Morgunblaðið - 24.01.1987, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.01.1987, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1987 29 Van Gogh á uppboði Hið víðfræga málverk, sem Vincent van Gogh málaði af sólfífl- um, verður selt á uppboði hjá Christie’s í London í mars og er búist við því að hún verði seld fyrir metverð. Sérfræðingar telja að boðnar verði rúmlega ellefu milljónir dollara (440 millj- ónir ísl.kr.) í málverkið. James Roundell, einn yfirmanna Christie’s,'stendur hér fyrir framan málverkið: „Þetta er eitt mikilvægasta málverk, sem við höfum nokkru sinni selt á upp- boði. Myndin er þekkt um allan heim og hún er almagnað dæmi um nýrri list,“ sagði Roundell. Vopnasölumálið: Shultz segir Poind- exter hafa logið að sér margoft Reagan sagði Shultz að ekki ætti að skipta á vopnum og gíslum Washington, AP, Reuter. GEORGE Shultz, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagði þingnefnd frá því i gær að John Poindexter, fyrrum öryggisráð- gjafi, hefði greint sér frá því í febrúar að bandarískir gislar í Libanon yfrðu bráðlega leystir úr haldi. Sagði Shultz að Po- indexter hefði fullvissað sig um það þremur mánuðum síðar að Bandaríkjamenn væru ekki að skipta á vopnum og gislum, að því er haft er eftir heimildar- manni. Shultz hefur ekki upplýst það áður hverjir innan veggja Hvíta hússins hefðu gefið honum rangar upplýsingar þess efnis að vopn væru ekki notuð til að kaupa gíslum frelsi og hvenær hann fékk þær upplýsingar. Poindexter var þá öryggisráð- gjafi Ronalds Reagan Bandaríkja- forseta og greindi hann ekki frá því að vopn hefðu verið send til Irans þegar hann ræddi við Shultz 28. febrúar, að því er heimildarmað- urinn sagði. Fyrsta vopnasendingin fór af stað í þeim mánuði. Sovétmanna í Austur-Evrópu áður en tillögur um brottflutning meðal- drægra kjarnorkuvopna frá Vest- ur-Þýskalandi verða samþykktar. CDU, FDP og SDP styðja allir núll- lausnina sem er til umræðu í Genf og felur í sér brottflutning allra meðaldrægra kjamorkuvopna frá Evrópu. Strauss gagnrýndi stefnu FDP og sagði Genscher hafa haldið slökunarstefnunni til streitu þrátt fyrir innrás Sovétmanna í Afganist- an og útþenslustefnu þeirra annars staðar í Asíu, í Afríku og Mið- Ameríku. Bangemann varði Gensc- her en Kohl var á sama máli og Strauss varðandi samskiptin við Austur-Evrópu. Þeir telja að það eigi að standa við gerða samninga og halda samskiptunum við þjóðim- ar í austri áfram en segja að það þurfí að varast að draga upp ímynd- aða mynd af þjóðfélögunum sem við er að fást. Rau sagði einna fæst í umræðun- um, greip ekki fram í fyrir öðrum og tók lítinn þátt í þrætum fram- bjóðendanna. Ditfurth var oft orðhvöss og gagmýndi Kohl fyrir að líkja Gorbachev við Göbbels og segja að það séu þrælkunarbúðir í Austur-Þýskalandi. Hún kallaði Strauss kjamorkumangara. Hann svaraði fyrir sig með því að líkja græningjum við nýnasista og Bangemann kallaði þá hræsnara. Kohl þótti standa sig vel og kom mörgum á óvart. Kristilegu bræðraflokkunum hef- ur verið spáð sigTÍ alla kosningabar- áttuna og allt bendir til að samsteypustjórn þeirra með fíjáls- um demókrötum haldi áfram eftii kosningamar. Nýjustu skoðana- kannanir Allensbach-stofnunarinn- ar benda þó til að SPD hafi unnið á í kosningabaráttunni og CDU/CSU séu ekki eins sterkir og áður virt- ist. Kristilegu flokkamir em með 44% fylgi samkvæmt síðustu könn- un stofnunarinnar, jafnaðarmenn með 40%, FDP 10% og græningjar 6%. Könnunin var gerð fyrir „fíla- l■-hringborðsumræðumar“ en 18% t kjósenda höfðu ekki ákveðið hvem ívþeir ætluðu að kjósa fyrir þáttinn samkvæmt könnun sjónvarpsstöðv- anna. . Gengi gjaldmiðla London. AP. GENGI Bandaríkjadollara hækk- aði nokkuð í gær gagnvart öðrum gjaldmiðlum og er hækk- unin rakin til frétta í japönskum fjölmiðlum um að stjómvöld í Japan og Bandaríkjunum hyggist sporna við frekara falli hans. Gengi breska pundsins lækkaði dálítið þegar birt var skoðanakönn- un um fylgi flokkanna en sam- kvæmt henni hefur Verkamanna- flokkurinn meira fylgi en Ihaldsflokkurinn. Fengust fyrir það í gærkvöld 1,5230 dollarar, 1,5340 í fyrradag og 1,5160 fyrir viku. Fyrir dollarann fengust í gærkvöld 153,25 japönsk jen, 152,40 í fyrra- dag og 152,80 í lok síðustu viku. Staða dollarans gagnvart öðmm gjaldmiðlum var þessi: 1,8215 v-þýsk mörk (1,8140 og 1,8465 fyrri föstudag). 1,5320 sv. frankar (1,5202 og 1,5500). 6,1925 fr. frankar (6,0525 og 6,1750). 2,0585 holl. gyll. (2,0460 og 2,0780). 1.298,50 ít. lír. (1.292,00 og 1.312,50). 1,3605 kan. doll. (1,3568 og 1,3633). Gullverðið lækkaði nokkuð vegna þess, að gulleigendur óttast, að dollarinn kunni að hækka á næs- tunni og vildu því ólmir selja sem mest af góðmálminum. Fengust í gær 400 dollarar fyrir únsuna. Segir heimildarmaðurinn að Shultz hafí sagt að Poindexter og Reasgan hefðu báðir fullvissað sig um að hefðu sagt sér að skipti á vopnum og gjslum, sem talið er að séu í haldi hjá öfgamönnum, sem hlynntir séu írönum, fæm ekki fram. Þegar Shultz bar vitni fyrir utanríkismálanefnd Bandaríkja- þings sagði hann hann að stjómin hefði haft sambanda við fulltrúa írana á laun í desember sl. Þessi vitnisburður ráðherrans hefur vakið reiði á þinginu. Leituðu Bandaríkja- menn til Irana á ný Ali Khamenei, forseti irans, sagði í gær að bandarískir embættismenn hefðu gert tilraun til þess að nýju að ná samböndum við íransstjóm en þeim hefði verið vísað til föður- húsanna. „Bandaríkjamennimir lögðu sig alla fram við að taka upp samskipti á ný,“ sagði Khamenei á bænastund í Teheran, höfuðborg írans. „Að þessu sinni tókst banda- rískum embættismönnum með milum erfíðismunum að hafa upp á þeim írönsku embættismönnum, sem komu við sögu í mcFarlane málinu og vom markmið þeirra hin sömu,“ sagði Khamenei. Robert McFarlane, fyrmm ör- yggisráðgjafi, flaug til Teheran á laun í fyrra og vom vopn um borð í flugvélinni, sem hann ferðaðist með. Reikningar Brunei Skæmliðar í Nicaragua stofnuðu sérstakan bankareikning, sem kon- ungur Asíuríkisins Bmnei ætlaði að leggja tíu milljónir dollara inn á „af mannúðarástæðum". Að sögn heimildarmanna í bandarísku leyni- þjónustunni CIA lét háttsettur embættismaður utanríkisráðuneyt- isins Oliver North, ofursta og fyrmrn starfsmann þjóðaröryggisr- áðsins (NSC), fá númer að sviss- neskum bankareikningi á síðasta ári. Embættismenn kveðast ekki vita hvað varð um féð, sem lagt var inn á reikninginn. Embættismaðurinn heitir Elliott Abrams og er hann aðstoðarmaður Shultz um málefni rómönsku Ameríku. Menn, sem vel þekkja til, segja að Abrams og North hafí verið nánir samstarfsmenn. North var rekinn úr starfi hjá þjóðarör- yggisráðinu 25. nóvember þegar upp komst að hann hafði látið greiðslur fyrir vopnasendingar til Irans renna til skæruliða í Nic- aragua. Embættismenn í Brunei segja að konungurinn hafí gefíð féð á síðasta ári og hafí það þá verið lagt inn á svissneska bankareikninginn. Eng- in skýring hefur verið gefín á því í utanríkisráðuneytinu hvers vegna North var látinn hafa númerið að þessum svissneska bankareikningi. Tveir þriðju telja Reagan liggja á upplýsingum Tveir af hveijum þremur Banda- ríkjamönnum telja að Ronald Reagan forseti sé ekki nógu áfram um r ð staðreyndir varðandi vopna- sölumálið og greiðslu til skæruliða í Nicaragua komi fram. Þetta kom í ljós í skoðanakönnun, sem dag- blaðið Washington Post og sjón- varpsstöðin ABC létu gera. í skoðanakönnuninni, sem gerð var 15. til 19. þ.m., kemur fram að 56 prósent aðspurðra trúa ekki að for- setinn hafi sagt satt um málið. Þrír af hveijum fjórum kváðust telja að Poindexter og North hefðu farið eftir skipunum frá háttsettari mönnum. Fjórir af hveijum fímm kváðust ósáttir við að Bandaríkja- menn sendu írönum vopn og 39 prósetn sögðu að vopnasölumálið væri alvarlegra fyrir Reagar, en Watergate-málið hefði verið fyrir Richard Nixon. í könnuninni er gefíð upp að skekkjumörk séu þijú prósent. LtllUNIsHP^ FYRIB • Töff og flottur lítill bíll—fæst meira að segja með TURBOvél! • Snöggur og lipur í umferðinni. • Nóg pláss—meira að segja fvrirmig! • Ótrúlega sparneytinn. Skutlan kostar nú frá aðeins 266þúsund krónum. Skutlan er flutt inn af Bíla- borg h/f. Það tryggir 1. flokks þjónustu, sem er rómuð af öll- um sem til þekkja. BILABORG HR Smiðshöfða 23sími 6812 99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.