Morgunblaðið - 28.12.1986, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.12.1986, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1986 31 4- I Flugslysið í Saudi Arabíu: Fimm öfgasamtök lýsa ábyrgð á hendur sér - Oljóst hvað gerðist og hverjir voru að verki Dhahran, AP. FIMM öfgamannasamtök írana eða manna, sem sækja eftir hand- leiðslu til íran, sögðust hafa staðið á bak við ætlað rán írask- rar farþegaþotu, sem brotlenti við afskekktan eyðimerkurflug- völl með þeim afleiðingum að 62 menn biðu bana. Fregnum bar ekki saman um hvað í raun og veru gerðist, um fjölda þeirra, sem voru um borð í þotunni, tölu látinna eða hve marg- ir flugræningjarnir voru. Því var haldið fram í Beirút að orrustuþotur frá Saudi Arabíu hefðu neytt þotuna, sem var af gerðinni Boeing-737, til að lenda og að margir hinna látnu hefðu beðið bana er hermenn hefðu ráðist til uppgöngu í flugvélina. Embættismaður í Saudi Arabíu sagði hins vegar að flugmennimir hefðu skýrt frá bilunum í tækjum flugvélarinnar og að þeir þyrfu að lenda. Flugvélin hefði síðan skollið í jörðina einum kílómetra frá eyði- merkurflugbrautinni í Arar. Við það Bandaríkin: Ráðgjafi skipaður í vopnasölumálinu Washington, Reuter. RONALD Reagan, Bandaríkja- forseti, hefur skipað sérstakan ráðgjafa til að skipuleggja og stjórna tilraunum Hvíta hússins til að -upplýsa vopnasöluna til Irans. Reagan fór í gær í vikufrí til Kaliforníu þar sem hann verð- ur um áramótin. David Abshire, sérfræðingur í utanríkismálum og fyrrum sendi- herra Bandaríkjanna hjá Atlants- hafsbandalaginu, var í fyrradag fengið það starf að samræma til- raunir Hvíta hússins til að komast til botns í vopnasölumálinu og greiðslunum til skæruliða í Nic- aragua. í tilkynningu frá Hvíta húsinu sagði, að Abshire ætti að sjá til, að þingnefndir fengju þau svör, sem þær óskuðu eftir, og myndi hann í þvi efni hafa fullan stuðning allra ráðamanna í Hvíta húsinu. Mun Abshire heyra beint undir forsetann og skýra honum jafnharðan frá gangi mála. Reagan og Nancy, kona hans, . fóru í gær til Kaliforníu en það er vani þeirra að fagna þar áramótun- um með vinum og vandamönnum. hefði hún brotnað í tvennt og eldur kviknað um borð. Jórdönsk yfirvöld héldu því fram að 95 menn hefðu verið um borð og 30 þeirra hefðu komizt lífs af. Vamarmálaráðuneytið í Saudi Arabíu sagði hins vegar að 107 hefðu verið um borð, 91 farþegi og 15 manna áhöfn. Hefðu 62 menn beðið bana. Jórdaníumaðurinn Salim Abdel Dado, sem var farþegi í þotunni, sagði 9 menn, þ.á m. öryggisverðir í áhöfn þotunnar, hafa tekið þátt í fjögurra til fimm mínútna skot- bardaga um 20 mínútum fyrir brotlendinguna. Tvær sprengjur hefðu spurngið meðan á bardagan- um stóð. Þotan var á leið frá Bagdað, höfuðborg Iraks, til Amman í Jórd- aníu. Jórdanskur embættismaður hélt því fram að tveir íranir hefðu gert tilraun til þess að ræna þo- tunni. Annar þeirra hefði fallið í skotbardaga við öryggisverði og hinn beðið bana í brotlendingunni. Salim Abdel Dado sagði hins vegar að ræningjamir hefðu verið fjórir og að tveir þeirra hefðu beðið bana. Utvarpið í Bagdað sagði mennina hafa verið tvo. Hefðu þeir flogið til Bagdað frá Belgrað í Júgóslavíu og farið um borð í írönsku þotuna sem biðfarþegar og því sloppið við strangt öryggiseftirlit. í yfirlýsingu, sem ríkisstjór Saudi Arabíu sendi frá sér, sagði að þotan hefði farizt í nauðlendingu. Ekki var minnzt á flugrán í yfirlýsingunni. Loks sögðu áreiðanlegar heimildir í Amman í Jórdaníu að a.m.k. einn flugræn- ingjanna hefði lifað lendinguna af og hefði hann sagt við yfírheyrzlur að neyða hefði átt flugvélina til að fara til Damaskus í Sýrlandi og síðan til Teheran, höfuðborgar Iran. GENGIS- SKRANING Nr. 244 - 23. desember 1986 Kr. Kr. Toll- Ein.Kl. 09.15 Kaup Sala gengi Dollari 40,610 40,730 40,520 St.pund 57,879 58,050 58,173 Kan.dollari 29,506 29,593 29,272 Dönsk kr. 5,4147 5,4307 5,4225 Norsk kr. 5,3978 5,4137 5,3937 Sænsk kr. 5,8915 5,9089 5,8891 Fi. mark 8,3354 8,3600 8,2914 Fr.franki 6,2443 6,2628 6,2492 Belg. franki 0,9848 0,9878 0,9846 Sv.franki 24,4344 24,5066 24,5799 Holl. gyllini 18,1254 18,1790 18,1135 V-þ. mark 20,4891 20,5496 20,4750 Ít.líra 0,02954 0,02962 0,02953 Austurr. sch. 2,9101 2,9187 2,9078 Port escudo 0,2739 0,2747 0,2747 Sp.peseti 0,3030 0,3039 0,3028 Jan.ven 0,24956 0,25030 0,25005 Irsktpund 55,709 55,873 55,674 SDR (Sérst.) 49,1443 49,2892 48,9733 ECU, Evrópum. 42,63643 42,7624 42,6007 Belg. franki 0,9740 0,9769 Sovétríkin: Námaslys í Úkraínu Líklegt talið, að margir hafi farist Moskvu, AP, Reuter. NÁMASLYS varð í Úkraínu í Sovétríkjunum á miðvikudag, aðfangadag jóla, en ekki hefur verið skýrt frá hve margir menn fórust. Sovéskir fjölmiðlar hafa sagt, að „manntjón" hafi orðið þegar mikil gassprenging varð í Yasinovskaya- Glubokaya-kolanámunni í Úkraínu en engar upplýsingar hafa verið gefnar um fjölda látinna. í sjón- varpinu sagði, að sprengingin hefði orðið rétt fyrir hádegi á aðfangadag og að íbúar námabæjarins Makey- evka syrgðu nú þá, sem látist hefðu í slysinu. Miðstjórn kotpmúnistaflokksins og sovéska stjómin tilkynntu um slysið og þykir það benda til, að margir hafi farist. Alexander Lyashko, forsætisráðherra Úkr- aínu, hefur verið skipaður formaður nefndar, sem á að rannsaka slysið, og sagði hann í sjónvarpsviðtali, að hið opinbera myndi koma aðstand- endum hinna látnu til hjálpar. Að undanfömu hefur sú breyting orðið á í Sovétríkjunum, að farið er að skýra frá slysum og öðram atburðum, sem áður var þagað um. Sovétríkin: Drykkjuskapur fer minnkandi f Moskvu, AP. SOVÉSKA fréttastofan Tass sagði í gær að sala á áfengum drykkjum hefði minnkað um 40 prósent fyrstu ellefu mánuði þessa árs. í tilkynningu fréttastofunnar sagði að tekjutap ríkissjóðs sökum þessa hefði skilað sér til baka þar sem dregið hefði úr glæpum og slys- um auk þess sem verkamenn hefðu mætt betur til vinnu sinnar. Sala á ávaxtadrykkjum og gosi var sögð hafa aukist að sama skaþi. Gorbachev Sovétleiðtogi hratt af stað herferð gegn drykkjuskap landa sinna í mai á síðasta ári. Dregið var stórlega úr framleiðslu áfengis auk þess sem opnunartímar áfengisverslana og veitingastaða vora takmarkaðir. Samkeppni Alafoss um hönnun á handprjóna- peysum. Ágæti þátttakandi: Við höfum ákveðið að verða við þeim fjölmörgu áskorunum sem við höfum fengið og framlengja skila- frest til 20. janúar n.k. Okkur þykir leitt að þurfa að fresta verðlaunaaf- hendingu og vonum að þessi dráttur valdi ekki óþægindum. Þeir sem vilja slást í hóp- inn geta fengið nánari upplýsingar hjá hand- prjónadeild Álafoss í síma 666306. Með bestu kveðjum og óskum um gleðileg jól. ^llafoss Pósthólf 1615 121 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.