Morgunblaðið - 28.12.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.12.1986, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1986 Coldwater Seafood Corporation: Gæðaeftirlit og rannsóknir af ýmsu tagi eru snar þáttur í starfsemi Coldwater Fiskréttir framleiddir í verksmiðjunni í Everett. Henni hefur nú verið iokað Selur fisk fyrir milljarða króna áriega vestan hafs FYRIRTÆKIÐ SJÁLFTTALIÐ UM 740 MILUÓNA KRONA VIRÐI COLDWATER Seafood Corpor- ation er íslenzkt fyrirteeki í Bandaríkjunum. Fle9tir íslend- ingar munu kannast við það, en Coldwater er í eigu Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna og selur fisk framleiddan af húsum innan SH. Þúsundir manna í Bandaríkjunum vinna á einhvern hátt við sölu þessa fisks, sem nam um 9 milljörðum króna árið 1985. Hagnaður fyrir- tækisins fyrir skatta var á sama ári um 94 milljónir króna. Cold- water er nú talið um 740 milljóna virði, en upphafleg ijárfesting ís- lendinga í fyrirtækinu var 18,5 milljónir. Auk þeirra peninga, sem Jay Book JayBook, aðstoðarverk- smiðju- stjóri í Cambridge: Leggjum áherzlu á gæði, magn og hag- kvæmni í rekstri Verksmiðjuframleiðsla hjá Coldwater bytjaði árið 1955 í Nanticoke í Maryland, en var flutt hingað til Cambridge árið 1968. Árið 1974 var verksmiðjan hér síðan tvöfölduð að stærð. Við sameiningu verksmiðjanna kemur nokkuð að búnaði verksmiðjunnar í Everett hingað, en hér eru fyrir 11 framleiðslulínur. Undanfarið hafa aðeins 6 til 7 verið keyrðar. Eftir breytinguna reiknum við með fullnýtingu verksmiðjunnar hér. Þegar verksmiðjan í Everett var byggð gátum við ekki annað eftir- spurn eftir fiskréttum þó við keyrðum allar línurnar á löngum vinnudegi og því var byggingin þar ákveðin. Síðan þá hefur neyzla þessara rétta eitthvað dregizt sam- an, en aukin tækni og hagræðing hefur aukið afköst beggja verk- smiðjanna um allt að helming. Þess vegna var ekki lengur þörf á þeim báðum. Við eigum að geta ráðið við alla framleiðsluna, en gætum hugsanlega þurft að bæta við einni aukavakt. í tíð Allen Owens, verksmiðju- stjóra, sem ég þekki bezt til hafa afköstin aukizt verulega, en gæðin eru þó alltaf í fyrirúmi eins og var í tíð Guðna Gunnarssonar og fram- leiðslumagn kemur þar á eftir. Við reiknum alltaf út hver hagnaður getur orðið af framleiðslunni og hve mikið er hægt að framleiða, án þess að gæði skerðist. Við reynum að gera okkar bezta og í samvinnu við Pál Pétursson höldum við uppi gæðum, magni og hagkvæmni í rekstri. Við sjáum einungis um framleiðsluna og einbeitum okkar að því að hún verði sem mest og skili hagnaði. Við höfum náð svo langt, að til umræðu er að við sker- um fiskinn fyrir Long John Silver’s hér og setjum á hann brauðmylsnu. Til þessa hafa þeir gert það sjálfir úr flökunum frá okkur,“ sagði Jay Book. Sjá næstu síóu Olafur Guðmundsson Ólafur Guðmundsson: Stöðugt unniðað vöruþróun „HER vinna um 350 manns í allt og framleiðslan um þessar mund- ir er um 80 lestir á dag miðað við 60% afköst. Möguleg fram- leiðsla á viku er hins vegar um 600 tonn. Framleiðslunúmer eru um 500, en framleiðslutegundir um 30 í fjölmörgum gerðum af pakkningum. Verksmiðjan er um 20.000 fermetrar að stærð og þar af eru frystigeymslur um þriðj- ungur,“ sagði Jay Book, aðstoð- arverksmiðjustjóri í Cambridge. „Ég sé um innkaujp á blokk og annarri vöru frá Islandi, Færeyj- um og öðrum, sem við kaupum af, en verksmiðjurnar sjálfar kaupa brauðmylnsu og deig. Ég vinn því að því að koma þörfum okkar á framfæri við framleið- endur, hvað við þurfum mikið í hvert skip og hve mikið af hverri tegund. Síðan sendi ég þeim upp- lýsingar um sölu og horfur í samhcngi við framleiðsluspár. Ég sem sagt segi mönnum hvað við þurfum og reyni eins og hægt er að fá það í samkeppn- inni. við aðra markaði. í vetur var um tíma skortur á blokk, en flökin vantar nú. Nokkrar verð- hækkanir hafa orðið á flökunum og verðhlutfall milli þeirra og blokkarinnar hefur lagazt. Nú tökum við jafnóðum alla flaka- framleiðsluna og megnið af þorskblokkinni, sem framleidd er fyrir okkur,“ sagði Ólafur Guðmundsson, sem sér um að- föng og framleiðsluskipulag fyrir fiskréttaframleiðsluna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.