Morgunblaðið - 28.12.1986, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1986
Coldwater Seafood Corporation:
Gæðaeftirlit og rannsóknir af ýmsu tagi eru snar þáttur í
starfsemi Coldwater
Fiskréttir framleiddir í verksmiðjunni í Everett. Henni hefur nú verið iokað
Selur fisk fyrir milljarða
króna áriega vestan hafs
FYRIRTÆKIÐ SJÁLFTTALIÐ UM 740 MILUÓNA KRONA VIRÐI
COLDWATER Seafood Corpor-
ation er íslenzkt fyrirteeki í
Bandaríkjunum. Fle9tir íslend-
ingar munu kannast við það, en
Coldwater er í eigu Sölumið-
stöðvar hraðfrystihúsanna og
selur fisk framleiddan af húsum
innan SH.
Þúsundir manna í Bandaríkjunum
vinna á einhvern hátt við sölu þessa
fisks, sem nam um 9 milljörðum
króna árið 1985. Hagnaður fyrir-
tækisins fyrir skatta var á sama
ári um 94 milljónir króna. Cold-
water er nú talið um 740 milljóna
virði, en upphafleg ijárfesting ís-
lendinga í fyrirtækinu var 18,5
milljónir. Auk þeirra peninga, sem
Jay Book
JayBook,
aðstoðarverk-
smiðju-
stjóri
í Cambridge:
Leggjum
áherzlu á
gæði, magn
og hag-
kvæmni
í rekstri
Verksmiðjuframleiðsla hjá
Coldwater bytjaði árið 1955
í Nanticoke í Maryland, en
var flutt hingað til Cambridge árið
1968. Árið 1974 var verksmiðjan
hér síðan tvöfölduð að stærð. Við
sameiningu verksmiðjanna kemur
nokkuð að búnaði verksmiðjunnar
í Everett hingað, en hér eru fyrir
11 framleiðslulínur. Undanfarið
hafa aðeins 6 til 7 verið keyrðar.
Eftir breytinguna reiknum við með
fullnýtingu verksmiðjunnar hér.
Þegar verksmiðjan í Everett var
byggð gátum við ekki annað eftir-
spurn eftir fiskréttum þó við
keyrðum allar línurnar á löngum
vinnudegi og því var byggingin þar
ákveðin. Síðan þá hefur neyzla
þessara rétta eitthvað dregizt sam-
an, en aukin tækni og hagræðing
hefur aukið afköst beggja verk-
smiðjanna um allt að helming. Þess
vegna var ekki lengur þörf á þeim
báðum. Við eigum að geta ráðið
við alla framleiðsluna, en gætum
hugsanlega þurft að bæta við einni
aukavakt.
í tíð Allen Owens, verksmiðju-
stjóra, sem ég þekki bezt til hafa
afköstin aukizt verulega, en gæðin
eru þó alltaf í fyrirúmi eins og var
í tíð Guðna Gunnarssonar og fram-
leiðslumagn kemur þar á eftir. Við
reiknum alltaf út hver hagnaður
getur orðið af framleiðslunni og hve
mikið er hægt að framleiða, án
þess að gæði skerðist. Við reynum
að gera okkar bezta og í samvinnu
við Pál Pétursson höldum við uppi
gæðum, magni og hagkvæmni í
rekstri. Við sjáum einungis um
framleiðsluna og einbeitum okkar
að því að hún verði sem mest og
skili hagnaði. Við höfum náð svo
langt, að til umræðu er að við sker-
um fiskinn fyrir Long John Silver’s
hér og setjum á hann brauðmylsnu.
Til þessa hafa þeir gert það sjálfir
úr flökunum frá okkur,“ sagði Jay
Book.
Sjá næstu
síóu
Olafur
Guðmundsson
Ólafur
Guðmundsson:
Stöðugt
unniðað
vöruþróun
„HER vinna um 350 manns í allt
og framleiðslan um þessar mund-
ir er um 80 lestir á dag miðað
við 60% afköst. Möguleg fram-
leiðsla á viku er hins vegar um
600 tonn. Framleiðslunúmer eru
um 500, en framleiðslutegundir
um 30 í fjölmörgum gerðum af
pakkningum. Verksmiðjan er um
20.000 fermetrar að stærð og þar
af eru frystigeymslur um þriðj-
ungur,“ sagði Jay Book, aðstoð-
arverksmiðjustjóri í Cambridge.
„Ég sé um innkaujp á blokk og
annarri vöru frá Islandi, Færeyj-
um og öðrum, sem við kaupum
af, en verksmiðjurnar sjálfar
kaupa brauðmylnsu og deig. Ég
vinn því að því að koma þörfum
okkar á framfæri við framleið-
endur, hvað við þurfum mikið í
hvert skip og hve mikið af hverri
tegund. Síðan sendi ég þeim upp-
lýsingar um sölu og horfur í
samhcngi við framleiðsluspár.
Ég sem sagt segi mönnum hvað
við þurfum og reyni eins og
hægt er að fá það í samkeppn-
inni. við aðra markaði. í vetur
var um tíma skortur á blokk, en
flökin vantar nú. Nokkrar verð-
hækkanir hafa orðið á flökunum
og verðhlutfall milli þeirra og
blokkarinnar hefur lagazt. Nú
tökum við jafnóðum alla flaka-
framleiðsluna og megnið af
þorskblokkinni, sem framleidd
er fyrir okkur,“ sagði Ólafur
Guðmundsson, sem sér um að-
föng og framleiðsluskipulag
fyrir fiskréttaframleiðsluna.