Morgunblaðið - 28.12.1986, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1986
21
Heimsins bezti fiskur
i
fara heim sem greiðsla fyrir fisk,
hefur arður verið greiddur flest
undanfarin ár og svarar sú greiðsla
til tvöfaldrar upphaflegrar fjárfest-
ingar. Coldwater á tvær fiskrétta-
verksmiðjur og miklar frystigeymsl-
ur á tveimur stöðum í
Bandaríkjunum, en á þessu ári var
rekstur verksmiðjanna sameinaður.
Coldwater selur megnið af fiskinum
undir eigin vörumerki, sem er orðið
þekkt um öll Bandaríkin, en um 100
milljónum króna er árlega varið í
auglýsingar og kynningu á fiskin-
um og vörumerkinu Icelandic.
Blaðamaður Morgunblaðsins
heimsótti Coldwater fyrir nokkru.
Hann skoðaði meðal annars báðar
verksmiðjurnar, skrifstofuhúsnæði,
heimsótti umboðsmenn og heild-
sala, fór á veitingastaði og í verzl-
anir þar sem fiskurinn frá
Coldwater kom við sögu. í eftir
farandi viðtölum og þeim, sem síðar
koma, verður leitazt við að skýra
gang mála við sölu á íslenzkum fiski
vestan hafs og kynna fyrirtækið
um leið. Í þessum fyrsta hluta af
þremur verður fjallað um verk-
smiðjureksturinn, gæðamál, fram-
leiðslustjórnun og íjárhaginn. Um
aðra þætti svo sem sölu, dreifingu
og viðskiptin við Long John Silver’s
verður fjallað síðar.
Verulegar breytingar eiga sér um
þessar mundir stað á fiskmörkuðun-
um vestan hafs. Fiskneyzla eykzt,
en hún er svo lítill hluti af neyzlu
matvæla, að bæti hver fjölskylda
við sig einni fiskmáltíð á dag, munu
þjóðirnar við norðanvert Atlants-
hafið tæpast hafa möguleika á því
að svara aukinni eftirspum. Nú
þegar er reyndar skortur á fiski
vestan hafs. Með aukinni umræðu
um heilsusamlega fæðu hefur fisk-
neyzla aukizt og breytzt um leið.
Verulegur samdráttur hefur til
dæmis orðið á neyzlu djúpsteikts
fisks með deigi og brauðmylnslu.
Framleiðsla í fiskréttaverksmiðjum
íslendinga í Bandaríkjunum hefur
að mestu byggzt upp á framleiðslu
á slíkum fískréttum. Því eru að
verða breytingar á þessum rekstri
eins og meðal annars fram kemur
í sameiningu verksmiðja Coldwater.
AA sjálfsögðu er ýsan aö heima seld í verksmiöjunum
Hvað varðar verksmiðju-
framleiðsluna, vinn ég að
söluspám fyrir þær í sam-
ræmi við upplýsingar umboðs-
manna okkar og fleiri þætti
varðandi markaðinn. Þetta er gert
einu sinni í mánuði og verksmiðju-
stjórarnir sjá svo um vinnsluna,
raða niður á framleiðslulínur, þann-
ig að sem mestur afrakstur náist
með sem minnstum tilkostnaði.
Síðan er útkoman borin saman við
sölu- og hagnaðarspár. Hátt verð á
blokkinni er farið að hafa áhrif á
sölu. Því þurfum við að lækka fram-
leiðslukostnaðinn, ef unnt er, þar
sem erfitt getur reynzt að hækka
verðið á framleiðslunni. Hins vegar
má ekki búast við umtalsverðri
lækkun framleiðslukostnaðar við
sameiningu verksmiðjanna, að
minnsta kosti ekki fyrst í stað, því
sameiningunni fýlgir nokkur kostn-
aður til að byrja með.
Það hefur orðið nokkur breyting
á hlutfalli unninnar vöru og flaka,
þar sem fólk er nú orðið minna
fyrir mikið af brauðmylnslu og deigi
og fiskur, steiktur í olíu er á undan-
haldi. Það er því viss þróun í þá
átt, að fiskurinn njóti sín betur sjálf-
ur í gerð tilbúinna fiskrétta. Það
er ennfremur spuming um að draga
úr framleiðslu almennrar unninnar
vöru, þar sem samkeppni um verð
er mikil, og fara í sérhæfðari fram-
leiðslu, sem er ekki eins veik fyrir
verðhækkunum. Blokkin er tilkom-
in vegna þess, að út úr henni er
auðvelt að saga nákvæma
skammta, en fólki virðist vera farið
að mislíka nokkuð slík framleiðsla
og vill heldur fá fiskstykkin misjöfn
að lögun og stærð. Það má nefna
ýmsa fleiri þætti, sem nú em að
breytast, en það er staðreynd, að
meðan á breytingum á neyzluvenj-
um stendur minnkar neyzlan. Síðan
er það spruningin hver fínnur fyrst
rétta svarið og nær beztum ár-
angri. Við vinnum stöðugt að
vöruþróun í samræmi við óskir og
þarflr markaðsins, en meginatriðið
er, að við fáum þann flsk, sem þarf
til að geta fullnægt óskum við-
skiptavina okkar. Annars glötum
við að öllum líkindum mikilvægum
viðskiptum, sem erfítt verður að
vinna á ný,“ sagði Ólafur Guð-
mundsson.
Ric Gordon
yfirmaður Coldwater
í Everett
Ric Gordon,
yfirmaður
Coldwater í
Everett:
Mikil
persónuleg
vonbrigði
að fram-
leiðslunni
hér skyldi
hætt
„ÞAÐ eru mér mikil persónuleg
vonbrigði að verksmiðjurekstrin-
um hér skuli hætt. Ég hef verið
hér síðan 1976, þegar frysti-
geymslurnar voru settar upp og
hef tekið þátt í þróuninni allan
tímann. Fyrsta vinnslulínan i
verksmiðjunni var sett upp í maí
1978 ogþetta hefur gengið vel
siðan, þó samdráttur í sölu og
aukning afkastagetu í báðum
verksmiðjunum geri það að verk-
um að heppilegast sé að hætta
rekstrinum hér. Við verðum
áfram með frystigeymslur hér og
dreifingu að einhverju leyti. Það
varð annaðhvort að gerast, selja
meira, feða draga saman. Mark-
aðurinn fyrir fiskrétti hefur
dregizt saman. Fólk borðar meira
af fiski, en vill síður mikið af
deigi og brauðmylsnu á honum.
Við fáum of lítið af flökum til
breyttrar framleiðslu í samræmi
við þetta, en verði rekstur hafinn
hér að nýju, hlýtur framleiðslan
að verða með öðrum hætti en nú
þekkist," sagði Ric Gordon, yfir-
maður Coldwater í Everett.
Við höfum aldrei verið með
meira en eina vakt, en hög-
um aukið framleiðslugetuna
með góðu fólki, sem hefur verið
lengi hjá okkur og með aukinni
tækni. Við náðum mest að fram-
leiða 40% af heildarframleiðslu
Coldwater.
Upphafið af starfseminni héma
var skortur á geymslurými og að-
stöðu til affermingar skipa. Við
náðum ekki að framleiða allt í Cam-
bridge, sem hægt var að selja,
jafnvel þó unnið hefði verið á tveim-
ur vöktum og á laugardögum.
Eftirspurn var mjög mikil og við
urðum að byggja verksmiðjuna hér
til að geta annað henni. Það fer
ekkert meira í taugamar á við-
skiptavinum en að þurfa_ að bíða
eftir því, sem þeir þurfa. A þessum
tíma vorum við að reyna að ná í
viðskipti við stórt fyrirtæki og hefð-
um þurft að stækka til að geta sinnt
þvi vel. Það var því margt, sem
varð til þess að byggingin hér var
ákveðin. Hins vegar fór reyndar svo
að við femgum ekki þessi viðskipti,
áætlanir stóðust ekki. Fyrirtækið
var selt og nýju eigendumir ákváðu
að skipta við aðra. Á þessum tíma
var mikil aukning á neyzlu tilbúinna
fiskrétta.
Fjöldi hlutastarfa verður áfram
hér, aðallega við affermingu skipa
og vinnu í frystigeymslum og við
drefingu og vömmóttöku. Atvinnu-
ástand er mjög gott hér um þessar
mundir og því er ekki eins sárt og
ella að þurfa að segja þessu fólki
upp. Flestir em með um 6,5 dali á
tímann, 266,50 krónur, en þeir, sem
hafa verið lengst hafa áunnið sér
nokkuð góð réttindi, svo sem eftirla-
un og sjúkratryggingu. Atvinnu-
leysisbætur hér vara í 30 vikur og
nema 55% af launum eða mest 205
dalir, 8.400 krónur á viku.
Öll færeyska framleiðslan kemur
hér inn, um 12.000 lestir á ári og
Hofsjökull kemur reglulega með um
30.000 lestir á ári frá Islandi og
árlega tökum við á móti um 45.000
lestum, enda kemur nokkuð af fiski
frá Suður-Ameríku og Kanada hér
í gegn. Við höfum geymslurými
fyrir um 7.000 lestir af flökum og
blokkum eða 4.000 lestir af unninni
vöru, en venjulega eru alls um 5.000
lestir í geymslu hjá okkur. Við höf-
um auk þess þurft að leigja
geymslurými hjá öðrum og þess
vegna eru uppi áætlanir um að
frystigeymslurnar hér verði stækk-
aðar. Það virðist ódýrara að landa
fiskinum hér og keyra hann niður
eftir til Cambridge, en að landa
honum þar. Megnið af flökum,
blokkum og eitthvað af unnum vör-
um verður því áfram geymt hér og
dreift héðan," sagði Ric Gordon.