Morgunblaðið - 28.12.1986, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.12.1986, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1986 Minning: Axel Einarsson hæstaréttarlögmaður Fæddur 15. ágúst 1931 Dáinn 20. desember 1986 Á morgun, mánudaginn 29. des- ember, fer fram útför Axels Einarssonar hrl. Alla hans starfs- ævi vorum við vinnufélagar og höfum nú síðustu ár rekið saman málflutningsskrifstofu í Morgun- blaðshúsinu, frá því að eldri félagar okkar, þeir Einar Baldvin Guð- mundsson, faðir Axels, og Guðlaug- ur Þorláksson, féllu frá, en þeir önduðust báðir árið 1974. I byijun þessa árs gerðist Pétur sonur minn félagi okkar og meðeig- andi, og höfum við síðan rekið skrifstofuna þrír saman. Mig langar því að minnast Axels nokkrum orðum að leiðarlokum. Axel Einarsson var fæddur 15. ágúst 1931, sonur hjónanna Einars Baldvins Guðmundssonar hrl. og Kristínar Ingvarsdóttur. Einar Baldvin var sonur Guðmundar Ein- arssonar frá Hraunum í Fljótum, bróður Páls Einarssonar borgar- stjóra og hæstaréttardómara (Hraunaætt). Kristín móðir Axels var dóttir Ingvars Pálssonar, Andr- éssonar frá Syðra-Langholti í Hreppum (Langholtsætt). Þeir voru bræður, Páll Andrésson, afi Kristín- ar, og Magnús Andrésson á Gils- bakka, afi minn, og vorum við Kristín því þremenningar að ætt- emi. Mér rennur því einnig blóðið til skyldunnar að minnast Axels, en mér er eins og Agli forðum, „tregt tungu að hræra". Eftirlifandi eiginkona Axels er Unnur Oskarsdóttir, Gunnarssonar og konu hans, Jónu Hannesdóttur. Oskar og bræður hans voru kunnir athafnamenn hér í Reykjavík, þeir Pétur í Landstjömunni, Steindór í Steindórsprenti og Jón í Hamri. Böm þeirra Unnar og Axels eru: Kristín, innanhússarkitekt, gift Ein- ari Guðjónssyni hagfræðingi. Þau eiga tvö böm. Svanhvít, laganemi, gift Arnari Gíslasyni viðskiptafræð- ingi. Þau eiga eitt barn. Einar Baldvin, sem stundar laganám. Oskar, 13 ára, nemandi. Árið 1947 réðst ég sem fulltrúi á málflutningsskrifstofuna. Axel var þá unglingur í skóla, en að sjálf- sögðu höfðum við þekkst frá því hann var bam, þar sem feður okkar voru samstarfsmenn. Ég var þó næstum 15 árum eldri, þannig að til beins kunningsskapar stofnaðist ekki fyrr en hann hafði lokið prófí í lögum. Hann útskrifaðist úr há- skólanum vorið 1956 og dvaldist svo um eins árs skeið í Englandi við framhaldsnám, en hóf að því loknu störf á málflutningsskrifstof- unni, fyrst sem fulltrúi, en síðar sem meðeigandi. Það kom fljótt í ljós, að Axel hafði aflað sér staðgóðrar þekking- ar í lögum og var góðum gáfum gæddur. Hann var strax fundvís á að greina aðalatriði frá aukaatrið- um, markviss í framsetningu, stuttorður og gagnorður, sem eru einkenni góðra lögmanna. Hann fékkst að vísu ekki mikið við mál- flutning fyrir dómstólunum, en þeim mun meira sem ráðgefandi lögmaður hjá þeim fyrirtækjum, sem skrifstofa okkar starfaði fyrir. Hann naut hylli stjórnenda þessara fyrirtækja og var t.d. kosinn í stjóm Ferðaskrifstofunnar Úrvals 1970 og var lengi formaður stjórnarinn- ar. I stjóm Hf. Eimskipafélags íslands var hann kosinn 1974. Hann starfaði einnig sem lögmaður Flug- félags íslands og síðar hjá Flugleið- um, eftir sameiningu flugfélag- anna. Það er örugglega ekki ofmælt, að Axel hafi notið mikils trausts sem lögmaður hjá öllum þeim, sem hann starfaði með. Hann var líka vel metinn innan sjálfrar lögmannastéttarinnar og sat í stjóm Lögmannafélags íslands um árabil. En Axel ávann sér einnig hylli íþróttahreyfíngarinnar og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum þar. Hann hafði á yngri árum verið íþrótta- maður og þá fyrst og fremst í handbolta og knattspymu. Hann var um langt skeið endurskoðandi hjá Knattspymufélaginu Víkingi og var í 12 ár formaður Handknatt leikssambands íslands og svipaðan tíma í stjóm Knattspyrnusam- bandsins. Þá var hann og skipaður af dómsmálaráðuneytinu eftirlits- maður íslenskra getrauna frá upphafi og til dauðadags. Þannig hlóðust á hann ýms ábyrgðarstörf í þjónustu íþróttahreyfingarinnar. Eins og fyrr segir átti undirritað- ur dagleg samskipti við Axel alla hans starfsævi. Ef ég á að lýsa Axel í daglegri umgengni, þá fannst mér áberandi þáttur í fari hans viss glaðværð og hlýleiki í framkomu, sem erfítt er að koma orðum að. Hann komst oft hnyttilega að orði og svipaði að því leyti til föður síns, sem hafði einnig næmt auga fyrir því broslega í lífínu. Yfírleitt voru þeir feðgar mjög líkir bæði í sjón og raun. Axel Einarsson varð bráðkvadd- ur aðfaranótt 20. desember sl. Hann gekk ekki heill til skógar undanfar- in ár, hafði átt við langvarandi nýmasjúkdóm að stríða. Hann fékk hjartaáfall fyrir nálega tveimur ámm, en virfist hafa náð sér aftur og gekk til sinnar vinnu glaður og hress eins og ekkert hefði í skorist. Andlát hans kom þvi okkur sam- starfsfólki hans og vinum á óvart. Þessi jól hafa því verið konu Axels og bömum og öðmm ættingj- um þungbær og þeim ekki fylgt sú gleði, sem þessari gleði-, friðar- og Ijóssins hátíð fylgir. En tíminn og trúin græða öll sár. Með þessum fátæklegu línum sendum við félagar Axels og konur okkar eiginkonu hans og börnum þeirra hjóna innilegar samúðar- kveðjur. Guðmundur Pétursson Axel Einarsson fæddist 15. ágúst 1931. Foreldrar hans voru hjónin Kristín Ingvarsdóttir og Einar Bald- vin Guðmundsson, einn virtasti lögfræðingur landsins um langt árabil. Þau em bæði látin. Axel var elstur þriggja systkina. Systurnar eru Jóhanna Jórunn, gift Olafi B. Thors, forstjóra, og Kristín Klara, gift Árna Indriðasyni, menntaskóla- kennara. Eftir lögfræðinám og framhalds- nám í London hóf Axel störf á málflutningsskrifstofu, sem faðir hans rak þá með Guðmundi Péturs- syni, hrl., og Guðlaugi Þorlákssyni. Þar naut hann góðrar leiðsagnar og varð síðar meðeigandi að stof- unni. ' Lögfræðistörf áttu sérstak- lega vel við Axel. Hann var fljótur að koma auga á það, sem máli skipti og kunni að greina sundur aðalatriði og aukaatriði. Gáfurhans og mannkostir nutu sín vel við úr- lausn flókinna viðfangsefna og mörg af stærri fyrirtækjum lands- ins leituðu aðstoðar hans og ráða. Þeir sem unnu með honum og kynntust hæfileikum hans mátu hann mikils og því meir sem þeir kynntust honum betur. Um langt árabil gegndi Axel trúnaðarstörfum innan íþrótta- hreyfingarinnar, m.a. formennsku í Handknattleikssambandi Islands. Þá var hann í stjórn Eimskipafélags íslands og Ferðaskrifstofunnar Úrvals. I landskjörstjórn var hann valinn af Alþingi 1983. Aðrir verða eflaust til að minnast nánar starfa Axels, en þeir kostir sem í honum bjuggu komu fram í þeim öllum. Síðustu misserin leyfði heilsan Axel ekki að vinna með óskertu vinnuþreki. Eflaust hefur hann fundið sárt til þess, en aldrei heyrð- ist. hann kvarta. Axel féll frá langt um aldur fram, en var um flest mikill gæfumaður. Frá umhyggju foreldra og góðu æskuheimili gekk hann til starfa, þar sem hann fékk að njóta hæfíleika sinna. En mesta gæfa hans var að eignast Unni Oskarsdóttur að eiginkonu og fagna með henni miklu bamaláni. Þau Axel og Unnur gengu í hjónaband 18. ágúst 1956 og börn þeirra eru: Kristín, innanhússarkitekt, gift Ein- ari Guðjónssyni, viðskiptafræðingi, Svanhvít, laganemi, gift Arnari Gíslasyni, viðskiptafræðingi, Einar Baldvin, laganemi, og yngstur er Óskar, 13 ára. Barnabörnin eru orðin þijú. Unnur og Axel voru alla tíð elsk hvort að öðru og samhent um að búa sér og börnum sínum fallegt heimili. Unnur var Axel alltaf mik- iil styrkur, ekki síst eftir að Axel hafði fengið aðvörun um heilsu sína. Þau hjónin nutu ríkulega samvist- anna hvort með öðru og með börnunum og barnabömunum. Axel Einarsson andaðist á heim- ili sínu að kvöldi 19. desémber. Axel var fæddur í Reykjavík og bjó hér alla ævi. Milli foreldra okk- ar var góð vinátta og lágu leiðir okkar því saman strax á barns- aldri. Úm langt árabil vomm við síðan nágrannar, bekkjarbræður í Menntaskólanum og í Háskólanum lásum við saman lögfræði. Þessi ár áttum við daglega samfylgd milli heimila og skóla. Við lékum saman fótbolta í félagi feðra okkar, Víkingi, og handbolta með bekkjar- bræðrunum, en í þeim hópi vom þá margir af bestu leikmönnum landsins. Oft spiluðum við borð- tennis og billiard og síðar bridge og héldum því alla tíð áfram með góðum vinum úr hópi bekkjar- bræðranna. Var þá oft meira skrafað en spilað. Kynni okkar Axels urðu að vináttu og náðu yfir nær hálfa öld. Frá skólaárunum er okkur bekkj- arsystkinunum minnisstætt, að alltaf sóttist Axel námið vel, þótt hann virtist aldrei þurfa að búa sig vemlega undir tímana. I stómm og samheldnum hópi okkar, sem lukum stúdentsprófi vorið 1951, var hann glaðvær og snemma bar á kímni hans og glettni. Hann kunni þá list að lífga upp á umhverfið með léttum og græskulausum húmor. Alvaran bjó samt alltaf undir niðri og þá var hann rökfastur og ráðagóður. Þeir sem nutu vináttu Axels og samvista við hann fundu, að hann átti mikið að gefa öðram. Nú þegar ég fylgi æskufélaga mínum síðasta spölinn sækja að mér ljúfar minningar um tryggan og sannan vin. Eg þakka honum samfylgdina og flyt konu hans, börnum og öðrum ástvinnum inni- legar samúðarkveðjur mínar og fjölskyldu minnar. Hljótt er á fögm heimili þessa jóladaga og söknuður ríkir í sinni. En minningin um hjartans vin og förunaut leiðir, fyrir einlæga trú, til bjartari daga. Jón G. Tómasson Þann 19. desember sl. lést mágur minn og vinur, Axel Einarsson, langt um aldur fram. Enda þótt Axel hefði oft átt við vanheilsu að stríða kom lát hans nú öllum á óvart og var vissulega sem reiðar- slag ættingjum hans og vinum. Kynni okkar hófust fyrir bráðum þrjátíu ámm þegar ég fór að venja komur mínar á heimili foreldra hans og frá þeim tíma átti ég. vináttu hans. Hún var mér dýrmæt bæði í leik og síðar í starfi. Hann reyndist mér góður ráðgjafí í þau mörgu skipti sem ég leitaði til hans. Axel var góður lögfræðingur og hafði öðlast mikla þekkingu á þeim svið- um sem sérstaklega tengdust rekstri félaga og fyrirtækja, enda var ævistarf hans að mestu unnið á þeim vettvangi. Þar kom honum að miklu gagni hversu auðvelt hann átti með að umgangast annað fólk og að finna lausnir sem sættu menn og málefni. Axel var mannasættir í bestu merkingu þess orðs. Hann fékk í vöggugjöf marga bestu kosti sinna góðu foreldra, skýra hugsun og rökfestu, kærleika og glaðlyndi. Axel gegndi Qölmörgum trúnaðár- störfum bæði á sviði íþróttamála, sem honum voru hugleikin sem og á vettvangi íslenskra atvinnumála. Þau stöif verða ekki rakin hér enda er minning mín um Axel Einarsson fyrst og fremst tengd fjölskyld- unni. Þau voru ung, Axel og Unnur Óskarsdóttir, þegar þau vissu að þau voru hvort öðru ætluð. Þau giftust 18. ágúst 1956 og áttu síðan heimili sitt í Reykjavík, nú síðast að Brekkugerði 8. Axel og Unnur voru einstaklega samrýmd og reyndist Unnur honum mikil stoð alla tíð og ekki síst í veikindum hans. Börnin em fjögur: Kristín, innan- hússarkitekt, gift Einari G. Guð- jónssyni, viðskiptafræðingi, Svanhvít, stud. jur., gift Arnari Gíslasyni, stud. oceon og verslunar- manni, Einar Baldvin, stud. jur., og Óskar Þór, nemandi. Barnabörn- in em þrjú. Samheldni þessarar fjölskyldu er mikil og heimilið fal- lega í Brekkugerði þeim öllum opið. Þessi samheldni verður styrkur þeirra núna. Axel féll frá þegar undirbúningur jólanna stóð sem hæst. Þessi mikla friðar- og fjölskylduhátíð varð því okkur hinum öðmvísi nú en venju- lega. Við söknum vinar. En Drott- inn leggur líkn með þraut. Eg bið þess að friður jólanna megi sefa sorg Unnar og barnanna og ég flyt þeim innilegar samúðarkveðjur frá heimilum systra hans. Minningin um góðan dreng lifír og við þökkum fyrir allt sem Axel gaf okkur með lífi sínu og starfi. Ólafur B. Thors Vinur minn, Axel Einarsson, er látinn langt um aldur fram. Aðeins 55 ára að aldri kvaddi hann en hann var fæddur í Reykjavík 15. ágúst 1931. Axel var af góðu bergi brotinn. Foreldrar hans, sem bæði em látin fyrir meira en áratug, vom þau hjónin Einar Baldvin Guðmundsson hæstaréttarlögmaður og kona hans, Kristín Ingvarsdóttir. Þau hjón settu mikinn svip á borgarlíf Reykjavíkur um árabil og Einar Baldvin var lengi einn virt- asti málflutningsmaður í Reykjavík. Hann rak þar málflutningsskrif- stofu í tæpa fjóra áratugi, auk þess sem honum vom falin fjölmörg trúnaðarstörf af hálfu hins opinbera svo og þeim sem vel vildu vanda til úrlausnar á erfiðum lögfræðileg- um viðfangsefnum. Það kom ekki á óvart að einka- sonurinn fetaði í fótspor föður síns, en eftir stúdentspróf 1951 hóf Axel Einarsson nám í lögfræði og emb- ættisprófí lauk hann frá Háskóla íslands vorið 1956. Hann stundaði síðan um eins árs skeið framhalds- nám í London í sjórétti, en eftir það tók hann til starfa á málflutnings- skrifstofu föður síns og félaga hans, þeirra Guðlaugs Þorlákssonar og Guðmundar Péturssonar hrl., og gerðist síðar meðeigandi þeirra. Hæstaréttarlögmaður varð hann í apríl 1965. Þau em afar fjölþætt störfin sem rótgróin og virt málflutningsskrif- stofa sinnir, lögfræðileg ráðgjöf er snar þáttur í starfseminni og þar naut Axel Einarsson sín afar vel. Léttur í lund, afar nákvæmur og öll ráðgjöf skyldi vera með þeim hætti að treysta mætti. Fjölmörg erlend fyrirtæki og stofnanir, ekkert síður en innlend, leituðu ráðgjafar til málflutnings- skrifstofunnar í Aðalstræti 6. Mér er vel kunnugt um það traust, sem borið var til starfs- manna hennar, en þeim störfum sinnti Axel einmitt mest hin síðari ár. Samhliða því var og leitað lið- sinnis Axels til ýmissa trúnaðar- starfa. Hann sat í stjóm Eimskipafélags íslands hf., Eimskipafélags Reykjavíkur hf., Ferðaskrifstofunn- ar Úrvals hf. og var eftirlitsmaður íslenzkra getrauna. Þá var Axel kjörinn 1983 af Alþingi í landskjör- stjórn. Axel Einarsson var íþróttamaður á yngri árum og trúnaðarstörfum á vegum íþróttahreyfingarinnar gegndi hann er aðrir munu að víkja. Þegar náminu var lokið og starfs- dagurinn hafinn ákváðum við, nokkrir skólabræður frá MR 1951, að hittast svo sem eina kvöldstund yfir vetrarmánuðina, eins og marg- ir gera og taka í spil. Axel var reiðubúinn enda mjög góður bridge-spilari og reyndar vel fær á fleiri sviðum í þeim efnum. Samvemstundirnar vom jöfnum höndum notaðar til spila, skrafs og spámennsku. Okkur var heldur ekk- ert óviðkomandi að okkur fannst og þannig vildi til að við spilafélag- arnir komum víða við þegar allt var lagt saman og því eðlilega fjöl- margt á dagskrá. Svo sannarlega voru vandamálin rædd, þegar við hittumst síðast í upphafi aðventu, þá á heimili Ax- els. Ekkert fararsnið var á neinum okkar að sjá mátti og ýmislegt áformað. Við mennirnir áformum en það er Guð einn sem ræður. Þegar vinur minn, Axel Einars- son, er genginn og ég virði fyrir mér lífshlaup hans, þá var Axel mikill hamingjumaður. Hann ólst upp á heimili elsku- legra foreldra ásamt tveimur systmm sínum sem yngri voru, afar samhent fjölskylda. Hann eignaðist traustan og um- hyggjusaman lífsförunaut, þegar hann 1956 kvæntist skólasystur sinni, Unni Óskarsdótiur Gunnars- sonar verzlunarmanns í Rvk. og konu hans Jónu Svanhvítar Hann- esdóttur. Reyndist Unnur eigin- manni sínum frábærlega vel og sýndi mikla þolinmæði í veikindum hans sem vom langvarandi. Þau Unnur og Axel eignuðust fjögur börn, dætumar Kristínu, sem er innanhússarkitekt, og Svanhvíti, sem er laganemi, báðar giftar og börn þeirra orðin þijú. Synirnir Ein- ar Baldvin laganemi og Óskar Þór í unglingaskóla em báðir í foreldra- húsum. Þegar fjölskyldan var saman komin var hátíð í bæ hjá vini mínum Axel eins og hjá öðmm góðum og umhyggjusömum heimilisfeðmm. Þannig veit ég að hann ætlaðist til þess að það verði, þótt sjálfur hafi hann verið kvaddur til fundar við Drottin sinn, þar sem hann bíður endurfunda. í dag berast kveðjur skólasystk- ina úr MR 1951, sem minnast Axels, og við Sigrún sendum Unni og fjölskyldu hennar samúðarkveðj- ur og biðjum góðan Guð að blessa minningu Axels Einarssonar. Matthías Á. Mathiesen í dag kveðjum við hinstu kveðju Axel Einarsson, hæstaréttarlög- mann, sem lést á heimili sínu aðfaranótt laugardagsins 20. des- ember sl., á 56. aldursári. Axel Einarsson var fæddur í Reykjavík 15. ágúst 1931, sonur hjónanna Einars Baldvins Guð- mundssonar, hæstaréttarlögmanns, og Kristínar Ingvarsdóttur. Hann ólst upp hér í Reykjavík á heimili foreldra sinna, sem rómað var fyrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.