunarkostnaður viðskiptavina Rafveitu Akureyrar og Hitaveitu Akureyrar. Ef miðað er við 32.800 kwst á ári til húshitunar er kostnaðurinn hjá viðskiptavinum Rafveitu Akur- eyrar 43.938 krónur, en samkvæmt taxta RARIK 35.998 krónur. Miðað við sömu forsendur greiðir Akur- eyringurinn, sem kaupir orku til húshitunar af Hitaveitu Akureyrar 48.544 krónur. Áður en Hitaveita Akureyrar tók til starfa árið 1977-1978 nutu Ak- ureyringar olíustyrks, ef þeir kyntu með olíu, sem þeir og gerðu í tals- vert ríkum mæli. Sá styrkur féll að sjálfsögðu niður með tilkomu hitaveitunnar. Frá árinu 1978 hefur þjóðin greitt í olíustyrk 1.034 millj- ónir (á föstu verðlagi ársins 1985). Lauslega áætlaður hlutur Akur- eyringa í þeim framlögum gæti numið um 60 milljónum. Áður en rætt verður um ábyrgð á fjárhags- vanda Hitaveitu Akureyrar, er rétt að hafa það í huga að Akureyring- ar hafa tekið þátt í því áram saman að létta þeim húshitunarbyrðina, sem í raun hafa borið léttari byrðar en Akureyringar sjálfír. Hver er ábyrgnr? Flestum er það nú ljóst að þær forsendur, sem Hitaveita Akureyrar var í upphafí byggð á, stóðust ekki. Framkvæmdir reyndust mun kostn- aðarsamari en ráð hafði verið fyrir gert. Framkvæmdir vora að vera- legu leyti fjármagnaðar með erlend- um lánum. Vaxtaþróun á alþjóðleg- um peningamörkuðum hefur verið Hitaveitu Akureyrar eins óhagstæð og öðrum þeim aðilum, sem leitað hafa til erlendra lánastofnana. Hluti hinna erlendu lána, sem fengin vora með milligöngu og samkvæmt ráð- leggingu Seðlabanka íslands, vora á föstum vöxtum, sem era um 50% hærri en gerist á lánamörkuðum í dag. Þá þróun gat Hitaveita Akur- eyrar ekki séð fyrir fremur en Seðlabanki íslands. Hæfni síðar- nefndu stofnunarinnar á sviði ráðgjafar í lánamálum er tvímæla- laust mikil. Ætla mætti að skyldur hennar og ábyrgð væra einhverjar. Hitaveita Akureyrar er fyrirtæki, sem ber augljós merki þeirra þjóð- legheita sem ríktu í umræðum um orkumál á íslandi eftir olíuverðs- hækkanimar miklu á áttunda áratugnum. Flestir, háir jafnt sem lágir, vora þá þeirrar skoðunar að nýting innlendrar orku væri „þjóð- hagslega hagkvæm" hvað svo sem hún kostaði. Hitaveita Akureyrar er því grein á meiði þess íslenska ævintýris, sem kallað hefur verið orkuveislan mikla, og allir flokkar buðu til. Hvort stjómvöld teljast ábyrg á því óraunsæi, er naumast álitamál. En jafnvel þótt komist verði að þeirri augljósu niðurstöðu að stjómvöld beri að veralegu leyti ábyrgðina á orkuveislunni er ekki þar með sagt að auðvelt verði að sækja þau til ábyrgðarinnar. í heild má segja að stjómvöld hafí á um- liðnum 16 áram axlað meiri ábyrgð í flestum málum en þau standa undir. Þótt stjómvöld hafí átt mikinn þátt í að móta það hugarfar sem óraunsæjar fí-amkvæmdir á sviði orkumála byggðust á, breytir það ekki þeirri staðreynd að Hitaveita Akureyrar er fyrirtæki Akur- eyringa, og þeim næst að standa undir rekstri þess. Um hitt má svo deila, að hve miklu leyti vandamál- ið snertir þjóðina. Af skrifum fyrrverandi hitaveitustjóra um mál- ið má ráða að honum fínnist málið ekki koma þjóðinni mikið við. Svo er einnig að heyra á lögfræðingi í Reykjavík, sem hefur gefíð í skyn í DV, að ekki sé réttmætt, að höfuð- borgarbúar greiði hitaveitureikn- inga Akurejrringa. Samf élagslegt vandamál Hér er komið inn á nokkuð vandasamt mál. Það fer að líkum talsvert eftir því hvaða stjómmála- skoðanir menn aðhyllast, hve langt þeir telja sameiginlega ábyrgð ná. Nú eram við lögfræðingurinn flokksbræður og teljum báðir tveir að það sé öllum fyrir bestu að vera sjálfstæðir og ábyrgir gerða sinna, en óhollt að vera á opinbera fram- færi. Samkvæmt því grandvallarat- riði eiga Akureyringar að leysa sín hitaveitumál sjálfír. En það er jafn erfítt að lifa eftir grandvailaratrið- um einum saman og af guðsblessun. Það er hætt við að það gengi ekki hávaðalaust að yfírfæra hugmynda- fræði sjálfsbjargarinnar yfír á íslenskt þjóðfélag, eins og það lítur út í dag. Ef það væri gert, mundi það valda einum landshluta öðram fremur nokkurri kjararýmun, en sá landshluti er að sjálfsögðu höfuð- borgarsvæðið. Það er í sjálfu sér ekki óeðlilegt að lögfræðingi í höfuðborginni fínn- ist óþarfí að greiða niður hitakostn- að Ákureyringa. Hitt hefur ekki komið fram svo ég minnist að um- ræddur lögfræðingur hafí haft opinberlega neitt á móti því að njóta þess að landsmenn greiði niður fyr- ir hann skemmtana- og listalíf. Þegar hann fer í Þjóðleikhúsið borg- ar hann 500 krónur. Það kostar hins vegar Akureyringinn krónur 5.510 að fara í Þjóðleikhúsið sitt, Raufarhafnarbúann krónur 7.458. Reykjavíkurborg rekur ekki nátt- úragripasafn í höfuðborginni. íslenska ríkið gerir það. Á Akur- eyri er líka náttúragripasafn, sem annast umtalsvert rannsóknar- og vísindastarf, en það er rekið á kostnað Akureyringa. Þegar Húsvíkingurinn hringir til Hús- næðismálastofnunar og leitar ráða í sex mínútna samtali, kostar það hann krónur 45. Sams konar um- leitan kostar lögfræðinginn í Reykjavík 3 krónur. Ástæðan fyrir því að þessi smáatriði era tínd til hér er sú fyrst og fremst, að forrétt- indamönnum hættir til að líta á forréttindin sem náttúralögmál og sjálfa sig sem guðs útvalda. Afstaða Akureyringa Á Akureyri era skiptar skoðanir á því, hve miklar skyldur ríkisins séu í sambandi við orkumál bæj- arbúa. Fram hefur komið í máli bæjarfulltrúa Alþýðubandalagsins og Alþýðuflokksins að þeir telja eðlilegt, að ríkið tryggi Akureyring- Tómas Ingi Olrich „Þótt stjórnvöld hafi átt mikinn þátt í að móta það hugarfar sem óraunsæjar fram- kvæmdir á sviði orkumála byggðust á, breytir það ekki þeirri staðreynd að Hitaveita Akureyrar er fyrirtæki Akureyringa, ogþeim næst að standa undir rekstri þess. Um hitt má svo deila, að hve miklu leyti vandamálið snertir þj óðina. “ um vatnsverð, sem er sambærilegt við höfuðborgarsvæðið. Er þá vænt- anlega verið að tala um, að tonnið af heitu vatni þyrfti að kosta um 25 krónur til að viðunandi væri, en það kostar nú 56 krónur. Ef farið yrði eftir þessum hugmyndum, mundi það kosta ríkissjóð hundrað milljóna í niðurgreiðslur árlega til Akureyringa einna, og er þá ekki rætt um vandræði annarra hita- veitna, sem standa að sumu leyti verr að vígi en Hitaveita Akur- eyrar, svo sem Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar. Af viðræðum mínum við fjöl- marga Akureyringa um þetta mál, hefur mér þó orðið ljóst að ein- hugur ríkir ekki um þá hugmynd að ríkissjóður tryggi Akureyringum sambærilegt verð fyrir heitt vatn og Reykvíkingar búa við. Viðhorf einhvers hluta Akureyringa til málsins endurspeglast í grein, sem Pétur Jósepsson ritaði í Dag fyrir skömmu, en Pétur telur æskilegt, að bæjarbúar leysi vanda sinnar hitaveitu sjálfír. Bendir Pétur á þann möguleika að seldur verði eignarhlutur Akureyrar í Lands- virlq'un og andvirðið notað til að lækka skuldir Hitaveitu Akureyrar. Svipaða hugmjmd lagði Sigurður Sigurðsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæð- isflokksins, fyrir bæjarstjóm Akureyrar á síðastliðnu ári, en hug- mjmdin fékk ekki hljómgrann. Ég hygg, að flestir Akureyringar séu sammála um að þeir eigi nokk- um rétt á að fá.úr ríkissjóði fé, sem þeir hafa greitt til að létta öðram byrðar, meðan þeir sjálfír báru þær ívið þjmgri. Ég geri einnig ráð fyr- ir að stolt Akureyringa — og ábyrgðartilfínning Seðlabankans — leyfí að óhagstæð lán Hitaveitu Akureyrar verði endurfjármögnuð með hagstæðari lánum. Slíka mála- leitan tel ég að kalla megi réttlætis- mál fremur en betl, eins og sumir hafa kosið, í hita leiksins, að kalla suðurferðir bæjarfulltrúa Akur- ejmar og viðræður þeirra við ríkis- valdið. Komi í ljós að niðurstöður þeirra viðræðna dugi ekki Hitaveitu Akureyrar, má athuga Landsvirkj- unarþáttinn. Lítið fyrir mikið Þegar Laxárvirkjun var samein- uð Landsvirkjun, 1. júlí 1983, var greiðsluafgangur samkvæmt áætl- un það ár 97 milljónir króna. Beinn hagnaður af rekstri virkjunarinnar hefði þó orðið nokkra meiri. Ef reiknað er með um eitt hundrað milljóna rekstrarafgangi er núvirði þeirrar upphæðar um 200 milljónir. Álitamál er, hvort tekjur Laxár- virkjunar hefðu haldist í hendur við verðþróun, en einhveija hugmynd gefa framangreindar tölur um þann hag, sem Akureyringar hefðu getað haft af Laxárvirkjun. AkurejTingar áttu 65% í Laxár- virkjun. Með því að afsala sér eignaraðild að Laxárvirkjun, eign- aðist Akureyrarbær 5,64% í Landsvirkjun, og rétt til að skipa einn mann í níu manna stjóm fyrir- tækisins. Nokkuð þung rök hljóta að hafa hnigið til þess að Akur- eyrarbær afsalaði sér svo vissum telq'um fyrir svo lítilijörlega eignar- aðild að Landsvirkjun og fyrir tillögu- og atkvæðisréttinn í stjóm- inni. Eftir því sem ég hef komist næst era rökin í stuttu máli þessi: 1) Ifyrirsjáanlegt var að Landsvirkjun mundi, þegar til Iengri tíma væri litið, njóta jrfirburða á orkumark- aði, ef ekki einokunaraðstöðu. Af þeim sökum var talið hyggilegt að vera innan borðs fremur en utan. 2) Eignaraðild Akurejrringa að Landsvirkjun var talin styrkja stöðu Akureyrar í sambandi við orkufrek- an iðnað. 3) Talið var sennilegra að hægt væri að halda áfram fram- kvæmdum við Laxárvirkjun, ef Landsvirlq’un eignaðist orkuverið. Hugsanlegt er að fleiri ástæður hafí Iegið að baki ákvörðuninni, en þær era þá ekki á lausu nú. Enda er nú svo komið að þegar rætt er um sameiningu Laxárvirkjunar og Landsvirkjunar vilja færri þá Lilju kveðið hafa en á fyrstu áram ára- tugarins. Hvað varðar fyrstu röksemdina, er það álitamál hvort raunhæft var að álykta að Akurejringar mættu búast við afarkostum af hálfu Landsvirkjunar, þótt þeir keyptu sig ekki inn í fyrirtækið. Ríkið átti og á enn 50% í Landsvirkjun. Má því ætla að tryggja hefði mátt hag Akureyringa í viðskiptum við Landsvirkjun á annan hátt og ódýr- ari en með afsali Laxárvirkjunar. Lítið er nú rætt um orkufrekan iðn- að í Eyjafírði, og markast það af því að álverð er lágt á heimsmark- aði, og fátt sem bendir til þess að brejdingar verði þar á. Um frekari framkvæmdir við Laxárvirkjun er enn allt á huldu. Að fá eitthvað fyrir sinn snúð Þótt hagur Akurejringa af sam- einingunni virðist enn sem komið er í meira lagi óljós, má telja aug- ljóst að Laxárvirkjun hefur bætt veralega afkomu Landsvirkjunar, og þar með að einhveiju leyti ríkis- sjóðs. Ef í ljós kemur, að þær viðræður, sem bæjarstjóm Akur- eyrar á nú við ríkisvaldið um málefni Hitaveitunnar, leiða ekki til viðunandi lausnar fyrir báða að- ila, má tengja umræður um Hita- veitu Akureyrar eignaraðild bæjarins að Landsvirkjun. Stefán Sigtiyggsson viðskipta- fræðingur á Akurejri og Halldór Blöndal alþingismaður hafa sett fram þá hugmjmd að kaup Akur- eyrarbæjar á eignarhlut í Lands- virkjun verði látin ganga til baka. Hugmjmdin styðst við þá sannfær- ingu að í kaupunum hafí svo lítið verið goldið svo dýra verði að á því sé naumast stætt. Þótt vafalaust séu á því ýmsir vankantar, að fram- angreind leið verði farin, er óvist að þeir yrðu meiri en meinbugimir sem fylgja stórkostlegum niður- greiðslum á heitu vatni. Erfítt er að segja til um það, hvem hag Akureyringar geta haft af eignaraðild sinni að Landsvirkjun í framtíðinni. Ég hygg þó, að flest- um Akureyringum sé þannig farið nú, að þeim sé það meira virði að leysa hitaveitumál sín en að eiga 5,64% í því annars ágæta fyrirtæki Landsvirkjun og einn mann í stjóm. Akurejmi, 5. 12. 1986.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.