Morgunblaðið - 28.12.1986, Blaðsíða 48
48
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. BESEMBER 1986
Reykvíkingar
Verslið víÓ
vana menn
Flugeldamarkaöir:
Skátabúðin við Snorrabraut
Fordhúsið, Skeifunni
Bifreiðar og landbúnaðarvélar,
Suðurlandsbraut 12
Verslunarmiðstöðin Mjódd, Breiðholti
Seglagerðin Ægir, Örfirisey
Mazdahúsið, Fosshálsi 1
Við Miklagarð
Við Staldrið, Breiðholti
Við Þjóðarbókhlöðuna, Melatorgi
Hjálparsveit skáta
Reykjavík
5
Fáskrúðsfj ör ður:
Næg atvinna og bygginga-
framkvæmdir að hefjast
Fáskrúðsfirði.
HÉR var undirbúningur jóla með
hefðbundnum hætti, sett voru
upp sex jólatré í bænum og er
það heldur fleiri en áður hefur
verið. Veður var gott síðustu
daga fyrir jól eftir heldur risjótt
tíðarfar í desember, færð á veg-
um góð og fólk notaði sér það
MÍR:
Þrjár fræðslu-
myndir frá
Sovétríkjunum
Sunnudaginn 28. desember kl.
16.00 verða sýndar þrjár
fræðslumyndir frá Sovétríkjun-
um í bíósal MÍR að Vatnsstig 10
og verða þær allar með skýring-
um á íslensku.
Ein myndanna lýsir framförum á
sviði iðnaðar í Sovétríkjunum, önn-
ur ijallar um sovéska afreksmenn
í íþróttum sem komið hafa frá
sveitahéruðum landsins og þriðja
myndin er frá Vestur-Síberíu. Að-
gangur að kvikmyndum MIR er
ókeypis og öllum heimill.
Jólahraðskák-
mót Taflfélags
Kópavogs
HIÐ árlega jólahraðskákmót
Taflfélags Kópavogs verður
haldið í dag, 28. desember, kl.
14.00 í Kópavogsskóla.
Vegleg verðlaun verða í boði á þessu
skákmóti og hefst mótið eins og
áður segir kl. 14.00.
(Fréttatilkynning)
óspart notað til að ferðast til
nágrannabyggðarlaga til að
versla og hitta kunningja.
Hér var opnuð ný verslun er hlaut
nafnið Brekkubær, þar er verslað
með fatnað og hljómflutningstæki.
Verkalýðs- og sjómannafélag
Fáskrúðsfjarðar efndi til matar-
veislu fyrir sjómenn á dögunum,
með þátttöku ýmsra fyrirtækja í
sjávarútvegi.
Sunnudaginn 21. desember voru
haldnir nemendatónleikar í kirkj-
unni á vegum Tónskóla Fáskrúðs-
§arðar, skólastjóri skólans er Árni
Isleifsson. Kirkjukór Fáskrúðsíjarð-
arkirkju stóð fyrir aðventukvöldi er
þótti takast vel og var það vel sótt.
Næg atvinna hefur verið hér allt
þetta ár, nú er annar skuttogari
Hraðfrystihúss FáskrúðsQarðar til
gagngerar endurbóta, fer sú fram-
kvæmd fram í Póllandi og er
ráðgert að því ljúki í mars.
Fyrri hlutann í desember voru
afhentar fjórar íbúðir í verka-
mannabústöðum, þar af tvær nýjar
sem var seinni áfangi í raðhúsi sem
i eru fimm íbúðir. Ráðgert er að
hefja framkvæmdir við sjö íbúðir
til viðbótar, en óvíst er um þær.
Nú virðist vera kominn hugur í fólk
að he§a byggingu húsa á eigin
vegum, en mjög lítið hefur verið
byggt á síðustu sex árum.
Fyrir nokkru var reist hér timb-
urhús á einni hæð, er það Þorsteinn
Bjarnason byggingaverktaki sem
fengið hefur úthlutað þrem lóðum
er hann ætlar að byggja hús á.
Unnið hefur verið að byggingu
dvalarheimilis fyrir aldraða hér og
hafa til heimilisins borist stórgjafir
svo sem frá Kaupfélagi Fáskrúðs-
fírðinga 1 milljón, frá Samtökum
kvenna um öldrunarmál um 500
þúsund auk þess sem Lionsklúbbur
Fáskrúðsfjarðar afhenti 300 þús-
und sem fara í innréttingar í eldhús
íbúðanna. Ráðgert er að íbúðimar
verði tilbúnar í maí á næsta ári.
Albert
Jólaskemmt-
un fyrir börn
stúdenta og
starfsfólks
Háskólans
FÉLAG _ guðfræðinema við Há-
skóla íslands stendur fyrir
árlegTÍ jólaskemmtun fyrir börn
stúdenta og starfsfólks Háskól-
ans í dag, sunnudaginn 28.
desember.
Að þessu sinni verður skemmtun-
in haldin í matsal Félagsstofnunar
stúdenta við Hringbraut og hefst
hún kl. 15.00. Að venju verður
dansað í kring um jólatréð, jólalög-
in sungin og von er á jólasveinum
í heimsókn, væntanlega með sitt
af hverju í pokahorninu.
Stúdentar, kennarar og annað
starfsfólk Háskóla íslands er hvatt
til að fjölmenna með bömin sín á
skemmtunina og rétt er að taka það
fram að aðgangur er ókeypis.
Sýning KR-
flugelda
KR-flugeldar halda sína árlegu
flugeldasýningu á KR-svæðinu
við Frostaskjól í dag kl. 17.30.
Að venju verður vandað til sýn-
ingarinnar og vom sýningargripirn-
ir fluttir inn sérstaklega frá
Vestur-Þýskalandi.
Ástæða er til að benda á að sýn-
ingin sést best frá Flyðrugranda
og Kaplaskjólsvegi.
Sýningin hefst eins og fyrr segir
kl. 17.30.