Morgunblaðið - 20.12.1986, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 20.12.1986, Blaðsíða 51
I MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1986 51 Álfasmiðja í Hlaðvarpanum TRYGGVI Hansen og Sigríður Eyþórsdóttir eru með myndverk til sýnis og sölu í Hlaðvarpanum á jólamarkaði Myndlista- og handíðaskóla íslands. Myndirnar eru ýmist unnar á rekavið eða á berki úr Vaglaskógi. Þær eru brenndar og málaðar. Þar eru einnig til sýnis og sölu torf- skúlptúr, álfamyndir og tröll úr grjóti og leir. Sýningin er opin á verslunartíma til jóla. Torfhleðsluverk sem var í Vatns- mýrinni i Reykjavík sl. sumar. Nýstárleg bókarkynning: Blaðamannafund- ur í háloftunum ÚTKOMA bókar um skipulags- sögu Reykjavíkur var kynnt með nýstárlegum hætti því efnt var til blaðamannafundar í flugvél yfir höfuðborgarsvæðinu. Kunn- ugir sögðust ekki vita til þess að blaðamannafundur hefði farið í háaloft áður. Bókin heitir Reykjavík — Vaxtar- broddur — Þróun höfuðborgar. Höfundur er Trausti Valsson arki- tekt og skipulagsfræðingur en útgefandi Fjölvi. Er hér um að ræða fyrstu skipulagssögu höfuð- borgarsvæðisins og sagðist Trausti hafa skrifað hana með þeim hætti að hún yrði sem aðgengilegust fyr- ir allan almenning. Myndir eða uppdrættir, sem út- skýra hugmyndir hvers tíma og hin óliku skeið í þróunarsögu höfuð- borgar, eru á nær hverri síðu bókarinnar. Skiptir Trausti þróun- arsögu borgarinnar niður í tólf skeið og er kaflaskipting bókarinnar í samræmi við það. í bókinni er einn- ig annáll um umhverfissögu Reykjavíkur og yfíriitstöflur. Jafn- framt fylgir henni útdráttur á ensku. Vestmannaeyjar: Verkalýðsfélagið sam þykkti samningana Vestmannaeyjum. A FUNDI í Verkalýðsfélagi Vest- mannaeyja í fyrrakvöld voru nýgerðir kjarasamningar sam- þykktir. 21 greiddi atkvæði með samningunum, 7 voru á móti og 2 sátu hjá. Verkalýðsfélagið hafði áður náð samkomulagi við vinnuveitendur í Eyjum um 3% starfsaldurshækkun fyrir fiskvinnslufólk eftir 15 ára starf. Jólaföndur í FÉLAGSMIÐSTÖÐIN Frosta- skjól býður upp á jólaföndur með leiðbeinendum laugardaginn 20. desember kl.13.00-18.00. Fólk getur komið og búið til staðlaða hluti s.s. engla, glugga- skreytingar, litlar jólagjafir úr eldspýtustokkum, jólakött úr steini, jólaglugga, jólastjörnur, jólapoka, eða frjálst úr því efni sem til er t.d. jólasvein. Ekki hefur tekist samkomulag í vinnudeilu Verkakvennafélagsins Snótar við vinnuveitendur, en Snót- arkonur felldu kjarasamninginn í fyrri viku. Haldnir hafa verið þrír samningafundir í þessari viku en án samkomulags. Nýr fundur hefur ekki verið boðaður. Þá felldi Versl- unarmannafélag Vestmannaeyja samningana á fundi fyrr f vikunni. -hkj. Frostaskjóli Efni verður á staðnum en fólk er beðið um að koma með skæri 0g 20-50 krónur. Bamakrókur verður í setustofunni og boðið upp á jólaglögg og kaffiveitingar. Leiðbeinendur verða þær Hjördís Inga Ólafsdóttir, myndlistarkenn- ari, og Jónína B. Gísladóttir, list- málari, og eru öll mynstur jafnframt eftir þær. Síðasta bindi safnrits ÞRIÐJA og síðasta bindi safn- ritsins Úr ævi og starfi íslenskra kvenna eftir Björgu Einarsdótt- ur er komið út hjá forlaginu Bókrún hf. Bindið er 430 síður með 200 myndum. Setning og umbrot var unnið í Leturvali en fílmuvinna og prentun hjá Grafík. Á myndinni eru Elísabeth Coc- hran hönnuður bókarinnar, höfund- inn Björg Einarsdóttir og Jóhannes Long, sem tekið hefur fjölda mynda í ritið. Framboðsmál Alþýðuflokksins á Suðurlandi: Listinn ekki ákveðinn fyrr en eftir áramótin Vestmannaeyj um. „ÞAÐ VAR niðurstaðan hjá stjórninni að leggja þetta til en það er siðan kjördæmisráðið sem endanlega ákveður hvernig list- inn verður skipaður. Það hlaut enginn frambjóðandi bindandi kosningu i annað sætið í próf- kjörinu, atkvæðin skiptust það mikið,“ sagði Ágúst Bergsson Vestmannaeyjum, formaður kjördæmisráðs Alþýðuflokksins á Suðurlandi i samtali við Morg- unblaðið. Ágúst var inntur eftir ástæðu þess að stjórn kjördæmis- ráðsins lagði það til á miðviku- daginn að færa Elinu Ölmu Arthúrsdóttir niður i þriðja sæti lista flokksins þó hún hafi fengið flest atkvæði samanlagt i 1. og 2. sætið í prófkjöri. Stjómin lagði það til að Þorlákur Helgason frá Selfossi fengi annað sætið en vart hafði orðið við óánægju meðal krata á fastalandinu með það að tveir Vestmannaeyingar hlutu tvö fstu sætin i prófkjörinu. Ágúst Bergsson sagði að það hafi verið regla hjá þeim Alþýðuflokks- mönnum að þá Eyjamaður skipaði efsta sætið væri maður ofan af landi í öðru sætinu, eða þá öfgt. Nú hefði enginn fengið bindandi kosningu í annað sætið en hinsvegar hefði Elin Alma fengið binnær kjördæmisráð- ið verður kallað saman til þess að ákveða listan en við ætlum okkur allavega að láta jól og áramót liða áður en það verður gert. Fólk getur þá hugsað málið í ró yfir hátíðam- ar.“ Agúst vildi að öðm leyti ekki tjá sig frekar um málið. Elin Alma Arthúrsdóttir hefur ákveðið að taka ekki þriðja sætið verði farið að þessum tilmælum stjórnarinnar og hyggst þá ekki starfa fyrir flokkinn í kosningunum og jafnframt segja af sér for- mennsku i Alþýðuflokksfélaginu i Eyjum. _______ "hkj‘ Keflavík: Ibúðunum úthlut- að eftir áramótin í FRÉTT frá Keflavík í blaðinu í gær kom fram að búið væri að út- hluta íbúðum fyrir eldri borgara í Keflavík. Þetta er ekki rétt, íbúðun- um verður úthlutað eftir áramót. Beðist er velvirðingar á þessu. FERSKiR AVEXTiR ViKULEGÁ ELLIÐAVOGI 105 - 104 REYKJAVÍK - SÍMI 681022 Austurbær: Árbæjarkjör, Rofabæ. Blómaval, Sigtúni. BreiAholtakjör, Arnarbakka. Grensáskjör, Grensásvegi. Gunnlaugsbúö, Hverafold. Hamarskjör, Stigahlíð. Háteigskjör, Háteigsvegi. Herjólfur, Skiphoiti. Hlföakjör, Eskihlíð. Hólagarður, Lóuhólum. Kaupgarður, Engihjalla. Kjalfell, Gnoðarvogi. Kjötborg, Stórholti. Kjötbúö Norðurmýrar, Háteigsvegi. Kjöthöllin, Háaleitisbraut. Kjöthöllin, Skipholti. Kjötmiðstööin, Laugalæk. KRON, Langholtsvegi. KRON, Stakkahlíð. KRON, Tunguvegi. Lækjarkjör, Brekkulæk. Laugarneskjör, Laugarnesvegi. Matvörubúðin, Grímsbæ. Mikligarður. Mýrarbúöin, Mánagötu. Rangá, Skipasundi. SS, Glæsibæ. SS, Háaleitisbraut. Siggi og Lalli, Kleppsvegi. Straumnes, Vesturbergi. Stórmarkaðurinn, Skemmuvegi. Sunnubúðin, Mávahlíð. Sunnukjör, Skaftahlíð. Valgarður, Leirubakka. Seljakaup, Kleifarseli. Mosfellssveit: Kjörval. Kaupfélag Kjalarness. Hafnarfjörður Kópavogur Fjarðarkaup. Garðakaup, Garðabæ. Amarhraun, Arnarhrauni. Allabúð, Hjallabraut. Dögg, Reykjavíkurvegi. Kaupfél. Hafnfirðinga, Miðvangi. Drífa, Hlíðarvegi. Sækjör, Kárnesbraut. KRON, Furugrund. appelsínur hjá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.