Morgunblaðið - 28.12.1986, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1986
M-
UU UEIMI UVIUMyNUANNA
Oliver Stone gerir blóðuga
mynd um Víetnamstríðið
Gere og Basinger í glæpamynd, sem
ætti að falla áhorfendum í geð
\
Nýjasta myndin sem Richard
Gere leikur í er ein af jólamyndun-
um vestur í Bandaríkjunum og
heitir Engin miskunn (No Mercy).
Þafi er glæpamynd og mótleikari
hans er Kim Basinger sem síðast
lék á móti Mickey Rourke í Níu og
hálf vika.
Leikstjóri myndarinnar er Rich-
ard Pearce en hann hefur ekki
fengist við glæpamyndir áður held-
ur þvert á móti. Fyrri myndir nans
eru Country; um raunir amerískrar
bóndafjölskyldu, Heartland; um
frumbyggja í Ameríku og Thres-
hold; um ólöglega hjartaígræðslu.
Engin miskunn er um morðingja
og ástríðufullt ástarsamband.
„Þetta er svona sunnudags-
bíómynd, fyrir fólk sem lýkur
helginni í rólegheitum í bíó og
skemmtir sér,“ segir Pearce.
* Hvað var það sem fékk hann til
að gera glæpamynd? „Ég hafði
aldrei gert mynd eins og þessa
áður og sem leikstjóri þarf maður
alltaf að vera á hreyfingu," segir
hann. „Maður má ekki festa sig í
neinu ákveðnu . . . Ef ég hefði
ekki gert svona mynd fljótlega
hefði ég farið að halda að ég væri
hræddur við að gera hana.“
Pearce talar um að þegar gerð
væri afþreyingarmynd eins og
Engin miskunn væri mikið lagt upp
úr viðbrögðum áhorfenda. Hann
og framleiðandinn, D. Constantine
Conte, treystu mjög á áhorfenda-
kannanir við gerð þessarar
myndar, en það er nokkuð sem æ
fleiri notfæra sér. Kannanirnar eru
allt frá því að sitja í herbergi með
fólki sem valið hefur verið af
handahófi og fylgjast með við-
brögðum þeirra við myndinni til
þess að eiga viðskipti við fyrirtæki
eins og Forsýningar í Los Angeles,
sem skráir niður og greinir við-
brögð áhorfenda á sýningu —
meira að segja geta áhorfendurnir
greint frá tilfinningum sínum um
leið og þeir upplifa þær.
Það eru ekki allir á eitt sáttir
um ágæti þess að prófa myndir á
þennan hátt fyrirfram. Niðurstöður
svona kannana geta jafnvel haft
áhrif á hvernig siðasta klipping er
gerð eða orðið til þess að nýjum
atriðum er bætt í myndina. Ein
hættan er sú að leikstjórinn muni
við þetta missa sín listamannstök
á myndinni til að gera hana áhorf-
anlegri.
„Það fylgir þessu ákveðin
áhætta,“ segir Pearce. „En þú
getur ekki hent frá þér nýjum að-
ferðum bara vegna þess að
einhver gæti misnotað þær. Ég er
fulltrúi áhorfenda í gegnum fjóra
fimmtu hluta kvikmyndagerðarinn-
ar. Það er mitt starf. í síðasta
fimmtungnum á ég um tvo kosti
að velja. Ég get sagt að ég sé
áhorfendur þar til myndin er rifin
frá mér eða ég get sest niður í
þessu herbergi og hlustað á það
sem fólk hefur að segja um mynd-
ina.“
Pearce minnir á að sömu aðferð
notaði hann við myndina Country
og fékk að vita hjá áhorfendum að
þeir vildu hafa hana meira eins og
Rocky — sögu um undirmálsmann,
sem verður hetja. „En við vildum.
ekki breyta myndinni á þennan
veg. Raunveruleikinn sat í fyrirrúmi
í þessu tilviki. En aðferðin var til
staðar til að hjálpa okkur að taka
ákvörðun byggða á þekkingu frek-
ar en vanþekkingu."
Litla hryllings-
i búðin á filmu
Oliver
Stone
Leikstjór-
inn og
handritshöf-
undurinn
Oliver Stone
(Midnight
Express,
Scarface,
The Year of
the Dragon,
Salvador),
hefur sent
frá sér nýja
mynd sem
hann kallar
„Platoon"
(Herflokkur). Hún fjallar um banda-
ríska hermenn í fremstu víglínu í
Víetnamstríðinu og ku vera mjög
ólík öðrum Víetnammyndum: Til
samanburðar er Heimsendir nú
ekkert nema karlrembingur og
dulhyggja og Rambo og Týndir í
orrustu hlægilegar teiknmynda-
ræmur.
Time sagði Platoon vera „heim-
ild ritaða í blóði, sem eftir 20 ár ,
neitar að þorna." Stone fjallar um
skotgrafahermanninn í eldlínunni,
drullunni, hitanum, svækjunni og
óttanum. Lífið verður einfalt undir
slíkum kringumstæðum, annað-
. hvort drepur maður eða verður
drepinn. En þar sem fjandmaður-
inn er sjaldnast sýnilegur eða ef
hann er það þá er hann nafnlaust
Tom Berenger í hlutverki drápsmaskínunnar Barnes í mynd Oliver
Stones.
fólk, spretta óvinirnir upp úr fé-
lagahópnum.
Sagt er frá þremur mönnum
sérstaklega. Tveir þeirra eru
reyndir stríðshundar: Barnes (Tom
Berenger) sem ber djúpt ör á and-
litinu og er hættulega geðsjúk
drápsmaskína og Elias (Willem
Dafoe) fæddur hermaður, sem
stríðið hefur gert eins Ijúfan og það
hefur gert Barnes hrottalegan.
Þessir tveir, sem eitt sinn voru
vinir, hata hvorn annan.
Á milli þeirra stendur svo Chris
(Charlie Sheen), en hann er
málpípa Stones sem sögumaður
myndarinnar. Hann féll úr háskóla
og skráði sig sem sjálfboðaliði í
landgönguliðið, en sú staðreynd
þykir hlægilega vitlaus í herflokkn-
um.
Sjálfur var Stone í fremstu víg-
línu í Víetnam frá 1967 og talar
því hér af kunnáttu. Það verður
gaman að sjá hvernig þessi athygl-
isverði kvikmyndagerðarmaður
fjallar um reynslu sína. Hann hefur
ekki verið að skafa af hlutunum
hingað til og ekki gerir hann það
í Platoon ef marka má fréttir að
utan.
Leikstjórinn, Richard Pearce.
Richard Gere og Kim Basinger í
myndinni Engin miskunn.
Söngleikurinn Litla hryllingsbúðin, sem Hitt leikhusio setti upp
í Gamla bíó hér um árið, er nú kominn á filmu undir leikstjórn
Frank Oz og er þegar farið að sýna glefsur úr myndinni í Bíóhöll-
inni.
Þessi frægi gaman/hryllings-
söngleikur hefur aldeilis vaxið og
dafnað, rétt eins og mannætu-
plantan í honum, frá því að
B-mynda kóngurinn Roger Cor-
man setti hann á filmu árið 1960
— á tveimur dögum. í þessari
nýju bíóútgáfu fara margir af
þekktustu grínleikurum Banda-
ríkjanna með stór og smá hlut-
verk og má þar nefna Rick
Moranis í hlutverki búðarlokunn-
betur við tæki og tól tannlæknis-
ins en tannlæknirinn sjálfur en
það er hlutverk sem Jack Nichol-
son fór með í Corman-myndinni.
Janet Maslin hrósar myndinni
í hástert í The New York Times
og leikurunum og leikstjórninni.
Hún minnist sérstaklega á leik
Martins í hlutverki tannsa og
sólóatriði hans þegar hann með
Elvis Presley-ískum limaburði
syngur um rótarfyllingar. „Sjald-
Leifur Hauksson og Laddi í hlutverkum sínum í uppfærslu Hins
leikhússins á söngleiknum Litla hryllingsbúðin i Gamla bíó.
ar og plöntuhaldarans Seymour
Krelborns, Steve Martin í hlut-
verki illskeytnasta tannlæknis á
plánetunni, John Candy í hlut-
verki plötusnúðsins, James
Belushi og Bill Murray, fer með
hlutverk eins af sjúklingum tann-
læknisins sem kann jafnvel enn
an hefur nokkurt eitt kvikmynda-
atriði þar sem Martin níðist á
sjúklingum sínum og hampar
hryllilegum læknatólum dregið
jafnmikið úr trausti á heilli at-
vinnugrein," skrifar Maslin í
blaðið sitt.