Morgunblaðið - 28.12.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.12.1986, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1986 Ingibjörg Jónsdóttir rithöfundur látin Ingibjörg Jónsdóttir, rithöf- undur, lést á heimili sínu að morgni 25. desember, 53 ára að aldri. Ingibjörg fæddist 14. október 1933, dóttir hjónanna Jóns Sveins- sonar útgerðarmanns og Magneu Magnúsdóttur. Hún skrifaði íjölda bóka, jafnt fyrir böm sem full- orðna, og bamaleikrit sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu. Einnig samdi hún töluvert af bamaefni fyrir útvarp. Hún starfaði við Alþýðublaðið um árabil og var lengi þýðandi hjá Sjón- varpinu. Ingibjörg átti við vanheilsu að stríða hin síðari ár. Hún lætur eftir sig aldraða móður, eiginmann ___ og fjögur uppkomin börn. Ingibjörg Jónsdóttir Kór Dómkirkjunnar syngur við messu á jóladag. Við orgelið er Martin Hunger Friðriksson, dóm- organisti. Mikil kirkjusókn um jólin KIRKJUSÓKN var almennt góð um jólin, enda veður og færð yfirleitt með betra móti. Veður mun þó sums staðar hafa haml- að messuhaldi. Að sögn séra Bemharðs Guð- mundssonar, fréttafulltrúa Þjóð- kirkjunnar, sóttu um 3.000 manns messur í Hallgrímskirkju á að- fangadag, sem haldnar vom kl. 18 og á miðnætti. Miðnæturmess- ur vom haldnar mjög víða og virðist sem það sé að færast mjög í vöxt að halda slíkar messur, sérstaklega á Reykjavíkursvæð- inu, svo og í auknum mæli úti á landi. „Það var sérstaklega áber- andi við þessar miðnæturmessur, hve margir tónlistarmenn komu þar fram,“ sagði Bemharður. Sljami fannst eft- ir fjóra mánuði „HESTUR tapaðist úr girðingu í Hafnarfirði 11. ágúst í sumar og hefur eigandinn leitað hans síðan, án árangurs". Þannig hófst auglýsing i Morgunblað- inu 4. desember sl. „Samdæg- urs og auglýsingin birtist fékk ég upplýsingar um hvar Adolf Snæbjörnsson og Stjami við hesthúsin í Hafnarfirði. Stjaraa væri að finna, en hann hafði brugðið sér austur að Hlíð i Grafningi", sagði eigandi Stjaraa, Adolf Snæbjörnsson, fimmtán ára Hafnfirðingur, í samtali við Morgunblaðið. Stjami hafði dvalist í góðu yfir- læti að eyðibýlinu Hlíð síðan í september og verið gefið með ám sem þar voru, af Björgvini Sveins- syni að Torfastöðum 2 í Grafningi. „Það var ekki fyrr en fyrir nokkrum dögum að ég fór og sótti hann, en ég hafði þó einu sinni áður farið og litið á hann“, sagði Adolf. „Hann virtist ekki alveg þekkja mig aftur því að í fyrra skiptið þurftum við að eltast við hann í tvær klukkustundir og síðan í eina og hálfa klukkustund þegar við sóttum hann. Honum virðist ekki hafa orðið meint af vistinni, lítur mjög vel út, og vil ég færa Björgvini að Torfustöðum 2 mínar bestu þakkir fyrir hjálp- ina“. Haf narfj ör ður: Eldur í vélaverk- stæði hjá Dröfn ELDUR kom upp í vélaverk- stæði hjá skipasmíðastöðinni Dröfn á annan dag jóla. Slökkvi- starf gekk vel og skemmdir urðu ekki miklar. Talsverður eldur var þegar slökkviliðið var kvatt á vettvang um 5.30 um morguninn. Slökkkvi- starfið tók u.þ.b. klukkutíma og urðu skemmdir aðallega á raf- magnsverkfærum, en talið er að kviknað hafi í út frá rafmagni. Sala Flugleiða á hlut sínum í Cargolux: Engin breyting á störfum Islendinga SALA Flugleiða á hlut félagsins í flugfélaginu Cargolux mun sennilega ekki hafa áhrif á störf Islendinga sem vinna hjá flugfé- laginu í Luxemborg að því er Sigurður Arinbjarnarson flug- virki hjá Cargolux tjáði Morgun- blaðinu. Eins og sagt var frá í Morgun- blaðinu á Þorláksmessu hafa Flugleiðir selt eignarhlut sinn í Cargolux. Félagið var stofnað af Loftleiðum á sínum tíma_ og í gegn- um árin hafa margir íslendingar unnið hjá því. Nú vinna íslendingar þar í störfum flugmanna, flug- virkja, vélvirkja og smiða. í samtali við Morgunblaðið sagði Sigurður Arinbjamarson flugvirki hjá Cargolux að ráðningar þeirra Islendinga sem starfa hjá félaginu hefðu ekki komið gegnum Flugleiði og taldi hann því ekki að salan hefði neinar breytingar í för með sér á ráðningu Islendinganna. Raunar sagðist hann ekki hafa heyrt af sölunni fyrr en Morgun- blaðið færði honum fréttina. Olíuverðshækkunin hefur lítil áhrif hér -seg-ir Bolli Bollason, aðstoðarf orstj óri Þjóðhagsstofnunar EKKI er búizt við því, að hækkun heimsmarkaðsverðs á olíu í 18 dali fatið muni hafa mikil áhrif hér á landi. í forsendum Þjóð- hagsstofnunar fyrir efnahagsspá fyrir næsta ár er gert ráð fyrir því að olíuverð á næsta ári verði 17 dalir á fatið. Verðhækkun um einn dal á fatið þýðir um 250 milljóna króna útgjaldaaukningu vegna olíukaupa. Aætlað er að við kaupum olíu fyrir um fjóra milljarða á næsta ári. Bolli Bollason, aðstoðarforstjóri Þjóðhagsstofnunar, sagði í samtali við Morgunblaðið, að þessi verð- hækkun, sem samþykkt hefði verið á fundi OPEC-ríkjanna, skipti því ekki sköpum fyrir efnahag lands- ins, nema frekari hækkanir fylgdu í kjölfarið. Á þessu ári hefðum við keypt olíu fyrir um 4 milljarða, um 5,3 í fyrra og áætluð olíukaup á næsta ári væru um 4 milljarðar. Bolli gat þess einnig, að áhrif verð- breytinga á olíu erlendis kæmu ekki strax fram hérlendis. Miðað við að olíuverð fari upp í 18 dali á fatið á næsta ári, er talið að utgjöld útgerðar vegna olíu- kaupa aukist um 125 milljónir króna og alls sjávarútvegsins nokkru meira. Kristján Ragnarsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, sagði í samtali við Morgunblaðið, að þar sem óvissa ríkti um olíuverð á næsta ári, væru kjarasamningar við sjó- menn erfiðari en ella. Útgerðar- menn vildu því ekki semja af sér hluti, sem þeir gætu setið uppi með á næsta ári við hátt olíuverð. Auk þess sætu útgerðarmenn uppi með mikil vanskil við olíufélögin frá því að verðið hefði verið í hámarki. 125 milljóna útgjaldaaukning vegna olíukaupa gæfi heldur ekki tilefni mikillar rausnar af hálfu útgerðar- innar. Skák: * Utvegs- banka mót- ið í dag ÚTVEGSBANKINN heldur sitt árlega skákmót í afgreiðslusal aðalbankans við Austurstræti í dag, sunnudag, og hefst mótið klukkan 14. Flestir bestu skák- menn landsins verða meðal þátttakenda, þar á meðal stór- meistararnir Friðrik Ólafsson, Helgi Ólafsson, Guðmundur Sig- urjónsson, Jóhann Hjartarson og Jón L. Árnason. Þetta er í sjötta skipti sem Út- vegsbankaskákmótið er haldið og hefur það alltaf farið fram milli jóla og nýárs. Öllum er heimilt að fylgjast með skákmönnunum. Tvö innbrot í Hveragerði yfir jólin TVÖ innbrot voru framin í Hvera- gerði jóladagana. Á jóladag var brotist inn í verslunina Paradís og einhveiju af skiptimynt stolið. Annan dag jóla var brotist inn í hús hjálparsveitarinnar og flug- eldum stolið þar. Færð á vegum á Suðurlandi var góð utan það að slæmt veður var á Hellisheiði jóladagana og þurfti lög- reglan að aðstoða fólk þar vegna ófærðar og slæms skyggnis. Á jóla- dag var Hellisheiði ófær og umferð beint um Þrengsli þar sem seinfarið var vegna skafrennings. Nokkuð mikill snjór er í uppsveit- um Ámessýslu en færð góð. Á annan dag jóla voru skemmtanir í Hótel Selfossi og á Borg í Grímsnesi. Sig.Jóns. Kviknaði í út frá jóla- skreytingu SLÖKKVILIÐ Reykjavíkur var kvatt út á jóladag að myndbanda- leigu í verslunarmiðstöðinni Rofabæ. Vegfarandi sem leið átti hjá, tók eftir að mikið sót hafði safnast innan á glugga myndbandaleigunnnar. Við nánari athugun kom í ljós að gleymst hafði að slökkva á kerti í borðskreyt- ingu á staðnum og kviknað hafði í borði, sem skreytingin stóð á. Eldur- inn slokknað af sjálfum sér vegna súrefnisleysis. Talsverðar skemmdir urðu á innanhúsmunum og mynd- böndum. Þá var slökkviliðið kvatt að Vita- stíg í gærmorgun um 6 leytið, en þar hafði gleymst að slökkva undir kjötpotti. Talsverður reykur var í íbúðinni, en skemmdir ekki umtals- verðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.