Morgunblaðið - 28.12.1986, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 28.12.1986, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1986 37 nakta, hvernig við dæmum fólk. Við kynnumst fólki sem okkur líkar, en líkar svo ekki þegar við komumst að innra eðli þess. Sumt fólk er of róttækt að okkur finn- ist, okkar líkar ekki eitthvað í fari þess, og þá viljum við ekki um- gangast það.“ William Hurt var ráðlagt af vin- um og kunningjum innan leikara- stéttarinnar að leika ekki í myndinni, þar sem persónan væri hommi. Hurt hlustaði ekki á þessi vinaráð. Hann hafði áður leikið homma á sviði, það var í leikritinu „Fimmti júlí“. „Allir góðir leikarar hafa leikið homma eða lesbíur og það er ekk- ert launungarmál lengur að margir leikarar eru hommar eða lesbíur," segir Hurt. Honum finnst almenningur hafa horft um of á hommann í persónu Molina og uppreisnarmanninn i Valentín. Hurt leit á þessar per- sónur sem vini, enda segir hann: „Það sem heillaði mig við þessa sögu voru andstæðurnar í mönn- unum tveimur þegar þeir kynnast, en skiljast sem nánir vinir. Það er í gegnum vináttuna sem þeir upp- götva sjálfsvirðingu. Það finnst mér stórkostlegt. Þessir menn, Molina og Valentín, vita í raun ekki hveijir þeir eru við upphaf sögunnar, en nálgast sannleikann eftir því sem þeir bindast sterkari vináttuböndum. Þeir brotna ekki niður, heldur gerir dvölin í fanga- klefanum þá sterkari einstaklinga en áður.“ Það er mál manna að túlkun Hurts á Molina sé fyrsta sann- verðuga túlkun á homma í bíómynd. Svo vel tekst Hurt upp að margir hafa haldið að hann sé hommi sjálfur. William Hurt er ekki hommi, en það er vitaskuld aukaatriði. Það sem skiptir máli er hvemig hann túlkar persónur sínar og hvernig honum tekst til. Vinirnir sem réðu honum frá að leika Molina vom ekki upplits- djarfir þegar Hurt fékk Óskarinn; það var söguleg stund, því það var í fyrsta skipti sem Hollywood tek- ur homma alvarlega. Hurt réðst til atlögu við Molina á sama hátt og hann hefur túlkað allar hinar persónumar. Hann vill gera þær trúverðugar, sannar. Hann er mjög upptekinn af ein- staklingnum andspænis gini heildarinnar. Hann vill túlka og sýna allt litróf mannskepnunnar, niðurbeygt og auðmýkt (eins og dópistann í The Big Chill og hom- mann í Kossinum) jafnt sem kennara og virta lögfræðinga (í Guð gaf mér eyra og Body Heat). Þegar þetta er ritað er ekki vit- að með vissu hvaða verkefni William Hurt velur sér næst, en til greina kemur að hann leiki aðalhlutverkið í mynd sem Michael Cimino langar að gera eftir smá- sögu Tmmans Capote, sem nefnist „Hand Carved Coffins", sem allt eins má kalla Útskomar líkkistur. HJÓ Nærmynd af hjólabúnaði Fokker Friendship-vélarinnar eftir lendingu. Flugvellinum margsinn- is lokað vegna aurbleytu FLUGVELLINUM á Egilsstöðum hefur verið lokað fjórum sinnum það sem af er þessum mánuði vegna aurbleytu. Að sögn Ingólfs Arnarssonar, umdæmisstjóra Flugmálastjórnar á Austurlandi, er völlurinn í raun ófær vegna þessa mun oftar, en flug er þá fellt niður af öðrum ástæðum. „Þetta vandamál er viðloðandi nær alla flugvelli landsins. Við íslendingar höfum aðeins mal- bikað tvo flugvelli, á Akureyri og Rifi, en sjáum ekki sóma okk- ar í að halda neinum þeirra við,“ sagði Ingólfur. Aurbleytan á Egilsstöðum mynd- ast oftast á veturna þegar efsta lag flugbrautarinnar þiðnar skyndilega, gjarnan í rigningu. Vatnið getur þá ekki runnið ofan í jarðveginn né af flugbrautinni því hún er renni- slétt. Fyrir nokkm varð Fokker Friendship flugvél frá Flugleiðum innilyksa vegna aurbleytu. Komst hún ekki frá Egilsstöðum fyrr en sólarhring síðar, en farþegarnir sátu eftir með sárt ennið því vélin gat ekki tekið á loft með þá innan- borðs. Að sögn Ingólfs er ástandið líkt þessu á fleiri stöðum á landinu um þessar mundir vegna óvenjulegs tíðarfars. Stærri flugvélar geta til að mynda ekki lent á Höfn í Homa- firði, og ísafjarðarflugvöllur var lokaður í heila viku, eins og kunn- ugt er. Ingólfur sagði að nú hefði verið gerð áætlun um lagningu nýrrar flugbrautar á bökkum Lagarfljóts. Að meðtöldum tækjabúnaði yrði kostnaður við þessar framkvæmdir um 180 milljónir króna. Kostir hins nýja brautarstæðis væru margir, þar á meðal yrði aðflugið að flug- vellinum beint, en nú þurfa flugvél- ar að taka tuttugu gráðu beygju í lokastefnu og eru flugmenn ekki hrifnir af því. „Skýrsla flugmála- nefndar sem nú liggur fyrir Alþingi er í raun fyrsta plaggið sem byggj- andi er á um viðreisn flugvalla á Islandi. Þar er gert ráð fýrir því að framkvæmdir við Egilsstaða- flugvöll myndu taka þijú ár. Núrla er undir þingmönnum komið hvort þessu yrði hmndið í framkvæmd." Um Egilsstaðaflugvöll fór á síðasta ári 50.771 farþegi, en þang- að er líka flutt meiri fragt en á aðra flugvelli landsins. A Akureyri voru farþegar rúmlega 100.000, í Vestmannaeyjum um 50.000, og á ísafirði um 44.000. Suðurnesjamenn fjölmenntu til að gefa blóð eins og á undanförnum árum. Fáni Rauða krossins blakti við hún við hús skátanna Heiðabúa í Keflavík. Keflavík: Suðumesjamenn brugðust vel við blóðsöfnun Blóðbankans Keflavík. AÐ VENJU brugðu Suðurnesja- menn fljótt og vel við þegar starfsfólk Blóðbankans kom með tól sín og tæki í árlegri blóðsöfn- un í Keflavík fyrir skömmu. Á milli 160 og 180 manns komu til að gefa blóð og lætur nærri að safnast hafi um 70 lítrar af blóði. Fyrir tveim árum komu 238 manns á sama degi í söfnun Blóð- bankans í Keflavík og hefur það met ekki enn verið slegið. Raunar hafa flestir blóðgjafar á einum og sama deginum verið í Keflavík und- anfarin 15 ár. Rauði krossinn á Suðurnesjum sá um alla skipulagningu og að blóðgjafar fengju nægju sína af kaffi og meðlæti. Vaskir menn frá björgunarsveitinni Stakki sáu um að fólk þyrfti ekki að ganga og Skátafélagið Heiðabúi lánaði hús- næði. - BB Árni V. Árnason f.v. formaður Rauða kross Suðurnesja notaði nýjustu tækni, þráðlausan sima, við að smala fólki og núverandi formaður Gísli Viðar Harðarson sá um að bakkelsi skorti ekki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.