Morgunblaðið - 24.01.1987, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.01.1987, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1987 21 „Ný sjónarhom“ MyndPist Bragi Ásgeirsson Fyrstur til að ríða á vaðið með sýningu í sölum Nýlistasafnsins á nýbyijuðu ári er Eggert Péturs- son. Eggert hefur farið hina hefð- bundnu leið þeirra nýlistarmanna, numið við Nýlistadeild MHÍ og síðan aukið við fræði sín í Hollandi. Hér var það hugmyndafræðilega listin, sem gaf tóninn og gjaman var hér hið optíska auga virkjað á ýmsa vegu, ljósmyndavélin munduð í bak og fyrir og þá helst úti í guðs grænni náttúrunni. Ég fékk eina litla bók upp í hendurnar á sýning- unni, sem inniheldur eins konar optísk smáljóð um himin, haf og jörð, þar sem ljósið og mistruð stemmningin virðist vera öllu meira atriði en sjálf ljósmyndin. Slíkar ljósmyndir af ýmsum fyrir- bærum í umhverfinu voru mjög í tísku meðal nýlistarmanna fyrir áratug og meir og voru þá ósjaldan eins og virkjaðar frumstæðar að- ferðir tækifærisljósmyndara fyrri ára; en með nýjum formerkjum. A sýningu Eggerts Péturssonar í Nýlistasafninu eru þó fyrst og fremst málverk í margvíslegri gerð og lögun. Upphenging þeirra er á þan veg háttað, að þau draga fram Sálfræðingar mótmæla vinnubrögðum ráðherra MORGUNBL AÐINU hefur borist eftirfarandi frá Sálfræðingafé- lagi íslands: „Samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins má einungis víkja ríkisstarfsmanni úr embætti ef hann hefur gerst sekur um vítaverða vanrækslu í starfi. Vegna brottreksturs fræðslu- stjóra Norðurlandsumdæmis eystra skorar Sálfræðingafélag Islands á menntamálaráðherra að gera grein fyrir brottrekstrinum. Jafnframt mótmælir félagið harðlega þessum vinnubrögðum ráðherrans. Með grunnskólalögum 1974 var bömum með sérþarfír tryggður meiri réttur en áður til kennslu við sitt hæfi. Sérfræðingar fræðslu- skrifstofa (m.a. skólasálfræðingar) hafa það verkefni að meta þarfir bama fyrir sérkennslu og er það mat lagt til grundvallar áætlunum fræðsluskrifstofa um kennslu á komandi misserum. Kostnaðaráætl- anir þessar hafa jafnan verið skomar ótæpilega niður í ráðuneyt- um menntamála og fjármála. Réttur barna með sérþarfir til kennslu við sitt hæfí ætti að áliti Sálfræðingafélags íslands að vera skilyrðislaus en ekki háður duttl- ungum ijárveitingavaldsins á hveijum tíma. Félagið telur því ótækt að skóla- stefna menntamálaráðuneytisins skuli einkennast af handahófs- kenndum niðurskurði á þessu sviði. Samkvæmt núverandi fyrir- komulagi gæta fræðslustjórar bæði hagsmuna ríkis og sveitarfélaga í sínu umdæmi. Yfirstandandi deila, sem og fyrri deila um embætti fræðslustjórans í Reykjavík, sýnir svo að ekki verður um villst að núverandi stjómskipan fræðslu- mála þarfnast endurskoðunar. Þetta á ekki síst við um verkaskipt- ingu ríkis og sveitarfélaga. Sál- fræðingafélag Islands skorar á menntamálaráðherra að hraða slíkri endurskoðun. Undanfarið hefur gætt uppgjafar í skólastarfi hérlendis og ber fólks- flótti úr kennslustörfum um það vitni. Sálfræðingafélag íslands skorar á alþingismenn og ríkisstjórn að snúa þessari þróun við með það að leiðarljósi að þörfum bama verði sinnt í samræmi við lög um gmnn- skóla frá 1974.“ einkenni sýningarsalanna þannig að á köflum er um hreina „installa- sjón“ að ræða, að mér virðist. Þannig hanga sumar myndirnar nær alveg upp í loft á efri hæðinni og hef ég ekki séð slíkt gert á þenn- an hátt áður á staðnum, en hafði gaman að. Með þessu háttalagi er áhorfandinn beinlínis neyddur til að horfa hátt upp, sér þá ýmislegt og uppgötvar ný sjónarhom, sem annars hefði farið fram hjá honum hefðu verkin hangið í hefðbundinni hæð. Gerandinn er auðsjáanlega mað- ur hinna hávaðalausu stemmningar og djúpu hugsana og kemur hér til dyranna, eins og hann er klæddur, hreint og beint og villir ekki á sér heimildir. En myndimar luma á sér í ein- faldleika sinum og segja, er best lætur, margræða sögu um hug- myndir og áhrif er verða á vegi leitandans. Á sýningunni vom ýmsar myndir er höfðu meiri áhrif á mig en aðr- ar, en ef til vill á að skoða sýninguna sem heild öðra fremur, enda em myndirnar ótölusettar og nafn- lausar. En þar sem þær virðast höfða sterklega til ýmissa fyrirbæra umhverfisins og eilífðarinnar, form- rænt, þá hefði ekki verið út í hött að ýta við hugmyndaflugi skoðand- ans með leiðbeinandi nafngiftum. I heild er þetta áhugaverð sýning, sem skilur eftir sig góð hughrif. Sl&raðu heppninq á hólniJ m ÞAD KOSTÆ AÐ Vh RA MBÐ ÍLANDSLEimUM SEM LÍF EÍ^Í SJÁLTVIRKT VALl Það er hægt að láta sölukassana um sjálfvirkt val á tölunum. Það sparar bæði tíma og fyrirhöfn, ef menn hafa ekki trú á neinum sérstökum tölum. V Upplýsingasími: 685111 NVlSnNOrdaVONINNAM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.