Morgunblaðið - 28.12.1986, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1986
33
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Iðnfyrirtæki
óskar að ráða sölumann. Hlutverk sölu-
manns er að vinna nýja markaði fyrir hráefni
í matvörur á meðal matvælaframleiðslufyrir-
tækja, bakaría og veitingastaða.
Starfað er með rótgróin vörumerki í fyrirtæki
sem vill fara nýjar leiðir í markaðssetningu.
Fyrirtækið hefur mikla framtíðarmöguleika
og mun hæfur starfsmaður því njóta sín.
Leitað er að karli eða konu sem er ósér-
hlífin(n), á gott með að umgangast fólk og
er tilbúin(n) til að vinna úti á markaðinum.
Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. merkt-
ar: „Draumastarfið — 8185“ fyrir 10. janúar.
Út- og innflutnings-
fyrirtæki
Við leitum að fjölhæfum starfsmanni til skrif-
stofustarfa.
Við erum lítið, nýtt fyrirtæki og starfsmenn
þurfa að geta sinnt hinum fjölbreyttustu
störfum. Kunnátta í vélritun, ensku og einu
norðurlandamáli er nauðsynleg. Kunnátta í
þýsku og/eða frönsku æskileg. Góð laun fyr-
ir hæfan starfsmann.
Umsóknir merktar: „Út — 1979“ skilist til
auglýsingadeildar Mbl. fyrir 2. janúar.
Fulltrúi — ritari
Starf fulltrúa á skrifstofu tollstjóra er laust
til umsóknar. Um er að ræða vélritun, rit-
vinnslu á tölvu, bréfabókhald, skjalavörslu o.fl.
Æskileg menntun er stúdentspróf ásamt
námskeiðum fyrir ritara og/eða tölvuvinnslu.
Umsóknir skulu berast embættinu fyrir 10.
janúar 1987 á sérstökum eyðublöðum sem
þar eru afhent.
Tollstjórinn íReykjavík,
Tollhúsinu, Tryggvagötu 19,
Sími 18500.
raðauglýsingar — raöauglýsingar — raðauglýsingar
Til sölu
15 tonna plastbátur, vel búinn til neta- og
línuveiða. 9,5 tonna plastbátur. 9-10 tonna
bátur óskast til leigu eða kaups.
Skipasalan bátar og búnaður,
Tryggvagötu 4,
Sími 622554.
Sigurjónsson og Thor sf.
20% eignarhluti í vörumerkja- og einkaleyfa
firmanu Sigurjónsson & Thor sf. er til sölu.
Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt:
„P - 2016“ fyrir 10. janúar 1987.
Skrifstofuhúsnæði
til leigu á 4. hæð við Skólavörðustíg. 100 fm
í 1. flokks ástandi. Það leigist frá og með
áramótum.
Fyrirspurnir leggist inn á auglýsingadeild
Mbl. merkt: „V — 568“.
Til leigu í Mjódd
verslunarhúsnæði á besta stað. Stærð 448 fm
á tveimur hæðum.
Nánari upplýsingar veittar á skrifstofunni.
FÁLKINN
Suðurlandsbraut 8,
simi 84670.
Til sölu !
Gott verslunarfyrirtæki með eigin innflutning,
smásölu og þjónustu í Reykjavík. Góðir end-
urseljendur um allt land. Góð umboð.
Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt:
„B - 3151“.
húsnæöi i boöi
I
Stórkostlegt tækifæri
Til sölu eða leigu lítill skemmtistaður í
Reykjavík. Besti rekstrartíminn framundan.
Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt:
„I - 3152“.
Verslunarhúsnæði
til leigu
110 fm. el staðsett verslunarhúsnæði á 2.
hæð við Eiðistorg tilb. undir tréverk og máln-
ingu er til leigu strax.
Lysthafendur sendi tilboð til auglýsingadeild-
ar Mbl. merkt: „V — 2015“.
Skrifstofuhúsnæði
70 fm skrifstofuhúsnæði við Laugaveg til
leigu.
Upplýsingar í síma 25143.
Reykjavíkur
Fiskimenn Reykjavík
Fundur verður haldinn í húsi SVFÍ þriðju-
daginn 30. desember nk. kl. 14.00.
Gestir fundarins verða: Halldór Ásgrímsson
sjávarútvegsráðherra, Óskar Vigfússon for-
maður SSÍ og Hólmgeir Jónsson hagfræðing-
ur SSÍ
Á eftir framsögum og fyrirspurnum verður
fundur með félagsmönnum SR um stöðuna
í kjaramálum.
Allir fiskimenn eru velkomnir.
Stjórn Sjómannafélags
Reykjavíkur.
Sjómannafélag
Jólagleði
sjálfstæðisfélaganna
í Reykjavík
Sjálfstæðisfélögin í Reykjavik boða til jólafagnaðar i sjálfstæðis-
húsinu Valhöll laugardaginn 3. janúar nk. kl. 15.00.
Brúðubíllinn með Gústa, ömmu og Lilla mætir á staðinn, jólasveinar
koma í heimsókn, pianóleikur og söngur, einnig mætir Davíð Odds-
son borgarstjóri og rifjar upp eitthvað jólalegt. Kaffi, gos og kökur.
Kynnir verður Maria E. Ingvadóttir formaður Hvatar.
Sjálfstæðismenn eru hvattir til þess að fjölmenna á þessa fjölskyldu-
skemmtun.
Sjálfstæðisfélögin i Reykjavik.
Áramótaspilakvöld Varðar
Landsmálafólagið Vörður heldur áramótaspilakvöld sitt sunnudaginn
4. janúar nk. í Súlnasal Hótels Sögu. Húsið opnar kl. 20.00. Glæsileg-
ir vinningar. Sjálfstæðismenn fjölmennum.
Landsmálafélagið Vörður.
Skagafjörður
— Sauðárkrókur
Fulltrúaráðsfundur verður haldinn í Sæborg
á Sauðárkróki mánudaginn 29. desember
kl. 21.00.
Dagskrá:
Stjórnmálaviðhorfið og kosningaundirbún-
ingur.
Á fundinn mætir Vilhjálmur Egilsson hag-
fræðingur.
Fulltrúaráðið.
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
mörk 31. des.- 3. jan.
Brottför kl. 7.00. Ath. Útivist
notar allt glatiplóas I Útivistar-
skálunum Bðsum vegna ferðar-
Innar. Báðlr skálarnlr verða
opnir til glstingar fram að
31.des.
Sunnudagur28.des.
kl. 13.00.
1. Elliðaárdalur — Árbær. Stutt
og létt ganga. Kveðjið afmælis-
árið með göngu innan borgar-
markanna. Verð 200 kr.
2. Skíðaganga f nágr. Henglls.
Verð 400 kr., frítt í ferðirnar f.
börn m. fullorðnum. Brottför frá
BSl, bensinsölu. Gleðileg jól.
Sjáumst!
_______Útivist_____________
Hvítasunnukirkjan
Völvufelli
Almenn samkoma i dag kl.
16.30. Fjölbreytt dagskrá.
Barnagæsla. Allir hjartanlega
velkomnir.
Hörgshlíð 12
Samkoma í kvöld, sunnudags-
kvöld, kl. 20.00.
Ad. KFUM og KFUK
Jólasamkoma félaganna verður
á Amtmannsstig 2b i kvöld kl.
20.30. Upphafsorð og bæn:
Þórunn Arnardóttir. Ræöumaö-
ur: Séra Ólafur Jóhannsson.
Söngur: Kór KFUM og KFUK.
Tónlist og jólakaffi eftir sam-
komuna. Allir velkomnir.
Hjálpræöis-
r| herinn
Kirkjustræti 2
i kvöld kl. 20.30: Sfðasta hjðlp-
ræðissamkoma árið 1986.
Ræöumaður: Dr. theol. Sigur-
björn Einarsson, biskup. Jólafórn
verður tekin. Allir velkomnir.
Mánudag 29. des. kl. 16.00:
Jóiafagnaður fyrlr böm.
Fjölbreytt dagskrá. Gott i poka.
Ókeypis aðgangur. Öll börn eru
velkomin.
Elím, Grettisgötu 62,
Reykjavík
i dag, sunnudag, verður almenn
samkoma kl. 17.00.
VeriÖ velkomin.