Morgunblaðið - 20.12.1986, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 20.12.1986, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1986 Svar utanríkisráðherra: Sjö varnarliðssvæði Samkvæmt herverndarsamningi íslands og Bandaríkjanna frá 1951 eru svokölluð varnarsvæði sjö talsins: a) á Keflavíkurflugvelli, b) við Grindavík (fjarskiptastöð), c) í Hvalfirði (oliubirgðir), d) á Stokksnesi (ratsjárstöð) e) á Gufuskálum (loranstöð), f) á Gunnólfsvík- urfjalli (ratsjárstöð) og g) á Stigahlíðarfjalli (ratsjárstöð). Stærst að flatarmáli er vamar- svæðið á Keflavíkurflugvelli, 8.592 hektarar, næst stærst við Grindavík 424 ha., síðan á Stokksnesi 132 ha. Önnur svæði eru minni, frá 7 ha. Framangreindar upplýsingar koma fram í svari Matthíasar Mat- hiesen, utanríkisráðherra, við fyrir- spum frá Svavari Gestssyni (Abl.-Rvk.). í svari ráðherrans kem- ' ur og fram að utanríkisráðuneytið hefur ekki áform um að taka frek- ara land undir vamarsvæði. Engar óskir þar um hafa borizt frá Banda- ríkjamönnum. Ákvörðun hefur ekki verið tekin um, hvort höfnin í Helguvík verður lýst vamarsvæði eða hvort hún verður tekin inn á íslenzk hafnalög. Samráð var haft við Hafnamálastofnun og Siglinga- málastofnun við hönnun mann- virkja í Helguvíku. AEG AEG örbylgjuofninn er gædduröllum þeim eig- inleikum sem örbylgjuofn þarf aö hafa — og nokkrum að auki. AEG örbylgjuofninn er frístandandi en má afar auðveldlegafellainní innréttingu. Honum fylgja einnig veggfestingar. AEG örbylgjuofninn er v-þýsk völundarsmíði. Eigum fyrirliggjandi FX-22 á kr. 22.830,- og FX 24 á kr. 23.995,- AEG BRÆÐURNIR EINSTÖK ; ORMSSON HF GÆDI IAGMULA 9 SIMI 38820 Svavar vildi 100% hækkun sérstaks verslunarskatts TILLAGA frá Svavari Gestssyni (Abl.-Rvk.) um 100% hækkun á sérstökum skatti á skrifstofu- og verslunarhúsnæði var felld i neðri deild Alþingis í fyrradag. Tillaga Svavars fól í sér, að skatt- urinn hækkaði úr 1,1% í 2,2% eða um 100%. Að beiðni þingmannsins var haft nafnakall um tillöguna og greiddu 5 þingmenn henni atkvæði, en 18 vom á móti. Búseta varnarliðsmanna: 63 utan flugvall- arsvæðisins Sextíu og þrír erlendir einstaklingar, sem starfa fyrir vamarliðið, höfðu íbúðir á leigu í október 1986 utan flugvallarsvæðisins: 14 hermenn og 49 borgaralegir starfsmenn, kennarar, tæknimenn og fulltrúar fyrirtækja, er annast viðhald á tækjabúnaði. 38 þessara 63 eiga íslenzka maka. Framangreint er úr svari Matt- híasar Á. Mathiésen utanríkisráð- herra við fyrirspum frá Geir Gunnarssyni (Abl.-Rn.). Almenna reglan um útvist vam- arliðsmanna er sú að þeir skulu famir af opinberum stöðum kl. 24:00 dag hvem og halda rakleiðis til vamarsvæðisins. Undantekning- ar eru: yfírmenn vamarliðsins, vamarliðsmenn sem sem hér dvelj- ast með eiginkonu eða bömum og vamarliðsmenn sem hafa sérstök leyfí. Reglur þessar gilda ekki um borgaralega starfsmenn vamarliðs- ins sem flestir búa utan flugvallar- svæðisins. MMMI Þjóðin sj álf fær peningana - sagði Eyjólfur Konráð. Kynslóðastríð óhjá- kvæmilegt í framtíðinni, sagði Ragnar Arnalds. VIÐ 3. umræðu um lánsfjárlög í efri deild Alþingis á miðvikudags- kvöld ítrekaði Eyjólfur Konráð Jónsson (S.-Nv.) spumingu sína frá því við 2. umræðu á mánudaginn, hveijir fengju í hendur þá peninga sem komandi kynslóðir reiddu af höndum vegna inn- lendra skulda rikissjóðs. Þrír þingmenn svöruðu spumingunni og vora í höfuðatriðum sammála um svarið. Eyjólfur Konráð sagði við um- ræðumar: „Ef þessar skuldir em innlendar þá hygg ég að menn geti í það ráðið hvort þessar byrð- ar verði þungbærar eða ekki. Ef komandi kynslóð á að borga þessa peninga þá hljóta einhveijir að taka við þeim. Það hijóta ein- hveijir að vera eigendur, ein- hveijir að vera kröfuhafar ef skuldarar em fyrir hendi." Ragnar Arnalds (Abl.-Nv.) sagði, að ekki væri erfítt að svara þessari spumingu. Hann tók dæmi af 2.000 milljóna króna láni, sem ríkissjóður hefði nú tekið hjá lífeyrissjóðunum með 6,5% vöxt- um. Hugsum okkur, sagði þingmaðurinn, að þetta lán sé til 11 ára. Þá verður það orðið 4.000 milljónir á gjalddaga. Ef það er til 22 ára verður það orðið 8.000 milljónir á gjalddaga. Og ef það væri til 33 ára, eins og líklegt væri að reyndin yrði, þá væri það orðið 16.000 milljónir þegar til greiðslu kæmi. Þá þyrfti ríkissjóð- ur, að standa skil á upphæð sem væri jafnhá og allur söluskattur sem nú væri innheimtur. Að von- um væri spurt, hver greiddi þessa upphæð og hver tæki á móti. Móttakendur væm ellilífeyris- þegar lífeyrissjóðanna, sem yrðu í framtíðinni mun fjölmennari hópur en nú. Borgunarmenn væm hins vegar skattgreiðendur. Af þessum sökum myndi óhjákvæmi- lega skapast ákveðið kynslóð- astríð. Skattamir, sem greiða þyrfti vegna skuldanna, yrðu óhugnanlega háir. í rauninni væri um að ræða drápsklyfjar. Jón Kristjánsson (F.-Al.) sagði, að vissulega væm skuldim- ar, sem stofnað hefði verið til við lífeyrissjóðina, umhugsunarefni. Það færi hins vegar eftir fram- gangi efnahagsmála, hve miklar áhyggjur menn þyrftu að hafa af þessu. Ef unnt væri að tryggja stöðugleika, halda verðbólgu niðri og treysta greiðslugetu almenn- ings, þá væri hægt að greiða þessar skuldir. Ef þessi markmið næðust ekki færi allt úr böndun- um. Sigríður Dúna Kristmundsdótt- ir (KI.-Rvk.) tók í sama streng og lét í ljós efasemdir um að ríkis- sjóður gæti borgað skuldir þessar. Eyjólfur Konráð Jónsson (S.-Nv.) sagði, að svarið við spumingu sinni væri einfalt. Það væri þjóðin sjálf, sem fengi pen- ingana og greiddi þá. Það væri ástæðulaust að hafa áhyggjur af því að þetta fé væri ekki hægt að endurgreiða. Þessa peninga ætti einfaldlega ekki að endur- gjeiða, heldur fara þá leið sem t.a.m. væri farin í Bandaríkjunum og Japan, að auka ríkisskuldir samhliða því að þjóðarauður eykst. Þingmaðurinn sagði, að ekki þyrfti að leggja gjfurlega skatta á almenning, heldur halda áfram að gefa út skuldabréf á ríkissjóð. Eyjólfur Konráð sagði, að menn gætu haft áhyggjur af skuldum einstaklinga, sem væm dauðlegir, en ástæðulaust væri að hafa áhyggjur af skuldum þjóða, sem væru svo að segja ódauðlegar. Þar tæki ein kynslóð við af ann- arri og nýjar kynslóðir myndu ekki aðeins auka skuldir þjóðar- innar heldur einnig auka eignir hennar. í þessu efni hvíldi hins vegar sú ábyrgð á ríkissjóði, að gefa út nægilega mikið af pening- um, en þeirri skyldu hefði hann brugðist og afleiðingin væri heimatilbúin kreppa. LIFANDlJÓLAGJÖf s'*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.