Morgunblaðið - 28.12.1986, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1986
WILLIAM
HURT
„Hann er tauga
veiklaður enda
kemurhannfrá
Bandaríkjunum,
landi sem elur af sér
taugaveiklað fólk,“
segir kvikmynda-
Ieikstjórinn Hector
Babenco um vin sinn
William Hurt.
William Hurt er óvenjulegur
leikari í þeim skilningi að hann
kýs að leika í aðeins þeim myndum
sem hann telur merkilegar, hann
velur einungis þau hlutverk sem
gera kröfur til hans sem leikara.
Hann getur ekki hugsað sér að
leika í mynd sem ekkert reynir á
listræna hæfíleika hans og kom
það berlega í ljós þegar brasilíski
leikstjórinn Hector Babenco bauð
honum að leika hommann Molina
í „Kossi köngurlóarkonunnar".
Hurt hafði fengið þijú gimileg til-
boð frá Hollywood og loforð um
eina milljón dala fyrir hveija
mynd, en hann kaus frekar að
leika hommann Molina „fyrir örfá-
ar krónur“, eins og Babenco sagði
sjálfur.
Lífið er ekki svart og
hvítt, heldur grátt
Hann er heimsþekktur en sjálf-
. ur segist hann ekki vera nein
stjama úr himinhvolfi Hollywood,
veit ekki einu sinni hvað það er.
Hann spratt fram á sjónarsviðið
árið 1980, þrítugur að aldri, þegar
hann lék í mynd Kens Russell,
„Altered States". Það er harla
óvenjulegt að leika aðalhlutverk í
sinni fyrstu kvikmynd. Síðan hefur
hann leikið svo að segja í einni
mynd á ári: hann lék á móti Kat-
hleen Tumer í „Body Heat“ eftir
Lawrence Kasdan árið 1981; árið
eftir lék hann með Sigoumey
Weaver í „Húsverðinum" (ýmist
kölluð The Janitor eða Eyewit-
ness) eftir Peter Yates; tók aftur
saman við Kasdan árið 1983 þegar
- þeir og sex aðrir leikarar sömdu
óð til 68-kynslóðarinnar, „The Big
Chill"; tvö ár liðu þar til „Koss
köngurlóarkonunnar" var frum-
sýnd í Cannes og Hurt var kosinn
besti karlleikari hátíðarinnar og
hlaut Óskarinn fyrir sömu mynd
nákvæmlega ári síðar; og svo lék
hann í kvikmyndaútgáfunni af
„Children of a Lesser God“, leikrit-
inu sem sýnt var í Iðnó undir
heitinu „Guð gaf mér eyra“. Sam-
býliskona Hurts leikur heymar-
lausu stúlkuna í myndinni. Og
hann hefur nýverið lokið við að
leika í mynd sem nefnist „Destiny"
undir stjóm Gregory Nava og var
' tekin að mestu í Austur-Evrópu.
Það verður því vart annað séð
en að William Hurt sé eftirsóttur
meðal handritshöfunda og kvik-
myndaskálda, þrátt fyrir orðið sem
fer af honum sem óstýrilátum
manni, leikara sem gerir tak-
markalausar kröfur um listræna
nákvæmni. Slíkir menn eru ekki
vel séðir á öllum bæjum, enda er
það eftirtektarvert hvað Hurt sæk-
ir mikið út fyrir Hollywood.
Lawrence Kasdan, sem er einn
besti vinur Hurts, segir að William
Hurt sé mjög hlédrægur, nánast
feiminn, en telur jafnframt að í
slíkum leikurum (DeNiro er alveg
eins) búi gífurleg orka sem fái
stórkostlega útrás í leiklistinni.
Hurt forðast sviðsljósið og veitir
sjaldan blaðaviðtöl. Hann sér ekki
Hurt lék eiturlyfjasjúkling
í „The Big Chill“ eftir
Lawrence Kasdan, einni
merkustu kvikmynd siðari
ára.
tilgang í þeim. Hann veitti þó
bandaríska kvikmyndatímaritinu
American Film viðtal síðastliðið
sumar og í því tjáði hann sig um
Ieiklist.
Hurt hefur ákveðnar skoðanir á
leiktækni. Hann segist aldrei fara
inn í persónuna sem hann leikur
(eins og DeNiro gerir), því það sé
sjúklegt, hann sé ekki kleyfhugi.
Hann segist einungis túlka
ákveðnar persónur sem hann telur
að eigi sér enga stoð í raunveru-
leikanum. Hann er miklu snoknari
fyrir utangarðsmönnum.
„Það er miklu heiðarlegra að
mínu mati,“ segir hann. „Það er
sama hvar í heiminum þig ber nið-
ur, þú sérð aðeins jarðbundið fólk.
Ég vil ekki gera fólk stærra en
það er. Ég get, samvisku minnar
vegna, ekki túlkað ménn sem
handritshöfundur hefur magnað
upp, stækkað og gert óraunveru-
lega. Lífíð er ekki bara svart og
hvítt. Lífíð er grátt. Mikið hlýtur
lífíð í svörtum og hvítum heimi
að vera dapurt. Mér líður best
William Hurt og Kathleen
Turner léku saman í „Body
Heat“ eða Blóðhita eins og
hún nefndist á íslensku.
þegar enginn þekkir mig, þegar
ég get gengið um götur með gler-
augun mín, ógreitt hár, í snjáðum
gallabuxum. Ég er eins ólíkur
Burt Reynolds og hugsast getur.“
Trúverðugfar
persónur
Hector Babenco vildi fá öldung-
inn Burt Lancaster til að leika
hommann Molina í „Kossi köng-
urlóarkonunnar" en Burt var
veikur, svo Babenco datt William
Hurt í hug, enda var hann þá
nýbúinn að lesa stórmerkilegt við-
tal við hann í Rolling Stone.
Babenco og Hurt hittust, ræddu
saman um bókina sem myndin er
byggð á, og þá var ekki aftur
snúið. Babenco sagði síðar að þeir
Hurt væru ótrúlega líkir að eðlis-
fari, hann væri að vísu dálítið of
taugaveiklaður fyrir sinn smekk,
en það væri skiljanlegt þar sem
Hurt kæmi frá Bandaríkjunum.
„Það var ekkert furðulegt þótt
Babenco vildi fyrst fá Burt Lanc-
aster og síðan mig þegar Lancast-
er veiktist," segir Hurt.
„Aldursmunurinn skiptir engu, því
myndin fjallar um persónur
(homma og uppreisnarmann) sem
er að finna í öllum löndum heims,
það er að segja myndin fjallar um
mannlegt eðli. Molina getur verið
tvítugur, þrítugur eða fertugur,
og því ekki sjötugur? Það sama á
við um samfanga hans, Valentín.
Það skiptir í rauninni heldur ekki
máli hvort annar þeirra er hommi.
Myndin fjallar um mannskepnuna