Morgunblaðið - 20.12.1986, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 20.12.1986, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1986 Plnr^mi Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 50 kr. eintakið. Sakharov til Moskvu Sovésk stjórnvöld hafa nú skýrt frá því, að hjónunum Andrei Sakharov og Yelenu Bonner verði leyft að halda til Moskvu úr útlegðinni í Gorkí. Þar hafa þau dvalist síðan 1980 við þröngan kost og stöðug óþægindi frá sovésku öryggislögreglunni KGB. Oftar en einu sinni hefur Sakharov farið í hungurverkfall í því skyni að brjóta ofríki Kreml- veija á bak aftur. Með þeim hætti tókst honum að koma því til leið- ar á síðasta ári, að eiginkona sín fengi að leita sér lækninga á Vesturlöndum. Andrei Sakharov, sem fékk friðarverðlaun Nóbels árið 1975, hefur á undanfömum ámm verið helsta lifandi tákn þess mikla Qölda fólks, sem sætir ofsóknum vegna skoðana sinna í Sovétríkj- unum. Hann hefur aldrei bognað og í frásögnum hans, sem var smyglað frá Gorkí til Vesturlanda á síðasta vetri, kemur fram, að hann hefur hvorki gefíst upp fyr- ir ógnunum né blíðmælgi KGB. Yelena Bonner hefur með mikilli reisn staðið við hlið eiginmanns síns í baráttunni fyrir mannrétt- indum. Eftir að hafa gengið undir aðgerðir vegna augnsjúkdóms og hjartveiki á Vesturlöndum, sneri hún aftur til Gorkí fyrir um það bil hálfu ári. í hinu lokaða sovéska stjóm- kerfí em ekki gefnar opinberar skýringar á því, hvað veldur stefnubreytingu af því tagi, sem nú blasir við í máli Sakharov- hjónanna. Hitt er ljóst, að við Vesturlandabúar fáum að lokum fréttir um það, hvemig það bar að gagnvart útlögunum í Gorkí, að Andrei Sakharov var leyft að fara til Moskvu og Yelena Bonner var sýknuð af þeim sökum, sem á hana hafa verið bomar. Þau hjón hafa sýnt ótrúlega hug- kvæmni í því að láta boð berast frá sér í útlegðinni og eftir endur- komu þeirra til Moskvu verður auðveldara en áður að fá af þeim fréttir. Það var Vladimir F. Petrovsky, aðstoðamtanríkisráðherra, sem sagði frá breyttum högum Sak- harov-hjónanna. Hafði verið boðað til blaðamannafundar í Moskvu í því skyni að skýra þá breytingu á stefnu Sovétstjómar- innar, að hún ætlaði að heija tilraunir með kjamorkuvopn að nýju á næsta ári, eftir að Banda- ríkjamenn sprengdu fyrstu til- raunasprengju sína þá. Á að líta þannig á, að tengsl séu á milli þessara ákvarðana hjá Kremlveij- um? Er Sakharov-málið til marks um breytta stefnu Sovétstjómar- innar í mannréttindamálum? Uta Kremlveijar þannig á, að tiltölu- lega mikil þögn um Sakharov- hjónin á Vesturlöndum undan- famar vikur hafí skapað hæfílegar aðstæður til að láta þau laus, án þess að það væri gert undir beinum þrýstingi? Vilja Kremlveijar draga athyglina frá sjö ára afmæli innrásarstríðs þeirra í Afganistan? Metur Sovét- stjómin vandræði Bandaríkja- stjómar vegna íransmálsins þannig, að í áróðursstríðinu beri það meiri árangur nú en áður að binda enda á útlegðina í Gorkí? Svörin við þessum spumingum geta orðið jafíi mörg og mennim- ir, sem svara þeim. Eitt er víst, að það hefur enn einu sinni sann- ast, að hávær barátta á Vestur- löndum í þágu nafngreindra sovéskra andófsmanna hefur bor- ið árangur. Eins og áður sagði hefur Andrei Sakharov verið lif- andi tákn þeirra sovésku andófs- manna, sem ekki fá um fíjálst höfuð strokið. Nefndir hafa verið stofnaðar til stuðnings honum víða um lönd. Nýlega var til dæm- is skýrt frá því, að Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, hefði hug á að reisa honum og kröfunni um frelsi hon- um til handa bautastein á Landakotstúni í nágrenni sovéska sendiherrabústaðarins. Eftir að hin óvænta tilkynning barst frá Moskvu, hafa formæl- endur mannréttinda og stjóm- málamenn um allan hinn fíjálsa heim fagnað henni. Á hitt er jafn- framt minnt, að óljóst sé, hvemig högum Sakharov-hjónanna verði háttað í Moskvu. Baráttunni fyrir frelsi þeirra og annarra þegna Sovétstjómarinnar lýkur ekki, fyrr en þeir eru í raun og sann- leika frjálsir. Um það hefur löngum verið deilt, hvað felst í orðinu „frelsi". Þær deilur verða vonandi aldrei til lykta leiddar. Þær ættu þó að vera úr sögunni í opinberum samskiptum austurs og vesturs. Hvað svo sem segja má um þá fundi, sem efnt er til undir merkjum Helsinki-sam- þykktarinnar frá 1975, hefur grundvallarskjalið sjálft að geyma skilgreiningu á mannrétt- indum og frelsi, sem Sovétstjómin féllst á með undirskrift Leonids Brezhnev. Ofsóknir KGB á hend- ur Sakharov eiga ekki síst rætur að rekja til þess, að hann hefur einarðlega krafíst þess, að Kreml- veijar virði mannréttindaákvæði Helsinki-samþykktarinnar í verki. Um leið og því er fagnað að Andrei Sakharov og Yelena Bonn- er eru laus úr útlegðinni, er ítrekuð afdráttarlaus ósk um að þau fái að ferðast út úr Sovétríkj- unum, kjósi þau það, og segja og gera það, sem þau sjálf ákveða. ífetaidMináÐ Umsjónarmaður Gísli Jónsson Nærri má geta að Jesús Krist- ur hafí staðið nokkuð óljós fyrir hugarsjónum þeirra forfeðra okkar sem tóku trú á hann fyrir þúsund árum. Eða ætti ég kannski heldur að segja að þeir hafí séð hann í öðru ljósi en af- komendumir? Af fátæklegum myndlistar- leifum má fremur greina Krist kórónaðan konung en þymi- krýndan píslarvott. Kveðskapur sá, sem leifst hefur, er einnig til marks um þetta. Aldamóta- skáldið Eilífur Guðrúnarson orti að vonum bæði um Þór og Krist. Þórsdrápa hans er einna tor- skildust allra dróttkvæða, og er þá mikið sagt. Af Kristsdrápu Eilífs þessa, sem kenndur var til móður sinnar, hefur nú ekki geymst nema hálf vísa, eða er þetta kannski stefíð í drápunni? Setbergs kveða sitja sunnr at Urðarbrunni. Svá hefr ramr konungr remmdan Róms banda sik löndum. Þetta er þann veg að skilja, að menn telji Krist sitja suður við Urðarbrunn og hafí svo hinn voldugi konungur Rómaborgar eflt sig með því að leggja undir sig heiðin lönd. Verður að virða skáldi þessa tíma til vorkunnar, þótt hann blandi saman Urðar- bmnni og Jórdanarfljóti og láti Krist vera landvinningakonung í Róm, enda vitum við lítt hvað Eilífí hinum föðurlausa hefur verið kennt. Hér á landi var og löngum spurt hvor væri máttk- ari, Kristur eða Þór. „Fjórtán vetrum eða fímmtán fyrr en kristni kvæmi hér á ís- landi“, var suðureyskur maður, mæltur á norrænu, í förum til Grænlands, og varð mikill sjáv- arháski. Brotsjóimir birtust honum sem garðar á hafínu, og hann orti Hafgerðingadrápu. Enn er aðeins til brot, og sést nú hrynhendur háttur í fyrsta sinni. Mínar biðk að munka reyni meinalausan farar beina. Heiðis haldi hárar foldar hallar dróttinn of mér stalli. Hér er Kristur (eða er það Guð faðir?) ekki eins hermann- legur og hjá Eilífí. Hann er konungur (dróttinn) hallar hárr- ar foldar (himnaríkis) og munka reynir, svo að einhvem pata hefur hinn skáldmælti Suðurey- ingur haft af klausturlífí. Skafta Þóroddssyni (lögsögu- maður á íslandi 1004—1030) gekk, eins og Eilífí, illa að skilja Krist frá Rómaborg, og er frels- arinn mikill byggingameistari í huga lögsögumannsins: Máttr es munka dróttins mestr, ræðr guð flestu. Kristr skóp rikr ok reisti Róms höll veröld alla. Líða nú tímar fram. Verður Kristur þymikrýndur á róðu- krossum og drúpir höfði. Skáld sjá hann fyrir sér píslarvott og endurlausnara, en kóngur hefur hann að sjálfsögðu Iengi verið með íslendingum, „kóngur engl- anna, kóngur vór, kóngur almættis tignarstór". (Hallgr. Pétursson: Ps. 27.) Kolbeinn Tumason Ásbiming- ur á Víðimýri (1173—1208) var að vísu ekki mjög biskupsbljúg- ur, en þeim mun Kristhollari. Hann bað þess á banadægri að Kristur blési sér fögmm hug- sjónum í bijóst, enda væri allt hjálpræði frá honum komið: Gæt þú, mildingr, mín, mjök þurfum þín helst hveija stund á hölda grund. Send þú, meyjar mögr, málsefnin fögr - öll er hjálp af þér - í hjarta mér. 368. þáttur Og óþekktur höfundur biður Krist þessarar fögm bænar í kvæði sem hlotið hefur nafnið Líknarbraut: Þrifgæðir, láttú, þjóðar, þíns anda mér skína ástar ljós, sem ek æsti, albjart í sal hjarta, þat er misverka myrkrum minna hrindi, svó blindi míns úr mælsku túni móðs vandliga hijóði. En þessa bæn er svo að skilja, að skáldið biður Krist (sem gæð- ir þjóð þrifum) að láta albjart ljós sitt skína í hjarta sínu og rýma gjörsamlega burtu úr huga sér allri blindni, öllu myrkri, öll- um misgjörðum og syndsamleg- um hugrenningum. í Líknarbraut er Kristur í senn konungur og píslarvottur og fær einnig hina stórskemmti- legu einkunn siðnenninn. En ætli það sé ekki við hæfí að ljúka þessum þætti með því að vitna til þess kvæðis sem allir vildu kveðið hafa, Lilju. Um Júdas ískarot segir þar meðal annars: Mildan guð við silfri seldi sveitum þeim er Júðar heita, fullum upp af grimmdargalli, grenjaði þjóstr í þeirra bijósti. Og Eysteinn munkur biður Krist þann veg fyrir sér: Laust aldrigi lát mig, Christe, lastavinds í byljakasti. Tyfta mitt og tem sem oftast tendrað bijóst með líknarvendi, svó að grátandi fúss að fótum, faðir skínandi, kijúpa eg þínum, hvert það sinn er eg kulda kenni kostalauss af glæpafrosti. Að svo skrifuðu óskar um- sjónarmaður ykkur öllum gleði- legra jóla. Andrei Sakharov: Framfarir og skil ur óhugsandi án f Moskvu, Reuter, AP. VESTURLANDABÚAR lofa Andrei Sakharov fyrir mannréttinda- baráttu hans en í Sovétríkjunum er hann talinn svikari. Sakharov, sem er kjarneðlisfræðingur að mennt, vann að þróun og smíði fyrstu vetnissprengju Sovétmanna árið 1953 og hlaut mikið lof fyrir. Síðar varð hann helsti talsmaður mannréttindahreyfingarinnar i Sovétríkj- unum og var dæmdur í útlegð. Þegar hann hlaut Friðarverðlaun Nóbels árið 1975 fyrir mannréttindabaráttu sina sagði Sovétstjórnin þá ákvörðun vera „í anda kalda striðsins“ og lýsti Sakharov sem „fasista" sem hefði saurgað þjóðlífið. Andrei Sakharov, sem er 65 ára gamall, er í hugum margra sam- nefnari fyrir þann hóp andófs- manna sem hóf mannréttindabar- áttu í Sovétríkjunum seint á sjöunda áratugnum. Flestir voru þeir sendir í útlegð, vinnubúðir eða lagðir inn á geðveikrahæli. Hann hélt reglu- Iega fréttamannafundi í íbúð sinni í Moskvu þar sem hann skýrði frá örlögum andófsmanna og þeim fréttum var miðlað til hins fíjálsa heims. í útlegð til Gorkí Þegar Sakharov gagniýndi innr- ásina í Afganistan þótti sovéskum ráðamönnum mælirinn fullur. Hann var sviptur þeim viðurkenningum sem hann hafði hlotið sem vísinda- maður og dæmdur í útlegð til borgarinnar Gorkí við Volgubakka. Heimili hans í Gorkí var vaktað alian sólarhringinn en inn fyrir múra þeirrar borgar mega engir útlendingar stíga. Ferðafrelsi eigin- konu hans, Yelenu Bonner, var takmarkað í maímánuði árið 1984 þegar hún var einnig dæmd í út- legð, en fram að þeim tíma hafði hún fengið að ferðast til Moskvu. í útlegðinni lýsti Sakharov því yfír að hann óskaði þess að fá að flytjast úr landi. Fyrr á þessu ári sagði Mikhail S. Gorbachev Sovét- leiðtogi að ekki kæmi til greina að veita Sakharov fararleyfí þar sem honum væri kunnugt um ýmis trún- aðarmál, sem vörðuðu öryggis- hagsmuni Sovétríkjanna. Hungurverkföll voru einu vopnin sem sovéskum ráðamönnum tókst ekki að slá úr höndum þeirra hjóna. Árið 1984 hóf Sakharov hungur- verkfáll til að þrýsta á stjómvöld um að gefa eiginkonu sinni farar- leyfí til Vesturlanda til að leita sér lækninga. Sigur vannst að lokum og í desember 1985 hélt Yelena Bonner til Ítalíu og síðan til Banda- ríkjanna. Glæstur ferill Sakharov stundaði nám við Moskvuháskóla og lauk doktors- prófí aðeins 26 ára gamall. Árið 1948 var hann valinn ásamt Igor Tamm til að vinna að smíði fyrstu vetnissprengju Sovétmanna. Ráða- menn þar eystra höfðu miklar áhyggjur af forskoti Bandaríkja- manna á sviði gereyðingarvopna og því var gerð eins konar „neyðará- ætlun" til að brúa bilið. Það tókst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.