Morgunblaðið - 28.12.1986, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1986
9
„Nafn hans skal kallað
Friðarhöf ðingi“
(Jesaja 9.6.)
Jólin eru hátíð friðarins. Á
Betlehems-völlum við fæðingu
Jesú sungu englarnir; „Dýrð sé
Guði í upphæðum og friður á
jörðu með þeim mönnum sem
hann hefir velþóknun á.“
Mikil þörf var á að friðar-
höfðingin Jesús Kristur kæmi
inn í þennan heim. Með boðskap
sinn og anda, sem er friður.
Alkunnugt er að ógnir
atómstríðs vörpuðu ekki skugga
sínum yfir mannkyn á þeim
tíma, þó var ófriður, eirðarleysi
og sundrung, sem htjáði hjörtu
fólsins. Kvíði og angist hertók
hjörtun. Þetta hvarf þegar Jes-
ús kom inn í líf fólksins; í stað
óvissu, angistar og ófriðar kom
jafnvægi, hvíld og friður.
Fjörutíu dögum eftir fæðingu
Jesú, þegar hreinsunardagamir
eftir fæðinguna voru liðnir, var
Jesús fluttur af Maríu og Jósef
til Jerúsalem í musterið. Þar
vom þá fyrir tvö gamalmenni.
(Sækja slíkir helst helgar tíðir?)
Símeon og Anna Fanúelsdóttir
áttatíu og fjögurra ára að aldri.
Símeon kom að tillaðan andans
í helgidóminn! Hvað knýr okkur
eftir EINAR J. GÍSLASON
til helgra tíða? í andanum nem-
ur Símeon að Jesúbarnið er
Drottinn. Alveg eins og vitring-
arnir er féllu fram og veittu
Jesú lotningu þá lofar hann Guð
í lofsöng: „Nú lætur þú herra,
þjón þinn í friði fara, eins og
þú hefir heitið mér. Því augu
mín hafa séð hjálpræði þitt,
Drottinn, í Jesú.“ Símeon bað
um að mega deyja í friði, fara
héðan sáttur við Guð og menn.
Jesús var honum huggun.
„Öruggur í friði gat hann
haldið á vit hins ókunna —“ því
að augu mín hafa séð Jesúm. í
honum er hjálpræðið!
Ófriður á sér margar rætur.
Ófriður er alltaf Qandsamlegur
og andstyggð. Enginn óskar
eftir böli atómstyijaldar. Eng-
inn blessar vopnaskakið í
Afghanistan, í Afríku, Mið- og
Suður-Ameríku. Boðskapur
friðarhöfðingjans Jesú Krists
þarf rúm, alveg eins og hann
sjálfur á fyrstu jólunum í Betle-
hem. Þá var það bara jatan sem
lánuð var.
Nú við þessi jól býr heimurinn
við skugga atóms og vetnis.
Geisla frá Chernobyl, kjarna-
odda og geimgeisla fyrir ofan
höfuð okkar. Við búum líka við
heimilisófrið, hjónaskilnaði, ná-
grannamisklíð, — ósamlyndi,
sundrungu og allt annað sem
sýnir mannlegt líf. Að ógleymd-
um kvíða, nagandi óvissu sem
fylgir því að vera maður og
dauðinn verandi á hælum okk-
ar, sem nær okkur fyrr eða
síðar. Til öryggis og vissu þarf
leið okkar persónulega að liggja
til friðarhöfðingjans Jesú
Krists. „FVið læt ég eftir hjá
yður, minn frið gef ég yður,
ekki gef ég eins og heimurinn
gefur. Hjarta yðar skelfist ekki
né hræðist.“
Nú við áramót og göngu inn
í nýtt ár þá skulum við keppa
eftir friði Jesú, íslenska þjóð.
Nýtt ár er ný ganga á vit hins
ókunna. Jósef Jakobsson for-
sætisráðherra í Egyptalandi,
gaf bræðrum sínum ráð í upp-
hafi, langrar ferðar. „Deilið
ekki á leiðinni." Rekum sundur-
lyndið í burtu. Göngum á braut
Guðsríkis þar sem ríkir rétt-
læti, friður og fögnuður í
I„Rekum sundurlyndiÖ í burtu. Göngum
á braut GuÖsríkis þar sem ríkir rétt-
lœti, friöur ogfögnuöur í heilögum
anda. “
heilögum anda. Brátt nær frið- ur friðarhöfðinginn Jesús í
arríki Drottins um allan heim. hásæti og mun ríkja að eilífu.
Þar sem réttlætið býr, þar verð- Gleðilegt nýtt ár.
Níu í úrslit eðlisfræðikeppni
FORKEPPNI í eðlisfræði fór fram i 10 skólum um allt land laugar-
daginn 15. nóvember. 51 keppandi mætti til leiks, þar af ein stúlka.
Forkeppnin var í því fólgin að svara 20 krossaspurningum úr fyrri
hluta eðlisfræðinámsefnis framhaldskólanna á 2 klukkutímum. Var
meðalfjöldi réttra svara keppendanna 9,2 sem svarar til einkunnar-
innar 4,6.
Úrslitakeppnin verður haldin 14.
og 15. febrúar og hefur til hennar
verið boðið 9 efstu keppendum for-
keppninnar, en þeir eru: Davíð
Aðalsteinsson Menntaskólanum í
Kópavogi, Gunnar Guðnason
Menntaskólanum við Hamrahlíð,
Garpur Dagsson Menntaskólanum
við Hamrahlíð, Tryggvi Egilsson
Menntaskólanum á Akureyri, Hjört-
ur H. Jónsson Menntaskólanum á
Akureyri, Sigurður H. Kjartansson
Menntaskólanum á Akureyri, Geir
Agnarsson Menntaskólanum í
Reykjavík, Sveinn Amórsson Fjöl-
brautaskólanum í Breiðholti og
Siguijón Þ. Kristjánsson Fjölbraut-
arskólanum í Gairðabæ.
Úrslitakeppnin er próf, bæði í
verklegri og fræðilegri eðlisfræði,
og fer fram í Háskóla íslands. Fyr-
ir keppnina fá drengimir 9 lesefni
og verkefni með í jólafríið. Efstu
keppendur úr úrslitakeppninni,
yngri en 20 ára, verða valdir til að
keppa fyrir íslands hönd á Ólympíu-
leikunum í eðlisfræði sem fram fara
í Jena í Austur-Þýskalandi vikuna
5.-13. júlí næsta sumar.
Morgunblaðið stendur straum af
kostnaði við landskeppnina en
menntamálaráðuneytið og Austur-
Þýskaland af kostnaði vegna
Ólympíuleikanna.
Morgunblaðið/Einar Falur
Efstu keppendur forkeppninnar ásamt framkvæmdanefnd lands-
keppninnar. Viðar Ágústsson gjaldkeri framkvæmdanefndar, Einar
Júlíusson formaður dómnefndar, Davíð Aðalsteinsson, Gunnar
Guðnason og Sveinn Arnórsson. Á myndina vantar Hans K. Guð-
mundsson formann framkvæmdanefndar, Tryggva Egilsson, Sigur-
jón Þ. Kristjánsson, Sigurð H. Kristjánsson, Geir Agnarsson og Garp
Dagsson.
FJÁRFESriNGARFÉlAGIÐ
UERflBREFflMflRKflÐUBIBIM
Genaiðidaq 28. DESEMBER 1986 Markaðsfréttir
Veðskuldabréf - verðtryggð
Veðskuldabréf - óverðtr.
Lánst. 2 afb. áári Nafn- vextir HLV Sölugengi m.v. mism. ávöxtunar- kröfu
12% 14% 16%
1 ár 4% 95 93 92
2 ár 4% 91 90 88
3ár 5% 90 87 85
4ár 5% 88 84 82
5 ár 5% 65 82 78
6 ár 5% 83 79 76
7 ár 5% 81 77 73
8ár 5% 79 75 71
9ár 5% 78 73 68
10ár 5% 76 71 66
Lánst. 1 afb. áári Sölugengi m/v. mism. nafnvexti
20% HLV 15%
1 ár 89 84 85
2 ár 81 72 76
3 ár 74 63 68
4 ár 67 56 61
5ár 62 50 56
KJARABRÉF
Gengl pr. 22/12 1986 = 1,823
Nafnverð
Söluverð
5.000 9.115
50.000 91.150
TEKJUBRÉF
Gengl pr. 22/12 1986 = 1,100
Nafnverð
Söluverð
100.000 110.000
500.000 550.000
FJÁRFES'l 'INGsXRFÉLA GIÐ
ÓSKAR VFÐSKFPTAVFNIFM SÍNIFM
GLEÐILEGS ÁRS OG ÞAKKAR VIÐSKIPTIN
Á ÁRINU SEM ER AÐ T,TF)A:
fjármál þín - sérgrein okkar
Fjárfestingarfélag íslands hf., Hafnarstræti 7, 101 Reykjavík. © (91) 28566, © (91) 28506 slmsvari allan sólarhringinn