Morgunblaðið - 28.12.1986, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 28.12.1986, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1986 4' nrnmm „ Hui' ðkjjldi 'eq vercL 5ít eini 5cm ^þjcustP" Ast er___ . y . .. að aðstoða hana á erfiðri stund. TM Reg. U.S. Pat. Oft.—ali rlghts reserved 01986 Los Angeles Tlmes Syndicate Með morgunkaffinu /». Það á að spara í rekstrin- um og ég verð því að láta nægja að bjóða þér á pylsuvagninn! Legðu þig hér upp á bekkinn. Við verðum ekki lengi að rétta hrygginn! HÖGNI HREKKVÍSI Starf semi Sinf óníuhlj óms veitar innar verði fjármögnuð af áheyrendum Birgir Óskarssonskrifar: Kæri Velvakandi. I Velvakanda 17. des. sl. skrifaði Innilegar þakkir til strengja- sveitar úr Sinfoníu- hljómsveitinni Vistmenn og starfsmenn Hafn- arbúðaóska eftir að koma á framfæri innilegum þökkum til strengjasveitar úr Sinfoníuhljóm- sveit Islands, sem kom og lék fyrir okkur jólalög og aðra ljúfa tónlist mánudagsmorguninn 15. desem- ber. Við óskum þeim og íjölskyldum þeirra Gleðilegra jóla og þökkum þeim hugulsemina. „einkaframtaksmaður" um rekstur sinfóníuhljómsveitarinnar og aðrar ríkisjötuhugmyndir. Eg er þessum manni mjög sammála og vil að þessi menningarrekstur verði sem næst alfarið kostaður af þeim sem telja sig þurfa hans við. í þessu sambandi vil ég koma á framfæri tillögu, sem, ef farið yrði eftir, yrði nokkur prófsteinn á ein- lægni þeirra er njóta vilja og hafa notið sinfóníutónleikanna, — hún er sú að fram til þess tíma að vænt- anlegt tónleikahús verður tilbúið til notkunar verði öllu fé frá því opin- bera, sem ætlað er til reksturs sinfóníuhljómsveitarinnar, veitt beint til byggingar framkvæmd- anna en hljómsveitin og hennar starfsemi verði þann tíma algjör- lega fjármögnuð af áheyrendum og tekjum af tónlist á einn eða annan máta. Yrði þetta gert mundi koma í ljós hvort menn eru reiðubúnir til að greiða sjálfir fyrir aðgöngumið- ana í stað þess að fá þá stórlega niðurgreidda af almenningi sem hefur mjög takmarkaðan áhuga eða fjármagn til að halda uppi lítt áhugaverðri tónlist að margra mati. Vísa vikunnar Ýmsa mun í kolli klæja, sem kollinn nota á annað borð. Og ehe...ehe humm og jamm og jæja ég á varla nokkuð orð. Hákur Víkveiji skrifar Við íslendingar héldum jólahátíð í skugga sorgar að þessu sinni. Strax á jóladagsmorgun bárust okkur fréttir af því að ms Suður- land hefði farist langt norður í höfum. Við biðum milli vonar og ótta og að kvöldi jóladags lá ljóst fyrir að fimm menn hefðu verið heimtir úr helju en sex landar okk- ar höfðu látið lífið. Og að morgni annars dags jóla bárust þær sorgarfréttir að enskt tankskip hefði strandað við Skrúð við Fáskrúðsfjörð og óttast væri að allir skipvetjar, 12 að tölu, hefðu farizt. Við Islendingar erum svo nátengdir sjónum að þessar fréttir um jólin hafa snert okkur alla. Yfir hátíðina hefur hugur okkar dvalið hjá sjómönnunum og fjölskyldum þeirra. xxx Þessir tveir skipstapar verða við gjörólíkar aðstæður. Annað skipið ferst á reginhafi, hundruð sjómílna frá næsta landi, en hitt skipið ferst við strendur íslands. En í báðum tilfellunum eru aðstæð- ur til björgunar mjög erfiðar. Allt er gert til björgunar sem í mann- legu valdi stendur. Fimm af 11 sjómönnum tókst að bjarga af hinu íslenzka skipi, sem fórst langt úti í hafi en af enska skipinu, sem hér strandaði, fórust allir. , Af fréttum er ljóst að björgunar- búnaður hefur verið miklu full- komnari í hinu íslenzka skipi enda eru hér í gildi mjög strangar björg- unarreglugerðir. Engu að síður vaknar sú spurning hvort ekki þurfi að gera enn strangari kröfur til björgunarbúnaðar í íslenzkum skip- um, sem sigla um úthafið. Víkverji minnist þess að fyrir 2—3 árum kom til Reykjavíkur erlent skip, norskt að hann minnir, sem var búið afar fullkomnum björgunarbátum. Þetta voru sterklegir bátar úr stáli og áli, alveg lokaðir. Þeir voru í sér- stökum festingum og var hægt að skjóta þeim frá hinu sökkvandi skipi með þar til gerðum búnaði. Var þetta sýnt í íslenzka sjónvarpinu. Ástæða er til að spyija siglinga- málastjóra hvort þetta sé ekki sá búnaður sem nauðsynlegur væri í öllum stærri skipum. xxx Fyfir örfáum árum varð skip- skaði undan Suðurlandi. Erlent flutningaskip með kolasalla fór á hliðina og sökk eftir að sjór hafði • Uíf;i M . í. ) : ' II V i ; I J1 • t V Llr. komist í lestar. í því tilfelli var björgunarbúnaði mjög áfátt. Virðist full ástæða fyrir siglingamálastjóra að skýra erlendum kollegum sínum frá þessum dæmum svo að bæta megi björgunarbúnað þeirra skipa, sem sigla norður í höf, þangað sem allra veðra er von. XXX Jólahald Islendinga er að færast í fastar og ánægjulegar skorð- ur. Kirkjusókn er jöfn og vaxandi og fjölskylduboð eru í hávegum höfð. Samkvæmt skoðanakönnun Hagvangs borða flestir hamborgar- hrygg á jólum cg tjúpan sívinsæla er í öðru sæti. Smákökubakstur er í blóma og þingeysk frú átti metið, bakaði 20 tegundir. En menn gera fleira á jólum en fara í kirkju, í fjölskylduboð og borða góðan mat. Bókin hefur enn einu sinni haldið velli sem vinsæl- asta jólagjöfin og margir eyða miklum tíma í lestur. Er gleðilegt til þess að víta og svo hins, að sam- kvæmt upplýsingum bókaútgef- enda eru svokallaðar vandaðar bækur í sókn, þ.e. góðar íslenzkar bækur og vandaðar þýðingar. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.