Morgunblaðið - 28.12.1986, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGTTR 98 rtRSRMRER 1986
47
Silki og náttúruefni
í hávegum höfð
Markus - tískuhús opnað
Þótt ótrúlegt megi virðast er þetta prjónaflík, hvít Hér er annað pils samansaumað úr silki, en blússan
með fjölskrúðugum litum. Við hana er svart pijóna- er tvöföld að framan og að sjálfsögðu úr silki.
pils.
Þessi föt eru frá Uta Raasch og eru svört. Segja
má að peysan sé „ein með öllu“, því að festin er
saumuð í hana. Peysan, eins og pilsið, er úr silki.
Morgunblaöið/Einar Falur
Þessi peysa er prjónuð úr blöndu af silki og moha-
ir, en piisið er saumað saman úr silkirenningum.
Skömmu fyrir jól var opnuð ný
tískuvöruverslun hér í bæ og
bar hún nafnið Markus — tískuhús.
Verslunin er í gamla miðbænum,
nánar tiltekið í usturstræti 10,
fjórðu hæð. Það eru hjónin Guðlaug
Jónsdóttir og Ásgeir Ebenezersson
sem eiga verslunina, en til kynning-
ar á þeirri vöru, sem þau hafa á
boðstólum, héldu þau tískusýningu
að Hótel Borg hinn 18. þessa mán-
aðar.
Morgunblaðið var til staðar og
forvitnaðist við Guðlaugu um
strauma og stefnur í tískunni í ár.
Hún sagði að greinilegt væri að
náttúruefni, s.s. silki, væru í mikilli
sókn og einnig að dýr og vönduð
föt, væru orðin algengari. „Islend-
ingar eru almennt séð mjö vel
klæddir, séu þeir bornir saman við
næstu nágranna og eru þeir þó al-
mennt ekki sakaðir um auraleysi.
íslendingar eru alveg tilbúnir til
þess að borga vel fyrir falleg föt,
en þeir vilja líka fá eitthvað fyrir
peningana og sjá til þess að þeir
eru ekki snuðaðir.“
Að sögn Guðlaugar er fólk
ófeimnara við að klæða sig upp
dags daglega en áður. „Kvenfatn-
aður nútímans miðast gjaman við
að hægt sé að stunda vinnu í honum
að degi til, en samkvæmislíf að
kvöldi." Sem fyrr segir eru náttúru-
efni ýmis mjög vinsæl, en skartgirni
er það greinilega líka, því að mikið
er um hálsfestar, nælur og beltis-
sylgjur. Þá er nokkuð um það að
skraut sé saumað í fatnaðinn.
Hvað um það, sjón er sögu ríkari.
©PIB
COSPER
* *
%sad
-/Q393 -ll'. C0SPE.R
-íU.
4, r".....-
^ ] * C05PER
VOGIN:
SEM e
TELUR
ÞÚ ERT MARGFAIT FLJÓTARI
AÐ TELJA MEÐ ÞESSARI
VOG, SEM ER MJÖG
EINFÖLD í NOTKUN.
ÞESSAR VOGIR ERU NÚ
ÞEGAR í NOTKUN VIÐ
AÐ TELJA: SKRÖFUR,
FITTINGS OG ÝMSA
STYKKJAVÖRU AUK ÞESS
SEM ÞÆR HJÁ VOGUE TELJA
METRA Á EFNISSTRÖNGUM.
VOGIN
NÝTIST
EINNIG
SEM
VENJULEG
VOG FYRIR
VIGTUN
Plastos liF
KRÓKHÁLS 6 SÍMI 671900