Morgunblaðið - 28.12.1986, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.12.1986, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1986 19 Stykkishólmur: Litlujólin í Stykk- ishólmi Stykkishólmi. EFTIR að mörgnm og misjafn- lega erfiðum prófum var lokið í grunnskólanum tóku við fönd- urtímar, því ekki mátti annað, en búa sjálft skólahúsnæðið und- ir komu jólanna með teikningum og allskonar skrauti og allir hjálpuðust að. Þá hafði farið fram keppni meðal skólabama í öllum bekkjum í um- ferð og hvernig ætti að standa að henni, hver gæti svarað mestu út úr umferðarreglum og var það spennandi keppni. Margir urðu til að svara rétt og þá fór fram út- dráttur. Barnastúkan Björk, sem er í góð- um tengslum við skólann, hafði gefíð margar og fallegar bækur til verðlauna og alls fengu yfir 25 böm verðlaun. Þá komu litlu jólin og mikið fjör, sem entist vel og þegar hátíðin stóð sem hæst vom menn ákveðnir að hætta á hátindi. Þá vom einnig litlu jólin haldin í barnaheimili þeirra st. Fransiskus- systra, en þær reka myndarlegan dagskóla með fjölda barna, allt oní 2 ára. Kemur það sér vel fyrir vinn- andi fólk. Þetta starf þeirra systra er vel metið af bæjarbúum sem komu á litlu jólin þarna til að fylgj- ast með gleði bamanna. — Arni Handbók fyrir stjórn- endur segl og vélbáta SIGLINGABÓKIN, handbók fyr- ir stjórnendur segl- og vélbáta, er komin út. I bókinni er farið yfir helstu undirstöðuatriði i sigl- ingafræði svo sem lestur og útsetningu í sjókort. Siglingareglur em skýrðar með litprentuðum myndum. Einnig era í bókinni leiðbeiningar um sjó- merki, neyðarbendingar, siglingu eftir ljósvitum, lífgun úr dauðadái og slysahjálp. Þar er enn fremur lýst hvernig bregðast skal við í neyðartilvikum og ef þoka eða 111- viðri skellur á. Siglingabókin hentar vel sem byrjendabók í siglingafræði og sjó- mennsku, en fyrir þá sem hafa reynslu og kunnáttu er hún góð handbók. Benedikt H. Alfonsson þýddi bókina úr sænsku og stað- færði, en Siglingaskólinn gefur hana út. (Fréttatilkynning) Leiklistar- * samband Islands: Leikstarf- semi í hættu vegna lítils stuðnings MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun: „Fundur fulltrúaráðs Leiklistar- sambands íslands þann 12. desemb- er 1986 lýsir furðu sinni á því hve ríkisvaldið stendur illa að rekstri og viðhaldi Þjóðleikhússins og bend- ir á að leiklistarstarfsemi í landinu er í hættu vegna þess hversu fjár- veitingar til hennar hafa dregist saman á undanförnum ámm.“ i BMW 5 — línan Verð kr. BMW 3 — línan Verð kr. Renault 9 Verð kr. Renault 21 Verð kr. SJON ER SOGU RIKARI Suðurlandsbraut 20. Sími 686633 . I i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.