Morgunblaðið - 28.12.1986, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1986
Svanhildur
íþróttamaður
Kópavogs
þriðja árið í röð
„ÉG átti ekki von á að verða valin
vegna þess að mér fannst árang-
ur minn á árinu ekki nógu góður
' og því kom kjörið mér skemmti-
lega á óvart,“ sagði Svanhiidur
Kristjónsdóttir við Morgunblaðið,
en þriggja manna nefnd, sem
valdi fþróttamann ársins í Kópa-
vogi á vegum Rotaryklúbbs
Kópavogs, valdi hana einróma og
er þetta þriðja árið í röð, sem hún
hlýtur sæmdarheitið.
Svanhildur er 19 ára nemandi í
Menntaskóla Kópavogs hvaðan
hún lýkur stúdentsprófi í vor. Hún
er félagi í Ungmennafélaginu
Breiðablik í Kópavogi og æfði vel
síðastliðinn vetur undir stjórn Guð-
mundar Sigurðssonar, þjálfara
UMSK og UBK. Eftir góðan árang-
ur á meistaramóti íslands innan-
'húss í febrúar var hún valin til
keppni á fyrsta Norðurlandameist-
aramótinu innanhúss, sem fór
fram í Svíþjóð. Þar lenti hún í 5.
sæti í 60 metra hlaupi á nýju Ís-
landsmeti, 7,69 sekúndum.
Með stuðningi frá Kópavogsbæ,
Rotaryklúbbi Kópavogs og fleiri
aðila, þá gat Svanhildur dvalist í
Englandi við æfingar og keppni í 6
vikur fyrripart sumars. Þetta var
henni dýrmæt reynsla, sem hún
kemur til með að búa að í fram-
tíðinni.
Svanhildur kom heim til keppni
á íslandsmótinu og varð þar ís-
landsmeistari í 100 m hlaupi og
boðhlaupi með sveit UMSK. Hún
hafnaði í 2. sæti í 200 m hlaupi
og var það í eina skiptið á árinu,
sem hún tapaöi í 200 m hlaupi
fyrir íslendingi. Svanhildur keppti
með íslensku úrvalsliði í Kaup-
mannahöfn í júlí og hélt síðan
áfram keppni í Svíþjóð og Dan-
mörku fram að bikarkeppni FRÍ
ásamt félögum sínum úr UMSK.
Svanhildur gengdi lykilhlutverki
í bikarliði UMSK sem óvænt náði
• Svanhildur Kristjónsdóttir, íþróttamaður Kópavogs þriðja árið f röð, ásamt foreldrum sínum, Pálínu
Ármannsdóttur og Kristjóni Pálssyni.
2. sætinu aðeins 2 stigum á eftir
IR. Endapunkturinn var síðan
keppni á Norðurlandamóti ungl-
inga í Noregi. Þar náði hún silfur-
verðlaunum í 100 m og 200 m
hlaupi.
Besti árangur Svanhildar á árinu
í 100 m hiaupi var 11,83 sekúndur
á móti í Fredriksberg í Danmörku,
200 m hljóp hún á 24,1 sekúndu
í Oxford í Englandi, og í 400 m
hlaupi náði hún best 57,1 sekúndu
í Reykjavík.
Svanhildur sagðist stefna á há-
skólanám að loknu stúdentsprófi
og hefði hún þegar fengið boð frá
Alabamaháskóla í Bandaríkjunum.
„Ég hef mikinn áhuga á að fara í
félags- og sálfræðl eða fjölmiðla-
nám, en hef hvorki gert upp hug
minn hvað ég á að læra né hvert
skal haldið, en bæði Bandaríkin
og Norðurlönd koma til greina,"
sagði Svanhildur Kristjónsdóttir.
Fær Ingemar Stenmark að
vera með í Calgary 1988?
- honum var meinað að taka þátt fsíðustu OL1984
SÆNSKI skíðakappinn Ingemar Stenmark biður þess nú
hjá alþjóðaskíðasambandinu (FIS) að fá leyfi til að keppa
á Olympíuleikunum í Calgary 1988. Honum var meinað að
taka þátt í síðustu Olympíuleikum í Sarajevo 1984 vegna
þess að sambandið taldi hann atvinnumann í íþróttinni.
Ef FIS samþykkir að leyfa honum að keppa í Caigary gæti
hann breytt þeirr ákvörðun sinni að hætta keppni eftir
þetta tímabil og vera með fram yfir næstu Olympíuleika.
Sænska skíðasambandið
leggur mikla áherslu á að Sten-'
mark fái keppnisleyfi á Olympíu-
leikunum í Calgary, því hann
hefur sannað það í vetur að hann
er þeirra besti alpagreinamaður
þótt hann sé orðinn 31 árs.
Stenmark hefur unnið til allra
verðlauna sem hægt er að vinna
til í skíðaíþróttinni. Hann vann
tvenn gullverðlaun á Olympíu-
leikunum 1980, varð heims-
• Ingemar Stenmark brosandi
eftir að hann vann sinn 84. sig-
ur í heimsbikarnum í fyrsta
svigmóti vetrarins. Fær þessi
mesti skíðakappi allra tíma leyfi
til að keppa á Olympíuleikunum
í Calgary 1988?
meistari í svigi 1978 og 1982.
Hann er eini keppandinn í heims-
bikarnum sem unnið hefur 13
mót á sama vetri og hann er sá
eini sem unnið hefur 12 stór-
svigsmót í röð i heimsbikarnum,
það gerði hann frá mars 1978
til febrúar 1980. Hann vann sinn
84. sigur í heimsbikarnum er
hann sigraði í fyrsta svigmóti
vetrarins í Sestriere á Ítalíu í
síðasta mánuði, en engum skíða-
manni hefur tekist að vinna sigur
í heimsbikarnum svo oft.
Stenmark nýtur þess enn að
keppa í svigi og stórsvigi. „Mér
finnst ég vera ungur enn og
stundum eins og ég sé tíu árum
yngri en hinir keppendurnir,"
sagði Stenmark. Honum hefur
gegnið mjög vel í vetur og er nú
næst efstur í svigkeppninni og í
fjórða sæti samanlagt. Fyrir
tveimur árum vann hann ekki
eina keppni í heimsbikarnum og
var þá talað um að hann væri
búinn að vera. En hann sannaði
það í fyrra og svo aftur núna að
svo er ekki.
„Veturinn 1985 var mjög erfið-
ur fyrir mig. Ég var þá að stofna
fjölskyldu og líf mitt hefur mikið
þreyst síðan dóttir mín, Nathalie,
fæddist fyrir tveimur árum. Hún
hjálpar mér að horfa raunsætt á
lífið," sagði Stenmark.
Ermano Nogler hefur þjálfað
Stenmark síðan 1970. „Þegar
maður horfir á Stenmark tala við
blaðamenn á mismunandi tungu-
málum brosandi og ánægðann
eftir hverja keppni trúir maður
• Stenmark ásamt konu sinni, Ann Ulvhagen og dótturinni, Nathalie, sem nú er tveggja ára. Fjöl-
skyldulífið hefur haft góð áhrif á skfðakappann.
því varla að þetta sé sami Sten-
mark og ég þjálfaði 1970. Þá var
hann feiminn og og vildi lítið láta
á sér bera," sagði Nogler.
Stenmark mun taka þátt í
heimsmeistaramótinu sem fram
fer í Crans Montana í Sviss í
janaúar og febrúar. „Ég tel mig
eiga mesta möguleika á sigri í
stórsviginu á HM. Það þarf meiri
tækni i stórsvigið, en svigið út-
heimtir meiri snerpu," sagði
Stenmark. Hann vann heims-
meistaratitilinn í stórsvigi 1978.
Stenmark hefur líst því yfir að
þetta gæri orðið hans síðasta
keppnistímabil. En ef FIS gefur
honum leyfi til að keppa á OL í
Calgary þá gætti hann breytt
þeirr ákvörðun sinni.