Morgunblaðið - 24.01.1987, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1987
Chile:
Ný við-
brögð við
mótmælum
Santiago. Reuter.
Lögreglan í höfuðborg Chile,
Santiago, skipti sér ekki af
mörg hundruð mótmælendum
er gengu um götur borgarinnar
í rúma klukkustund í gær, hróp-
andi slagorð gegn herforingja-
stjóminni og Pinochet, forseta.
Hingað til hefur lögreglan lagt
til atlögu við mótmælendur
strax og þeir byijuðu að safnast
saman. I gær aðhöfðust lög-
reglumenn ekkert fyrr en
hópurinn var kominn í nágrenni
forsetahallarinnar og nokkrir úr
hópnum fóru að kasta steinum
í lögreglubfla, þá var vatni
sprautað úr háþrýstidælum yfir
hópinn og honum dreift.
Malasía:
Vínhneigð-
ir hýddir
Kuala Lumpur, Malasíu.AP.
Deilur hafa risið milli stjóm-
málamanna í Malasíu, vegna
nýsettra laga, í anda strangtrú-
aðra múhameðstrúarmanna, er
tekið hafa gildi í einu fylki af
tólf. Lögin fela það í sér að
mönnum er neyta áfengis verður
refsað með hýðingu og á þetta
aðeins að ná til múhameðstrúar-
manna, en ekki þeirra er
aðhyllast önnur trúarbrögð. Var
fyrsti skálkurinn, ungur verka-
maður er fundinn var sekur um
að drekka sex bjóra, hýddur í
fangelsi í Kota Bahru, 400 km.
fyrir norðan höfuðborgina sl.
fímmtudag.
V-Þýskaland:
Fimm létust
í sprengingu
NUrnberg, Vestur-Þýskalandi. AP.
Lík tveggja bræðra fundust á
fimmtudag í rústum íbúðar-
blokkar, þar sem gassprenging
var sl. miðvikudag, í borginni
Numberg í Vestur-Þýskalandi.
Er því Ijóst að a.m.k. fímm
manns fórust í sprengingunni,
er varð eftir að íbúar hússins
höfðu látið vita um gasleka.
Fimm íbúar hússins slösuðust
aivarlega í sprengingunni og eru
enn á sjúkrahúsi.
Svíþjóð:
Verðbólga
ekki minni í
20 ár
Stokkhólmi, Reuter.
Verðbólga í Svíþjóð á nýliðnu
ári var 3,3 prósent og hefur
ekki verið lægri í 20 ár, sam-
kvæmt skýrslum Sænsku töl-
fræðistofnunarinnar, sem birtar
voru á miðvikudag.
Lækkun olíuverðs og annars
orkukostnaðar er talinn valda
þar mestu um. Stjómvöld höfðu
stefnt að 3,2 prósent verðbólgu.
Samkvæmt kjarasamningum
opinberra starfsmanna er þeim
heimilt að krefjast leiðréttingar
á kjörum sínum vegna þessa.
Talsmenn stéttarfélaganna
segja að líklega verði það látið
ógert þar sem skekkjan er
óveruleg.
Kína:
Fær Hu nýtt emb-
ætti í sárabætur?
Peking. AP, Reuter.
HU Yaobang, sem sviptur var embætti flokksleiðtoga fyrir viku,
mun líklega fá þær sárabætur að vera skipaður formaður valda-
lítillar ráðgjafarnefndar. Er þetta haft eftir heimildum í Kína.
sem tók við af Hu sem flokksleið-
togi, gegnir nú báðum embættun-
um en heimildamennimir segja, að
fylkingamar í kommúnistaflokkn-
um, harðlínumennimir og umbóta-
sinnamir, takist nú á um hver verði
skipaður í forsætisráðherraemb-
ættið. Vilja þeir fyrmefndu fá í
það Li Peng, aðstoðarforsætisráð-
herra, en þeir síðamefndu annan
aðstoðarforsætisráðherra, Tian
Jiyun að nafni. Vestrænir sendi-
menn í Kina telja líklegt, að Liu
Bingyan, kunnur rithöfundur og
blaðamaður við Dagblað alþýðunn-
ar, verði brátt rekinn úr flokknum.
Hefur hann verið einkar óvæginn
í gagnrýni sinni á spillingu og
skrifræði í landinu.
Persaflóastríðið:
íranskir byltingarverðir bíða þess að verða sendir á vígstöðvamar.
Sagt er, að Hu verði gerður að
formanni Pólitíska ráðgjafaráðs-
ins; nefndar, sem hefur engin
raunveruleg völd og er skipuð
ýmsum kunnum mönnum jafnt
utan flokksins sem innan. Tæki
Hu við formennskunni af Deng
Yingchao, ekkju Chou Enlai, for-
sætisráðherra, en hún er á níræðis-
aldri og farin að heilsu. „Pólitíska
ráðgjafaráðið er áróðurstæki, sem
notað er til að fá andkommúnista
til liðs við flokkinn og sérstaklega
fólk á Taiwan," sagði einn heimild-
armannanna. „Hu er kjörinn í þetta
starf sökum þess hve hann er alúð-
legur og býr yfir miklum sannfær-
ingarkrafti."
Zhao Ziyang, forsætisráðherra,
Fjöldi manna lést í flug-
skeytaárás á Bagdað
Manama, Bahrain, AP, Reuter.
ÍRANAR skutu í gær flugskeytum á Bagdað, höfuðborg íraks, og
Basra og höfnuðu síðar um daginn friðartilboði íraka.
Bæði írakar og íranar greindu
frá miklum átökum á aðalvígstöðv-
unum og útvarpið í Tehran sagði
að hart væri bærist austur af borg-
inni Basra í suðurhluta íraks. íranar
hófu sókna að borginni fyrir tveim-
ur vikum.
Ali Khamenei, forseti írans,
sagði að Saddam Hussein, forseti
íraks, hefði skrifað opið bréf til
írönsku þjóðarinnar fyrr í þessari
viku og lagt til að samið yrði um
vopnahlé og boðist til að kveðja
allt herlið sitt brott frá vígstöðvun-
um meðan friðarviðræður færu
fram; „Hussein grátbænir og getur
aðeins samið af veikleika," sagði
Khameini á bænafundi í Teheran.
Forsetinn kvað Hussein vera
stríðsmangara, sem egnt hefði þjóð-
imar hvora á móti annarri og bætti
við að íranar myndu halda styijöld-
inni áfram „þar til bætt verður fyrir
óréttlæti Íraka".
Talsmaður hersins í írak sagði
að fjöldi almennra borgara hefðu
látið lífíð þegar íranar gerðu flug-
skeytaárás á íbúðarhverfi í Bagdað.
Sjónarvottar í höfuðborginni
sögðu að tugir manns hefðu látið
lífið og særst í sprenginjgum þegar
skeytin féllu til jarðar. Iranar hafa
nú gert sex flugskeytaárásir á Bag-
dað síðan sóknin að Basra, næst
stærstu borg í írak, hófst.
írönsk varðskip tóku í gær
filippískt farskip í Hormuz sundi
og þvinguðu til að sigla til hafnar
í Bandar Abbas. Skipið var með
farm af farartækjum um borð.
Persaflóastríðið er nú farið að
valda nokkrum áhyggjum víða um
heim og telja menn að það hefði
miklar breytingar í för með sér ef
íranar næðu borginni Basra á sitt
vald.
í bandaríska blaðinu Wall Street
Joumal sagði á fímmtudag um
átökin; „Um þessar mundir er vert
að fylgjast með Persaflóastríðinu
... ef Basra fellur í hendur írana
breytist valdastaðan í mikilvægum
þáttum; íranar gætu þá gert árás
á Kuwait, spumingar vakna um það
á allri hnattkúlunni hversu langt
íranar séu reiðubúnir til að ganga
og í pólitískum skilningi því að íran-
ar gætu þá sett á laggimar stjóm,
sem stjómað gæti frá Basra í and-
stöðu við stjóm Saddams Hussein
forseta ...
Tímabært er að huga að því hvað
slíkur ávinningur fyrir írana hefði
í för með sér fyrir vestræn ríki.
Það gæti haft þann kost að falli
stjómar Husseins yrði flýtt. Stjóm
hans vann gegn hagsmunum vest-
rænna ríkja við hvert tækifæri þar
til styijöldin hófst, oft og tíðum í
samvinnu við Sovétmenn. Það gæti
einnig orðið til þess að Saudi-
Arabar yrðu svo hræddir að þeir
leyfðu hersetu bandarískra her-
manna í Iandinu og yrði staða
vestrænna ríkja þá sterkari en áður.
Slíkur ávinningur írana hefði
aftur á móti líka hættur í för með
sér ... Ekkert tryggir það að íranar
láti sér Basra nægja. Akkurinn af
falli stjómarinnar í Bagdað myndi
ekki bæta upp fyrir það ef íranar
fæm eins og eldur í sinu yfír Saudi-
Arabíu og Kuwait, eða það tjón,
sem íranar gætu unnið með þvíað
breiða ofsatrú sína út í nágranna-
ríkjunum."
Túlkur Gorbachevs:
Stj órnar norrænum málum í
sovéska utanríkisráðuneytinu
SOVÉTMENN hafa skipað einn
fremsta mann yngri kynslóðar
embættismanna í utanríkisráðu-
neyti sínu sem yfirmann þeirrar
deildar ráðuneytisins, sem fer
með málefni Norðurlanda og
Bretlands. Er það Nikolay
Uspensky, sem hefur fengið
þetta starf. Hann hefur að
minnsta kosti tvisvar sinnum
komið til íslands. Uspensky var
túlkur Mikhails Gorbachev á
Reykjavíkurfundinum með Ron-
ald Reagan. Hann kom hingað
einnig með Eduard She-'
vardnadse, utanrikisráðherra
Sovétrikjanna, haustið 1985.
Frá þessu er skýrt í norska blað-
inu Aftenposten á dögunum og
segir blaðamaðurinn, Nils Morten
Udgaard, sem var um tíma aðstoð-
armaður Káre Willoch, forsætisráð-
herra Noregs, að endumýjun og
Morgunblaflið/Bjami.
Nikolay Uspensky var túlkur Eduard Shevardnadse, utanríkisráð-
herra Sovétríkjanna, þegar hann átti hér stutta viðdvöl haustið 1985.
Hér sjást þeir Shevardnadse og Uspensky sitt hvoru megin við Geir
Hallgrimsson, þáverandi utanríkisráðherra.
umsköpun í sovésku utanríkisþjón-
ustunni hafí einnig áhrif á sam-
bandið við Norðurlönd. Sovétmenn
séu fúsari að láta frá sér heyra en
áður utan lands, ekki síður en heima
fyrir. Til marks um það hér á landi
er, að Igor N. Krasavin, nýskipaður
sendiherra, efndi til blaðamanna-
fundar á dögunum.
Miklar breytingar hafa verið
gerðar á skipulagi utanríkisráðu-
neytisins í Moskvu undanfarið. Til
dæmis hefur verið komið á fót norð-
ur-evrópskri deild, sem nær til
Norðurlanda og Bretlands. Hefur
Nikolay Uspensky, sem er 37 ára
og hefúr starfað í sendiráði Sovét-
manna í London, verið skipaður
yfírmaður deildarinnar. Vegna
þeirra trúnaðarstarfa, sem honum
hafa verið falin sem túlkur, fer
ekki á milli mála, að hann er mik-
ils virtur fyrir störf sín.