Morgunblaðið - 28.12.1986, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.12.1986, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1986 35 Jólatréð sem er gjöf frá vinabæ Stykkishólms í Noregi. Stykkishólmur: Jólatré frá Drammen í Noregi Stykkishólmi. MIÐVIKUDAGINN 17. des. var kveikt á hinu stóra og fagra jóla- tré sem Drammen í Noregi, vinabær Stykkishólms, sendi íbú- um hans fyrir jólin. Aður hafði þessi athöfn verið boðuð á þriðju- dag en þá var óveður og því slegið á frest. A miðvikudag var stillt veður og rétt fyrir athöfn- ina kom snjódrífa og gerði allt miklu jólalegra. Fjöldi fólks var mættur í Hólmgarð, skrúðgarð Hólmara, þar sem tréð hafði ver- ið reist og stóð albúið. Athöfnin hófst kl. 18 með því að Lúðrasveit Stykkishólms undir stjóm Daða Þ. Einarssonar lék ýmis lög og síðan kirkjukórinn und- ir stjórn Jóhönnu Guðmundsdóttur. Á dagskrá voru jólalög í miklum meirihluta. Þá tók Ellert Kristins- son oddviti til máls og veitti jólat- rénu viðtöku og bar fram þakkir fyrir rausnarlega og árvissa gjöf. Leiðrétting Nokkrar setningar féllu niður við birtingu greinar Boga Ingimarsson- ar í Morgunblaðinu sl. miðvikudag. Birtist sá kafli greinarinnar á ný. Hinar feitletruðu setningar féllu niður:“Ég er þeirrar skoðunar, að tómt mál sé að tala um Borgarspít- alann sem borgarstofnun eftir að hann er kominn á fjárlög ríkisins. Slík stofnun getur aldrei verið nein borgarstofnun. Myndu Revkvíking- ar sætta sig við það, að Strætis- vagnar Reykjavíkur, Vatnsveitan, Hitaveitan, Félagsmálastofnun o.fl. o.fl. yrðu sett á fjárlög ríkisins? Að vísu getur ríkið sagt: Við borgum ekki krónu í rekstrarkostnaði þess- ara stofnana en við borgum 90% í rekstri Borgarspítalans og því eðli- legt að rekstrarkostnaður hans sé ákveðinn á fjárlögum ríkisins. Þeg- ar ríkið hefur síðan einhliða ákveðið að setja Borgarspítalann á föst fjárlög er jafnframt eðlilegt að það beri ábyrgð á rekstri hans og sljórnun. Það er hins vegar ekki nauðsyn- legt að setja Borgarspítalannund- ir stjórn ríkisspítalanna, þ.e. Landspítalans o.fl., heldur ætti Borgarspítalinn að verða sjálfstæð ríkisstofnun. Smærri einingar eru miklu hagkvæmari heldur en stórar einingar, ekkert síður í opinberum rekstri en einkarekstri. Þannig fæst líka betri samanburður. Þessi leið útilokar það alls ekki, að hægt sé að samræma og gera rekstur stóru spítalanna í Reykjavík, þ.e. Lands- pítala, Landakotsspítala og Borg- arspítala, hagkvæmari. Þessir spítalar þjóna sjúklingum hvað- anæva af landinu, t.d. voru u.þ.b. 34% sjúklinga, sem vistuðust á Borgarspítala 1985 búsettir utan Reykjavíkur skv. upplýsingum úr ársskýrslu Borgarspítalans. Hann minntist þess einnig að nú væri kirkjukórinn senn á leið til Betlehem og myndi syngja þar um jólin og í förinni væru fleiri Hólmar- ar. Óskaði hann þeim góðrar ferðar. Eftir ræðu Ellerts voru ljósin tendr- uð á jólatrénu og lúðrasveitin lék þjóðsöng Norðmanna. Um það leyti bar að gesti kvöldsins, nokkra jóla- sveina í fallegum búningum með poka á baki og þá kom nú aldeilis fjör í barnahópinn sem þarna var mættur í tugatali. Andlitin ljómuðu bæði á ungum og öldnum. Þá má geta þess að Kvenfélagið Hringurinn hafði sölu á heitu kakói í húsi sínu þarna í garðinum og var það vel notað af viðstöddum. Bók um lífrænar lækningar KOMIN ER út hjá Iðunni bókin Heilbrigði og velliðan eftir dr. Paavo Airola. Arngrímur Arngrímsson þýddi. í kynningu forlagsins á bókinni segir: „Hér er fjallað um hvemig fæðuval, fjörefni, fasta, lækninga- jurtir og -böð og ýmsar aðrar óskaðlegar aðferðir stuðla að bættri heilsu, lengri og betri lífdögum. Fjallað er um flesta algengustu sjúkdóma og kvilla í vestrænum samfélögum og leiðir til að ráða bót á þeim með lífrænum lækningaað- ferðum, sem þrotlausar rannsóknir og reynsla hafa sannað að komi að gagni. Heilbrigði og vellíðan er ein besta handbók um lífrænar lækningar sem gefin hefur verið út. Læknar, vísindamenn, næringarfræðingar og fjölmargir áhugamenn hafa ein- róma lokið lofsorði á hana og hún hefur hlotið miklar vinsældir og víðtæka útbreiðslu um allan heim.“ Einingabréf III eru handhafabréf alltaf laus til útborgunar og gáfu á síðastliðnum 4 mánuðum 3297o ávöxtun. Með kaupum á hlutabréfum Hlutabréfasjóðsins hf, fyrir áramót lækkar þú tekjuskatt þinn á næsta ári. Opið til kl.12 gamlársdag Kaupþing hf. óskar landsmönnum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.