Morgunblaðið - 28.12.1986, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 28.12.1986, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1986 I I ffclk f fréttum fr Dans á rósum Það er gamall sannleikur og nýr að fólk er mishresst fram eftir aldri. Ein þeirra sem ekki lætur deigan síga er Ingibjörg Gísladóttir, en hún varð 95 ára laugardaginn 20. desember. Ingi- björg hefur ávallt verið gefin fyrir félagslíf og skemmtan ýmiskonar og sækir bæði leikhús og óperuna ennþá. í tilefni þessa afmælis Ingi- bjargar héldu niðjar hennar veglega afmælisveislu í Víkinga- sal Hótel Loftleiða. Til þess að allt væri fullkomið var til kvaddur harmonikkuleikari svo að hægt væri að fá sér snúning, en Ingi- björg hefur alla tíð haft mikla unun af dansi. Var hún enda hrók- ur alls fagnaðar og snerist um á tá og hæl svo sem sjá má á með- fylgjandi myndum. Morgunblaðið/Einar Falur Afmælisbarnið, Ingibjörg Gísladóttir. ! Burt Reynolds j með alnæmi? Enn á ný hefur sá kvittur kom- ist á kreik að Burt Reynolds, leikarinn góðkunni, sé með alnæmi. Upphaflega var þessu fýrst fleygt fyrir um það bil ári, en Burt t vísaði því alfarið á bug og sagðist aðeins hafa fengið snert af kvefi. Nú hafa raddir þessar ágerst á ný og var ferð Burts til Parísar um jólin ekki til þess að draga úr þeim. Segja kunnugir að Burt hafí ekki farið þangað í þeim tilgangi einum að versla til jólanna, heldur hafí hann átt erindi við lækna á Pasteur- -stofnuninni, en sem kunnugt er standa þeir framarlega í baráttunni við þennan skuggalega vágest, sem nú knýr dyra. Burt hefur að undanförnu lést um tæp 20 kíló, en hann ber það fyrir sig að hann hafi farið í megr- un þar sem hann hafí verið í þyngsta lagi. Rætnisfullar rægi- tungur Holljrwood gefast þó ekki upp og er Burt nú orðinn fastagest- ur slúðurdálka vesturstrandar Burt Reynolds meðan allt lék í lyndi. Bandaríkjanna. Er mál manna að Burt þurfí að rekja af sér slyðruorð- ið nú þegar, ella sé mannorðið fyrir bí. Morgunblaðið/GPÁ Fyrsti föndurdagurinn íFoldaskóla FORELDRA- og kennarafélag Foldaskóla stóð fyrir föndurdegi fyr- ir nokkru. Nemendur í 6. og 7. bekk aðstoðuðu við kaffisölu. íbúar hverfisins fjölmenntu og þótti þessi fyrsti föndurdagur skólans ta- kast mjög vel. Myndirnar segja meira en mörg orð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.