Morgunblaðið - 28.12.1986, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.12.1986, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1986 reisn og myndarskap. Heimilisfaðir- inn var mikilsvirtur lögmaður, er naut trausts og trúnaðar samborg- aranna. Hann átti sæti í stjóm Eimskipafélagsins frá árinu 1950 og þar til hann féll frá 4. febrúar 1974. Gegndi hann formennsku í stjórninni síðustu tvo áratugina. Strax á unga aldri komu mann- kostir Axels í ljós og hann hlaut viðurkenningu þeirra sem af honum höfðu kynni. Honum voru góðar gáfur gefnar og hann bar með sér auðsæ einkenni þroskaðrar skap- gerðar. Slíkum er eiginlegt að ávinna sér virðingu og traust þeirra sem þeir eiga samskipti við. Að loknu stúdentsprófi frá Menntaskóla Reykjavíkur árið 1951 nam Axel lögfræði við Háskóla Is- lands og lauk kandidatsprófi í þeim fræðum 5 árum síðar. Þá stundaði hann nám í sjórétti við Lundúnahá- skóla á árunum 1956 og 1957. Hann vann sér réttindi hæstaréttar- lögmanns 2. apríl 1965. Að námi loknu hóf Axel störf á máiflutningsskrifstofu sem faðir hans rak ásamt Guðlaugi Þorláks- syni og Guðmundi Péturssyni, lögmanni. Gerðist hann meðeigandi skrifstofunnar árið 1968. A þeirri skrifstofu varð starfsvettvangur hans upp frá því. Þó kom hann víðar við, því að honum voru falin fjöl- mörg vandasöm trúnaðarstörf auk lögmannsstarfsins, bæði innan fé- lagasamtaka og í stjómun atvinnu- fyrirtækja. Axel Einarsson var kosinn í stjórn Eimskipafélagsins, að föður sínum látnum, á aðalfundi 30. maí 1974. Hafði hann þá þegar komist í náin kynni við málefni Eimskipafé- lagsins í stjórnartíð föður síns og hafði vakandi áhuga á viðgangi félagsins. Má raunar kveða svo að orði að hann hafi gjörþekkt flest er félagið varðaði og því verið öðr- um betur fallinn til að taka sæti í stjóm þess þegar faðir hans féll frá. Sat Axel í stjóm félagsins til dánardags. Eimskipafélagið hefur notið góðrar kunnáttu og traustrar ráð- gjafar Axels á 12 ára stjórnarferli hans. Um langt árabil hefur hann auk þess verið lögmaður félagsins og lagt fram mikið og gott starf við afgreiðslu mála, sem oft reynd- ust vandasöm úrlausnar. Störf hans öll hafa reynst félaginu heilladijúg og ævinlega borið vott um alúð og vandvirkni. Nú, þegar leiðir skilja, flytja Eim- skipafélagið og starfsmenn félags- ins og fjölmargir aðrir sem þakkarskuld eiga Axel ógoldna, alúðarþakkir fyrir heillarík störf og góða, farsæla samfylgd. Verk hans munu lifa í sögu Eimskipafélagsins og minningin um góðan dreng geymist í hugum okkar samferða- mannanna. Við Margrét, stjórn Eimskipafé- lagsins og starfsmenn, flytjum þér, Unnur, börnum þínum og fjöl- skyldu, innilegar samúðarkveðjur. Halldór H. Jónsson Á lífsleiðinni eignast maður marga kunningja en aðeins fáir verða að sönnum vinum. Það er því með miklum söknuði þegar einn þeirra er kvaddur, mitt á lífsleiðinni. Það var lýðveldisárið, þegar við Axel settumst í undirbúningsdeild Einars Magnússonar og urðum bus- ar árið eftir og nánir vinir alla ævi. Það sem mér er minnisstæðast um Axel haustið 1944 eru sömu persónueinkennin sem glöddu mig núna í haust þegar hann og Unnur dvöldu hjá okkur Helgu nokkra daga úti í Vín. Þessi sterki, hlýi og glaðværi persónuleiki var syo sérstæður og ógleymanlegur og alveg óbreyttur frá því að við vorum strákar. Þegar saman fór svo athafnagleði, af- burðagreind og orka, fór ekki hjá því að Axel yrði einn af burðarásum þjóðfélags okkar, miðlandi hæfileik- um sínum á ótrúlega breiðu sviði athafnalífsins. Mörg stærstu og öflugustu fyrirtæki og félög þessa lands nutu hæfileika og snilli Áxels sem best komu fram þegar um vandasömustu samninga var að ræða við innlenda og erlenda aðila. Það traust og sú virðing sem slík fyrirtæki sem Eimskip, Flugleiðir, Álverksmiðjan og fjölmörg önnur njóta erlendis er mjög því að þakka hvernig á málum var haldið af Axel og hvert traust erlendir aðilar fundu í viðskiptum við hann. Axel var einn af fáum íslending- um sem var sannkallaður heims- borgari og bar hróður íslands með sér hvert sem hann fór. Hann átti sér jafningja meðal voldugustu manna í erlendum viðskipta- og lögmannaheimi. Það er einkenni á slíkum mönn- um að þeir njóta sama trausts og vinsælda á heimaslóðum, eru jafnt heima innan um íþrótta- og klúbb- félagana, bekkjarsystkinin, vinina og kunningjana heima eins og í viðkvæmum samningaviðræðum við alheimsfyrirtæki. Það er mikið áfall litlu þjóðfélagi þegar slíkur maður fellur frá hálfn- uðu ævistarfi. Það er enn meira áfall fyrir hans stóru og nánu fjöl- skyldu og ekki síst fyrir eftirlifandi eiginkonu, Unni, en farsælli og hamingjusamari hjónabönd eru sjaldgæf. Samband þeirra Unnar og Axels var einstakt og umhyggja hennar fyrir Axel, ekki síst eftir að heilsu hans hrakaði, hefur án efa lengt æviárin og gefið Axel lífshamingj- una allt til síðustu stundar. Við Helga eigum Axel margt að þakka. Að ótalinni allri faglegri aðstoð og umsjá í aldarfjórðung, vakandi yfir velferð okkar, þá er það vináttan, allt frá sameiginleg- um menntaskólaárum okkar og alla tíð síðan sem söknuði veldur. Við Helga biðjum Guð að blessa Unni, börnin og fjölskyldur þeirra og minningu okkar góða vinar. Björn Sigurbjörnsson Einn af frammámönnum í þrótta- hreyfingarinnar, Axel Einarsson, lögfræðingur, er fallinn frá langt fyrir aldur fram. Axel var um margra ára skeið í stjórn Knattspyrnusambands Is- lands og sat þá einnig um tíma í stjóm Handknattleikssambands ís- lands og mun það sennilega eins- dæmi, sem segir sína sögu um vinsældir og virðingu Axels í röðum íþróttamanna. Nokkuð er um liðið síðan hann dró sig í hlé frá þeim störfum, en hann hélt alltaf tengsl- um sínum við hreyfinguna og var allt til dauðadags mikill áhugamað- ur um framgang íþróttastarfs í landinu. Hann var lögfræðingur og ráðunautur íslenskra getrauna, allt til hinsta stundar. Axel varð snemma íþróttamaður sjálfur og vel liðtækur bæði í knatt- spyrnu og handknattleik. Hann lék með Víkingi eins og vera bar, en faðir hans, Einar Baldvin, var einn af frumheijum þess félags og keppti sjálfur á sínum yngri árum. Eftir að Axel lagði skóna á hilluna starf- aði hann að forystu og félagsmálum eins og fyrr segir, bæði í Víkingi og á landsvísu. Hann starfaði m.a. um árabil með föður mínum í KSI, sem minnist Axels með hlýju og söknuði. Sá trúnaður sem Axel var sýndur innan íþrótta- og knattspyrnuhreyf- ingarinnar var ekki tilviljun háður. Mannkostir hans voru augljósir. Drenglund og geðprýði, dugnaður og áhugi, greind og góðvild, allt pi-ýddi þetta Axel Einarsson og varð hann hvers manns hugljúfi. Hann var ætíð jákvæður og uppör- vandi, fágaður og kurteis í fasi og sjentilmaður fram í fingurgóma. I þeim efnum þurfti hann ekki að sýnast, hann kom til dyranna eins og hann var klæddur, einlægur, brosmildur, boðinn og búinn. I sögu KSI hefur Axel Einarsson markað spor, sem aldrei verða af- máð og í minningu þeirra sem með honum störfuðu skipar hann sess, sem aldrei mun gleymast. Fyrir hönd Knattspyrnusam- bands Islands kveð ég góðan dreng og heilsteyptan samferðamann. Eiginkonu Axels, börnum og að- standendum flyt ég innilegustu samúðarkveðjur. Ellert B. Schram Axel Einarssyni kynntist ég fyrst fyrir tólf árum, en hef síðan átt hann að nánum samverkamanni og félaga í fyrrverandi og núverandi starfi mínu. Frá þessu tímabili er margs góðs að minnast bæði úr stai-fi og leik. Á þessi samskipti bar aldrei hinn minnsta skugga. Þau vorir jákvæð og opin og skiluðu mér dýrmætri reynslu. Axel Einarsson bjó yfir víðtækri þekkingu sem lögmaður. Hann var lögmaður margra meiriháttar fyrir- tækja, samtaka og stofnana, auk fjölmargi-a einstaklinga. Ég ætla einnig, að undanfarin ár hafi hann verið sá íslenskra lögmanna, sem mest samskipti hafði við fjölda er- lendra fjárrnagnsfyrirtækja, trygg- ingafélaga og annarra fyrirtækja, sem tengsl hafa við ísland. Hann kunni glögg skil á mönnum og málefnum, sem oft kom sér vel, þegar meta þurfti úrlausnarleiðir. Hann reifaði mál frá ýmsum hliðum og leitaði að vel yfii'veguðum lausn- um. Það var jafnframt gott að ræða við hann um málefni, sem ekki telj- ast til lögfræðilegra viðfangsefna. Oft fannst mér niðurstöður hans byggjast ekki síður á mannlegum sjónarmiðum og sanngirni en að haldið væri fast í lagalegan þráð. Axel átti auðvelt með að um- gangast og eiga samskipti við fólk. Hann var vinsæll. Bæði í núverandi og fyrra starfi mínu varð ég þess var, að hann þekkti og ræddi við fjölda samstarfsmanna minna. Hann notaði mikið af tíma sínum til þess að tala við fólk. Það var athygli vert, að hann lagði sig ekki síður fram við að kynnast yngri mönnum og viðhorfum þeirra. Axel Einarsson var mikill fjöl- skyldumaður og á heimili hans var. sérlega gott að koma. Unni, bömum þeirra og fjölskyldunni allri sendum við Áslaug einlægar samúðarkveðj- ur á kveðjustund. Góðs vinar er nú sárt saknað. Blessuð sé minning hans. Hörður Sigurgestsson Axel Einarsson, hæstaréttarlög- maður, lést aðfaranótt laugardags- ins 20. desember. Landslið íslands í handknattleik minntist andláts þessa fyrrverandi formanns Hand- knattleikssambands Islands með því að leika með sorgarbönd í lands- leikjunum við Bandaríkjamenn og Finna laugardaginn 20. desember síðastliðin. Axel Einarsson fæddist 15. ágúst 1931 í Reykjavík, sonur hjónanna Einars Baldvins Guðmundssonar hrl. og Kristínar Ingvarsdóttur. Axel lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1951 og prófi í lögfræði frá Háskóla Islands árið 1956 og framhaldsnámi í sjó- rétti við Lundúnaháskóla 1957. Að námi loknu hóf Axel störf við mál- flutningsskrifstofu föður síns og félaga hans. Axei varð meðeigandi að þessari stofu árið 1968. Áxel Einarsson var ávallt mikill áhugamaður um íþróttir og eflingu íþróttahreyfingarinnar á Islandi, enda stundaði hann mikið íþróttir sem ungur maður. Á fyrsta árs- þingi Handknattleikssambands Islands, sem haldið var í Reykjavík, 18. október 1958, var Axel Einars- son kosinn í stjórn HSI. Sama ár var Axel einnig kosinn í stjórn Knattspyrnusambands íslands og vann að eflingu knattspymuíþrótt- arinnar í stjórn KSI árin 1958—1967. Axel starfaði af mikl- um áhuga í stjórn Handknattleiks- sambandsins í samfellt tólf ár eða til ársins 1970 og var Axel formað- ur HSÍ árin 1967—1970. Axel vann með félögum sínum að eflingu handknattleiksíþróttarinnar á Is- landi og útbreiðslu hennar um allt land. Á þessum árum var einnig lagður grunnur að öflugum sam- skiptum við erlendar þjóðir á sviði handknattleiksíþróttarinnar, gilti það jafnt um félagslið sem landslið. Hafnar voru markvissar æfingar landsliða okkar í handknattleik og mikil rækt lögð við þjálfun yngri landsliða pilta og stúlkna, þannig að Island gæti ávallt verið í fremstu röð handknattleiksþjóða. Landslið okkar í handknattleik unnu margra glæsilega sigra á þessum árum. Má þar nefna Norðurlandameist- aratitil kvenna árið 1964, Norður- landameistaratitil pilta árið 1970, sjötta sætið í A-heimsmeistara- keppni karla árið 1961 og fyrsta sigurinn í handknattleik yfir Dönum árið 1968, þegar landslið okkar sigraði silfurlið Dana frá HM 1967 með 15 mörkum gegn 10 í Laugar- dalshötlinni. Undirritaður hafði þá ánægju að kynnast Axel Einarssyni ungur að árum og var valinn til að leika í landsliði íslands í hand- knattleik í fyrsta sinn árið 1966. Það var mér og öðrum íþróttamönn- um góð lífsreynsla að kynnast störfum Axels og festu í samskipt- um við forystumenn handknatt- leikssambanda erlendra þjóða. Þótt stundum hafi íslenska landsliðið, þá sem síðar, átt við sterkan and- stæðing að etja á leikvellinum, eins og heimsmeistara í handknattleik, þá lærðum við, að enginn leikur er tapaður fyrir fram og sigurvon ekki úti, fyrr en blásið er til leiksloka. En forsendan fyrir árangri væri að æfa ávallt vel og markvisst og und- irbúa sig sem best fyrir hveija keppni. Við áttuðum okkur á því, að þessi markmiðsstefna gildir á fleiri sviðum en íþróttum. Axel Einarsson naut mikillar virðingar hjá forystumönnum Al- þjóðahandknattleikssambandsins svo og erlendra handknattleikssam- banda. Axel var jafnan talinn ákveðinn, rökfastur en sanngjarn í viðræðum við þessa aðila. Stjórnar- menn HSÍ á seinni árum eiga Axel og félögum hans í stjórn HSI mikið að þakka, hvað samskipti hand- knattleiksmanna við erlendar þjóðir hafa farið fram á sanngjarnan og gagnkvæman hátt. Axel Einarsson átti sæti í stjórn nokkurra íslenskra stórfyrirtækja eins og Eimskipafélags Islands hf., Flugfélags íslands hf. og Flugleiða hf., sem starfa á alþjóðlegum vett- vangi. Má telja víst að þekking Axels og reynsla í viðskiptum við forystumenn í fremstu röð á íþrótta- sviðinu hafi verið honum góð undirstaða til að takast á við verk- efni á vettvangi alþjóðlegra við- skipta, þar sem þekking, reynsla og markviss vinnubrögð skila árangri eins og á sviði íþrótta. Á sama hátt naut handknattleiksí- þróttin góðs af reynslu Axels og þekkingu á sviði lögfræði og við- skipta til að efla þessa íþróttagrein. Stjórn Handknattleikssambands Islands og aðrir áhugamenn um eflingu íþrótta á íslandi færa frú Unni Óskarsdóttur, börnum þeirra hjóna svo og öllum ættingjum þeirra og vinum innilegustu samúðar- kveðjur. Fyrir hönd Handknattleiks- sambands Islands, Jón Hjaltalín Magnússon Fráfall Axels Einarssonar, hæstaréttarlögmanns, kom þeim er til hans þekktu á óvart. Reyndar hafði hann veikzt alvarlega fyrir nokkrum misserum, en virtist hafa náð sér að fullu og kenndi sér ekki meins. Eftir veikindin gekk Axel að störfum sínum sem fyrr með þeirri alúð sem var honum í blóð borin, allt til þess dags er kallið kom. Axel var sonur hjónanna Einars B. Guðmundssonar hrl., og Kristín- ar Ingvarsdóttur og elstur þriggja barna. Axel kvæntist skólasystur sinni, Unni Óskarsdóttur, árið 1956 óg eignuðust þau fjögur börn: Kristínu f. 1958, Svanhvíti f. 1960, Einar Baldvin f. 1965 og Óskar Þór f. 1973. Kynni okkar Axels voru löng. Við kynntumst fyrst í Menntaskól- anum í Reykjavík, en þaðan varð hann stúdent árið 1951. Seinna höguðu atvikin því þannig að við unnum mikið saman. Að loknu lög- fræðinámi árið 1957 réðst hann sem fulltrúi á málflutningsskrifstofu, sem faðir hans rak þá í félagi við Guðlaug Þorláksson og Guðmund Pétursson, en Axel varð meðeigandi árið 1968. Einar faðir hans var lög- maður ISAL fyrstu starfsár fyrir- tækisins, en er Einar féll frá árið 1974 tók Axel við því starfi og gegndi til dauðadags. Einar faðir hans er mér minnisstæður sem sér- stakt Ijúfmenni og um þá feðga má með sanni segja að þar fóru sæmdarmenn. Störfum sínum fyrir ISAL skilaði Axel ávallt vel og voru þau ósjaldan vandasöm. Oft reyndi mjög á hæfni hans í vinnu við flókna samninga. 13 Fyrir kom að við sátum saman langa og lýjandi samningafundi og urðu mér þá vel ljósir kostir og hæfileikar hans. Áberandi þáttur í fari Axels var að hann var alltaf mjög jákvæður og hann hafði þann fágæta kost að vera ávallt í góðu skapi. Þetta tvennt hygg ég að hafi ráðið miklu um hve farsæll Axel var í starfí og að eftir honum var sótzt til ýmissa trúnaðarstarfa, sem ég tíunda ekki hér. Væri hann beðinn að vinna verk á skömmum tíma, sem oft gerðist, færðist hann aldrei undan eða fann vankanta þar á, heldur sagðist mundu gera sitt bezta. Enda minnist ég þess ekki að nokkurn tíma stæði upp á Axel í samskiptum okkar. Eins og áður sagði veiktist Axel alvarlega fyrir um tveimur árum, er hann fékk snert af heilablæðingu og auk þess hjartaáfall. Hann náði sér eftir þessi áföll, en gerði sér þó ljóst að slíks mætti jafnvel vænta er minnst varði. Axel og kona hans, Unnur Óskarsdóttir, sem nú syrgir mann sinn, fluttust fyrir ári í veg- legt hús við Brekkugerði hér í borg og höfðu komið sér vel fyrir, en því miður naut Axel þess ekki lengi. I miðjum undirbúningi jólanna kom kallið, sem enginn fær um síðir vikizt undan að gegna. Að lokum sendi ég Unni, börnum og tengdabörnum mínar innilegustu samúðarkveðjur og konu minnar. Ragnar S. Halldórsson Það er dapurleg tilfinning að skrifa þessa jólakveðju, en ég veit að hið góða skap Axels leyfði aldr- ei að neinn væri dapur í nálægð hans og því vil ég minnast með nokkrum orðum hluta þeirra gleði- stunda, sem ég upplifði í návist hans. Á haustdögum 1944 hófum við nám saman í undirbúningsdeild Menntaskólans og fylgdumst síðan að til stúdentsprófs 1951. Þetta voru mikil gleðiár þar sem bæði var tekist á við nám og leik, einkum tókumst við á af hörku í handbolt- anum á Hálogalandi en aldrei bar skugga á vináttuna. Eftir háskóla- nám sitt í hvoru landi lágu leiðir saman á ný 1957 þegar við ákváð- um að hittast reglulega ásamt góðum bekkjarbræðrum og spila á spil. En áhugi okkar á handbolta var ekki úr sögunni og nú ákváðum við að vinna saman að stofnun og framgangi handknattleikssam- bandsins og stóð það starf í meira en heilan áratug. Mér eru minnis- stæðar góðar ferðir með landsliðinu á árunum 1959—1970, þar sem við fengum bæði að upplifa sigra og ósigra en ávallt tókst Axel að sjá björtu hliðamar á árangrinum. Eftir að þessu nána samstarfi lauk hef ég átt því láni að fagna að hitta hann reglulega við spila- mennsku og á öðmm gleðistundum. Er mér afmælisdagur Axels í sumar sérstaklega minnisstæður, það var bjart yfir öllu þann dag á hans fal- lega heimili og í fjölskyldunni. Það er með sárum söknuði sem ég kveð; ég þakka vjnáttu hans og allar gleðistundirnar með honum og bið Guð að varðveita Axel og veita ástvinum hans huggun. Rúnar Bjarnason Fréttin um andlát Axels Einars- sonar nú skömmu fyrir jólahátíðina kom sem reiðarslag yfir vini hans og samstarfsmenn. Fallinn er í val- inn lángt um aldur fram einn af mætustu og virtustu lögfræðingum íslands. Að loknu námi í lögfræði við Háskóla Islands og framhaldsnámi í sjórétti við háskólann í London, hóf Axel störf við málflutnings- stofu, er faðir hans, Einar B. Guðmundsson hrl., og félagai- hans ráku í Reykjavík. Sú skrifstofa sinnti ýmsum lög- fræðistörfum fyrir Flugféiag Is- lands og það kom því í hlut þein-a feðga að vera stjóm Flugfélags ís- lands til ráðuneytis og aðstoðar í umfangsmiklum undirbúningsstörf- um í sambandi við fyrirhugaða sameiningu Flugfélags íslands og Loftleiða í nýtt félag, Flugleiðir. Allt frá þeim tíma hafa Axel SJÁ BLS. 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.