Morgunblaðið - 28.12.1986, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.12.1986, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1986 27 Héldum dauðahaldi í uppblásna loftsúluna og spyrntum í botn bátsins - sagði Anton Sigþórsson viðgerðarmaður á Suðurlandinu ANTON Sigþórsson gegndi stöðu viðgerðarmanns í vél á Suður- landinu. Hann er búinn að starfa í fjögur ár hjá Nesskip; á Akranes- inu, Vesturlandinu og nú síðast á Suðurlandinu. „Ég var kominn í koju og var að lesa í bók þegar ég fann að skip- ið var farið að hallast á bakborða,“ sagði Anton. „Þá fór ég í buxur og treyju og hélt upp í brú til að athuga málið. Þá skipti engum tog- um að skipið var hreinlega að leggjast á hliðina og engin tími til þess að fara aftur niður í klefa og í önnur föt. Það var því ekkert annað að gera en bíða þess sem verða vildi. Við settum björgunarvesti á okk- ur og síðan höfum við líklega verið um það bil 15 til 30 mínútur um borð í skipinu áður en því hvolfdi. Þegar kom að því skullu tvö ólög á skipið þar sem ég var staddur og björgunarvestið tættist í sundur en ég lenti í sjónum og skolaði hrein- lega burt frá skipinu. Ég sá gúmbátinn í fjarska og synti að honum. Nonni stýrimaður dröslaði mér um borð og við hjálpuðumst síðan að við að tosa liðið upp í bát- inn. Það furðulega er að ég varð aldr- ei hræddur. Að vísu var ég dálítið smeykur fyrst þegar maður vissi ekkert hvað var að gerast, hvort skipið myndi sökkva eða ekki, en þegar út í þetta var komið hvarf hræðslan og ég var ákveðinn í því að deyja ekki. Mér fannst ég hafa það alveg á tæru og sérstaklega eftir að Nimrodinn kom. Þetta var fyrst og fremst spuming, fannst mér, um að þrauka og gefast ekki upp. Lengi vel fann ég ekki fyrir kuld- anum, eiginlega ekki fyrr en ég kom í þurra bátinn eftir liðlega 10 tíma volk í laskaða bátnum. En það var erfítt að standa af sér sjóina í lask- aða bátnum og við félagamir héldum dauðahaldi í uppblásnu loftsúluna undir þaki bátsins og spyrntum í botn bátsins þegar ólög- in riðu yfir. Ég var sérstaklega illa klæddur en ég vafði álpoka um höfuð og hendur til þess að fá einhveija vöm. Ég var aðeins í þunnri peysu og berfættur, missti inniskóna þegar ég fór í sjóinn. Þetta er hrikaleg lífsreynsla en rosalegast er að sjá kunningja sína þurfa að lúta í lægra haldi í þess- ari baráttu," sagði Anton Sigþórs- son. -áj. Með 19 þúsund tunnur af sfld FARMUR Suðurlandsins var rúmar 19.000 tunnuraf saltsíld. Er það tæpur tíundi hluti þeirr- ar síldar sem samið var um sölu á við Rússa á liðnu hausti. Að sögn Einars Benediktsson- ar, aðstoðarframkvæmdastjóra Síldarútvegsnefndar, var verð- mæti farmsins um 70 milljónir króna. Hann var fulltryggður. Suðurlandið sigldi frá Grindavík austur með ströndinni og lestaði síld í vinnslustöðvum. Síðasti viðkomustaður skipsins var Reyðarfjörður, þaðan sem siglt var úr höfn á Þorláksmessu. Systurskip Suðurlandsins, Urriða- foss, lagði af stað með jafn stóran farm á sunnudagskvöld og var væntanlegt til Murmansk um há- degi á föstudag. Skolaði útbyrðis í brot- sjó með björgiuiarbátnum - sagði Halldór Gunnarsson, fyrsti vélstjóri og Vélskólanemi, sem var í afleysingatúr HALLDÓR Gunnarsson 1. vélstjóri var í afleysingatúr í hinni örlagaríku ferð. Halldór er á síðasta ári í Vélskóla íslands og var þetta í fyrsta skipti sem hann vann á vöruflutningaskipi. Hann hefir áður verið talsvert á togurum. „Það einkennilega er,“ sagði hann, „að ég var aldrei hræddur, nema þann tíma, sem ég fór niður í vél til þess að hjálpa yfirvélstjór- anum, þegar skipið var farið að hallast verulaga mikið. Ég vissi að vélarrúmið var versti staðurinn til þess að vera á við þessar kring- umstæður. Þegar ég kom upp úr vélarrúminu fór ég að klæða mig, því það var ekkert annað að gera en að taka þessu. Ég var ekki búinn að slá því föstu að skipið færi niður; taldi enn von, en klæddi mig til öryggis." Halldór sagði að eftir þetta hefði atburða- rásin verið mjög hröð. Reyndi hann við annan mann að skjóta út björgunarbátnum, sem lenti á dekkinu. Þegar Halldór fór að reyna að leysa bátinn skolaði hon- um útbyrðis í brotsjó sem reið yfir skipið. „Ég hékk síðan á grindverki skipsins, aftantil, og þar fékk ég tvær miídar dýfur; holskeflur, sem rifu mig niður. En síðan komst ég frá skipinu og synti í nokkrar mínútur að gúmbjörgunarbátnum. Eftir að við vorum komnir um borð í björgunarbátinn var þetta auðvitað barátta upp á líf og dauða. Ég var staðráðinn í því að komast heim; ég ætlaði heim úr því að ég komst um borð í björgun- arbátinn og líklegast hefir þessi skapfesta haldið í mér lífinu. Ég get ekki sagt að ég hafi hugsað um neitt nema að halda lífi. Ég sat mikið úti á borðstokk gúmbjörgunarbátsins og beið eftir flugvél, því að ég vissi innra með mér að það kæmi flugvél. Ég gisk- aði á að það myndu líða fjórir til fimm tímar, en ég hafði innri vissu, sem éjg held að hafi dugað mér best. Eg bað með sjálfum mér og fór með bæn, sem stendur á hálsmeninu mínu,“ sagði Hall- dór Gunnarsson. -áj Þyrluáhöfn á Vædderen við gúm- björgunarbátinn sem Nimrod þotan kastaði niður til skipveija á Suðurlandi Lík eins skipveijanna á ms. Suð- urlandi borið frá borði Vædder- en í Þórshöfn í Færeyjum í fyrrinótt. Morgunblaðið/Ragnar Axelsson/Árni Sæbergf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.