Morgunblaðið - 28.12.1986, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1986
Sakharov í viðtali við bandarískar sjónvarpsstöðvar:
„Mig langar til
að sjá mi g um
í heiminum“
„Sovétmenn eiga að njóta þeirra réttinda sem tíðkast í frjálsu samfélagi“
Andrei Sakharov ásamt konu sinni, Yelenu Bonner, á heimili þeirra
í Moskvu.
Sjö ár liðin frá innrásinni í Afganistan:
Þjóðarleiðtogar
saka Sovétmenn um
mannréttindabrot
New^York, Moskvu, AP, Reuter.
SOVÉSKI andófsmaðurinn
Andrei Sakharov sagði í fyrra-
dag í viðtali við bandarískar
sjónvarpsstöðvar, að hann Iang-
aði til að ferðast um heiminn.
Kvaðst hann telja, að það gæti
orðið Sovétstjórninni til álits-
auka ef hún leyfði honum það.
Yelena Bonner, eiginkona Sak-
átökum írana og íraka undan
farna daga. íranir segjast hafa
fellt 3000 íranska hermenn en
írakar segjast hafa hrundið árás
írana og fellt 10.000 menn á
Shatt AI-Arab-sundi skammt frá
Bashra, næst stærstu borg írak.
Talsmaður herstjómar íraka
sagði í gær að „lokasókninni", sem
Iranir hafa heitið á undanfömum
árum, hefði verið hrundið. Ráða-
menn í Teheran sögðu hins vegar
að árásin, sem hófst á aðfangadag,
hefði ekki verið „sóknin mikla“
heldur hefði verið um takmarkaðar
aðgerðir að ræða í hefndarskyni við
loftárásir íraka að undanfömu.
Útvarpið í Teheran sagði að 3000
hermenn íraka hefðu verið felldir í
bardögum um fjórar eyjar á Shatt
Al-Arab-sundi en þar liggja landa-
harovs, segir, að maður sinn sé
mjög heilsuveill og þurfi líklega
að fá gangráð.
„Eg hef mestan áhuga á mann-
réttindamálum og vil beijast fyrir
frelsi þeirra, sem hafa verið fang-
elsaðir vegna skoðana sinna,“ sagði
Sakharov í viðtali við CBS-sjón-
varpsstöðina bandarísku. „Ég vil
mæri ríkjanna tveggja. í tilkynn-
ingu IRNA, hinnar opinberu
fréttastofu írana, sagði að írakar
hefðu beitt efnavopnum gegn árás-
arliðinu. írakar kváðust hins vegar
hafa hrundið árásinni og gereytt
nokkrum herdeildum írana. Mikil
sigurhátíð var haldin í Baghdad,
höfuðborg írak, á föstudagskvöldið
eftir að tilkynnt hafði verið að
10000 íranskir hermenn hefðu verið
felldir.
Þann 26. janúar hefst í Kuwait
ráðstefna ríkja sem játa múhameðs-
trú. Fulltrúar 46 ríkja munu sitja
ráðstefnuna og verða m.a. ræddar
leiðir til að binda endi á Persaf-
lóastríðið sem staðið hefur í sex ár.
írakar sögðu í gær að með árásinni
hefðu íranir ætlað að tryggja stöðu
sína á vígvellinum áður en ráðstefn-
an hæfist.
líka vinna að auknu ferðafrelsi, þar
á meðal rétti manna til að ferðast
eða flytjast úr landi. Sovétmenn
eiga að njóta þeirra réttinda, sem
tíðkast í fijálsu samfélagi."
Sakharov sagði, að hann ætti þá
ósk helsta fyrir sjálfan sig að fá
að ferðast. „Mig langar til að hitta
fjölskyldu mína og sjá mig um í
heiminum. Ef mér væri leyft það
myndi það verða til að auka álit
stjómarinnar í augum umheims-
ins.“
Í viðtali, sem Sakharov átti við
NBC-sjónvarpsstöðina, sagði hann,
að vegna þeirra breytinga, sem nú
ættu sér stað í Sovétríkjunum,
myndi öðrum pólitískum föngum
brátt verða sleppt. Hann endurtók
enn einu sinni fordæmingu sína á
innrás Sovétmanna í Afganistan og
sagði það skoðun sína, að geim-
vamaáætlun Ronalds Reagan,
Bandaríkjaforseta, væri ekki meiri-
háttar þröskuldur í vegi afvopnun-
ar.
Alexander Goldfarb, sonur sov-
éska andófsmannsins Davids
Goldfarb, sem fyrir skömmu fékk
að koma til Bandaríkjanna, þýddi
NBC-viðtalið. Sagði hann, að Sak-
harov hefði sagt viðmælendum
sínum, að hann vonaði, að Gorbac-
hev yrði ekki grunaður um einber
áróðursbrögð með því að leyfa þeim
hjónum að koma til Moskvu.
Yelena Bonner, eiginkona Sak-
harovs, sagði í fyrradag, að maður
sinn væri mjög hjartveikur og þyrfti
líklega að fá gangráð. Sakharov
sagði, að í fyrra hefði hann neitað
frekari læknismeðferð í Gorkí, þar
sem hann var í útlegð, þegar hann
komst að því, að KGB kvikmyndaði
allar læknisvitjanir hans.
New York, AP.
FJÖLMARGIR þjóðarleiðtogar
sökuðu í gær Sovétmenn um
mannréttindabrot í Afganistan
og hvöttu þá til að draga innrás-
arliðið til baka. I gær voru sjö
ár Iiðin frá því Sovétsljórnin
sendi hermenn inn í landið til að
aðstoða stjórnvöld þar í baráttu
við skæruliða múslima.
Sir Geoffrey Howe, utanríkisráð-
herra Bretlands, sagði að vandi
Afgana yrði ekki leystur með
vopnavaldi. Brottkvaðning sovéska
herliðsins væri eina færa leiðin til
að lina þjáningar þjóðarinnar. Tals-
maður stjórnarinnar í Bonn í
Vestur-Þýskalandi sakaði Sovét-
menn um „þjóðarmorð" í Afganist-
an og lýsti yfir stuðningi við baráttu
frelsissveita Afgana fyrir sjálfs-
stæði þjóðarinnar. Franska ríkis-
stjómin tók í sama streng og kvaðst
ætla að auka stuðning við frelsis-
sveitimar.
Stjórnvöjd í Japan sögðu ástand-
ið í Afganistan vera „hryllilegt“ og
lýstu yfir fullum stuðningi við við-
leitni aðildarríkja Sameinuðu
þjóðanna til að koma á friði í Afgan-
istan. Kínverska utanríkisráðuneyt-
ið sendi frá sér tilkynningu í gær
þar sem sagði að tafarlaus brott-
kvaðning sovéska innrásarliðsins
væri forsenda friðar í Afganistan.
Fullyrt var að rúmlega ein milljón
Afgana hefðu fallið í bardögum
síðustu sjö ára og að fimm milljón-
ir manna hefðu misst heimili sín. I
tilkynningunni sagði ennfremur að
vera herliðsins þar ógnaði öryggi
ríkja í þessum heimshluta.
Talið er að 115.000 sovéskir her-
menn séu í Afganistan. Sovétstjórn-
in sendi herlið inn í landið þann 27.
desember árið 1979 til að styða
kommúnistastjómina þar í baráttu
hennar við frelsisveitir Afgana.
Kremlveijar gerðu Babrak Karmal
að leiðtoga landsins en í maímánuði
tók Najibullah, sem verið hafði yfir-
maður öryggislögreglunnar, við
starfi hans.
Neyðarástand í kúb-
önsku efnahagslífi
Horfur á að útflutningstekjurnar minnki um helming
Havana, Kúbu, Reuter.
FIDEL Kastró, forseti Kúbu,
skýrði i gær frá umfangsmikl-
um neyðarráðstöfunum í
efnahagsmálum þjóðarinnar.
Felast þær m.a. i því, að mjólk-
ur- og eldsneytisskammturinn
verður minnkaður og ókeypis
máltíðir í mörgum verksmiðj-
um verða afnumdar. Búist er
við, að útflutningstekjur þjóð-
arinnar á næsta ári muni
minnka um helming.
í ræðu, sem Kastró flutti á
þjóðþinginu, sagði hann, að efna-
hagsástandið væri mesta vanda-
mál, sem þjóðin ætti við að glíma.
Á síðasta ári hefðu útflutnings-
tekjumar numið 1,2 milljörðum
dollara en nú væri útlit fyrir, að
þær yrðu aðeins 600 milljónir
dollara árið 1987. Kenndi hann
um lágu sykur- og olíuverði.
Kúbumenn vinna enga olíu sjálfir
en selja hins vegar hluta af þeim
13 milljónum tonna, sem þeir fá
frá Sovétmönnum, á fijálsum
markaði. 1984 og ’85 fengu þeir
meiri gjaldeyri fyrir þessa olíu en
fyrir sykurinn, sem er þó helsta
útflutningsvara þjóðarinnar.
Kastró sagði, að strætisvagna-
fargjöld yrðu tvöfölduð, máltíðir
í mötuneytum verksmiðja yrðu
ekki lengur ókeypis og útsendig-
artími sjónvarpsins skorinn niður.
Eldsneytisnotkun opinben-a stofn-
ana verður minnkuð um 20%,
Fidel Kastró
rafmagnsverð hækkað og stærri
hluti vefnaðarvöruframleiðslunn-
ar fluttur úr landi og framboðið
innanlands minnkað. Þá hefur
verið ákveðið að skera niður inn-
flutning á þurrmjólkurdufti og þar
með mjólkurskammtinn en á
Kúbu er öll nýmjólk drýgð með
mjólkurdufti.
Það kom fram hjá Kastró, að
ekki væri við því að búast, að
Sovétmenn leystu vanda Kúbu-
manna því að sjálfir hefðu þeir
orðið fyrir miklum skakkaföllum
í efnahagsmálunum. Sagði hann,
að á yfirstandandi ári hefðu Kúbu-
menn í fyrsta sinn ekki getað
staðið við afborganir af erlendum
lánum.
Persaflóastríðið:
Þúsundir manna falla í
heiftarlegrim bardögnm
Bashra, Nikósiu, Bahrain, AP, Reuter.
ÞÚSUNDIR manna hafa fallið í