Morgunblaðið - 28.12.1986, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1986
41
Stjörnu-
speki
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
Ég ætla í dag að fjalla um
Steingeitina (22. desember —
20. janúar). Einungis er fja.il-
að um hið dæmigerða og eru
lesendur minntir á að hver
maður er samsettur úr nokkr-
um stjömumerkjum og að
aðrir þættir en sólarmerkið
hafa áhrif hjá hveijum og ein-
um.
Raunsœ
Steingeitin er jarðarmerki og
því leggja Steingeitur áherslu
á hið jarðbundna í tilverunni,
á það áþreifanlega og líkam-
lega. Þær eru raunsæjar og
vilja sjá árangur gerða sinna,
vilja byggja upp lið fyrir lið
og bæta við það sem fyrir er.
Þær þykja því oft íhaldssamar
og um leið gamaldags.
Ábyrg
Steingeitur hafa sterka
ábyrgðarkennd og taka iðu-
lega vandamál heimsins á
eigin herðar. Það birtist m.a.
í sterkri ábyrgðarkennd í
vinnu og gagnvart fjölskyldu.
Eitt stærsta vandamál Stein-
geitarinnar er einmitt það að
eiga erfitt með að slappa af
og gleyma vinnunni eða böm-
unum. Fyrir sumar Steingeit-
ur væri kæruleysissprauta
ágæt annað slagið.
Hlédræg
í skapi er Steingeitin alvöm-
gefin. Hún horfir frekar á
alvarlegri hliðar lífsins og er
frekar þunglamaleg. Þrátt
fyrir þetta em margir frægir
húmoristar í Steingeitinni.
Steingeitarfólk er varkárt,
sumt er feimið og í heild er
þetta fólk sem er lítið fyrir
að trana sér fram. Af því
síðasttalda fer þó tvennum
sögum. Steingeitur segja að
fólk leiti einfaldlega til sín og
troði á þær ábyrgðarstörfum.
Önnur merki segja Steingeit-
ur vera metnaðargjamar og
ráðríkar.
Framkvæmda-
stjóri
Steingeitur hafa ótvíræða
skipulags- og framkvæmda-
hæfileika. Sterkt jarðsam-
band þeirra gerir, að þær vita
einfaldlega hvernig berst er
að framkvæma ákveðin verk.
í vinnu em þær vandvirkar,
formfastar og íhaldssamar á
aðferðir, vilja reglu og elska
kerfi.
Seig og öguð
Helsti styrkur hinnar dæmi-
gerðu Steingeitar er sjálfsagi
og seigla. Hún á frekar auð-
velt með að reka sjálfa sig
áfram og afneita sér um það
sem hindrar hana i að ná
marki sínu.
Þvermóðskufull
Meðal helstu galla geitarinnar
em stífni og þvermóðska. Hún
á til að bíta ákveðin mál í sig
og neita að gefa eftir. Stund-
um verður kerfi hennar lífinu
yfirsterkara og hún staðnar í
gömlu mynstri og rykfellur.
Bæld
Önnur neikvæð hlið er til-
hneiging til að bæla eigin
þarfir og tilfinningar niður.
Segjum að Steingeit ætli að
byggja hús eða skrifa bók.
Til að svo megi verða þarf
hún að neita sér um mörg
lífsgæði. Ef hún gætir ekki
að sér getur slík afneitun
komist upp í vana. Margar
af löngunum hennar og þrám
krauma síðan undir niðri og
útkoman verður leiðinlegur
og kaldur persónuleiki, gigt
eða önnur vanlíðan.
Tryggur vinur
í ást og vináttu er Steingeitin
trygglynd og trúföst. Hún
leitar varanleika og öryggis
og er þrátt fyrir kaldranalegt
yfirborð hlý og líkamlega
næm.
X-9
'//£tG/SÖ6C/K 0KK4
klpk£/ í/ai óS/ACÁry//.
1///U.ÆXK/
<Pl*«S Kirtg Fealurei Syndicaie. Inc. Worldriflhl* re*«rved
y/HJ>B£/r//s&c/. • •
GRETTIR
DRÁTTHAGI BLÝANTURINN
FERDINAND
SMAFOLK
^FUNPING FOR THI5
PROGRAM WA5 PROVIPEP
BY P0NÁTI0N5 FROM m
OUR VIEUJER5..."
„Dagskrá þessi var kost-
uð með framlögiun
áhorfenda okkar ...“
'ANP UUA5TEP BY A
PROPUCER hUHO
PIPN'T RNOU) UUWAT
HE UUAS DOING.."
„og peningunum sóað af
dagskrárgerðarinanni
sem kunni ekki til
verka.“
Umsjón: Guðm. Páll
Amarson
í ágústhefti The Bridge World
skrifar Ástralíumaðurinn Ron
Klinger bráðskemmtilega grein
um endurkomu „gamals meist-
ara“ í toppbaráttuna. Klinger
lýsir síðustu spilunum í ímynd-
aðri keppni um meistaratitil. Sá
gamli og félagi hans eiga undir
högg að sækja og sigurinn virð-
ist fjarlægur draumur þegar 16
spil eru eftir. En þá fer gamli
meistarinn að sópa inn toppum.
Hér er einn:
Norður gefur; enginn á hættu-
Norður
Vestur
♦ G1098
¥ 10874
♦ 85
♦ 763
♦ KD764
¥K9
♦ DG4
♦ G52
llllll
Suður
♦ Á
¥ ÁD63
♦ ÁK6
♦ ÁK984
Austur
♦ 532
¥ G52
♦ 109732
♦ D10
Gamli meistarinn hélt á spil-
m austurs og hlustaði á
ndstæðingana feta sig upp í sjo
grönd!
Vestur Nordur Austur Suður
— 1 spadi Pass 3 lauf
Pass 4 lauf Pass 4 grönd
Pass 5 lauf Pass 5 grönd
Pass 6 hjörtu Pass 7 prönd
Pass Pass Pass
Klénn samningur, en dæmdur
til að vinnast vegna hagstæðrar
lauflegu. Eða hvað? Sá gamli
var á öðru máli.
Vestur spilaði út spaðagosa
og sagnhafí átti slaginn heima.
Lagði niður laufás og kættist
mjög þegar drottningin kom í.
Næst kom laufnía, lítið,
lítið.. tían! Blekkingin hafði
tekist fullkomlega og gamli
meistarinn skrifaði 50 í sinn
dálk.
Umsjón Margeir
Pétursson
Á opnu móti í Ungveijalandi
sl. sumar kom þessi staða upp
í skák Tékkanna Gazik, sem
hafði hvítt og átti leik, og Beil.
Svartur hefur greinilega van-
metið sóknarfæri hvíts, því
enginn af léttu mönnum hans
er til taks í vöminni. Því fór sem
fór: 21. Bxf5!! — Dxf5 (Svartur
tapar drottningunni eftir 21. —
gxf5, 22. Hg3+ - Kf7, 23.
Hg7+) 22. Dxd5+ - Hf7, 23.
Hxh7! — Dxf6, 24. exf6 og
svartur gafst fljótlega upp.
(Lokin urðu: 24. — Rd8, 25.
Hg7+ - Kh8, 26. Dg5 - Hxg7,
27. Dh6+! gefið).