Morgunblaðið - 28.12.1986, Blaðsíða 22
22 * MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1986
Páll Pétursson,
fram-
kvæmdastjóri
gæðaeftirlits:
Skiptir engu
hvaðan
vondurfisk-
ur kemur
Fólk, sem fær
vondan fisk,
borðar
ekki f isk aftur
Framkvæmdastjóri gæðaeftirlits
hjá Coldwater er Páll Pétursson.
Hann hefur komið víða víð siðan
hann lauk prófi i efnamatvæla-
fræði í Þýzkalandi með niður-
suðu sem sérgrein. Hann var hjá
hjá Rannsóknarstofnun fiskiðn-
aðarins til ársins 1973, var með
eigin rekstur í Þorlákshöfn um
tíma, var framieiðslustjóri hjá
Meitlinum, framkvæmdastjóri
gæðaeftirlits hjá Fisheries
Products í Kanada og fram-
kvæmdastjóri fisksölufyrirtækis
í New Bedford. Til Coldwater
kom hann 1. október 1984.
IÞorlákshöfn vorum við eiginlega
á undan tímanum. Við vorum aðal-
lega í lausfrystingu, en fengum
ekki útflutningsleyfi," sagði Páll.
„Þess vegna var engin framtíð í rekstr-
inum og við seldum Meitlinum fyrir-
tækið. Þar var ég svo framleiðslustjóri
um tíma, svona til að prufa það, því
ég ætlaði mér aldrei neinn frama inn-
an Sambandsins. Síðan kvaddi ég
kóng og prest og gerðist föðurlands-
svikari að margra mati, þegar ég tók
að mér gæðaeftirlit hjá keppinautun-
um Fisheries Products í Kanada. Eg
er ánægður með árangurinn, sem náð-
ist þar og held að ég hafí nú verið
tekinn í sátt.
Menn gleyma því oft, að verði fólk
fyrir því að fá vondan fisk, til dæmis
á veitingahúsi, skiptir engu máli hvað-
an hann er. Viðkomandi borðar
einfaldlega ekki físk aftur. Góður fisk-
ur eykur heildameyzluna hvaðan sem
hann kemur og það er öllum fiskselj-
endum til góðs. Nú er botnfiskur
aðeins um 2% af matameyzlu Banda-
ríkjamanna og fískseljendur em ekki
að keppa sín á milli svo nokkm nem-
ur, heldur við nautakjötið og kjúkling-
ana til dæmis. Það er því alvarlegt
mál, að margir freistast til að selja
lakari fískinn í skóla, þar sem útboð
era svo lág, að ekki er hægt að standa
undir gæðaframleiðslu á því verði.
„Draslið" eyðileggur síðan stórkost-
lega möguleika á því að vinna ungviðið
á band fískáts og ömurlegt til þess
að hugsa, að ekki skuli hægt að ná
samvinnu við önnur fyrirtæki um að
hætta þessu. A endanum hafa menn
tryggt að bömin, fískætur framtíðar-
innar, borða alls ekki físk. Þetta er
stefna langt aftur á bak. McDonalds
hefur náð til bamanna með hamborg-
arana með feikilegum árangri. Það
ætti að vera hægt með fískinn líka,
hugsi menn rökrétt. Það gengur ekki
að draga úr gæðum til að auka magn.
Það er ætlun Coldwater að selja gæða-
vöm eins og alltaf og það getur þýtt
eitthvað minna magn.
Ég tek sýnishom af framleiðslunni
frá öllum helztu keppinautum okkar
og ber gæði hennar saman við fram-
leiðslu okkar. Niðurstaðan hefur í
öllum tilfellum nema tveimur verið sú,
að við höfum verið í fyrsta sæti.
Starfsfólk okkar og sölumenn meðal
annars taka þátt í þessari gæðapróf-
un, sem nær til nánast allrar vöm, sem
við seljum. Það er nauðsynlegt að
starfsfólkið fylgist með þessu og ekki
síður sölumennirinir, svo þeir viti ná-
kvæmlega hvað þeir em að fást við.
Við verðum að geta sannað að við
séum beztir.
Við leggjum mikla áherzlu á að
fylgjast með gæðum framleiðslu hús-
anna heima og verksmiðjuframleiðsl-
unnar. Ég gef sérnvetju frystihúsi
puntka fyrir gæði eftir framleiðslu og
sendi þeim skýrslu með öllum upplýs-
ingum og leitast við að hæla fyrir
það, sem vel er gert. Útkoman er einn-
ig reiknuð miðað við útflutningsverð-
mæti. Þessi aðferð hefur skilað sér
vel, þar sem menn sjá svart á hvítu
hver útkoman er, bæði fjárhagslega
og hvað varðar gæðin. Þannig fá
menn líka gott yfirlit yfír það, hvemig
þróun gæðamála hjá þeim er. Fyrstu
fjóra mánuði þessa árs hefur 86%
framleiðslunnar farið í fyrsta flokk,
lítilsháttar annmarkar hafa verið á
10% framleiðslunnar og 4% hefur ver-
ið hafnað. Við tökum gæðaeftirlitið
mjög alvarlega, enda em kaupendur
kröfuharðir og ganga eftir upplýsing-
um um gæði fisksins, sem þeir kaupa.
Við gefum sem sagt ekki tommu eftir
í gæðum og það hefur skilað sér vel,
enda em möguleikar á hagnaði af
sölu annars og þriðja flokks físki litl-
ir. Það má til dæmis benda á það, að
við emm þeir einu, sem selja fyrirtæk-
inu Campell Soup’s físk. Þó það sé
reyndar aðallega þekkt heima fyrir
súpur, selur það ýmis önnur matvæli.
Það þarf að samræma betur gæða-
eftirlit heima, sem mælir sömu þætt-
ina og við, til að niðurstöður getir
verið sambærilegar. Færeyingar hafa
náð mjög góðum árangri í gæðaeftir-
litinu og hafa í kjölfar þess stórbætt
framleiðsluna. Það hefur verið mjög
góð samvinna við Föroya Fiskasölu
og SH í þessum málum, öllum aðiljum
til hagsbóta. Sala gæðafísks skilar sér
alltaf, fyrr eða seinna, í hærra verði
og betri og meiri sölu en ella,“ sagði
Páll Pétursson.
Gerald Clarke,
fjármálastjóri:
Höldum
eins háu
verði
eins og
okkur er
mögulegt
„FJÁRHAGSLEG staða Cold-
water er líklega betri en hjá
nokkru öðru fyrirtæki í fram-
leiðslu og sölu sjávarrétta. Eg
byijaði hjá fyrirtækinu 1971 og
á þeim tima var fremur lítill
tekjuafgangur eða eigið fé, en
nú er Coldwater um 18 milljóna
dala virði, 738 íslenzkra milljóna.
Upphafleg fjárfesting Sölumið-
stöðvarinnar í fyrirtækinu var
um 450.000 dalir, um 18,5 millj-
ónir króna. Það má því segja að
selja mætti Coldwater fyrir 738
milljónir króna, samkvæmt bók-
færðum eignum, en mat á
eignum, viðskiptasamböndum,
orðspori og fleiru er alltaf erf itt
og getur farið eftir ýmsu. Nú
seljum við fyrir um það bil 215
milljónir dala á ári, tæplega 9
milljarða króna. Á síðasta ári
varð hagnaður fyrirtækisins fyr-
ir skatta 2,3 milljónir dala eða
um 94 milljónir króna. Hagnaður
var fyrsta fjórðung þessa árs og
búizt er við hagnaði allt árið.
Síðustu 6 ár höfum við selt fyrir
tæplega 50 milljarða króna en á
sama tímabili reyndist tap á
rekstrinum um 41 milljón króna
þrátt fyrir 94 milljóna króna
hagnað á síðasta ári,“ segir Ger-
ald Clarke, aðstoðarforstjóri og
fjármálastjóri Coldwater.
Síðustu ár hafa því ekki verið
góð, en við teljum okkur
hafa snúið vörn í sókn. Lok-
un verksmiðjunnar í Everett mun
hafa bætt áhrif á reksturinn á
næstu ámm, þar sem henni mun
fylgja nokkur kostnaður fyrst í stað.
Eg tel lokunina þó vera fyrirtækinu
holla, þegar til lengri tíma er litið.
Eftirspum eftir afurðum framleidd-
um í verksmiðjum hefur fallið
nokkuð og verð og í sumum tilfell-
um gæði þar af leiðandi lækkað.
Við viljum hins vegar halda því
orði, sem af okkur hefur farið; að
við framleiðum gæðavöm og getum
með því haldið verðinu uppi. Nær
öll framleiðslan er seld undir eigin
vömmerki, en mikið af framleiðslu
keppinautanna er með vömmerki
kaupandans. Þegar frá líður tapa
þessir framleiðendur sjálfstæði
sínu, þar sem markaðurinn þekkir
þá ekki lengur. Við höfum verið
leiðandi afl hér og ætlum að halda
því áfram. Við emm sífellt að end-
urbæta afurðirnar og emm með
mikið af nýjum vömm á þróunar-
stigi og þar koma á markaðinn á
næstunni.
Ég tel að eitt af mikilvægustu
hlutverkum okkar hjá Coldwater,
sé að uppfræða fólk um hollustu
fískáts og með það í huga er mjög
mikilvægt að ná til ungs folks. Það
væri mjög gott að geta komið góð-
um fisiri inn í skólana með það í
huga að í uppvextinum þekki börn-
in góðan físki og þeim sé ljós
hollusta fískáts. Því er það alvar-
legt mál að selja lakari fiskinn í
skólana. Það getur verið til bóta
fyrir söluna, þegar hún á sér stað,
en til lengri tíma litið dregur það
úr möguleikum á físksölu. Börnin
fá þá óbeit á fiskinum og því getur
verið tímafrekt eða ómögulegt að
breyta. Mikilvægast fyrir okkur er
að kynna fólki fiskinn og við höfum
skipulagt herferð í því skyni með
gerð myndbanda, sem sniðin em
að menntun bama og unglinga.
Coldwater eyðir um 100 milljónum
króna í auglýsingar og kynningu á
físki á ári og þar eykst stöðugt hlut-
ur kynningarinnar. Það kostar sitt
að halda nafni fyrirtækisis á lofti,
en það skilar sér og þessum pening-
um hefur tvímælalaust verið vel
varið.
Auk þess fjár, sem farið hefur
heim, sem greiðsla fyrir físk, hefur
Coldwater á vissum tímum greitt
arð til eigendanna. Greiðsla arðs
hófst á sjöunda áratugnum og hef-
ur átt sér stað síðan utan árin 1984
og 1985. Á þann hátt höfum við
endurgreitt eigendunum á íslandi,
tvöfalda fjárfestingu þeirra í fyrir-
tækinu. Það er því ljóst að fjárfest-
ingin hefur verið arðbær. Auk þessa
kaupum við fisk af fyrirtækjunum
á íslandi fyrir um 4 milljarða að
meðaltali hvert ár síðstu 15 árin.
Viðskiptavinir okkar og umboðs-
menn hafa flestir talið stöðugt og
ömggt framboð mikilvægasta þátt-
inn í fisksölunni. Þeir telja þó
framboð mikilvægast, í öðra lagi
gæði og verð í þriðja lagi. Á næstu
10 ámm mun stöðugt framboð
skipta vemlegu máli. Við höfum
alltaf verið þekktir fyrir að eiga
það, sem beðið hefur verið um af
flökum. Hins vegar hefur sala okk-
ar á fiskréttum liðið nokkuð fyrir
það á síðustu ámm, að framboð
hefur verið óstöðugt. Sé framboð
ekki stöðugt, mun uppbygging fyrri
ára tapast. Því er það mikilvægara
en nokkuð annað, að framleiðendur
heima sinni þessum markaði. Ann-
ars glatast hið góða orðspor fyrir-
tækisins. Starf okkar hér er að
halda verði eins háu og mögulegt
er og verð hefur hækkað undanfar-
ið. Auk þess þurfum við að greiða
framleiðendum heima eins fljótt
fyrir fiskinn og unnt er og við íhug-
um hvort mögulegt sé að auka
lántökur í því markmiði. Það tekur
nú nokkurn tíma að skila greiðslu
heim, eftir að skipin hafa látið úr
höfn, en birgðatími er stuttur. Ég
tel að mögulegt geti verið að flýta
þessum greiðslum, en ekki verður
hægt að greiða fyrir framleiðsluna
um leið og hún er tilbúin heima.
Um 45 umboðsmenn vinna nú
fyrir okkur um allt land og á við-
skiptavinalista Coldwater em
rúmlega 2.000 fyrirtæki, en við
seljum að meðaltaltali um 1.200
kaupendum físk á mánuði. Með
starfsmönnum þessara fyrirtækja
og starfsliði okkar selja þúsundir
manns fisk fyrir Coldwater. 65%
sölunnar fara í gegn um umboðs-
menn og 35% seljum við beint, þar
af mest til Long John Silver’s. Mikil-
vægi samningsins við það fyrirtæki
er okkur vemlegt. Við seljum þeim
um 9.500 lestir árlega og hefur það
mjög góð áhrif á fjárstreymið, þar
sem greiðslur ganga hratt fyrir sig.
Á hinn bóginn getur verið varasamt
að leggja of mikla áherzlu á sölu
mikils magns til eins aðilja og vera
honum þannig háður. Nú þurfum
við á Long John Silver's að halda
og þeir þarfnast okkar. Þá er það
okkur og vömmerkinu Icelandic
mikilvægt að umsvifamesta veit-
ingahúsakeðja með sjávarrétti skuli
velja íslenzkan fisk að megninu til
og framreiða hann og matbúa af
eins mikilli vandvirkni og raun ber
vitni,“ sagði Gerald Clarke .
Myndir og texti:
HG
. i k
4 i % itti ii ik i S i i í 1U 41 i 4 i i iiiLávU i í * «•.». * * 4 .t