Morgunblaðið - 28.12.1986, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.12.1986, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1986 11 Jarðvegur ímyndunaraflsins Leiklist Jóhann Hjálmarsson Þjóðleikhúsið: AURASÁLIN eftir Moliére. Þýðandi og leikstjóri: Sveinn Einarsson. Tónlist: Jón Þórarinsson. Leikmynd: Paul Suominen. Búningar: Helga Björnsson. Lýsing: Ásmundur Karlsson. Það er auðvitað mjög æski- legt að klassísk verk séu ekki alltaf sviðsett með sama hætti. Þetta skilur Sveinn Einarsson, hinn reyndi leikhúsmaður, þýð- nútímann, enda stendur til að leika fyrir lifandi áhorfendur dagsins í dag. En jafnframt gerist leikurinn í jarðvegi ímyndunaraflsins, því hann brú- ar þessa tíma tvenna — og sá ímyndunarheimur á jafnauðvelt með að draga fram raunveru- leika aurasála þá og nú. Því að þessi meistari skopsins í heimi leikgleðinnar náði á dýpi hins sammannlega og var það skáld, að fáir aðrir hafa þar teiknað betur.“ Jarðvegur ímyndunaraflsins er sú gróðurmold sem leikiistin þarf á að halda. Og hana kallar leikstjórinn til liðs við sig í eink- ar skemmtilegu samblandi af mest, sóa ekki. Ástin er að vísu freistandi, en án auðs er hún hjóm. Því er komið til leiðar að Harpagon fellst á að taka sér unga stúlku fyrir konu, en hún reynist óvart draumadís sonar hans. Upp kemur mjög vand- ræðalegt ástand á heimili nirf- ilsins, en úr rætist með hjálp örlaganna. Dóttir Harpagons á líka í ástabralli og nirfíllinn sættir sig við það þegar ráðs- maður breytist skyndilega í aðalsmann. En fléttan skiptir ekki höfuð- máli. Það eru lifandi samtöl (sum að vísu nokkuð ijarlæg í tíma) sem gæða Aurasálina lífí. Með Bessa Bjarnasyni á myndinni eru Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir og Pálmi Gestsson. andi og leikstjóri Aurasálarinn- ar eftir Moliére. Eins og hann bendir á túlka ýmsir leikstjórar meistarann eftir sínu höfði og fara aðrar leiðir en franska þjóðleikhúsið. Sveinn viður- kennir þó að hafa stuðst við hefðbundna Moliére-sviðsetn- ingu eða hefð, m.a. það sem Moliére sótti til leikmáta commedia dell’arte, ítalska spunaleiksins. En hann segir einnig; „Hér eru búningar, leik- mynd og leikmáti, sem á engan hátt býður upp á raunsæilega mynd af fólki á dögum Moliéres — þetta er allt sótt jafnmikið í commedia dell’arte og nútíma gaman- og ærslaleik. Það er náttúrulega taumhald í þessari sýningu, textinn gefur aldrei tilefni til skrípaleiks, en hann leyfir ýmis frávik í leikrænni tjáningu og þau notfærir leik- stjórinn sér. Þýðingin er kjarn- mikil og tekur mið af daglegu máli. Leikfléttan er ekkert óskap- lega frumleg hjá Moliére. Hann dregur upp mynd hins dæmi- gerða nirfils, Harpagons, sem metur peninga meira en mann- lega hamingju. Aðalatriðið er að vera ríkur og spara sem Framan af er verkið dauflegt, en það rís um miðbik og eftir það er það þrungið lífí og fjöri. Áhorfandinn situr ekki lengur kyrr í sæti sínu, en fer að halla sér fram og fylgjast með öllu sem skeður og öllu sem er sagt. Því meiri áherslu sem leik- stjórinn leggur á ærslaleikinn því betri verður sýningin. Kát- brosleg umræða feðganna um Mariane, stúlkuna sem þeir vilja báðir eignast, er sannfærandi vegna þess að allt látbragð þeirra tjáir bilið á milli þeirra. Og þáttur Meistara Jakobs, Bessi Bjamason og Sigríður Þorvaldsdóttir í hlutverkum sínúm í Aurasálinni. matreiðslumanns og ökumanns hjá Harpagon, er ekki veiga- minnstur í þeirri umræðu. Meistari Jakob birtist sem skop- legur sáttasemjari, en fyrst og fremst gárungi. Mjög vel tekst einnig að sýna hvernig hin slóttuga Frosine nær valdi á Harpagon. Þar er á ferð ósvikinn ærslaleikur. Bessi Bjarnason leikur Harpagon og gerir það vel, en herslumun skortir. Bessi túlkar nirfílinn af kunnáttu og er ná- lægt því að vinna leiksigur, en viss stirðleiki kemur í veg fyrir það. Bessi er of mikið á yfír- borðinu að þessu sinni. Verulega snjall leikur er túlk- un Sigríðar Þorvaldsdóttur á Frosine og sama er að segja um Meistara Jakob Sigurðar Siguijónssonar. Þetta eru hlut- verk sem veita þessum úrvals- leikurum tækifæri til að sýna hvað í þeim býr. Fleiri léku vel í Aurasálinni. Pálma Gestsson hef ég sjaldan eða aldrei séð betri en í Clé- ante, syni Harpagons. Lilju Guðrúnu Þorvaldsdóttur í hlut- verki Elise, dóttur Harpagons, hef ég séð leika betur, en hún lék með ágætum. Jóhann Sig- urðarson fékk hlutverk sem hæfði honum vel, en hann var Valére, ráðsmaður Harpagons, en í raun tiginn maður og naut sín ekki síst sem slíkur. Guðlaug María Bjarnadóttir, Mariane, unga stúlkan sem allt snýst í rauninni um, lék af hógværð, en nægilegri festu til að verða minnisstæð. Randver Þorláks- son var eins og klipptur út úr commedia dell’arte í hlutverki þjóns, lék mjög skemmtilega. Sama er að segja um Jón S. Gunnarsson í hlutverki vinnu- manns. Aurasálin er til marks um að unnt er að vinna vel þegar æskilegur metnaður er fyrir hendi. Hér er allt í anda leik- rænnar gleði. Leikstjóm Sveins Einarssonar er markviss. Tón- list Jóns Þórarinssonar er áheyrileg. Leikmynd Paul Suominen er mjög kunnáttu- samleg og augnayndi. Litríkir búningar Helgu Björnsson sæta ekki síst tíðindum. Fallegri og smekklegri búningar hafa sjaki- an sést í Þjóðleikhúsinu. Eg nefni til að mynda klæðnað Clé- ante og Elise. Lýsing Ásmundar Karlssonar miðlaði viðeigandi birtu yfír þetta svið ærslanna. Öðru hveiju þurfum við að fá klassíkina í nýju ljósi til að búa okkur undir að takast á við samtímann. Það hefur heilla- vænlega gerst með Aurasálinni. Fundur sveitastjórna í Dala- og A-Barðastrandasýslum: Marka verður leiðir til að tryggja búsetu og bygff ð á svæðinu FUNDUR sveitarstjórna í Dala- Á fundinum var m.a. samþykkt og lýstu sveitastjórnirnar sig reiðu- og Austur-Barðastrandarsýslum að gera þá kröfu til stjórnvalda að búnar til fullrar þátttöku í því svo var haldinn í Dalabúð 9. desemb- marka raunhæfar leiðir til að framarlega sem efni og möguleikar er 1986. tryggja búsetu og byggð á svæðinu leyfðu. Var talið fyrirsjáanlegt að frekari samdráttur í framleiðslu landbúnaðar kæmi ekki til greina ef halda ætti svæðinu í byggð, ekki síst vegna þess að hinar s.k. „nýbú- greinar" hafa átt erfitt uppdráttar á þessu svæði, m.a. vegna legu svæðisins og aðstöðu. Fundurinn lagði því m.a. áherslu á það, að aðlögunartími til búhátta- breytinga og atvinnu uppbyggingar verði lengdur verulega, að frumbýl- ingum og öðrum bændum með erfiðar fjárskuldbindingar verði gert kleyft að standa undir rekstr- arkostnaði búa sinna og að staðið verði að fullu við fyrirheit um fjár- magnsfyrirgreiðslu til afurðastöðv- anna. Einnig mótmælti fundurinn því að í síðustu kjarasamningum var samið við aðila vinnumarkaðar- ins um málefni bændastéttarinnar án samráðs við Stéttarsamband bænda. Kristjana
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.