Morgunblaðið - 24.01.1987, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1987
ÚTVARP/SJÓNVARP
Framtíðin
Ihinum stórmerka þætti af Móður
Teresu er við sáum á dögunum í
nkissjónvarpinu lét hin helga Móðir
þau orð falla að á Vesturlöndum risti
fátæktin máski dýpra en á Indlandi.
Textanum fylgdu myndir af einmana
fólki, gjarnan svertingjum og öldruðu
fólki er reikaði um í mannhafi New
York. Fátækt og umkomuleysi þessa
fólks var átakanleg, einkum þegar
horft var til umhverfsins, glæsilegra
skrifstofubygginga ríkasta og voldug-
asta heimsveldis samtímans. Fátækl-
ingurinn hlýtur að finna enn frekar
til umkomuleysisins og vanmáttarins
í veröld allsnægtanna. Ég ætla ekki
að þreyta lesendur á hagfræðilegum
eða pólitískum vangaveltum í pistli
er á að fjalla um dagskrá ljósvaka-
miðlanna. Þess í stað viðra ég hér
hugmynd er flaug í hugann í fyrradag
þá ég barði saman textann um „lýð-
ræðisrásina"; sjónvarpsrás er fylgdist
með valdsmönnum að störfum.
Hvemig væri að opna hér nýja sjón-
varpsrás er einkum væri ætluð
einmana fólki? Hugmyndin er sú að
sjónvarpsvélum verði komið fyrir inní
íbúð hjá góðhjörtuðum einstakling.
Sjónvarpsáhorfendur gætu svo fylgst
með þessum einstakling að leik og
störfum og þannig eignast hlutdeild
í lífi hans. Ég á ekki við að þessi sjón-
varpsútsending verði bundin við
sérfræðinga, til dæmis sálfræðinga
eða geðlækna. Fólk einangrast oft á
efri árum við að missa maka og vini.
Slíkt fólk þarf ekki sérfræðilegan
stuðning heldur aðeins heilbrigðan
félagsskap. Ef hér væri starfrækt
sjónvarpsrás er tengdi fólk við ein-
stakling útí bæ sem hægt væri að
hringja í og rabba við þá myndi máski
einangrunin verða rofín og menn
eignast nýjan vin á skerminum. í
gamla daga dvaldi gamla fólkið gjam-
an í faðmi stóríjölskyldunnar ævi-
kveldið. í tæknisamfélagi nútímans
eru það fjölmiðlamir er tengja fólk
saman og því ekki að nýta þá til fulls
við að skapa fjölskyldustemmningu
hjá öllum landsins bömum?
Ég hef löngum verið á móti sjón-
varpsþulum ríkissjónvarpsins en ég
fagna þeirri breyttu verkaskipan er
hefír nú orðið á þeim bæ. Þulumar
teygja ekki lengur lopann að neinu
marki og vinna ýmis störf á milli
kynningarmínútanna. Og það er svo
ósköp notalegt fyrir þá sem einir eru
að sjá þessar brosandi stúlkur á
skerminum. Hversu miklu notalegra
væri þá að geta skipt yfir á sjón-
varpsrás þar sem hægt er að taka
þátt í lífsamstri sjónvarpsvinarins.
Hugsanlega mætti kveðja hér fjöl-
skyldur til leiks til dæmis á stórhátíð-
um. Þannig gæti einmana fólk tekið
þátt í lífí fjölskyldunnar yfir hátíðim-
ar. Sent jólakort á staðinn og fengið
kveðjur á skerminn og jafnvel hringt
til vinanna. Ég hef tekið eftir því að
í símatímum Bylgjunnar og rásar 2
hringir stundum fólk er lifír við fjár-
hagslega eða félagslega neyð. Það er
mikið átak fyrir slíka einstaklinga að
tala í útvarp en neyðin kennir naktri
konu að spinna. Og hversu margir
bera ekki harm sinn í hljóði. Örfá
hughreystingar- og hvatningarorð
geta veitt ljósi og yl inní líf svo
margra og svo mætti hugsa sér að á
fyrrgreindri sjónvarpsrás yrði félags-
starf aldraðra kynnt og hverskyns
tómstundastarf, læknir mætti á stað-
inn og ræddi um sjúkdómavamir og
svo mætti lengi telja.
BarnaeldhúsiÖ
í Stundinni okkar var á dögunum
opnað bamaeldhús. Indæl systkini
fóru í fötin hans Ara Garðars og hafði
ég mikla ánægju af kokkamennsk-
unni. Svo sannarlega geta snjallar
hugmyndir lifgað uppá Stundina. Að
lokum vil ég minnast á Bamaleik-
húsið er sýndi leikþátt í Stundinni
okkar á dögunum. Þar var sagt frá
stúlku er átti 365 kjóla. Fannst mér
vel að verki staðið hjá Bamaleik-
húsinu og mættu yfirvöld gjaman
styrkja þessa merku stofnun er getur
glætt áhuga uppvaxandi kynslóðar á
lifandi og ftjórri leiklist.
Ólafur M.
Jóhannesson
Úr „Englar gráta ekki“.
Stöð tvö:
Englar gráta ekki
■^■N í kvöld verður
QA45 tískuþátturinn
„Englar gráta
ekki“ sendur ólæstur út frá
Stöð tvö. Þátturinn er
gerður af Gunnari Larsen,
sem gefur út vandaðasta
og stærsta tískurit heims,
Gunnar Intemational.
Á hverju ári sækir Gunn-
ar um 300 tískusýningar í
París og velur hann svo það
sem honum finnst áhuga-
verðast og steypir saman í
eina sýningu, og þykir það
mikil heiður fyrir viðkom-
andi hönnuð að vera valinn
í þann hóp. Eins konar
„créme de ía créme“.
í þættinum koma tólf
sýningarstúlkur frá tíu
löndum fram til þess að
kynna fatnaðinn, en hér er
þó síður en svo um hefð-
bundna tískusýningu að
ræða. Frekar er hægt að
tala um leiksýningu, þar
sem að allt blandast saman
— tískan, dans, söngur,
ljósa- og litadýrð.
UTVARP
LAUGARDAGUR
24.janúar
6.45 Veöurfregnir. Bæn
7.00 Fréttir
7.03 „Góðan dag, góðir
hlustendur". Pétur Péturs-
son sér um þáttinn. Fréttir
eru sagöar kl. 8.00, þá lesin
dagskrá og veðurfregnir
sagðar kl. 8.15. Að þeim
loknum er lesið úr forustu-
greinum dagblaðanna.
9.00 Fréttir. Tilkynningar.
Tónleikar.
9.30 í morgunmund
Þáttur fyrir börn i tali og tón-
um. Umsjón: Hafdís Norð-
fjörð. (Frá Akureyri).
10.00 Fréttir
10.10 Veðurfregnir
10.25 Morguntónleikar
Píanókonsert nr. 18 í B-dúr
K.456 eftir Wolfgang Ama-
deus Mozart. Daniel Baren-
boim og Enska kammer-
sveitin leika.
11.00 Vísindaþátturinn
Umsjón: Stefán Jökulsson.
11.40 Næst á dagskrá
Stiklaö á stóru í dagskrá
útvarps um helgina og
næstuviku. Umsjón: Trausti
Þór Sverrisson.
12.00 Hér og nú
Fréttir og fréttaþáttur í viku-
lokin i umsjá fréttamanna
útvarps.
12.45 Veöurfregnir '
12.48 Hér og nú, framhald
13.00 Tilkynningar. Dagskrá.
Tónleikar.
14.00 Sinna
Þáttur um listir og menning-
armál. Umsjón: Þorgeir
SJÓNVARP
áJi.
Tf
LAUGARDAGUR
24.janúar
14.55 Enska knattspyrnan —
Bein útsending. Manchest-
er United — Arsenal.
16.45 iþróttir
Sterkasti maður i heimi
Frá aflraunakeppni i Nice í
haust þar sem Jón Páll
Sigmarsson bar sigurorð af
beljökum á borð við Bretann
Geoff Capes og endur-
heimti titilinn „Sterkasti
maður i heimi".
18.00 Spænskukennsla:
Hablamos Espanol
Fyrsti þáttur.
Spænskunámskeiö í þrett-
án þáttum ætlaö byrjend-
um. Þeir verða sýndir á
laugardögum og er kennsl-
an einkum sniðin við hæfi
ferðamanna. Viðeigandi
kennslubók veröur seld i
bókaverslunum en mynd-
bönd fyrir nemendur verða
fáanleg hjá Innkaupa- og
markaðsdeild Sjónvarpsins.
íslenskar skýringar: Guðrún
Halla Túlinius.
18.30 Ævintýri frá ýmsum
löndum. Þýðandi Jóhanna
Jóhannsdóttir. Sögumaður
Helga Jónsdóttir.
18.55 Gamla skranbúðin
(The Old Curiosity Shop) 8.
þáttur. Breskur framhalds-
myndaflokkur i tíu þáttum,
gerður eftir samnefndri
sögu Charles Dickens. Þýð-
andi Kristmann Eiðsson.
19.25 Fréttaágrip á táknmáli
19.30 Smeltir
20.00 Fréttir og veöur
20.30 Lottó
20.35 Nýtt líf — Fyrri hluti
(slensk gamanmynd um tvo
æringja á vertíð í Eyjum.
Leikstjóri Þráinn Bertelsson.
Aðalhlutverk Eggert Þor-
leifsson og Karl Ágúst
Úifsson.
Síöari hluti laugardaginn 31.
janúar á sama tíma.
21.25 Fyrirmyndarfaðir
(The Cosby Show) 5. þáttur.
Bandarískur gamanmynda-
flokkur með Bill Cosby í
titilhlutverki. Þýöandi Guðni
Kolbeinsson.
21.50 Harry Belafonte heldur
söngskemmtun
(Harry Belafonte: Don’t
Stop The Carnival).
Bandarískur sjónvarpsþátt-
ur frá tónleikum söngvarans
í Winnipeg í fyrra. A efnis-
skránni eru meöal annars
nokkur gömul og góð kal-
ypsólög auk annarra
þekktra laga.
22.45 Darraðardans
(Hopscotch) Bandarísk bíó-
mynd frá árinu 1980.
Leikstjóri Ronald Neame.
Aöalhlutverk Walther Matt-
hau, Glenda Jackson og
'Herbert Lom.
Fyrrum starfsmaður leyni-
þjónustu Bandaríkjanna
skrifar opinskáa bók með
þeim afleiðingum að ýmsir
vilja hann feigan. Þýðandi
Kristmann Eiðsson.
00.35 Dagskrárlok.
0
0.
STOÐ2
LAUGARDAGUR
24. janúar
09.00 Lukkukrúttin (Mons-
urnar). Teiknimynd.
09.30 Högni hrekkvísi og
Snati snarráði. Teiknimynd.
10.00 Penelópa puntudrós.
Teiknimynd.
10.30 HerraT. Teiknimynd.
11.00 Neyöarkall.
(Mayday-Mayday). Ungl-
ingamynd. Fjölskylda ein er
á feröalagi ! lítilli flugvél,
sem hrapar i óbyggöum og
fylgst með því hvernig fjöl-
skyldan berst fyrir lífi sínu.
12.00 Hlé
16.00 Hitchcock. Martröðin
(Ride The Nightmare)
Hjón nokkur grípa til ör-
þrifaráða þegar eiginmaður-
inn fær moröhótun frá
ókunnugum manni.
17.00 Verölaunaafhending
(The Golden Globe Award)
fyrir bestu kvikmyndirnar og
bestu leikarana 1986. End-
ursýnt vegna fjölda áskor-
ana.
18.30 Myndrokk.
19.00 Teiknimynd. Gúmmí-
birnirnir (Gummi Bears).
19.30 Fréttir.
19.55 Undirheimar Miami
(Miami Vice). Bandarískur
framhaldsmyndaflokkur.
20.45 Englar gráta ekki
(Angels Don’t Cry)
_________________________^
Tiskuþáttur undir umsjón
Gunnars Larsen þar sem
sýnt verður frá helstu tísku-
húsum Parísarborgar. Tólf
sýningarstúlkur frá tíu lönd-
um kynna það besta af
franskri tísku á sérstæðan
og skemmtilegan hátt.
§ 21.25 Forsetaránið (The
Kidnapping of the Presid-
ent). Bandarisk bíómynd frá
1984 með William Shatner,
Hal Holbrook, Van Johnson
og Ava Gardner í aðalhlut-
verkum.
Hryðjuverkamanni tekst að
ræna forseta Bandarikjanna
og kæfst lausnargjalds.
Hann svíkur bæði samherja
og andstæðinga til að ná
fram markmiðum sínum og
í kapphlaupi við timann
reyna lífverðir forsetans að
bjarga forseta sínum.
Leikstjóri er George Mend-
eluk.
§ 23.16 Réttlætanlegt morð?
(Right to Kill). Bandarísk
kvikmynd frá 1985 með
Frederic Forrest, Chris Col-
let, Karmin Murcelo og
Justine Bateman i aöalhlut-
verkum. Myndin byggir á
raunverulegum atburði i
Wyoming i nóvember 1982.
Þegar Richard Jahnke hefur
árum saman horft á föður
sinn berja móður og systur
ákveður hann loks að láta
til skarar skríða. Leikstjóri
er John Erman.
§ 00.45 Heimkoman (Coming
Out of the lce). Bandarísk
kvikmynd frá 1984. Aðal-
hlutverk í höndum John
Savage, Willie Nelson,
Francescu Annis og Ben
Cross. Sagan hefst árið
1931 þegar Herman-fjöl-
skyldan flyst til Sovétríkj-
anna, að beiöni Henry Ford,
til að aöstoða við uppsetn-
ingu á nýrri bílaverksmiðju.
Þegar sonurinn (Victor
Savage) er beðinn að gerast
sovéskur ríkisborgari þver-
neitar hann og er sam-
stundis hnepptur i varðhald
og sakaður um njósnir.
Leikstjóri er Warrain Hus-
sein.
§ 02.16 Myndrokk.
03.00 Dagskrárlok.
Þeir dagskrárliðir Stöðv-
ar tvö, sem sendir eru
út læstir, eru auðkenndir
með tákninu §.
Ólafsson.
15.00 Tónspegill
Þáttur um tónlist og tón-
menntir á liöandi stund.
Umsjón: Magnús Einarsson
og Olafur Þórðarson.
16.00 Fréttir. Dagskrá
16.15 Veðurfregnir
16.20 Framhaldsleikrit barna
og unglinga: „Skeiðvöllur-
inn” eftir Patriciu Wrightson
í leikgerö Edith Ranum.
Þriðji þáttur: Andri verður
frægur. Þýðandi: Hulda Val-
týsdóttir. Leikstjóri: Þórhall-
ur Sigurösson. Leikendur:
Árni Benediktsson, Einar
Benediktsson, Stefán Jóns-
son, Þórður Þóröarson,
Erlingur Gíslason, Valdimar
Helgason og Guðrún Al-
freðsdóttir.
(Áður útvarpað 1976).
17.00 Að hlusta á tónlist
Sextándi þáttur: Hvað er
sálmforleikur? Umsjón: Atli
Heimir Sveinsson.
18.00 Islenskt mál
Ásgeir Blöndal Magnússon
flytur þáttinn.
18.15 Tónleikar. Tilkynningar
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins
19.00 Fréttir
19.30 Tilkynningar
19.35 Skriðiö til Skara
Þáttur í umsjá Halls Helga-
sonar og Daviös Þórs
Jónssonar.
20.00 Harmonikuþáttur
Einar Guðmundsson og Jó-
hann Sigurösson. (Frá
Akureyri).
20.30 Um hlutverk skáldsins.
Umsjón: Kristján Þórður
Hrafnsson. Lesari: Ragnar
Halldórsson.
21.00 íslensk einsöngslög
Guðrún Á. Símonar syngur
lög eftir Björgvin Guö-
mundsson, Karl O. Runólfs-
son, Bjarna Þorsteinsson,
Loft Guðmundsson, Bjarna
Böðvarsson, Árna Thor-
steinsson og Sigvalda
Kaldalóns. Guðrún A. Krist-
insdóttir leikur með á pianó.
21.20 Á réttri hillu
Umsjón: Örn Ingi. (Frá Akur-
eyri).
22.00 Fréttir. Dagskrá morg-
undagsins. Orð kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir
22.20 Mannamót
Leikið á grammófón og litið
inn á samkomu. Kynnir:
Leifur Hauksson.
24.00 Fréttir
00.05 Miðnæturtónleikar
Umsjón: Jón Örn Marinós-
son.
01.00 Dagskrárlok
Næturútvarp á rás 2 til kl. 3.
LAUGARDAGUR
24. janúar
9.00 Óskalög sjúklinga
Helga Þ. Stephensen kynn
ir.
10.00 Morgunþáttur í umsjá
Ástu R. Jóhannesdóttur.
12.00 Hádegisútvarp með
fréttum og léttri tónlist í
umsjá Margrétar Blöndal.
13.00 Listapopp f umsjá
Gunnars Salvarssonar.
15.00 Við rásmarkið. Þáttur
um tónlist, íþróttir og sitt-
hvað fleira. Umsjón: Sigurð'
ur Sverrisson ásamt
íþróttafréttamönnunum Ing-
ólfi Hannessyni og Samúel
Erni Erlingssyni. M.a. verður
lýst leik íslendinga og Sov-
étmanna i Wismar á Eystra^
saltsmótinu í handknattleik.
17.00 Savanna, Ríó og hin
tríióin. Svavar Gests rekur
sögu íslenskra söngflokka í
tali og tónum.
18.00 Hlé.
20.00 Kvöldvaktin. Gunnlaug-
ur Sigfússon.
23.00 Á næturvakt með Guð-
mundi Inga Kristjánssyni.
03.00 Dagskrárlok.
bylgjan
LAUGARDAGUR
24. janúar
08.00—12.00 Valdís Gunnars-
dóttir. Valdís leikur tónlist
úr ýmsum áttum, lítur á það
sem framundan er hér og
þar um helgina og tekur á
móti gestum.
Fréttir kl. 08.00, 09.00 og
10.00.
12.00—12.30 í fréttum var
þetta ekki helst. Edda Björg-
vinsdóttir og Randver
Þorláksson bregða á leik.
12.30—16.00 Jón Axel á Ijúf-
um laugardegi. Jón Axel í
góðu stuði enda með öll
uppáhaldslögin ykkar. Aldr-
ei dauður punktur.
Fréttir kl. 12.00 og 14.00.
15.00—17.00 Vinsældalisti
Bylgjunnar. Helgi Rúnar
Óskarsson leikur 40 vinsæl-
ustu lög vikunnar.
Fréttir kl. 16.00.
17.00—19.00 Ásgeir Tómas
son á laugardegi. Léttur
laugardagur með Ásgeiri.
Öll gömlu uppáhaldslögin á
sínum stað.
Fréttir kl. 18.00.
19.00—21.00 Rósa Guð-
bjartsdóttir lítur á atburði
síðustu daga, leikur tónlist
og spjallar viö gesti.
21.00—23.00 Anna Þorláks
dóttir í laugardagsskapi.
Anna trekkir upp fyrir kvöld
ið með tónlist sem engan
ætti að svíkja.
23.00—04.00 Þorsteinn Ás-
geirsson, nátthrafn Bylgj
unnar, heldur uppi
stanslausu fjöri.
04.00—08.00 Næturdagskrá
Bylgjunnar. Haraldur Gisla-
son leikur tónlist fyrir þá
sem fara seint i háttinn og
hina sem fara snemma á
fætur.