Morgunblaðið - 24.01.1987, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 24.01.1987, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1987 Ást er... O <&> ... að hugga hann þegar hann fær skattseðilinn. TM Reg U S. PaL Otl.-all rights reserved e 1986 Los Angeles Times Syndicate Pabbi, hefur þetta áhrif á vasapening-ana mína? Með morgunkaffinu Svo er hér tilkynning frá okkur hér á Ljósvakastöð- inni um að allur sendibún- aðurinn hvarf með öllum tilheyrandi leiðslum og hljóðnemum í nótt. Þeir sem kynnu . . . HÖGNI HREKKVISI % ,'y/lis /VlliiolJ.Vl TÖKIM 'A 'A3IANÞINJ 3 VlAAA JA VIAN . " Um bókina Ljóra sálu minnar Sigurjón vill gera athugasemdir við nokkrar staðhæfingar í bókinni Ljóri sálar minnar, en hún geymir kafla úr ritsmíðum meistara Þórbergs. Nýlega er komin út bókin Ljóri sálar minnar. Þar er um að ræða kafla úr ritsmíðum Þórbergs Þórð- arsonar, á árunum 1909—1917. Helgi M. Sigurðsson bjó til prentun- ar. Skemmst er frá því að segja, að útgáfu bókar þessarar er í ýmsu áfátt, og verða hér nefnd nokkur dæmi. 1) I formála bókarinnar segir, að Þórbergur Þórðarson hafi aldrei setzt á skólabekk fyrr en 21 árs. í Ofvitanum segir Þórbergur, að hann hafi setið fjóra mánuði og þrjár vikur í kvöldskóla Asgríms Magnússonar, áður en hann hóf nám í Kennaraskólanum. 2) í formála segir, að Kennara- skóiinn hafi verið við Barónsstíg. Þetta er rangt. Skólinn var við Laufásveg, og stendur húsið enn. 3) I áðurnefndum formála er Jakob Kristinsson kallaður náms- stjóri. Jakob var fræðslumálastjóri um skeið, en ekki námsstjóri. 4) Á bls. 41 er sýslumaðurinn í Strandasýslu nefndur Júlíus Hall- dórsson. Hann hét Halldór Kr. Júlíusson. Hið rétta nafn, Halldór, kemur og fram á bls. 116. 5) í frásögn af kjósendafundi er nefndur Magnús Blöndal, bls. 46. Þar mun átt við Magnús Th.S. Blöndahl (sbr. Ofvitann). 6) Rætt er um tjón af jarðskjálft- um í Rangárvallasýslu á bls. 100—101. Nefndur er þar bærinn Hjálmholt. Þar mun átt við bæinn Bjálmholt. Rangt er farið með fleira í þessum kafla. T.d. er þar nefndur bærinn Vellir; ætti að vera Völlur. Þar segir og, að fallið hafi 30 (?) hús í Selsundi, sem vitanlega er fjarstaeða. 7) Á bls. 118 er rætt um Sigfús bónda á Króksbæ í Miðfirði. Sá bær Skrif ið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 17 og 18, mánudaga ti) föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Með- al efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttar- ins, þó að höfundur óski nafn- leyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina þvi til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. heitir raunar Króksstaðir, og átt mun við Sigfús Guðmundsson Berg- mann. Hann var faðir skáldsins Jóns S. Bergmanns, sem einkum var kunnur fyrir hinar snjöllu lausavísur sínar (sbr. Ferskeytlur og farmannsljóð). Ein kunnasta vísa Jóns er þessi: Auður, dramb og falleg fot fyrst af öllu þérist, og menn sem hafa mör og kjöt meira en almennt gerist. 8) í skýringum er Fjarðarhorn sagt vera næsti bær við Bæ í Hrúta- firði, bls. 120. Þetta er fjarri lagi, eins og kunnugir vita. 9) A bls. 158 er Guðbrandur Magnússon sagður bókbindari. Hann var prentari. 10) Oddur, herbergisfélagi Þór- bergs í Bergshúsi, er sagður Jónsson á bls. 193. Oddur var Ólafs- son (sb_r. Ofvitann). 11) Á bls. 209 er getið Sigurðar frá Helluvaði. Sá Sigurður var Jóns- son (föðurnafns er ekki getið í skrá um mannanöfn) og var löngum kenndur við Arnarvatn. Fleiri dæmi um ónákvæmi og skekkjur mætti nefna. Á bls. 155 er minnzt á Fr. Hjör- leifsson. Trúað gæti ég að þar muni vera um að ræða Tr(yggva) Hjörleifsson (Kvaran), hálfbróður Einars H. Kvaran, en óvíst er þetta. Virðingarfyllst, með þökk fyrir birtingu, Sigurjón Jónsson, Asparfelli 10 R. Víkverji skrifar Flugstöðin nýja á Keflavíkur- flugvelli er mikið mannvirki og raunar ævintýri að skoða þessar framkvæmdir. Það verður skemmti- legt fyrir okkur Islendinga að þurfa ekki lengur að aka um erlenda her- stöð í landi okkar í hvert sinn, sem við förum til útlanda eða komum heim þaðan. Nú er verið að leggja veg að flugstöðinni og er sú fram- kvæmd langt komin. Þótt vega- lengdin að nýju flugstöðinni sé nokkru lengri frá Reykjavík í kíló- metrum talið en að þeirri gömlu er búizt við að það muni ekki miklu í tíma að fara þangað vegna þess, að alltaf eru einhverjar tafír við hliðið á flugvellinum. Þótt flugstöðin sé ekki komin í endanlega mynd innandyra geta menn þó gert sér góðar hugmyndir um það nú þegar hvernig þar verð- ur umhorfs. Stóri salurinn, þar sem farþegar munu bíða brottfarar verður glæsilegur og er raunar óhætt að fullyrða, að fáar flug- stöðvar í nálægum löndum verða jafn þægilegar fyrir farþega og hin nýja flugstöð okkar, þótt þær séu margfallt stærri. XXX Flugstöðin er töluvert flókin bygging í framkvæmd og er áreiðanlega eitthvert flóknasta mannvirki, sem hér hefur risið, jafn- vel að virkjanahúsum meðtöldum. íslendingar hafa unnið við þessa byggingu að langmestu leyti og hafa þeir, sem þar hafa verið að verki áreiðanlega öðlast mikilsverða reynslu í svo viðamiklum fram- kvæmdum. Nú er ljóst, að þær tímasetning- ar, sem voru ákveðnar fyrir 3-4 árum munu standast og er það út af fyrir sig vel af sér vikið og óvenjulegt hér. Þá skiptir ekki síður máli, að allt bendir til að kostnað- aráætlanir standist mjög vel og bendir það ótvírætt til þess að vel hafi verið haldið á málum. xxx Augljóst er, að eftir að flugstöð- in hefur verið opnuð, verður þar um viðamikinn rekstur að ræða. Mörg hundruð manns munu vinna í þessu húsi dag hvern. Tilvist þess á áreiðanlega eftir að hafa jákvæð og lífleg áhrif á viðskipta- og at- vinnulíf á Suðurnesjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.