Morgunblaðið - 28.12.1986, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 28.12.1986, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1986 39 Vatnsbúskapur Suðurnesja: Sveitarstj órnirnar skiptast í tvo hópa Vogum. JL, ÞAÐ KOM fram á fundi sveitar- stjórnarmanna á Suðurnesjum, sem haldinn var í Njarðvíkum fyrir skömmu, að tvö sjónarmið eru uppi varðandi stjórnun vatns- búskapar svæðisins. Það eru sjónarmið hreppsnefndar Vatns- leysustrandarhrepps og bæjar- stjórnar Grindavíkur, sem óttast að stofnun Vatnsveitu Suður- nesja gæti haft of mikil áhrif á atvinnuuppbyggingu á svæðinu. Hitt sjónarmiðið er sjónarmið hreppsnefnda og bæjarstjórna á Rosmhvalanesi og Hafnahrepps, sem vilja stofna Vatnsveitu Suð- urnesja. Það kom fram í máli frummæl- enda, Snorra Páls Kjaran og Freysteins Sigurðssonar, að á Suð- urnesjum væri best rannsakaða grunnvatn í landinu. Rennsli á ári væri 16.000 lítrar/sek. á ári og af því magni mætti nota 6.000 lítra/ sek. Þá kom það fram að á Lágasvæði, ferskvatnstökusvæði Hitaveitu Suðumesja, gæfí mest 1.800 lítra/sek. án mengunarhættu, en Hitaveitan notar nú aðeins hluta þess vatnsmagns. Þá kom það fram að með ferskvatnstöku fyrir laxeldi í Vogum og Grindavlk, 2.600 lítrar/sek., myndi yfírborð Lága- svæðis lækka um 8 sm, og gæfni Lágasvæðis minnka um 600 lítra/ sek. Þá kom það fram að vegna mikils leka svæðisins, færi rigning- arvatn fljótt niður og því mikil hætta á mengun. Settar vom fram hugmyndir um vatnsvemdarsvæði, í þremur flokkum eftir mikilvægi þeirra. 1. flokkur, bestu vatnstöku- svæðin, frá Vatnsleysuvík að norðan, eftir rennu út að Sandvík við Reykjanes. 2. Nýtilegt vatn, t.d. fyrir fískeldi og 3. flokkur, að- rennslisvatn á fjalllendi. Eiríkur Alexandersson fram- kvæmdastjóri gerði grein fyrir undirbúningi málsins, allt frá aðal- fundi árið 1984. Hann ræddi um drög að reglugerðum fyrir Vatns- vemdunarfélag Suðumesja og Vatnsveitu Suðumesja, sem væm tveir kostir, en mælti með því að stofna Vatnsveitu Suðumesja. Guðfinnur Sigurvinsson formað- ur SSS varaði við afleiðingum mengunar í ferskvatninu, sem gæti valdið miklum skaða og nefndi dæmi mengun sem hefði orðið vegna olíu. Síðan gaf hann orðið laust. Fyrstur tók til máls Ómar Jóns- son oddviti Vatnsleysustrandar- hrepps og skýrði afstöðu hreppsnefndarinnar. Hann sagði hreppsnefndina líta vonaraugum til þeirrar auðlindar sem ferskvatnið væri í sambandi við atvinnuupp- byggingu í hreppnum, en hreppur- inn hefur setið eftir öðmm í þeim efnum. Þá taldi hann að með veit- ingu leyfa fýrir fiskeldi í Grindavík, væri búið að taka fyrir hendur ann- arra aðila. Jón Gunnar Stefánsson bæjar- stjóri í Grindavík sagði Grindvík- inga hafa orðið fyrir innrás fískeldisfyrirtækjanna, en þeir hefðu tryggt rétt Vatnsveitu Grindavíkur til stjómunar fersk- vatnstöku eftir tillögum eða umsögn Orkustofnunar. Finnbogi Bjömsson stjómar- formaður Hitaveitu Suðurnesja sagði ferskvatnið mál sem snerti sveitarfélögin öll. Hann sagðist hafa fullan skilning á sjónarmiðum Vatnsleysustrandarmanna, en eitt- hvað verði að gera. Hann sagði vatnstökusvæði Hitaveitu Suður- nesja hafa þjónað Grindavík í 2—3 ár, og að fyrirspumir hefðu borist frá Njarðvík um vatnstöku frá sama svæði, og frá Keflavíkurflugvelli um hvort Hitaveita Suðumesja vildi leggja vatnsleiðslur á flugstöðvar- svæðinu. Halldór Ingvarsson bæjarfulltrúi í Grindavík sagði Vatnsveitu Suður- nesja og vatnsverndunarfélag geta haft of mikla stýringu í atvinnumál- um. Hann sagðist vera hræddur við þessa miðstýringu sem væri líklega sama sjónarmið og Vogamanna. En koma mætti á vatnsvemdunar- félagi sem hefði leiðbeinandi umsögn um hvað mætti taka, og hvaða atvinnuuppbygging mætti fara fram á hverjum stað. Hannes Einarsson formaður bæj- arráðs Keflavíkur sagði vatnið sæmilega auðlind, ekki aðeins Suð- umesjamanna, heldur þjóðarinnar allrar. Vatnið komi ekki landa- merkjum eins sveitarfélags við frekar en öðm. Björgvin Lútersson hreppsnefnd- armaður í Hafnahreppi sagði Hafnamenn hlynnta því að þessi mál fari undir einn hatt, eins og sveitarfélögin. Bomn eftir vatni í einu getur tekið vatn í 4 sveitarfé- lögum. Hafnamenn telji það eitt rétt að koma vatnsbúskapnum und- ir éinn hatt. Ingólfur Bárðarson bæjarfulltrúi í Njarðvík' sagði að í upphafi um- ræðna um sameiningu rafveitnanna hefðu skoðanir verið skiptar, en menn hefðu náð saman. Og með því að ná saman í þessu máli mætti vemda vatnið. Þá sagði hann Njarðvíkinga vilja stíga skrefíð til fulls. Albert Albertsson framkvæmda- stjóri tæknisviðs Hitaveitu Suður- nesja sagði ákveðið að setja upp tvöfalt kerfi vegna hitaveitu í nýjum byggingarhverfum fyrst og fremst til að spara ferska vatnið, en slíkt kerfi er á nýja flugstöðvarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Þá sagði hann áríðandi að koma strax af stað rannsóknum í holum til að fylgjast með yfírborði og efnainnihaldi, og bora fleiri holur til hins sama. Það er vandasamara að bora í Eldvörp- um eftir að fiskeldisstöðvar tóku til starfa við ströndina vegna mengun- arhættu. Þá benti hann á að Fiskeldi Grindavíkur hefði fengið neitun við fyrirspum um fískeldi í Svartsengi, vegna mengunarhættu. Vilhjálmur Grímsson sveitarstjóri í Vogum taldi nóg að á meðan nýt- ing vatns væri ekki nema 10—15% mætti taka upp skráningu um rann- sóknir, og að vatnsvemdunarfélag væri óþarfi. Elsa Kristjánsdóttir hreppsnefnd Miðneshrepps sagði betra að standa að rannsóknunum sameiginlega og að sterkara væri að það verði aðili sem ræður einhveiju. Drífa Sigfúsdóttir bæjarfulltrúi í Keflavík sagðist vilja stíga skrefíð til fulls. Það ætti ekki að bíða eftir að vatnið yrði mengað. Einnig tóku til máls Sigurður Bjamason og Ólafur Gunnlaugsson Miðneshreppi og Sverrir Þórhalls- son Orkustofnun. Engar ákvarðanir voru teknar á fundinum, en stefnt að því að ákvarðanir verði teknar á næsta ári. EG t ANNA ÞÓRÐARDÓTTIR, Sjafnargötu 9, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 29. desember kl. 13.30. Jón Á. Gissurarson, dœtur, tengdasynir og barnabörn. Big Joe Williams með sérsmíðaða níu strengja gftarinn sinn. Big Bill t.h. og John Lee „Sonny Boy“ Williamson, hinn eini sanni. Frá blús í blautlegar vísur Blús Árni Matthíasson Hljómplötuútgáfufyrirtækið RCA hefur gefið út seríu sem þeir nefna Masters of Jazz. í henni hafa þeir gefið út gamlar Bluebird upptökur með jass- leikurum eins og Louis Arm- strong, Count Basie, Sidney Bechet, Lionel Hampton, Django Reinhart, Sonny Rollins og fleiri. Nú nýlega barst mér í hendur tvöföld safnplata sem þeir hafa nefnt Blues Giants. Þar hafa RCA-menn safnað saman blúsupptökum frá árun- um 1930 til 1949. Það era engir aukvisar sem valdir hafa verið á þessar plötur. Nægir þar að nefna menn eins og Big Bill Broonzy, Roosevelt Sykes, Sonny Boy Williamson (ekki Rice Miller), Lonnie John- son, Washboard Sam, Big Maceo Merriweather, Big Joe Williams, Memphis Slim og Tampa Red. Meðal merkari flytjenda er Big Bill Broonzy, sem var einn litrík- asti blúsmaður sinnar samtíðar. Hann var með fyrstu blúsmönnun- um sem skemmtu í Evrópu og naut þar gífurlegra vinsælda. I Bandarikjunum varð hann hins- vegar iðulega að vinna við annað en tónlistina, t.d. húsvarðarstörf og álíka. Þó öðlaðist hann þó- nokkra frægð áður en yfír lauk, og varð fyrsti blúsarinn sem segja má að hafí náð einskonar heims- frægð. Big Bill á lögin Southem Blues, Milk Cow Blues og Good Jelly á plötunni, auk þess sem hann leik- ur undir í fjóram öðram lögum. Gaman hefði verið að fá lagið Black, Brown and White (They say if you’s white, you’s all right, / if you’s brown, stick around, / but if you’re black, mmm brot- her, git back, git back, git back), en þar sem þetta samansafn er byggt UPP á upptökum frá því fyrir 1950, þá er það ekki með. Lagið var reyndar samið 1945, en vakti litla hrifningu útgefanda. Það vakti hinsvegar mikla hrifn- ingu í Evrópu, og var fyrst tekið upp þar. Annar flytjandi sem verðskuld- ar umtal er hinn goðsagnakenndi Sonny Boy Williamson. Hér á ég við hinn raunveralega Sonny Boy Williamson (John Lee Williamson) en ekki munnhörpuleikarann Rice Miller sem tók sér nafnið Sonny Boy Williamson þegar John Lee var myrtur árið 1948. John Lee hefur haft mikil áhrif á þróun blúsins eftir dauða sinn, og hann var einnig áhrifamikill á meðan hann lifði. Hann á einna bestan leik á plötunum, lögin Willow Tree Blues, Early in the Moming, sem flestir ættu að kannast við, og Coal and Iceman Blues. Sem munnhörpuleikari átti Johnny Lee fáa sína líka, og hann er einnig afbragðs söngvari. Big Joe Williams sagði sjálfur svo frá að hann hefði hlaupist að heiman 7 til 8 ára gamall og var hann á flakki upp frá því. Nafna- listi yfír þá staði þar sem hann dvaldist í lengri eða skemmri tíma er eins og upptalning á helstu borgum Suðurríkjanna. Big Joe var ekkert gefínn fyrir nýjungar í tónlistinni, hann lét sér nægja að spila gamla blúsinn, ómengaðan, og spilaði hann á níu strengja gítar sem hann útbjó sjálfur. Mörg bestu laga hans hafa náð því að verða hluti af blússögunni, lögsem ótal flytjend- ur hafa flutt og tekið upp, lög sem allir kannast við. Nægir þar að nefna Baby Please Don’t Go, Crawling King Snake, sem varð einskonar einkennislag Chester „Howling Wolf“ Bumett, og Shake ’em On Down. Miklu rými gæti ég varið í að ræða um einstaka flytjendur á þessum plötum, því þeir blúsarar sem eftir era era lítið síðri en þeir sem upp era taldir. Nægir þar að nefna Roosevelt Sykes sem var píanómaður, þ.e. hann kom einn fram, spilaði á píanó og söng með. Ekki var hann að setja það fyrir sig þótt textamir væra á tíðum eilítið grófir og allt að því klæmnir (sem dæmi má nefna Ice Cream Freezer sem reyndar er ekki á þessum plötum). Hann á tvö lög á plötunum, þ. á m. hið stórgóða Walkin’ and Drinkin’. Annar sem átti það til að syngja blautlegar vísur var Walter Davis og er Let Me In Your Saddle eink- ar gott dæmi þar um. Hann var einnig píanómaður og naut mikilla vinsælda allt þar til hann lést úr hjartaslagi 1964. Ekki má gleyma miklum vinum Big Bills, Big Maceo Merriweat- her og Mephis Slim, að ógleymd- um jass/blús gítarleikaranum snjalla Lonnie Johnson. Einn þeirra sem ekki náðu að höndla frægðina var Casey Will Weldon, sem samdi þó mikið af góðum lögum sem náðu hylli bæði í jass og blús. Á meðal þeirra sem léku lög hans inn á plötur voru Count Basie, með Jimmy Rushing, og Jimmy Lunceford. Ennig er mjög gaman að heyra í Washboard Sam, hálfbróður Big Bills, og hvemig hann lék á þvottabrettið. Eins og áður sagði era allar upptökur orðnar ansi gamlar, en það heyrist varla á plötunum, svo góður er hljómburðurinn. Óhætt er að segja að vel hafí tekist að raða á þessar plötur, segja má að vart sé veikan punkt að fínna. Og þótt ekki sé þetta rafmagnað- ur Chicago blús eins og hvað vinsælastur er um þessar mundir, þá er þetta samt hörku blús, gam- all og góður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.