Morgunblaðið - 28.12.1986, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 28.12.1986, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1986 Svanhildur íþróttamaður Kópavogs þriðja árið í röð „ÉG átti ekki von á að verða valin vegna þess að mér fannst árang- ur minn á árinu ekki nógu góður ' og því kom kjörið mér skemmti- lega á óvart,“ sagði Svanhiidur Kristjónsdóttir við Morgunblaðið, en þriggja manna nefnd, sem valdi fþróttamann ársins í Kópa- vogi á vegum Rotaryklúbbs Kópavogs, valdi hana einróma og er þetta þriðja árið í röð, sem hún hlýtur sæmdarheitið. Svanhildur er 19 ára nemandi í Menntaskóla Kópavogs hvaðan hún lýkur stúdentsprófi í vor. Hún er félagi í Ungmennafélaginu Breiðablik í Kópavogi og æfði vel síðastliðinn vetur undir stjórn Guð- mundar Sigurðssonar, þjálfara UMSK og UBK. Eftir góðan árang- ur á meistaramóti íslands innan- 'húss í febrúar var hún valin til keppni á fyrsta Norðurlandameist- aramótinu innanhúss, sem fór fram í Svíþjóð. Þar lenti hún í 5. sæti í 60 metra hlaupi á nýju Ís- landsmeti, 7,69 sekúndum. Með stuðningi frá Kópavogsbæ, Rotaryklúbbi Kópavogs og fleiri aðila, þá gat Svanhildur dvalist í Englandi við æfingar og keppni í 6 vikur fyrripart sumars. Þetta var henni dýrmæt reynsla, sem hún kemur til með að búa að í fram- tíðinni. Svanhildur kom heim til keppni á íslandsmótinu og varð þar ís- landsmeistari í 100 m hlaupi og boðhlaupi með sveit UMSK. Hún hafnaði í 2. sæti í 200 m hlaupi og var það í eina skiptið á árinu, sem hún tapaöi í 200 m hlaupi fyrir íslendingi. Svanhildur keppti með íslensku úrvalsliði í Kaup- mannahöfn í júlí og hélt síðan áfram keppni í Svíþjóð og Dan- mörku fram að bikarkeppni FRÍ ásamt félögum sínum úr UMSK. Svanhildur gengdi lykilhlutverki í bikarliði UMSK sem óvænt náði • Svanhildur Kristjónsdóttir, íþróttamaður Kópavogs þriðja árið f röð, ásamt foreldrum sínum, Pálínu Ármannsdóttur og Kristjóni Pálssyni. 2. sætinu aðeins 2 stigum á eftir IR. Endapunkturinn var síðan keppni á Norðurlandamóti ungl- inga í Noregi. Þar náði hún silfur- verðlaunum í 100 m og 200 m hlaupi. Besti árangur Svanhildar á árinu í 100 m hiaupi var 11,83 sekúndur á móti í Fredriksberg í Danmörku, 200 m hljóp hún á 24,1 sekúndu í Oxford í Englandi, og í 400 m hlaupi náði hún best 57,1 sekúndu í Reykjavík. Svanhildur sagðist stefna á há- skólanám að loknu stúdentsprófi og hefði hún þegar fengið boð frá Alabamaháskóla í Bandaríkjunum. „Ég hef mikinn áhuga á að fara í félags- og sálfræðl eða fjölmiðla- nám, en hef hvorki gert upp hug minn hvað ég á að læra né hvert skal haldið, en bæði Bandaríkin og Norðurlönd koma til greina," sagði Svanhildur Kristjónsdóttir. Fær Ingemar Stenmark að vera með í Calgary 1988? - honum var meinað að taka þátt fsíðustu OL1984 SÆNSKI skíðakappinn Ingemar Stenmark biður þess nú hjá alþjóðaskíðasambandinu (FIS) að fá leyfi til að keppa á Olympíuleikunum í Calgary 1988. Honum var meinað að taka þátt í síðustu Olympíuleikum í Sarajevo 1984 vegna þess að sambandið taldi hann atvinnumann í íþróttinni. Ef FIS samþykkir að leyfa honum að keppa í Caigary gæti hann breytt þeirr ákvörðun sinni að hætta keppni eftir þetta tímabil og vera með fram yfir næstu Olympíuleika. Sænska skíðasambandið leggur mikla áherslu á að Sten-' mark fái keppnisleyfi á Olympíu- leikunum í Calgary, því hann hefur sannað það í vetur að hann er þeirra besti alpagreinamaður þótt hann sé orðinn 31 árs. Stenmark hefur unnið til allra verðlauna sem hægt er að vinna til í skíðaíþróttinni. Hann vann tvenn gullverðlaun á Olympíu- leikunum 1980, varð heims- • Ingemar Stenmark brosandi eftir að hann vann sinn 84. sig- ur í heimsbikarnum í fyrsta svigmóti vetrarins. Fær þessi mesti skíðakappi allra tíma leyfi til að keppa á Olympíuleikunum í Calgary 1988? meistari í svigi 1978 og 1982. Hann er eini keppandinn í heims- bikarnum sem unnið hefur 13 mót á sama vetri og hann er sá eini sem unnið hefur 12 stór- svigsmót í röð i heimsbikarnum, það gerði hann frá mars 1978 til febrúar 1980. Hann vann sinn 84. sigur í heimsbikarnum er hann sigraði í fyrsta svigmóti vetrarins í Sestriere á Ítalíu í síðasta mánuði, en engum skíða- manni hefur tekist að vinna sigur í heimsbikarnum svo oft. Stenmark nýtur þess enn að keppa í svigi og stórsvigi. „Mér finnst ég vera ungur enn og stundum eins og ég sé tíu árum yngri en hinir keppendurnir," sagði Stenmark. Honum hefur gegnið mjög vel í vetur og er nú næst efstur í svigkeppninni og í fjórða sæti samanlagt. Fyrir tveimur árum vann hann ekki eina keppni í heimsbikarnum og var þá talað um að hann væri búinn að vera. En hann sannaði það í fyrra og svo aftur núna að svo er ekki. „Veturinn 1985 var mjög erfið- ur fyrir mig. Ég var þá að stofna fjölskyldu og líf mitt hefur mikið þreyst síðan dóttir mín, Nathalie, fæddist fyrir tveimur árum. Hún hjálpar mér að horfa raunsætt á lífið," sagði Stenmark. Ermano Nogler hefur þjálfað Stenmark síðan 1970. „Þegar maður horfir á Stenmark tala við blaðamenn á mismunandi tungu- málum brosandi og ánægðann eftir hverja keppni trúir maður • Stenmark ásamt konu sinni, Ann Ulvhagen og dótturinni, Nathalie, sem nú er tveggja ára. Fjöl- skyldulífið hefur haft góð áhrif á skfðakappann. því varla að þetta sé sami Sten- mark og ég þjálfaði 1970. Þá var hann feiminn og og vildi lítið láta á sér bera," sagði Nogler. Stenmark mun taka þátt í heimsmeistaramótinu sem fram fer í Crans Montana í Sviss í janaúar og febrúar. „Ég tel mig eiga mesta möguleika á sigri í stórsviginu á HM. Það þarf meiri tækni i stórsvigið, en svigið út- heimtir meiri snerpu," sagði Stenmark. Hann vann heims- meistaratitilinn í stórsvigi 1978. Stenmark hefur líst því yfir að þetta gæri orðið hans síðasta keppnistímabil. En ef FIS gefur honum leyfi til að keppa á OL í Calgary þá gætti hann breytt þeirr ákvörðun sinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.