Morgunblaðið - 28.12.1986, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.12.1986, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1986 Sakharov í viðtali við bandarískar sjónvarpsstöðvar: „Mig langar til að sjá mi g um í heiminum“ „Sovétmenn eiga að njóta þeirra réttinda sem tíðkast í frjálsu samfélagi“ Andrei Sakharov ásamt konu sinni, Yelenu Bonner, á heimili þeirra í Moskvu. Sjö ár liðin frá innrásinni í Afganistan: Þjóðarleiðtogar saka Sovétmenn um mannréttindabrot New^York, Moskvu, AP, Reuter. SOVÉSKI andófsmaðurinn Andrei Sakharov sagði í fyrra- dag í viðtali við bandarískar sjónvarpsstöðvar, að hann Iang- aði til að ferðast um heiminn. Kvaðst hann telja, að það gæti orðið Sovétstjórninni til álits- auka ef hún leyfði honum það. Yelena Bonner, eiginkona Sak- átökum írana og íraka undan farna daga. íranir segjast hafa fellt 3000 íranska hermenn en írakar segjast hafa hrundið árás írana og fellt 10.000 menn á Shatt AI-Arab-sundi skammt frá Bashra, næst stærstu borg írak. Talsmaður herstjómar íraka sagði í gær að „lokasókninni", sem Iranir hafa heitið á undanfömum árum, hefði verið hrundið. Ráða- menn í Teheran sögðu hins vegar að árásin, sem hófst á aðfangadag, hefði ekki verið „sóknin mikla“ heldur hefði verið um takmarkaðar aðgerðir að ræða í hefndarskyni við loftárásir íraka að undanfömu. Útvarpið í Teheran sagði að 3000 hermenn íraka hefðu verið felldir í bardögum um fjórar eyjar á Shatt Al-Arab-sundi en þar liggja landa- harovs, segir, að maður sinn sé mjög heilsuveill og þurfi líklega að fá gangráð. „Eg hef mestan áhuga á mann- réttindamálum og vil beijast fyrir frelsi þeirra, sem hafa verið fang- elsaðir vegna skoðana sinna,“ sagði Sakharov í viðtali við CBS-sjón- varpsstöðina bandarísku. „Ég vil mæri ríkjanna tveggja. í tilkynn- ingu IRNA, hinnar opinberu fréttastofu írana, sagði að írakar hefðu beitt efnavopnum gegn árás- arliðinu. írakar kváðust hins vegar hafa hrundið árásinni og gereytt nokkrum herdeildum írana. Mikil sigurhátíð var haldin í Baghdad, höfuðborg írak, á föstudagskvöldið eftir að tilkynnt hafði verið að 10000 íranskir hermenn hefðu verið felldir. Þann 26. janúar hefst í Kuwait ráðstefna ríkja sem játa múhameðs- trú. Fulltrúar 46 ríkja munu sitja ráðstefnuna og verða m.a. ræddar leiðir til að binda endi á Persaf- lóastríðið sem staðið hefur í sex ár. írakar sögðu í gær að með árásinni hefðu íranir ætlað að tryggja stöðu sína á vígvellinum áður en ráðstefn- an hæfist. líka vinna að auknu ferðafrelsi, þar á meðal rétti manna til að ferðast eða flytjast úr landi. Sovétmenn eiga að njóta þeirra réttinda, sem tíðkast í fijálsu samfélagi." Sakharov sagði, að hann ætti þá ósk helsta fyrir sjálfan sig að fá að ferðast. „Mig langar til að hitta fjölskyldu mína og sjá mig um í heiminum. Ef mér væri leyft það myndi það verða til að auka álit stjómarinnar í augum umheims- ins.“ Í viðtali, sem Sakharov átti við NBC-sjónvarpsstöðina, sagði hann, að vegna þeirra breytinga, sem nú ættu sér stað í Sovétríkjunum, myndi öðrum pólitískum föngum brátt verða sleppt. Hann endurtók enn einu sinni fordæmingu sína á innrás Sovétmanna í Afganistan og sagði það skoðun sína, að geim- vamaáætlun Ronalds Reagan, Bandaríkjaforseta, væri ekki meiri- háttar þröskuldur í vegi afvopnun- ar. Alexander Goldfarb, sonur sov- éska andófsmannsins Davids Goldfarb, sem fyrir skömmu fékk að koma til Bandaríkjanna, þýddi NBC-viðtalið. Sagði hann, að Sak- harov hefði sagt viðmælendum sínum, að hann vonaði, að Gorbac- hev yrði ekki grunaður um einber áróðursbrögð með því að leyfa þeim hjónum að koma til Moskvu. Yelena Bonner, eiginkona Sak- harovs, sagði í fyrradag, að maður sinn væri mjög hjartveikur og þyrfti líklega að fá gangráð. Sakharov sagði, að í fyrra hefði hann neitað frekari læknismeðferð í Gorkí, þar sem hann var í útlegð, þegar hann komst að því, að KGB kvikmyndaði allar læknisvitjanir hans. New York, AP. FJÖLMARGIR þjóðarleiðtogar sökuðu í gær Sovétmenn um mannréttindabrot í Afganistan og hvöttu þá til að draga innrás- arliðið til baka. I gær voru sjö ár Iiðin frá því Sovétsljórnin sendi hermenn inn í landið til að aðstoða stjórnvöld þar í baráttu við skæruliða múslima. Sir Geoffrey Howe, utanríkisráð- herra Bretlands, sagði að vandi Afgana yrði ekki leystur með vopnavaldi. Brottkvaðning sovéska herliðsins væri eina færa leiðin til að lina þjáningar þjóðarinnar. Tals- maður stjórnarinnar í Bonn í Vestur-Þýskalandi sakaði Sovét- menn um „þjóðarmorð" í Afganist- an og lýsti yfir stuðningi við baráttu frelsissveita Afgana fyrir sjálfs- stæði þjóðarinnar. Franska ríkis- stjómin tók í sama streng og kvaðst ætla að auka stuðning við frelsis- sveitimar. Stjórnvöjd í Japan sögðu ástand- ið í Afganistan vera „hryllilegt“ og lýstu yfir fullum stuðningi við við- leitni aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna til að koma á friði í Afgan- istan. Kínverska utanríkisráðuneyt- ið sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem sagði að tafarlaus brott- kvaðning sovéska innrásarliðsins væri forsenda friðar í Afganistan. Fullyrt var að rúmlega ein milljón Afgana hefðu fallið í bardögum síðustu sjö ára og að fimm milljón- ir manna hefðu misst heimili sín. I tilkynningunni sagði ennfremur að vera herliðsins þar ógnaði öryggi ríkja í þessum heimshluta. Talið er að 115.000 sovéskir her- menn séu í Afganistan. Sovétstjórn- in sendi herlið inn í landið þann 27. desember árið 1979 til að styða kommúnistastjómina þar í baráttu hennar við frelsisveitir Afgana. Kremlveijar gerðu Babrak Karmal að leiðtoga landsins en í maímánuði tók Najibullah, sem verið hafði yfir- maður öryggislögreglunnar, við starfi hans. Neyðarástand í kúb- önsku efnahagslífi Horfur á að útflutningstekjurnar minnki um helming Havana, Kúbu, Reuter. FIDEL Kastró, forseti Kúbu, skýrði i gær frá umfangsmikl- um neyðarráðstöfunum í efnahagsmálum þjóðarinnar. Felast þær m.a. i því, að mjólk- ur- og eldsneytisskammturinn verður minnkaður og ókeypis máltíðir í mörgum verksmiðj- um verða afnumdar. Búist er við, að útflutningstekjur þjóð- arinnar á næsta ári muni minnka um helming. í ræðu, sem Kastró flutti á þjóðþinginu, sagði hann, að efna- hagsástandið væri mesta vanda- mál, sem þjóðin ætti við að glíma. Á síðasta ári hefðu útflutnings- tekjumar numið 1,2 milljörðum dollara en nú væri útlit fyrir, að þær yrðu aðeins 600 milljónir dollara árið 1987. Kenndi hann um lágu sykur- og olíuverði. Kúbumenn vinna enga olíu sjálfir en selja hins vegar hluta af þeim 13 milljónum tonna, sem þeir fá frá Sovétmönnum, á fijálsum markaði. 1984 og ’85 fengu þeir meiri gjaldeyri fyrir þessa olíu en fyrir sykurinn, sem er þó helsta útflutningsvara þjóðarinnar. Kastró sagði, að strætisvagna- fargjöld yrðu tvöfölduð, máltíðir í mötuneytum verksmiðja yrðu ekki lengur ókeypis og útsendig- artími sjónvarpsins skorinn niður. Eldsneytisnotkun opinben-a stofn- ana verður minnkuð um 20%, Fidel Kastró rafmagnsverð hækkað og stærri hluti vefnaðarvöruframleiðslunn- ar fluttur úr landi og framboðið innanlands minnkað. Þá hefur verið ákveðið að skera niður inn- flutning á þurrmjólkurdufti og þar með mjólkurskammtinn en á Kúbu er öll nýmjólk drýgð með mjólkurdufti. Það kom fram hjá Kastró, að ekki væri við því að búast, að Sovétmenn leystu vanda Kúbu- manna því að sjálfir hefðu þeir orðið fyrir miklum skakkaföllum í efnahagsmálunum. Sagði hann, að á yfirstandandi ári hefðu Kúbu- menn í fyrsta sinn ekki getað staðið við afborganir af erlendum lánum. Persaflóastríðið: Þúsundir manna falla í heiftarlegrim bardögnm Bashra, Nikósiu, Bahrain, AP, Reuter. ÞÚSUNDIR manna hafa fallið í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.