Morgunblaðið - 28.12.1986, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.12.1986, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1986 Nýársmáltíð Við íslendingar getum kvatt árið sem er að líða með þakklæti. Árgæska hefur verið til lands og sjávar og deilur milli manna á þann veg að úr má bæta. Reykvíkingar taka nú senn niður öndvegissúlur þær, er staðið hafa á borgarmörkum allt þetta ár í tUefni 200 ára afmælis borgarinnar. Óhætt mun að fullyrða að á þessu ári hafa Reykvíkingar fundið sjálfa sig, fengið tilfinningu fyr- ir borginni sinni, og afmælishátiðin, sem þeir héldu sér og öllum landsmönnum, er bjartur ljósgeisli i minningunni. Þökk þeim sem að stóðu. Nýársóskin er sú, að brautir nýja ársins megum við menn- irnir ganga til hamingju og heilla. Gleðilegt nýár. 1786 1*86 Þvisœri-nn er veraldarsœnnn 0g sjálfur er vesturbuirinn^ heimur, sem kynslolir hlóðu, meb sálir, sem syrgja oggtéjjast^ og íáhr% serr? hittast og kvefyast á sfrónd hinrxtr miklu motiu. Tómas GudmuncLsson. © Þetta er svolítið fyrirhafnarsöm máltíð, en hvenær eig- um við að hafa mikið fyrir, ef ekki þegar við fögnum nýju ári. FORRÉTTUR Kryddsíld í jólakáli Handa 8 2 hausar jólakál 1 Iítil dós kotasæla 1 dl ijómi 6 dropar tabaskósósa 2 harðsoðin egg 4 kryddsíldarflök 8 fylltar ólífur (má sleppa) steinselja. 1. Þvoið kálið og þerrið. Setjið eitt stórt og annað lítið blað á 8 smádiska. 2. Blandið saman kotasælu, ijóma og tabaskósósu. 3. Harðsjóðið eggin, takið af þeim skurnina og kælið. Skerið í smábita. Setjið út í kotasælu/ijómann. 4. Hellið safanum af maísnum, setjið út í salátið. 5. Skerið flökin að endilöngu í mjóar ræmur. 6. Vefjið ræmumar upp. Raðið síðan uppvöfðum síldar- ræmunum ofan á salatið. 7. Skerið ólífumar í örþunnar sneiðar og setjið öðm megin á salatið í.stóm jólaskálsbátunum, en setjið stein- seljugrein á endann á litlu bátunum. Athugið: Ef þið viljið sleppa ólífunum, má setja steinselju- grein á báða bátana. Meðlæti: Litlar smurðar rúgbrauðssnittur. MILLIRÉTTUR Ananaskrap Handa 8 V2lítri ananassafi (juice) fæst í dósum 1 hálfdós ananaskurl (crushed pineapple) IV2 dl flórsykur safí úr ’Asítrónu rifínn börkur af 'Asítrónu 2 eggjahvítur hálf flaska hvítvín 8 msk. ananaslíkjör eða Grand Mamier 1. Setjið ananassafann, ananaskurlið og flórsykurinn í pott. Sjóðið við vægan hita í 30 mínútur. 2. Setjið rifínn sítrónubörkinn og sítrónusafann út. í. Hellið í skál. 3. Setjið hvítvínið saman við, hrærið vel saman. Setjið í frysti, hrærið í eftir 1 klst, setjið aftur í frysti í aðra klst. Hrærið þá aftur upp. Þetta á ekki að stíffijósa, en vera einsog krap, þegar búið er að hræra í því. 4. Þeytið eggjahvítumar og setjið saman við það sem er í skálinni. Hrærið í með gaffli. 5. Skiptið krapinu í 8 víð vínglös, setjið á fat, og setjið í frysti meðan þið emð að borða forréttinn. 6. Takið glösin úr frystinum, hellið líkjör yfir og berið fram. Setjið smáskeiðar í glösin. AÐALRÉTTUR Reykt svínaskinka með kryddi og- mandarínum Handa 8 2 kg léttreykt skinka án beina 1 peli hvítvín 1 msk. franskt milt sinnep 3 msk. brandy eða ódýrt koníak 2 msk. hunang 'Msk. pipar 2 sm biti fersk engiferrót (fæst víða), má nota duft 20-30 negulnaglar 100 g ijómaostur án bragðefna 4-5 mandarínur í laufum, negulnaglar eins margir og laufin em 8 heilar mandarínur 'Atsk. salt 'Adós sýrður tjómi 3 molar sultaður engifer (Stem ginger) eða 6 molar sykr- aður. Sultaður engifer fæst í matvörubúðum en sykraður í hnetubúðum. 1. Skerið pömna af kjötinu. Skerið síðan þvers og kmss í fítuvefinn þannig að þar myndist 3 sm reitir. - 2. Setjið kjötið í steikarpott eða ofnskúffuna og steiking- arpappír yfír. 3. Hellið hvítvíninu yfír kjötið. 4. Hitið bakaraofninn í 160° C, blástursofn í 140° C. Setjið kjötið í ofninn og hafíð í honum í 1 klst. 5. Blandið saman sinnepi, brandýi, hunangi, pipar og rifínni engiferrót. 6. Smyijið yfirborð kjötsins með hluta af þessu. 7. Stingið negulnagla í hom hvers reits. 8. Hækkið hitann á ofninum um 20° C, Setjið kjötið í ofninn aftur og steikið áfram í aðra klst. Penslið öðm hveiju með sinnepsblöndunni. 9. Takið kjötið úr pottinum og setjið á eldfast fat. 10. Setjið mandarínulauf í hvem reit á yfírborði kjöts- ins, festið með negulnöglum. Setjið kjötið aftur í ofninn, slökkvið á honum og hafíð hurðina opna. 11. Skerið smáhring neðan á mandarínumar, en takið hinn börkinn af. Þessi hringur á að halda mandarínunni saman. Flettið henni sundur í lauf, en látið hana hanga saman á barkarhringnum. 12. Meijið engifermolana með gaffli. Setjið saman við sýrða ijómann ásamt salti. Sprautið þessu inn í mandarín- urnar. 13. Raðið mandarínunum á brún fatsins og berið fram. 14. Hellið soðinu úr steikarpottinum í pott, hrærið ijóma- osti út í. Hellið síðan í sósuskál. Meðlæti: Soðnar kartöflur og grænmeti. ÁBÆTISRÉTTUR Ferskir ávextir með Grand Marnier eða eplasafa Handa 8 250 g frosin jarðarber 6 kívíávextir 3 epli 2 meðalstórir bananar 40 blá vínber 1 stjömuávöxtur (Carambol). Fæst í Hagkaup (má sleppa). 1 granatepli. 2 dl Grand Mamier eða eplasafi + örlítill sykur. 1. Afþíðið jarðarberin í kæliskáp. Skerið síðan í tvennt. 2. Stingið kjarnann úr eplunum og skerið þau í litla bita. 3. Afhýðið bananana og skerið í litla bita. 4. Skafið melónukjötið úr melónunni með teskeið. 5. Skerið vínberin í tvennt, fjarlægið steina. 6. Afhýðið kívíið, og skerið í þykkar sneiðar og hveija sneið í 4 hluta. 7. Setjið alla ávextina í skál. Hellið Grand Marnier eða eplasafa og sykri yfir. Látið standa í kæliskáp í 2 klst. 8. Skiptið jafnt í skálar. 9. Bijótið granateplið í sundur. Takið steina og aldinkjöt- ið sem þeim fylgir úr og stráið yfir skálamar. 10. Skerið stjömuávöxtinn í sneiðar, stingið einni stjömu í hveija skál. Athugið: Berið með þeyttan ijóma ef ykkur sýnist svo.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.